Morgunblaðið - 17.07.1976, Side 3

Morgunblaðið - 17.07.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLI 1976 3 Stangveiðifélagið vill leigja Elliðaárnar áfram af Rvíkurborg STANGVEIÐIFÉLAG Reykjavfk- ur hefur óskað eftir þvf við Raf- gnsveitu Reykjavíkur að fá amlengt samningi félagsins frá 1974 við Rafmagnsveituna um leigu á Elliðaánum svo og samn- ingi um rekstur klak- og eldis- stöðvarinnar við árnar. Raf- magnsveitan hefur umsjón með ánum fyrir hönd Reykjavíkur- borgar og hefur svo verið frá því virkjanir rafmagnsveitunnar f ánum voru byggðar. Erindi Stang- veiðifélagsins var lagt fyrir borgarráð sl. þriðjudag og sam- þykkt þar að vfsa því tii umsagnar veiði- og fiskræktarráðs borgar- innar. Ragnar Júlíusson borgarfull- trúi er formaður veiði- og fisk- ræktarráðs og hann tjáði Mbl. i gær að erindi Stangveiðifélagsins yrði að líkindum afgreitt í ráðinu fljótlegq. Ragnar kváð ekki unnt að segja neitt um fyrir hve háa upphæð Elliðaárnar yrðu leigðar, en það væri stefna Reykjavikur- borgar að verðlag á laxveiði í Elliðaánum yrði ekki til þess að spenna upp leigu fyrir laxveiðiár í landinu almennt og væri það yfirvöldum meira kappsmál að vel væri um árnar og næsta um- hverfi þeirra hugsað. Ragnar sagði einnig að i veiði- og fiskræktarráði borgarinnar væri áhugi á því að reyna að koma upp silungsrækt og silungsveiði í vesturkvísl ánna og væri nú í at- hugun hvort af því gæti orðið. Þessi mynd var tekin á Hellu f góðviðrinu á laugardaginn var. Spáin lofar góðu á Hellu MBL. hafði í dag samband við Þorgeir Pálsson, mótstjóra ís- landsmótsins i Svifflugi á Hellu. Veður hefur verið afar óhag- stætt til svifflugs á Hellu alla mótsdagana utan einn, Iaugardag. I dag fór þó fram keppni, en þeg- ar við töluðum við Þorgeir var ekki útlit fyrir að um yrði að ræða löglegan keppnisdag. Til þess að keppnisdagur teljist löglegur, verða a.m.k. tveir keppendur að fljúga 25 km. Aætlað var að svífa frá Hellu að Búrfelli í Grímsnesi og til baka, en engum hafði enn tekizt að komast þá leið. I dag var hvöss norðanátt á keppnissvæð- inu. „Við erum þó bjartsýn á helg- ina," sagði Þorgeir, „spáin er mjög hagstæð." „Ef illa fer með veður, er enn hægt að framlengja mótinu, en enginn er hér svo svartsýnn að það hafi enn nokkuð komið til tals,“ sagði hann að lok- um. Hér sjást vestur-fslenzku unglingarnir ásamt stjórnanda vinnubúð- anna sr. Ingólfi Guðmundssyni. í * Handtöskum farþega er rennt á færibandi inn f nýja málmleitartækið á Keflavíkurflugvelli, þar sem þær eru gegnumlýstar. Geislanum er sfðan varpað á sjónvarpsskerm þar sem löggæzlumenn geta séð hvert er innihald hverrar tösku. Nýtt málmleitartœki tekið í notkun áKeftavíkurftugvetU 1 GÆR var tekið f notkun á Keflavfkurflugvelli nýtt málm- lcitartæki til þess ætlað að leita í handfarangri farþega sem eru á leið frá landinu. Tækið varp- ar geisla f gegnum handfarang- ur farþegans, sem sfðan er end- urkastað á sjónvarpsskerm, þar sem löggæzlumaður getur séð hvort f farangrinum eru byssur eða önnur vopn, sem óheimilt er að fara með um borð f flug- vélar. Tæki þetta er af full- komnustu gerð og geisla- virknin sem frá þvf stafar er hverfandi. AUs kostar tækið um 10 milljónir króna í inn- kaupi, en við bætist uppsetn- ingarkostnaður og kostnaður við ýmsar breytingar sem gera þurfti á húsnæði f flugstöðinni til að koma því fyrir á hagan- legan hátt. Skv. upplýsingum Þorgeirs Þorsteinssonar lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli mun tæki þetta flýta mjög fyrir allri leit í handfarangri farþega sem úr landi eru að fara, en fram að þessu hafa lögreglumenn orðið aó handleita í farangri farþeg- anna sem er tafsamt, en hið gerð sú krafa að vopnaleit hafi verið gerð á ölium farþegum sem til landanna koma flugleið- is áður en þeir lögðu af stað. Bandaríkin, Vestur-Þýzkaland, Danmörk og Bretland eru i hópi þessara ríkja. Nú hefur verið komið upp aðstöðu á borð við þá sem í notkun var tekin i gær á Keflavíkurflugvelli í öll- um þeim löndum sem íslenzkar flugvélar fljúga reglulega til og frá. Er því gerð vopnaleij á öllum farþegum sem um Kefla- víkurflugvöll fara í upphafi ferðar þeirra, hvort sem þeir eru á leið hingað til lands eða hafa aðeins stutta viðdvöl á flugvellinum. Stofnuð var stjórnskipuð nefnd hérlendis í byrjun árs 1975 til að kanna hvaða ráðstaf- anir væri unnt að gera hér á landi til varnar gegn flugrán- um. Koma málmleitartækisins á Keflavíkurflugvelli er einn áfangi i starfi nefndarinnar, en náið samstarf hefur verið um þessi mál milli nefndarinnar, lögreglustjóraembættisins á Keflavikurflugvelli, flugvallar- stjórans þar og Flugleiða hf. ISLENZKIR SKÁKMENN KEPPA í FÆREYJUM TtU fslenskir skákmenn halda I næstu viku til Færeyja I boði Taflsambands Færeyja og er ráð- gert að þeir tefli tvfvegis kapp- skákir við færeyska skákmenn og haldi hraðskákkeppni auk þess sem komið hefur til tals að þeir tefli við úrvalslið Þórshafnar. Halda skákmennirnir utan á þriðjudag og koma aftur til lands- ins næstkomandi sunnudag. Skákmennirnir, sem fara til Færeyja hafa staðið framarlega í deildarkeppni Skáksambands ís- lands og í förinni eru skákmenn úr öllum landshlutum. Keppend- ur verða þeir: Ásgeir Ásbjörns- son, Hafnarfirði, Daði Guðmunds- son, Bolungarvík, Gunnar Finn- laugsson, Selfossi, Ingvar Ás- mundsson, Reykjavik, Jóhann Snorrason, Akureyri, Jón L. Árnason, Reykjavík, Júlíus Friðjónsson, Kópavogi, Pálmar Breiðfjörð, Keflavík, Trausti Björnsson, Eskifirði og Vagn Kristjánsson, Reykjavík. Farar- stjórar verða Högni Torfason, varaforseti Skáksambands ís- lands, og Guðbjartur Guðmunds- son meðstjórnandi. Vestur-íslenzkir unglingar í þjóðræknisbúðum kirkjunnar NOKKRIR vestur-fslenzkir unglingar komu I gær til landsins á vegum Æskulýðsstarfs Þjóð- kírkjunnar og dveljast hér I einn mánuð I vinnubúðum. Farið verð- ur norður f land og dvalið f Stórutjarnarskóla og unnið þar að ýmsum verkefnum, bæði við skólann og skógrækt f Vaglaskógi. A kvöldin verða kvöldvökur, sem unglingarnir sjá að nokkru leyti um sjálf. Ráðgert er að dvelja f þjóðgarðinum f Skaftafelli um tfma f ágúst og vinna þar að ýmiss konar náttúruvernd. Þá verður ferðast um landið undir leiðsögn kunnugra tnanna. Nokkrir fslenskir unglingar á aldrinum 15—20 ára geta verið með þegar unnið verður f Skaftafelli. Allur ferðakostnaður verður greiddur og uppihaldið en ekki er gert ráð fyrir að unglingarnir fái greidd laun. En mun vera hægt að láta skrá sig f þessar vinnubúðir. Þessar upplýsingar komu fram i fréttatilkynningu frá Æskulýðs- starfi Þjóðkirkjunnar og þar er einnig greint frá sumarbúðastarf- seminni en nú eru reknar sumarbúðir í Vestmannsvatni og i Skálholti. Hefur aðsókn i þær ver- ió góó, nema hvað aðsóknin i Skál- holt er heldur minni en oft áður og eru enn nokkur sæti laus 19. júlí. Á Eiðum hafa verið starf- ræktar sumarbúðir en nú er verið að koma upp húsnæði við Eiða- vatn fyrir e.k. kirkjulega miðstöð, sem einnig verða reknar sumar- búðir i. Mörg undanfarin sumur hafa einnig verið sumarbúðir að Holti i Önundarfirði en af því gat ekki orðið i ár vegna húsnæðis- vandræða. í næstu viku koma hingað til lands átta ungmenni á vegum ICYE, kristilegu alþjóðaung- mennaskipti og dveljast hér í eitt ár. Að þessu sinni koma skipti- nemarnir frá Finnlandi, Svíþjóð, Nýja-Sjálandi, 2 frá Þýzkalandi og 3 frá Bandaríkjunum. Þá fara 13 héðan til ársdValar til Nýja- Sjálands, Finnlands, 2 til Sviss, 3 til Þýzkalands og 6 til Bandaríkj- anna. Nýr æskulýðsfulltrúi er nú að taka til starfa. Er það sr. Þor- valdur Karl Helgason, sem var áður farprestur á Egilsstöðum og kemur hann i stað sr. Guðjóns Guðjónssonar. Einnig hefur verið auglýst laust til umsóknar starf aðstoðaræskulýðsfulltrúa, þar sem Jóhannes Tómason hefur nýlega látið af þvi starfi. Á skerminum má sjá að Iftil skammbyssa var f horni tösk- unnar sem rennt var f gegnum tækið þegar þessi mynd var tek- in. nýja leitartæki á að geta skoðað farangur um 800 farþega á klukkustund. Algengt er að 300—400 farþegar fari úr landi frá Keflavikurflugvelli á klukkustund, en þegar mest er fara um brottfararhlið vallar- ins allt að 1000 farþegar á klukkustund. 1 nokkrum löndum heims er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.