Morgunblaðið - 17.07.1976, Side 10

Morgunblaðið - 17.07.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17 JULl 1976 Frá borgarstjórn REIKNINGAR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1 975 komu til annarrar umræðu í borgar- stjórn síðastliðið fimmtudags- kvöld Fyrir fundinum lá skýrsla endurskoðunardeildar Reykjavíkurborgar um reikn- ingana Umræður um reikning- ana urðu langar en rétt þykir að drepa á nokkur þeirra atriða sem endurskoðunardeildin gerði ábendingar við Endurskoðunardeildin telur gjöld fyrir kvöldsöluleyfi of lág og annað hvort skuli þau lögð niður eða þau hækkuð Þau hafa verið óbreytt í mörg ár — Endurskoðunardeildin telur að þegar brugðið sé út af venjum um gatnagerðargjöld (innheimtu) skuli borgarráð setja ákveðnar reglur þar að lútandi — Talið er rétt að varsla borgarlandsms verði ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur hjá garð- yrkjustjóra — Æskilegt er að reglur verði settar um kaup á listaverkum og þessum gjaldlið ávallt haldið innan áætlaðs fjármagns — Sparnaður á reksturskostnaði yrði ef yfirumsjón vegna Bláfjalla og Skíðaskálans í Hveradölum yrði sú sama, t.d hjá Vélamiðstöð Reykjavikurborgar — Fasteignir borgarinnar verði settar und ir sérstaka deild sem annaðist allan reksturinn Æskilegt að leigutekjur nægi fyrir útgjöldum — Inneign borg- arsjóðs hjá ríkissjóði á skuldum sem sá síðarnefndi hefur ekki viðurkennt er um 91 milljónir króna Mótkrafa Ríkis- sjóðs nemur um 6 millj króna — Nauðsynlegt er að taka tillit til vanskila hjá viðskiptamönnum og hvaða með ferð þau eigi að fá — Sams konar reglum um gengistap og gengishagn- að verði beitt hjá öllum fyrirtækjum borgarinnar — Álag útseldrar vinnu trésmíðastofu hækki svo tekjur nægi fyrir gjöldum. — Lagt er til að ráðhús sjóður verði lagður niður og honum ráðstafað til annars — Birgðastöð Lagt er til að innra eftirlit stöðvarinnar verði endurskipulagt og öruggu kerfi verði beitt við innkaup og afhendingar úr stöðinni Fjöldamargar ábendingar aðrar komu fram í skýrslu endurskoð- unardeildar og voru þær nær allar tæknilegs eðlis í tengslum við færslur í bókhaldi Fyrstur í annarri umræðu talaði Guðmundur G. Þórarinsson (F) Fylgdi hann úr hlaði tillögu borgarfull- trúa Framsóknarflokksins varðandi breytmgar á uppsetningu fjárhagsáætl- unar og borgarreiknings Telja borgar fulltrúarnir að borgarráð skuli skipa nefnd sem vinna skuli að því að koma breytingunum á í tillögunni felst m a að bókhaldskerfi Sambands íslenskra sveitarfélaga verði notað hjá Reykja- víkurborg Færður verði sameinaður rekstrarreikningur Borgarsjóðs og fyrir- tækja hans, og færður verði reikningur sem sýni fjármagnsbreytingar á árinu Samræmis sé gætt milli fjárhagsáætl- unar og borgarreiknings Hugtök við færslu ársreiknings verði skýrgreind Ársreikningurinn gefi í yfirliti rétta mynd af heildartekjum borgarsjóðs Samræming ársreikninga, færslur og hugtök borgarsjóðs og hinna ýmsu stofnana Endurskoðun á uppsetningu þannig að eignabreytingareikningi verði skipt í gjaldfærða fjárfestingu og eignfærða fjárfestingu I ársreikn- ingum skuli koma fram endurmat eigna hinna ýmsu fyrirtækja og stofn- ana. þannig að hafa megi arðsemi til hliðsjónar við gjaldskrárbreytingar Guðmunduf taldi ekki kostnaðarsamt að framkvæma þessar breytingar, aðal- vandamálið væri að byrja Hann kvað aðalerfiðleika sína til skilnmgs á reikn- ingunum vera hvað væri fært til rekstr- arútgjalda og hvað til eignaútgjalda Rabbaði Guðmundur síðan um ýmis fyrirtæki borgarinnar, stöðu þeirra, útkomu og fleira. Þorbjöm Broddason (ABL) sagði mikla óreiðu vera á innheimtu húsa- leigu á vegum borgarinnar Nú væru útistandandi húsaleiguskuldir 29 7 milljónir og það væri allt of mikið Hann kvaðst gera sér grein fyrir því að við þessu væri ekki til nein einföld lausn Þess vegna ætlaði hann sér ekki að flytja neina tillögu þar að lútandi Hér væri handvömm hjá borginni um að kenna í innheimtu Þá ræddi Þor- björn nokkuð dagvistunarstofnanir og taldi að þar væri mikið framtaksleysi hjá borginni, t.d hefði 1975 rfkt alger stöðnun Undir liðnum Félagsmál hjá borginni væru 940 milljónir en þegar nánar væri að gætt gætu aðems 490 milljónir í rauninni talist undir liðnum félagsmál Gagnrýndi Þorbjörn síðan of lág gatnagerðargjöld hjá ýmsum sem halda mætti að væru öðlmgar miklir og nafngreindi þar Hús verslunarmnar og húseignina Bolholt 7 Björgvin Guðmundsson (A) sagði að eðlilegar skýringar væru til á ýms- um frávíkum í reiknmgum borgarinnar frá fjárhagsáætlun Hann kvaðst vilja itreka að erlendar skuldir borgarmnar væru of háar Réttlætanlegt væri að taka erlenö lán við stofnkostnað ýmissa fyrirtækja borgarinnar en hrein eyðslulán ættu ekki rétt á sér Að vísu væri réttlætanlegt að lán til fram- kvæmda við Hitaveituna væru tekin Hms vegar færi megmðaf því lánsfé til framkvæmda í nágrannasveitar- félögunum og að sér fyndist að þau sveitarfélög ættu þá að bera þann kostnað sem af lántökunum hlytist Sagði Björgvin siðan að Geir Hallgrimsson og Birgir ísleifur Gunnarsson hefðu viðhaldið áfram þeirri verðbóígu sem fyrir hendi var frá tima vmstri stjórnarmnar Adda Bára Sigfúsdóttir (ABL) gerði að umræðuefni veitustofnanir borgar- innar Sagði hún að aðalæð VR væn orðin léleg og þarfnaðist mikillar við- gerðar Taldi Adda Bára að útsvörm ættu að vera sú tekjulind sem stæði undir almennum rekstri borgarinnar Markús Örn Antonsson (S) sagði að á Þorbirni Broddasyni hefði mátt skilja að Reykjavikurborg gerði ekki nóg i félagsmálum sínum. Sagðist Markús telja að mikið væri gert Sagðist Markús Örn álíta að ábending- ar Endurskoðunardeildar borgarinnar væru tæknilegs eðlis en ekki þannig að hægt sé að lesa réttmæti einstakra fjárveitinga á vegum borgarinnar út úr þeim Hann kvaðst vilja mótmæla eindregið þeim ámælum sem borgar- stjóri hefði hlotið fyrir að hafa reynt eftir fremsta megm að spara í rekstri borgarinnar Markús Örn sagði að tekist hefði að skapa aðhald í fjármagnsstjórn borgarinnar, svo mikið aðhald að aðdáunarvert væri Elín Pálmadóttir (S) sagðist einnig vilja mótmæla ámælum sem borgar- stjóri hefði orðið fyrir vegna aðhalds um fjármuni borgarinnar Hún óskaði borgarstjóra til hamingju með góðan árangur. Sagði Elín að í sjálfu sér væri ekki mikið um reikningana að segja, mönnum hætti oft til að ræða meira það sem miður færi en minna það sem vel væri gert Aðdáunarvert væri að á 6 milljarða gjaldaáætlun borgarinnar færu reikningarnir aðeins 300 milljón- ir fram úr áætlun meðan meðalvísitala hefði hækkað um meira en 51%. Sagði Elín að el alls staðar í þjóð félaginu hefðu menn brugðið eins við og stjórnendur Reykjavíkurborgar hefði mátt vænta betri stöðu en nú væri Auðvitað hefðu Reykjavíkingar orðið af ýmsu en þó ekki svo tilfinnan- legt væri Ræddi Elín síðan um betri yfirstjórn landssvæða umhverfis Reykjavík t.a.m. í Bláfjöllum, Hveradöl- um og Hólmsheiði Um bókhaldstillögur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins sagðist Elín ekki ætla að ræða ítarlega Hins vegar fyndist sér að lítil bót yrði á að skipa nefnd til að gera tillögur um breytingar á borgarbókhaldmu. Æskilegast væri að borgarfulltrúar sjálfir gerðu að- finnslur og leituðu síðan til embættis- manna borgarinnar með spurningar Það væri farsælasta lausnin Síðan sagði Elín að í erfiðum árum yrði erfitt að halda utan um penmgana ekki síst þegar 50% verðbólga hefði rýrt það framkvæmdafé sem fyrir hendi var frá skattborgurunum M»ðað við allar að- stæður sýndist sér að vel hefði tekist til með stjórnun fjármála Reykjavíkur- borgar 1975. Næst tók til máls borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson (S) Hann sagðist halda að menn væru sammála um að reikningur Reykjavíkurborgar 1975 væri eins glöggur og kostur væri En ef við spyrðum okkur sjálf hvers við leit- uðum þar yrðu svörin jafnmörg einstaklingunum. Spurningin hvaráað færa þetta hvar á að færa hitt væri umdeilanleg og mætti rökræða það endalaust Matsatriðin væru mörg og margs yrði að gæta. Ef tilvvill yrði besta lausnin að gefa út tvo reiknmga Hinn tölulega reikning sem flestir gætu klórað sig eitthvað fram úr og hins vegar textareikning með myndum, línuritum og fleiru Þá gætu hugsan- lega legið fyrir Ijósar einhverjir liðir sem nú sæjust óglöggt Birgir isleifur sagði tillögu borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins umdeilanlega Hann kvaðst ósammála að taka ætti upp bókhaldskerfi Sambands ísl sveitarfél Hið nýja form þar gæfi ekki betri mynd fyrir hinn almenna borgara. Hins vegar væri þetta miklu hentugra fyrir sér- fræðinga í bókhaldi Sín skoðun væri þó að æskilegast væri að reikningar Reykjavíkurborgar yrðu þannig að hinn almenni borgari gæti skilið þá, en ekki aðeins fámennur hópur sérfræðinga Birgir ísleifur kvaðst sammála að sam- ræmis yrði gætt milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings Nú væn augljóst að þróunin yrði í þá átt og bæri árs- reikningur Reykjavfkurborgar 1975 hvað best vitni um það Borgarstjóri sagði ólíklegt að menn yrðu sammála um að breyta eignabreytingareikningi í gjaldfærða fjárfestingu og eignfærða fjá rfestingu Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnars- son bar síðan upp frávfsunartillögu varðandi tillögu borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins í tillögunni stóð m a. að borgarstjórn teldi nauðsynlegt að ávallt gæfu ársreikningar borgarinnar sem gleggsta mynd af starfsemi borgarinnar. Við núverandi ástand gætu borgarfulltrúar allir haft áhrif á reikningana Ekki væri því ástæða til að skipa nefnd í málið Borgarstjóri sagðist ekki ætla enn einu sinni að endurtaka það sem hann hefði sagt um vinstri stjórnina Hins vegar sagðist hann ekki vera ánægður með allt sem þessi rfkisstjórn hefði gert gagnvart sveitarfélögum og hefði hann látið óánægju sína í Ijós og sent kvartana- bréf til ráðuneyta. Munurinn á mál- flutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins nú og minnihlutaflokkanna á tímum vinstri stjórnarinnar væri að Sjálfstæðismenn viðurkenndu stað- reyndirnar Minnihlutaflokkarnir hefðu hins vegar ekki getað einu sinni gagnrýnt sannanleg mistök hjá vinstri stjórninni, þegar hún hefði gert þvert ofan í vilja sveitarfélaga. Þá hlupu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins í stokk og höguðu sér eins og sprellikarlar Alþýðuflokkurinn hefði ekki þótzt vera í þeim hópi enda viljað aðeins kenna sig við að hafa enga aðild átt að tveim síðustu ríkis- stjórnum Borgarstjóri sagði að sér fyndist gj'ldskrárstaða Rafmagnsveitunnar hörmung og svo væri einungis vegna þess, að ekki var fylgt tillögum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Reykja- víkurborg hefði neyðst til að taka lán fyrir RR En ef fylgt hefði verið tillög- um Sjálfstæðismanna væri sannað mál að að raforkuverð hefði verið 15% lægra en nú er Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn hafa hugsað meira til skamms tíma en langs. Borgarstjóri kvaðst ekki ætla að svara Björgvin Guðmundssyni hann væri ekki svara- verður Birgir ísleifur sagðist marg oft hafa svarað honum en Björgvin vildi auðsjáanlega alls ekki vilja gera hina minnstu tilraun til að reyna skilja sig Verðbólgan árin 1974 og 1975 hefði alls ekki verið sambæríleg 1 9 74 hefði borgin verið bundin af verksamningum sem ekki var hægt að rifta. En 1975 hefðu erfiðleikarnir verið séðir fyrir- fram og þess vegna hefði verið hægt að bregðast rétt við vandanum Björgvin spilaði hins vegar enn sömu gömlu plötuna um kosningavíxilinn og entist hún lengi Varðandi gatna- gerðargjöld hvað borgarstjóri að húseignin Bolholt 7 væri ekki eins- dæmi Minnti hann á að i mars síðastl hefði Þjóðviljinn fengið samþykktan 1600 þús króna vixil til greiðslu gatnagerðargjalda. Þegar um vanskil á gatnagerðargjöldum væri að ræða væri reynt að greiða götu fólks ef slikt væri réttlætanlegt. Um það hefðu allir borgarráðsmenn verið sammála og hefði flokksbróðir Þorbjörns Brodda- sonarengin undantekning verið Guðmundur G. Þórarinsson (F) tók aftur til máls og sagði fráleitt að ríkis- sjóður héldi 90 millj frá borgarsjóði Hann kvaðst harma að tillaga borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins næði ekki fram að ganga Þorbjörn Broddason (ABL) sagði algjöran óþarfa fyrir borgarstjóra að rangtúlka mál Björgvins Guðmundssonar. Þá sagði hann að hreinn óþarfi væri að blanda Þjóðviljanum inn í myndina um gatna- gerðargjöldin, hann væri trúlega skuld- laus Björgvin Guðmundsson (A) sagðist hafa kynnst nýrri hlið á borgar- stjóra hér í kvöld Hann hefði sagt að hann nennti ekki að svara borgarfull- trúum Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri (S) sagði að Björgvin Guðmundsson drægi sjálfan sig á vit blekkinga. Orð hans að ég nennti ekki að tala við borgarfulltrúa um borgar- reikninga eru ósönn Hér hefði hann gert ítarlega grein fyrir reikningum Reykjavíkurborgar 1975 Það sem hann hefði meint er hann sagðist ekki nenna að tala við borgarf ulltrúa Björgvin Guðmundsson hefði verið að hann (borgarstjóri) nennti ekki enn einu sinni að fara svara rangtúlkunum Björgvins Guðmundssonar sem hann endurtæki fund eftir fund Björgvin Guðmundsson neitaði að hafa rang- túlkað Albert Guðmundsson (S) svaraði vegna gatnagerðagjalda fyrir Bolholt 7 Kvaðst hann ekki hafa stundlegan frið fyrir embættismönnum borgarinnar og þar á meðal borgar- stjóra sjálfum sem væru að innheimta. Sagði Albert að sér hefði ekki tekist eins vel að afla fjár og Al|fýðubanda- lagsmönnum. Minnti hann á að ekki stæði á Alþýðuflokknum að láta heyra til s»n er hann vantaði pening Albert kvaðst ekki geta þolað að embættis- mönnum borgarinnar væri brigslað um verk sem þeir gætu ekki gert að, þar ætti hann sök að máli. Reikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1975 voru samþykktir með 9 samhljóða atkvæðum. Ennfremur var frávísunartillaga borgarstjóra varðandi tillögu borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins samþykkt með sömu at- kvæðatölu Reikningar Reykjavíkurborgar 1975: Aðeins 300 milljónir fram úr á sex milljarða gjaldaáætlun Þó lækkaði meðalvísitala um meira en 51%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.