Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 17. JÚLÍ 1976 11 LISTAHÁTÍÐ 1976 er nú endanlega lokið þar sem síð- ustu eftirhreytur hennar, jass- tónleikar Laine — Dankworth og hin viðamikla sýning á list Hundertwassers, heyra fortið- inni til. Mikið var skrifað um hlut myndlistar í dagblöð borg- arinnar og mun meira en á fyrri slíkum hátíðum, og fleiri listfróðir létu ljós sitt skína á þeim vettvangi. Er hér um gleðilega þróun að ræða, eink- um að þvi leyti að lærðir list- fræðingar hösluðu hér einnig skoðunum sínum völl, en yfir- leitt heyrist lítið úr þeirri átt nema þegar embætti losna. Ég hef oft hugleitt þessi mál vegna þess að ég veit að flestum sýnist það einmitt vettvangur lærðra listfræðinga að fjalla um listir á opinberum vettvangi, og yfir- leitt eru menn valdir í embættí erlendis eftir að hafa sýnt verð- leika sina og áhuga með skrif- um og umfjöllun um listir, en ekki vegna einhverra prófskírt- eina, sem segja okkur alls ekki neitt um persónuna eða verð- leika hennar til emoættis, enda hafa slíkir að jafnaði einungis fræðilega menntun og „aldrei stungið þumalfingrinum í pall- ettið“, eins og Denis Diderot orðaói það svo snilldarlega. Þröngar tækifærisskoðanir eru og einnig algengar úr þessari átt auk þess sem á vorum dög- um virðast sumir listfræðingar hafa numið öllu meir í þjóðfé- lagsfræðum en listum almennt. Er því nauðsynlegt að þeir hasli skoðunum sínum völl áður en þeir eru settir á rikisjötu eða nokkra aðra jötu með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Ýmsa reynslu má draga sam- an af hlut myndlistar á listahá- tíð, — þannig hefur komið fram að ágætar yfirlitssýningar, eins og t.d. sýningin á íslenzkri graf- ík, eiga þar naumast heima nema þær standi fram yfir há- tíðina líkt og sýningar Hundert- wassers og Dunganons. Fram kemur'að aðsókn dreifist mjög milii svona margra sýninga, — fólk kemst einfaldlega ekki yfir þær allar, gleymir kanski sum- um þeirra. Ég veit t.d. um marga sem misstu af grafík- sýningunni og var að því ómældur skaði. Má hiklaust telja að slík sýning hefði hlotið a.m.k. tvöfalt meiri aðsókn við aðrar aðstæður. DUNGANON — SCHNEIDER. Grannt skoðað mætti halda því fram, að Dunganon komi út sem sigurvegari á þessari lista- hátíó, — sýningin á verkum hans kom langsamlega mest á óvart, leikum sem lærðum, og hún var framúrskarandi vel sett upp, sem hafði ekki svo lítið að segja, einkum hvað kynningargildi varðar. Hér má það koma fram, að sýningar voru yfirleitt ákaflega vel upp settar og aðstandendum til sóma að því leyti. Er ánægju- legt að sjá að menn hafa upp- götvað að hin einfalda röð, ákveðna hæð og bil á milli mynda á ekki við í öllum tilvik- um. Með aukinni fjölbreytni hefði t.d. verið hægt að gera sýningu Schneiders að Kjar- valsstöðum mun líflegri, en hér ríkti gamla sjónarmiðið auk þess sem upphengingin var erf- ið með jafnstórum myndum og keimlíkum, er spönnuðu of stutt timaskeið. LISTIÐN — LISTASAFN. Sýning Listiðnar „Nytjalist" var vel sett upp, en hefði ekki verið burðug án þátttöku finnsku gestanna sem vissulega lyftu henni á hærra svið, eink- um mörkuðu tízkusýningarnar hér skemmtilegan svip. En hér var alltof mikið af hlutum sem sýndir höfðu verið áður og gef- ur auk þess að líta i verzlunum Fiskað í myndlist á lista- hátíð Þankar borgarinnar og í opinberum byggingum. Margir hafa komið að máli við mig út af þessu og hinum háa aðgangseyri á þessa sýningu, sem var sá hæsti á listsýningu á Listahátíðinni, og margur sagðist gjörsamlega hafa misst löngun til frekari sýningarferða þann daginn, eft- ir að hafa litið þar inn. Slíkt sem þetta má alls ekki koma fyrir aftur, því að þótt tízkusýn- ingarnar hafi sjálfsagt verið ærið kostnaðarsamar þá var ekkert sem réttlætti að láta þá gesti borga fullt gjald erekkisáu þær, né komu til að sjá þær. — Hér hefði verið nær að láta fólk borga sérstaklega inn á þær hverju sinni. Þetta kemur allt spanskt fyrir sjónir með hliðsjón af þeim fjölda að- ila er styrktu þessa sýningu, sem fékk mjög góða aðsókn og þá sennilega mest vegna tízku- sýninganna. Hlutur Listasafns íslands með sýningu Hundertwassers var mjög góður, en þó telst það mikill galli að þurfa að láta allt íslenzka safnið vikja fyrir sýn- ingu eins útlendings, og von- andi verður safnið komið í ný húsakynni fyrir næstu listahá- tíð og getur þá auk slikrar stórrar sýningar, boóið upp á gott úrval islenzkrar listar, svo að útlendingar er landið sækja heim geti einnig fræðzt um þá hlið málanna. Er ekki vansa- laust, að. á aðal- ferðamannatímabilinu skuli út- lendum fyrirmunað að nálgast slíkt samsafn þrátt fyrir mik- inn áhuga. Til allrar hamingju munu framkvæmdir byrjaðar við framtíðarhúsnæói safnsins, þar sem Glaumbær stóð áður, eftir að smámunasemi postula húsfriðunarnefndar hafði taf- iðbyggingarframkvæmdir í 3—4 ár til ómælcjs skaða ís- lenzkri myndlist 'duk tugmillj- ónataps. Sýningin á verkum Hundert- wassers dró flesta skoðendur til sín, enda stóð hún lengst og var stærst í sniðum, — en undargt er að hleypa fólki endurgjalds- laust inn á slíkar sýningar þeg- ar kostnaðurinn er hafður til viðmiðunar og sú staðreynd, að safnið er jafnan fjárs vant. Er einsýnt, að annaðhvort verði að auka fjárframlög til safnsins til mikilla muna í sambandi við sérsýningar eóa að selja aðgang að sýningum, — þó ekki væri til annars en að kosta útgáfu veg- legra sýningarskráa að sýning- unum. Vel búið heimildargildi er hverri slíkri sýningu nauð- synleg sem ljóslega kemur Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON fram hvað sýningu Hundert- wassers áhrærói, en þar var allt til fyrirmyndar hvað heimildar- og auglýsingagildi snerti. tJTISVNING mynd- HÖGGVARAFÉLAGSINS. Hafi einhver mistök átt sér stað á Listahátíð, þá var það að gefa verkum grænt ljós á' sýn- ingu í miðborginni, sem bein- línis kölluðu skemmdarvarga á vettvang. Þarna voru verk sem hvegi eiga heima nema i sýn- ingarsölum og voru það mikil býsn og ekki einleikið, að slik verk skyldu svo að segja vera lögð fyrir fætur skemmdar- varga miðborgarinnar, og mikið ef ekki var þar tilgangur að baki. Líkt og allir mega vita þá agsir eitt laskað verk upp hvatir til meiri athafna á þeint vett- vangi og sannarlega var hér hraustlega gengið til verks. Skemmdarfýsn gagnvart listaverkum er aldagamalt fyr- irbæri, eiginlega jafngamalt mannkyninu og eru þar til margar firnaljótar sögur. Að fenginni reynslu undangeng- inna útisýninga var verið að ganga í berhögg við öll stig skynseminnar með þvi aó setja ekki ákveðin skilyröi um stærð og styrkleika einstakra verka. F’relsi getur aldrei verið sk.vn- samlegt nema því sé haldið inn- an vébanda markvissra laga. Hér er það meginatriði að koma í veg fyrir að byrjað verði á skemmdarverkum og ég held að það sé ekki fjarri sanni, að þvi traustari sem verkin hafa verió i heild á útisýningum þvi minna hefur borið á skemmdar- verkum. Athyglisvert er að yf- irleitt undantekningarlaust er byrjað á veikbyggðustu verkun- um og lítil þúfa veltir stóru hlassi, — það vitum við öll. .. Að sjálfsögðu á Myndhöggv- arafélagið að stælast við hverja raun, svo sem er aðal hreysti- manna og þvi var yfirlýsing Myndhöggvarafélagsins i fjöl- miðlum, eftir að þeir höfðu yf- irgefið valinn neyðarleg, að ekki sé meira sagt, þvi að slík skemmdarverk, sem eru í og með árangur mistaka og skipu- lagsleysis munu sannarlega ekki ganga af íslenzkri högg- myndalist dauðri, — það er meiri kjarni i henni en svo. Að auki sýndi sýningin að við eig- um ágætt hæfileikafólk. FURÐULEG LISTRYNI. Árás gagnrýnanda Þjóðvilj- ans á Listasafn Islands, sýn- ingu Hundertwassers og mann- inn sjálían, finnst mér lítt skilj- anleg. Þar var blandað óskyld- um hlutum. Uppsláttarrit unt nútímalist taka af allan vafa utn frægð Hundertwassers. Sá framsláttur, að myndir lista- mannsins'hafi hangið uppi með myndum, er flokkast til tóm- stundavinnu á safni Boymans van Beuníngen i Rotterdam, er einungis vísvitandi og illkvittn- in rriarkleysa með þvi að þetta fræga safn kaupir sannarlega J ekki slika list. Þessi listrýnir kemur á safn Boymans. sem er eitt bezta safn Hollands, þegar aðalsalir nútimalistar eru und- irlagóir sýningu á verkum framúrstefnulistamannsins Dennis Oppenheim og hann getur sagt sér sjálfur að þá verði aðrar myndir safnsins að víkja um stund í hliðarsali. Ulf- úð þessa gagnrýnenda virðist nt.a. til komin vegna þess að láóst hafði að bjóða honum, og sýningarskrár liggja ekki á lausu f.vrir listrýni dagblaða (sem er stórfurðulegt), auk þess að sýningu er SUM bauð forráðamönnum Listahátíðar fyrir lítinn pening var háfnað. En réttlætti það þessa furðu- legu og ósmekklegu árás á góð- an gest listahátiðar? Hundert- wasser ber ekki ábyrgð á öllum tiltektum umboðsmanns sins, það ætti að liggja í augum uppi. — og eins og allir vita er svo ferlega kostnaðarsamt að standa undir slíkum sýningum, að alltaf hlýtur einhver kaup- mennska að fylgja þeim og á þetta einnig við alþýðulýðveld- in. Að sérvizka austurrikis- mannsins sé gervimennzka meðalmennskunnar, en t.d. írumlegheit Dunganons eðlileg, er undarleg fullyrðing, en kannski þekkir listrýnirinn þessa tvo menn persónulega svo vel að hann telur sig full- færan til að dæma! 1 báðum tilvikum munu áhöld um hve- nær sérvizkan er þeim eðlileg og hvenær þeir leika. og gera þá grín að samborgurunum. Jafnvel beztu vinir Dunganons treystu sér ekki til að skera úr um þessa þætti málanna og þvi held ég að hér sé farsælast að fara varlega um ótviræðar full- yrðingar. Eg þykist einnig viss um aó Hundertwasser var ekki fc að fara fram á að islenzka rikið | afsalaði sér höfundarrétti varð- andi verk Dunganons og það væri vissulega skemmtilegt ef hann léti verða að þvi að kvnna , heiminum þennan furðufugl með útgáfu bókar. Má treysta þvi að slík útgáfa yrði ekki slor- leg. Ég hirði litt að svara kaíla sem þessum: „Hvað er svo merkilegt við meðalgutlara sem hefur frá æskuárunt verið gangandi auglýsing fyrir sjálf- an sig og vöru sina? Hvað er svona merkilegt við listamann sem flaðrar eins og hundur upp um moldrikt veraldarpakk sent liggur eins og marghöfuð blóö- suga á menningarlifi þjóðanna og alþýðunni? — Spyr sá sem ekki skilur." — Hér er of langt gengið. og penninn notaður á likan veg og aflið, er tekin voru hús á skúlp- túr-verkum i miðbænum. Að sjálfsögðu er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir á mvndlist en hér eru óvönduð meðul virkjuð til niðurfökkunar góð- um gesti. sem sizt heíur unnið til slikra ummæla nteð hliðsjón af lifsmáta hans. En annars, — hve margir listamenn hafa ekki verið gahg- andi auglýsing fvrir sig og verk sín i gegnum aldirnar. snilling- ar jafnt sem meðalskussar? Ut- lit manna og tiltektir afskrifa ekki list þeirra og stækka ei heldur — sama gildir einnig uni stjórnmálaskoðanir, slikar varpa hvorki ljóma né skugga á hið laklega né það, sem megin- máli skiptir i allri góðri mynd- list.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.