Morgunblaðið - 17.07.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.07.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULl 1976 Löndunarbryggjan. NÚ ER aftur farið að vera lff í tuskunum í Siglufirði, hin gamla löndunarbryggja Sfldar- bræðslu rfkisins orðin athafna- svæði á ný eftir 10 ára hlé og þrærnar að fyllast, að vfsu ekki af sfld heldur loðnu. Eitthvað eru gamalreyndir starfsmenn þð óánægðir með loðnuna, hún er of blandin sjó og átu. „Þetta er bara loðnu- súpa,“ segja þeir. „En farmur- inn úr Gullberg VE — það cr fyrsta flokks vara.“ Það þykir umtalsvert fyrir norðan að nú hefur kvenfólki loks tekist að fá atvinnu við loðnubræðslu og vinna nú þrjár Sveinn Jóhannesson að skammta úr þró á færibandið. „Þetta er ekta drullusúpa," voru hans ummæli. „Þetta er nú bara loðnusúpa". stúlkur f skilvinduhúsi bræðslunnar. Ein þcirra, Birna Björnsdóttir úr Reykjavfk segist „bara kunna vei við starfið.“ Þeir, sem lærðu sitt fag á gömlu góðu sfldarárunum, keppast við að kenna ung- viðinu. Hvernig á t.d. ungur piltur að vita, hvenær lýsið er orðið nægilega gott til að það megi dæla því út í tanka eftir að það hefur farið hringrásina f skilvindunum? Birna Björnsdóttir Guðmundur Jóhannesson kennir Árna Þórðarsyni á lýsið. Landað úr Gullberg VE. Margeir Pétursson skrifar frá skákmótinu í Amsterdam Oheppnin eltir bæði Friðrik og Guðmund j 9. umferð IBM skákmótsins f Amsterdam gekk íslendingunum heldur illa Friðrik Ólafsson varð að bíta í það súra epli, að tapa fyrir hollenzka alþjóðlega meistar- anum Langeweg. Friðrik var reglu lega óheppinn að tapa þessari skák, því eftir aðeins 14 leiki missti hann af leik, sem væntan- lega hefði gefið honum léttunnið tafl. Eftir það var taflið tvísýnt, en f miklu tímahraki lék Friðrik illi- lega af sér og sfðan gafst hann upp, er skákin átti að fara f bið. Lánið lék heldur ekki við Guðmund Sigurjónsson. Andstæð ingur hans, sovézki stórmeistarinn Gipslis, reyndi vafasama peðsfórn, en stóðst ekki er á reyndi. Guð- mundi tókst þvf að snúa taflinu sér f vil, en á mikilvægu augna bliki tók hann ranga ákvörðun og eftir það átti Gipslis auðvelt með að stýra skákinni f örugga jafn- teflishöfn. Það blæs þvf ekki byrlega fyrir stórmeisturunum þessa stundina. Guðmundur er í 6— 1 2. sæti með 4Va vinning, en Friðrik í 13.—14. sæti með 4 vinninga Af öðrum skákum i dag er það að segja, að efsti maður mótsins, Korchnoi frá Sovétríkjunum gerði jafntefli við Kurajica í langri skák, þar sem Kurajica stóð lengst af bet- ur Hinn reyndi ungverski stórmeist- ari Szabo var hreinlega tekinn i kennslustund hjá hinum unga hol- lenzka meistara Ligterink, sem er nú að hljóta eldskirn sína i alþjóðle'gum stórmótum Sömu sögu er að segja af viðureign Hollendinganna Böhms og Donners. en þar lék sá fyrrnefndi stórmeistarann sundur og saman i snaggaralegri skák Hollenzki alþjóðlegi meistarinn Ree tefldi byrj- unina heldur naumlega gegn Júgó- slavanum Velimirovic. enda stóð Júgóslavinn upp frá borðinu sem sigurvegari eftir aðems tveggja tima tafl. Miles, sem er fyrsti enski stór- meistarinn í skák, lagði einnig snemma út á hálar brautir með svörtu gegn ungverska stórmeistar- anum Sax, sem nýtti sér það vel og lauk skákinni með því að kóngi Miles varð ekki forðað frá falli Eina stórmeistarajafntefli umferðarinnar, sem var óvenju spennandi, var milli þeirra Ivkovs og Faragos. Það tók þá félaga aðems hálftima að skipta leiknum bróðurlega á milli sin I næstu umferð, sem tefld verður á morgun, laugardag, teflir Friðrik Ólafsson við Kurajica með svörtu og Guðmundur Sigurjónsson með hvitt við Ivkov í skákinni milli Friðriks og Lange- wegs, sem hér fer á eftir, nær hvítur fljótlega yfirburðastöðu í 13. leik verða svörtum á slæm mistök, er hann leikur b4 í stað rxd4 Hvítum láðist að notfæra sér mistökin og eftil' þetta verður taflið tvísýnt og gekk mjög á tíma Friðriks og í tíma- hrakinu urðu honum á nokkur mis- tök, sem kostuðu hann siðan skák- ina. (Ath: P=Riddari, L = Biskup, D = Drottning, T = Kóngur) Hvítt: FriSrik Ólafsson íslandi Svart: Langeweg Hollandi. 1 e4 — c5 2 Rf3 — e6 3 d4 — cd4 4. pd4 — pc6 5. pc3 — a6 6. Le2 — 66 7 Le3 — pf6 8 f4 — Le7 9 dd2 — dc7 10 0-0-0 — 0-0 11. g4 — b5 12 g5 — pd7 13 f5 — b4 14 pa4 — pd4 15 Ld4 — dab 1 6 f6 — Ld8 17 b3 — Lb7 18 fg7 — te8 19 h4 — Le4 20 thf 1 — pe5 21 tf4 — 1 f5 22 tdf 1 — dd5 23 pb6 — Ib6 — 1 b6 24 Lb6 — dc6 25. Ld4 — tac8 26 1e5 — de5 27 tc4 — dg2 28 te1 — a5 29 tc8 — tc8 30 Lc4 — dd2 31 kd2 — td8s 32. kc 1 — e4 33 te3 — kg7 34 c3 — kg6 35. Le2 — f6 36 gf6 — kf6 37. kc2 — ke5 38. tg3 — kf4 39 cg 1 — b3 40 kc1 — td2 Hvitur gefur leikinn. Hér fer á eftir skák Guðmundar Sigurjónssonar og Gipslis frá Sovétríkjunum. Sikileyjavörn 1. e4 — c5 2. rf3 — d6 3. d4 — cxd4 4 rxd4 — rf6 5. rc3 — a6 Najdorf-afbrigðið, en það leiðir oftast til mjög hvassrar taflmennsku og skemmtilegrar skákar. 6 be3 — e6 7 f4 — b5 8 e5?! hæpin peðsfórn, eðlilega er einfald- lega 8 a3 — dxe5 9 fxe5 — rd5 1 0 rxd5 — dxd5 11 be2 — dxe5 1 2. dd2 — bb7 13 0-0-0 — be7 Svartur hefur nú unnið peð, að vísu nokkuð á kostnað liðsskipunar sinnar en vafasamt er þó að hvitur hafi fullnægjandi mótvægi fyrir peð- ið 1 4 bf4 — dc5 1 5 rb3 — dc8 1 6 bd6! — (þetta er mun betri leið en 16 ra5 — bd5 17. be3 — rc6 og svartur hefur vinningsstöðu, en þannig tefldist skákin Wan der Weide — Malich Amsterdam 1971) — dd8! (sterkur varnar- leikur) Svartur valdar bæði biskup sinn á el og vinnur einnig dýr- mætan tima vegna hótunarinnar 1 7 bg5 1 7 db4 -j- bxd6 1 8 hxd6 — dg5 19 hd2 — de7 20 rc5 — 0-0 21. hhdl — bxg2 22. rxa6 — dxb4? (Þar með lætur Guðmundur vinninginn renna sér úr greipum. Eftir 22 dg5! 23 rxb8 —- hfxb8 24 kb 1 — bd5 Nú stendur svartur óumdeilanlega betur. Eftir uppskiptin á drottningunum eru möguleikarnir aðeins jafnir þrátt fyrir að svartur hafi peð yfir vegna þess að hvitu peðin eru hreyfanlegri.) 22 rxa6 — dxb4 23 rxb4 — rc6 24 bxb5 — rxb4 25 hxg2 — hxg2 26. hd7 — ha 1 27. kg2 — hb1 28 b3 — g6 29 hf2 — rd5 30 bc6 — rb6 31 hc7 — rc8 32 kc3 Jafntefli. Staðan eftir 9. umferð er þá þannig. 1. KKortsjnoj 5V2 plús 1 2. — 3. Farago — Miles 5Va 4. — 5. Szabo — Boehm 5 6.—11. Guðmundur — Gipslis — Ivkov — Velimirovic — Ligtering — Sax 4’/2 1 2. Kurajica 4 plús 1 1 3.—14. Ree — Friðrik 4 1 5. Donner 3 1 6. Langeweg 2V2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.