Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULÍ 1976 fclk í fréttum Húðflúraðir til baks og kviðar + I Bandaríkjunum er starf- andi klúbbur sem enginn fær inngöngu f nema hann hafi lát- ið húðflúra (tattóvera) sig til baks og kviðar. Klúbbfélagar halda þing einu sinni á ári, þar sem menn sýna húðflúr sitt og sjá annarra auk þess sem fjall- að er um nýjungar í húðflúrun- artækni. Klúbbfélagar eru flestir karlmenn en aðeins 10 konur hafa látið innrita sig. Meðfylgjandi myndir voru teknar á síðasta ársþingi klúbbsins, og eins og sjá má er ekki öll vitleysan eins f þessum efnum fremuren öðrum. Skilnaður í góðu... + Fyrst var Ron Tolsicx aðeins hárgreiðslumaður Raquel Welch. Síðan kom trúlofun og allt var í lukkunnar velstandi í nokkur ár, eða þar til þau skildu. En segja má að það hafi verið „skilnaður í góðu“ því að þau pru enn mestu mátar og una sér vel í návist hvors ann- ars eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Hár- greiðslumeistarinn fyrr- verandi þreytir nú frum- raun sína sem kvik- myndaleikari og auðvit- að er mótleikarinn þokkadísin sjálf, Raquel Welch... Frá skák- þínginu í Lone Pine MARGIR munu minnast þess að. Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari tefldi í fyrra með góðum árangri á öflugu skák- móti i Lone Pine í Bandaríkjun- um. Þetta er eitt hinna árlegu móta þar í landi og hefur vegur þess farið stöðugt vaxandi. Nú í ár voru Sovétmenn i fyrsta skipti á meðal þátttakenda, og þeir sem Rússar völdu til keppni vestan hafs voru ekki af lakari endanum, tveir fyrrver- andi heimsmeistarar, Petrosjan og Smyslov. Ég verð að játa fávizku mína um úrslit mótsins, en auk þeirra kappanna voru margir öflugir Bandaríkja- menn á meðal keppenda, og nafn enska stórmeistarans Tony Miles mátti einnig sjá á þátttakendalistanum. Hér birt- ist nú ein skák frá mótinu. Þar eigast við þeir James Sherwin frá Bandaríkjunum og Tigran Petrosjan. eftir JÓN Þ. ÞÓR Hvftt: J. T. Sherwin Svart: T.V. Petrosjan Bogoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — Bb4 + (Þessi leikur er kenndur við stórmeistarann Bogoljubow, Petrosjan beitir honum alltaf öðru hvoru). 4. Rbd2 (Annar möguleiki er hér 4. Bd2). 4. — b6, 5. e3 — Bb7, 6. Bd3 — c5, 7. 0-0 — 0-0, 8. a3 — Bxd2, 9. Bxd2 — d6, 10. b4 — Rbd7, 11. Bc3 — Dc7, 12. Hcl — Hfe8, 13. Rh4? (Tarrasch sálaga hefði varla liðið vel hefði hann séð þennan leik. Riddarinn getur varla nökkurs staðar staðið verr en á h4. Betra var t.d. 13. Rd2). 13. — Had8, 14. f4? (Og ekki bætir þessi úr skáft? Nú myndast hola á e4 og það er Petrosjan fljótur að notfæra sér). 14. — Be4, 15. Bxe4(?) (Eðlilega virðist 15. Dc2). 15. — Rxe4, 16. Bb2 — Db7, (Yfirráðin yfir skálinunni skipta meginmáli. Takið eftir hve illa hvítu mennirnir standa). 17. Df3 — Rf8, 18. Hc2 — f6, (Stingur enn betur upp í biskupinn og hindrar framrás f — peðsins). 19. Hdl — Hc8, (Peðið á c4 er tilvalinn skot- spönn). 20. f5 — cxb4, 21. axb4 — d5, 22. fxe6 — Rxe6, 23. Ilfl — dxc4, 24. d5!?, (Hvers vegna ekki 24. Hxc4). 24. — c3!, 25. dxe6 — cxb2, 26. Hxb2 — Hxe6, 27. Rf5 (Til greina kom einnig 27. b5). 27. — b5, 28. Df3 — g6, 29. Dg4 — Kh8, 30. Rd4 — He7, 31. Rxb5, (Gengur beint i lúmska gildru. Nú kemst hvítur ekki hjá liðstapi). 31. — f5, 32. De2 — Db6, 33. Hb3 — a6, 34. Rd4 — Rc3, 35. Dc2 — Hxe3, 36. Hxc3 — Hcxc3, 37. Df2 — Hed3 og hvft- ur gafst upp. 21 áMSPiiSMWiilÉ! ALLT MEÐ EIMSKIF A IMÆSTUNNI FERMA SKIP V0R TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: l ANTWERPEN: Skeiðsfoss 22 júlí Hofs|ökull 26. júl! I Tungufoss 2. ágúst Urriðafoss 9. ágúst ROTTERDAM: Urriðafoss 20. júli Hofsjökull 27. júlí Tungufoss 3. ágúst Urriðafoss 10. ágúst FELIXSTOWE: Dettifoss 20. júlí Mánafoss 29. júlí Dettifoss 3. ágúst Mánafoss 10. ágúst HAMBORG: ' Dettifoss 22. júlí Mánafoss 29. júlí Dettifoss 5. ágúst Mánafoss 12. ágúst PORTSMOUTH: ^ Selfoss 23. júli Bakkafoss 2. ágúst Goðafoss 1 1. ágúst Brúarfoss 23. ágúst HALIFAX: Brúarfoss 1 9. júli KAUPMANNAHÖFN: írafoss 20. júli Múlafoss 27. júli írafoss 3. ágúst Múlafoss 10. ágúst GAUTABORG: írafoss 21. júli Múlafoss 28. júli írafoss 4. ágúst M úlafoss 1 1. ágúst HELSINGBORG: írafoss 22. júli Skeiðsfoss 2. ágúst Álafoss 1 6. ágúst KRISTIANSAND: Skeiðsfoss 3. ágúst |ÍÍT Álafoss 17. ágúst ÞRÁNDHEIMUR: Álafoss 30. júli GDYNIA/GDANSK: Fjallfoss 1 7. júli Lagarfoss 28. júli VALKOM: Lagarfoss 27. júli Skógafoss 3. ágúst VENTSPILS: Lagarfoss 26. júli WESTON POINT: Kljáfoss 26. júli Kljáfoss 9. ágúst REGLUBUNDNAR VIKULEGAR HRAÐ- i FERÐIR FRÁ: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.