Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULÍ 1976 Helgi kóngsson og Álfdís kóngsdóttir fund yðar, herra, til að endurnýja forna vináttu og gleyma svo hörmum sínum. En áður en hann fór, setti hann mig til landgæzlu, á meðan hann væri burtu, og fól mér á hendur þess utan að hafa eftirlit með hinni ungu kóngsdóttur. Nú lét kóngur í haf, og voru með honum hirðmenn hans margir. En sem þeir höfðu siglt góðan byr í nokkra daga, gerði óveður mikið á þá, með myrkri, stormi, þrumum og eldingum. Skip þeirra hrakti fyrir veðrinu og bar að eyðilandi nokkru, sem þeir hugðu vera eyland. Þeir gengu á land, er veðrinu slotaði, og reikuðu til og frá um eyna og urðu ekki varir mannabyggða. Einn dag heyrðu þeir hörpuslátt fagran álengdar; þeir gengu á hljóðið og sáu lítið hús;en er þeir komu nærri húsinu þagnaði hörpu- slátturinn. Þeir gengu inn í húsið og sáu þar konu fagra sitja á gullstóli og greiða hár sitt meö gullkambi. Þeir heilsuðu konunni og tók hún hæversklega kveðju þeirra. Kóngi fannst mikið um vænleik konunnar og spurði hana að högum Hann heldur öllu grunsamlegu fólki í hæfilegri fjarlægð. hennar. Hún varð þá döpur í bragði og kvaðst nýlega hafa misst mann sinn, er hafði verið kóngur og ráðið ríki; hefðu víkingar herjað á land hans, drepið hann og brennt höfuðborgina og eytt öllum dýrgripum þeirra eða haft þá á burtu. En sjálf kvaðst hún hafa komist undan með illan leik og flúið til þessarar eyðieyjar, og síðan hafi hún látið hér fyrir berast. Nú var hvorttveggja, að kóngi leist vel á konu þessa, sem hann og lét í ljós við förunauta sína, enda eggjuðu þeir hann fast að taka hana heim með sér og kvong- ast henni; vonuðu þeir, að svo mundi bezt rætast af honum. Konungur gekkst fyrir hvoru tveggja, fegurð konunnar og áeggjun hirðmannanna, og bar upp fyrir henni, hvort henni mundi ljúft að breyta ráði sínu þannig, að koma meó sér heim og verða drottning sín. Konan tók þeim málum líklega, og var þá að ráði gert, að hún skyldi fara heim með kónginum. Ræður nú kóngur meö sér að láta staðar numið með ferðina og hverfa heim aftur. Þeir gera svo, taka drottninguna í skipið með farangri hennar, þar á neðal gull- stólnum, og snúa heimleiðis; gaf þeim vel byr. En sem kóngurinn kom heim með konu þessa, brá mörgum við tíðindin, en eng- um fremur en mér. Það var slegið upp brúðkaupsveizlu, og var þar á boði flest stórmenni ríkisins, utan kóngsdóttirin og ég. En brátt kom í ljós, hver kona sú var, er kóngurinn hafði gengið að eiga. Hún þótti öllu spilla, en einkum lagði hún hatur á stjúpdóttur sína og mig. Ég leit- aðist vió að vernda kóngsdótturina eftir mætti fyrir árásum drottningarinnar og heppnaðist þaö um hríð. En árvekni mín hrökk ekki til. Það var einn dag, að kóngur bað mig ríða með sér á dýraveiðar, og gerði ég það, en eftir á þóttist ég sjá að það hefði verið að áeggjan og undirlagi drottning- ar. Þennan dag var veður fagurt, og gekk drottningin út fyrir höllina með sjúpdótt- ur sína eina saman og lést ætla að skemmta henni. En sem þær voru komn- ar spölkorn frá höllinni, spennti drottn- ingin belti um mitti kóngsdóttur. En í sama bili sem hún gerði þetta, flaug fugl hjá og söng í loftinu yfir höfðu þeim. Drottningin sýndi stjúpdóttur sinni fugl- inn og mælti siðan: „Mæli ég um og legg ég á, að þú verðir að skynlausum fugli, eins og þessi er, og verðir í þeim álögum í tíu ár og losnir ekki úr álögunum, fyrr en hinn fríðasti kóngsson í heimi hefur kennt þér að nefna nafn sitt, sem seint mun verða, og skal þó ekki duga, nema þú nefnir það, svo að ég heyri til.“ Jafnskjótt sem hún hafði talað, breytt- ist kóngsdóttirin í fugl, en vonda drottn- ingin sneri heimleiðis, glöð í skapi af því að hafa svalað heiftarhug sínum. VlEP MORetiV-ím^ YAttlNU \\ Js Það gerist ekkert meðan hund urinn er stöðugt á hreyfingu. sannleika sagt vorum við alltaf f vandræðum með kauða. Eg mun aldrei aftur eiga við þig stefnumót! 708 Er nauðsynlegt að slá blettinn meðan ég er heima? Frissi litli var að leika sér við Badda heima hjá honum. Þegar hann átti að fara heim, var byrjað að rigna. Mamma Badda lét Frissa þá fá regnkápu og gúmmfstfgvél, til þess að hann yrði ekki blautur á leiðinni. „O, hafðu ekki svona mikið fyrir mér, frú Jónasson," sagði Frissi kurteislega „Eg er viss um, að mamma þfn myndi hafa gert svona mik- ið fyrir Badda,“ svaraði hún. „Mamma hefði gert rneira," hún hefði boðið honum að borða. Móðirin: Sverrir minn, ég vona, að þú hafir ekki tekið aðra köku, þegar þú varst bú- inn með þá fyrstu í samkvæm- inu f gær. Sverrir: Nei, ég tók fyrstu tvær. Lftill drengur sá, hvað sfma- maður var uppi f sfmastaur og var að reyna Ifnurnar. Hann hafði smátæki með sér og ætl- aði að reyna að ná sambandi við miðstöð, en sfminn var eitthvað bilaður. Drengurinn fylgdist af áhuga miklum með þvf, sem fram fór, hljóp sfðan heim tíl mömmu sinnar og hrópaði: „Mamma, mamma, komdu fljótt út, það er maður uppi f sfmastaurnum hérna fyrir utan og er að tala til himins." „Hvers vegna heldurðu, að hann sé að tala til himins?" „Vegna þess að ég heyrði hann kalla: Halló, halló. — Góði Guð, hvað gengur að? Get- ur enginn svarað þarna hjá ykkur?“ Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 29 var f ága*tu skapi, þegar hann hemlaði við stórt og voldugt grindarhliðið. Ifann revndi hand- fangið en sá að engin von væri til að hann myndi náigast helgidóm- inn án aðstoðar. Þvf greip hann hliðarsfmann og skýrði kven- mannsrödd, sem svaraði óra langt f burtu, frá því að hann væri frændi Malin Skogs, og að hann væri staddur f Vásterás og hefði ákveðið að hann vildi endilega fá að heilsa upp á hana. Og hann var heppinn. Björg, sem annars var hliðvörður og var gædd mjög þróaðri tækni þegar verndun húsfriðarins var annars vegar, var enn ekki komin aftur frá Kila. og Cecílfa hugsaði sig aðeins um örstutta stund áður en hún sagði: — Eg skal Ijúka upp fvrir vður. Skömmu seinna heyrði hann að Ivkli var snúið f lásnurn og hann gat ekki varizt þvf að horfa með áðdáun á ekkjuna. Hún var sann- arlega eftirtektarverð með eld- rautt hárið og vel sn.vrt og klædd í þröngan kjól sem sýndi fegurð Ifkamsvaxtarins til hins ýtrasta. Ilún leit á hann glettnislega og enda þótt húsið værí í mörg hundruð metra fjarlægð hvfslaði hún: — Andreas verður vitlaus, þeg- ar hann fréttir þetta. En þér getið komið með mér og fengið að hfða eftir Malin inni hjá mér, þá get- um við kannski komið f veg fyrir að hann fái nokkuð að vita um þetta. Það get ég svarið að ein- stöku sinnum finnst mér unaðs- legt að gefa öllum þessum bönn- um og boðorðum langt nef. Hún gekk á undan honum að eldhúsdvrum hússins upp stiga og upp á fyrsfu hæð. Allt var töluvert voldugra og stórkost- legra en hann hafði gerl sér í hugarlund. Stiginn var hreiður en mjög brattur og á honum þvkkt mynstrað teppi. Uppi í forstof- unni voru fjórar dvr — inn í herbergi Malins og Kára gerði hann ráð fyrir, og inn í stofu Cecilfu og eldhús. Auk þess voru dvr inn f baðherbergi og nokkrar mjórri dvr sem virtust vera inn f skápa og gevmslu. Hér voru sann- arlega ágætir felumöguleikar hugsaði hann. Cecilía bauð honum sæti i sjón- varpssófanum og setti kaffi yfir og sagði að Andreas væri vanur að hætta að lesa fvrir um þrjú- leytið. Þvf næst hvarf hún á braut og þegar hún kom aftur var Kári með henni. Hann skemmti sér óstjórnlega yfir tiltæki Cecilfu og var þakkfátur fyrir kærkomna til- breytni í hversdagsleikanum. En hann leit engu að sfður tortrygg- inn á Chrlster Wijk og sagði með vissum áherzlum: — Frændi? Nú, nú. Töluvert eldri en frænka litla, sýnist mér. Heitið þér Ifka Skog. — Eg heiti Wijk, svaraði Christer, sém vildi forðast að flækja sig um of f lygum. — Mal- in er yngsta frænka mín og þar sem hún er foreldralaus hefur hún búið langdvölum hjáokkur. — Hún er alveg fyrirtak, sagði Kári ákveðinn. — Frá því ég var púki hef ég séð ritara föður míns koma og fara ... eins og á færi- handi, en það er fáum, sem hefur tckizt að vinna það sem henni er ætlað eins vel og henni. Og hann er nú ekki afskaplega mjúkur á manninn þessa dagana. Christer Ivfti brúnum spvrj- andí. — Það var dauðsfall í fjölskvld- unni fyrir stuttu. Bróðir minn — rnaður Cecilfu. Christer tautaði nokkur hlut- tekningarorð. — Gerðist það skyndilega? Svrgjendurnir tveir litu snöggt hvor á annan. — Ja ... á, sagði Cecilía. — Ne ... ei, sagði Kári. — Ég á við að hann hafði verið veikur lengi — eiginlega alveg frá unga aldri. liann hafði of stórt hjarla — Og svo hefur eitthvað komið fyrir sem gerði að verkum að líð- an hans hrakaða? — Tja ... ég veit ekki hvort við getum orðað það svo ... — Hjartað hætti bara að slá ... Rödd Cecilfu var einkar sorg- þrungin. — Hann hefur farið fram úr um miðja irótt og hneig niður dáinn. Hann hafði ekki einu sinni tök á að kalla til mfn. Christer leit hugsi á hana. Ilún sat og horfði niður fyrir sig og fitlaði við hinn drmæta demants- hring. — Það hlýtur að hafa verið ótta- legt, tautaði hann. — Einn daginn hafið þér elskulegan eiginmann og fallegt heimili — og svo svipt þessu öllu f einni andrá. Cecilfa hrevfði sig snöggt eins og hún bandaði frá sér höggi, en Kári varð fokvondur yfir ónær- gætninni og svaraði hvatskevt- lega. — Heimili sitt hefur hún að minnsta kosti. Þér lialdið þó ekki að faðir okkar muni reka hana á dyr? Kaffið var farið að hitna og það hlffði Christer bæði við frekari reiðikasti Kára og táruni Ceciliu og hann kaus að heina samtalinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.