Morgunblaðið - 17.07.1976, Page 27

Morgunblaðið - 17.07.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLl 1976 27 Tony Knapp í viðtali við MbL: „Menn eru farnir að búast við of miklu af landsliðinu" SPURNING HVORT VISSIR LEIKMENN VERÐA ÁFRAM í LIÐINU EF ÞEIR BÆTA SIG EKKI SLÖK frammistaða íslenzka knattspyrnulandsliðsins í Helsinki á dögunum hefur vakið mikið umtal og gagnrýni. Morgunblaðið sneri sér i gær til Tony Knapp landsliðsþjálfara og spurði um hans álit á leikunum og landsliðsmálum yfirleitt. Kom þar m.a. fram, að hann telur sig og liðið hafa orðið fyrir óréttmætri gagnrýni í blöðum. — Ég vil taka það fram i byrjun, að ég er ekkert að afsaka frammistöðu liðsins. Hún var ekki nógu góð og ég tók það fram á blaðamannafundi með finnsku blaðamönnunum eftir leikinn að ég væri ekki með neinar afsakanir, en hins vegar væri slæmt að vera án okkar bezta manns, Ásgeirs Sigurvins- sonar auk Sigurðar Dagssonar og Gísla Torfasonar Allir leikmenn íslenzka liðsins léku undir getu og er þetta i fyrsta skipti í þau þrjú ár, sem ég hef verið með liðið, að slíkt kemur fyrir. Öll lið geta átt botnleiki eins og við vitúm. — Hitt er svo annað mál, að ég tel að menn séu farnir að búast við of miklu af íslenzka liðinu. Aðeins nokkr- um vikum eftir að ísland vinnur sinn fyrsta útisigur í nær 100 leikjum (1:0 gegn Noregi) virðist það vera þjóðar- áfall að tapa 1:0 fyrir Finnum í Helsinki Fyrir þremur árum hefði þetta þótt góð frammistaða og íslenzka landsliðið væntanlega fengið hól fyrir í blöðunum, sem nú eru uppfull af gagnrýni Við megum heldur ekki gleyma þvi. aðflestir leikmenn islenzka liðsins eru hreinir áhugamenn, á sama tima og hver einasti leikmaður finnska liðsins fékk greiddar 70 þúsund krónur fyrir sigurinn í leiknum á miðvikudag- inn. — Finnar hafa verið i framför á knattspyrnusviðinu á undanförnum ár- um alveg eins og við Þeirra árangur er svipaður og okkar Þeir hafa t.d. unnið Sviss 1:0, tapað naumlega fyrir Hol- lendingum 2:1 og Pólverjum 2:0 og gert jafntefli við ítali i Róm 0 0. Eftir að hafa séð Finna leika og fengið upplýsingar hjá Don Revie, vissi ég að það var ekki auðvelt að skora hjá þeim, því þeir leika sterkan varnarleik Fram- herjum itala tókst ekki að skora hjá þeim og eru þeir þó metnir á rhilljarða króna og svo er það álitinn einhver glæpur þegar okkar piltum tekst ekki að skora hjá liðinu mark. Ég varaði menn við of mikilli bjartsýni fyrir leik- inn og það var algerlega óraunhæft að reikna með öruggum sigri eins og sums staðar kom fram í blöðum. — Ég sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að margar spurningar leituðu á hugann eftir þessa slöku frammistöðu liðsins og spurning væri um það hvort vissir leikmenn yrðu áfram í landsliðs- hópnum ef þeir bættu sig ekki í næstu leikjum Ég vil ekki ræða þetta nánar í blöðum, en framundan eru 3 leikir, tveir gegn Southampton og einn gegn Luxemburg og þá fá þessir menn tæki- færi til að sýna hvað í þeim býr. Ef þeir leika þá eins illa og i Finnlandi. getur þetta orðið þeirra síðasta tækifæri — Landsliðsnefndin hefur verið gagnrýnd mjög fyrir að hafa ekki valið vissa menn í hópinn og hafa þeir verið sérstaklega nefndir Ingi Björn Alberts- son og Hermann Gunnarsson Við höf- um haft þá báða til athugunar og við vorum mikið að hugsa um að velja Inga Björn til Finnlandsfararinnar þótt ekki yrði af því Hann er í mikilli framför og hefur ásamt Hermanni mikla möguleika á þvi að koma inn i hópinn i þeim þremur leikjum sem eru framundan En það er vist, að þau Framhald á bls. 16 Unglingalandslið íslands og Fær- eyja leika í dag UNGLINGALANDSLIÐ Islands og Færeyja leika tvo unglingalands leiki I dag, en leikir þessir áttu sem kunnugt er að fara fram s.l. þriðjudag Þá gat ekkert af þeim orðið vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Færeyja í Fær- eyjum leika landslið skipuð leik- mönnum 14-—16 ára en á Laugardalsvellinum leika landslið skipuð leikmönnum 16—18 ára. Hefst leikurinn klukkan 14 I dag. LIKUR A ÞVIAÐ FORGJÖF BJÖRGVINS VERÐI Nýja forgjöfin ákveðin á mánudag + 1 Forgjafanefnd Golfsambands ts- lands kemur saman til fundar á mánudaginn og mun þar m.a. fjalla um nýja forgjöf Björgvins Þorsteinssonar, en eins og mönn- um er í fersku minni náði hann stórgóðum árangri á Jaðarsvellin- um á Akureyri 1 vikunni er hann lék 18 holurnar á 65 höggum eða 7 undir pari. Fram og ÍBK á morgun ÞÓTT aðeins verði einn leikur 11. deildar keppni lslandsmótsins ( knattspyrnu nú um helgina, verð- ur eigi að sfður nóg um að vera á knattspyrnuvöllum landsins. Leikin verður heil umferð I 2. deildar keppninni, auk margra leikja ( 3. deildar keppninni og eins leiks ( 1. deildar keppni kvenna. Eini 1. deildar leikurinn sem fer fram um helgina verður á Laugardalsvellinum kl. 20.00 á morgun. Mætast þá Fram og ÍBK og má þar búast við fjörugri við- ureign eins og jafnan er þessi lið leiða saman hesta sína. Leik lið- anna í fyrri umferðinni lauk með iigri Fram, 1—0. Á mánudagskvöld fer svo fram á Laugardalsvellinum leikur milli Þróttar og Akurnesinga og hefst hann kl. 20.00. Álíta verður að Skagamenn verði sterkari aðilinn i þeim leik, þótt allt geti raunar gerst. 1 fyrri umferðinni sigraði Akranes 1—0. Kl. 14.00 í dag fer svo fram á Akureyri leikur sem Norðan- menn eru sjálfsagt spenntir fyrir. Eru það heimaliðin Þór og KA sem mætast þar, og eins og jafnan er þessi lið leika saman má búast við hörkuviðureign. í dag kl. 17.00 leika á Árskógsvelli Reynir og ÍBI og kl. 14.00 leika á Húsavík lið Völsunga og ÍBV. „Það er alveg ljóst að forgjöf Björgvins lækkar a.m.k. niður í núll og það kæmi mér ekki á óvart að hún færi i plús einn, en það kemur ekki í ljós fyrr en við höf- um borið saman bækur okkar á mánudaginn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, einn nefndar- manna þegar Mbl. ræddi við hann i gær. Hæsta forgjöf, sem áhugamenn ná í golfi, er 2—3 plús, svo að ljóst er að Björgvin Þorsteinsson er að skipa sér á bekk með albeztu áhugamönnum heimsins í grein- inni. Þessi lága forgjöf Björgvins mun auka möguleika á þvi að hann fái að keppa á stórmótum erlendis og einnig mun hún að sögn Ólafs Bjarka líklega hafa í för með sér, að islendingar fái framvegis að vera með í svokall- aðri heimsmeistarakeppni (World cup) i golfi. Hingað til hafa Islendingar ekki fengið að vera þar með vegna þess að við höfum engan golfmann átt, sem verið hefur með forgjöf núll, en islenzkir golfmenn hafa aldrei komizt neðar en forgjöf minus tveir. Þess skal getið til skýringar, að þegar golfmaður er með forgjöf plús einn er einu höggi bætt við höggafjölda viðkomandi golf- manns þegar reiknaður er árang- ur hans með forgjöf en hjá golf- manni með mínus forgjöf er talan dregin frá höggafjöldanum. Hing- að til hafa allir islenzkir golf- menn verið með mínusforgjöf, frá 2 upp i 24 högg. Forgjafarnefndin mun á fundi sínum á mánudaginn einnig lækka forgjöf annarra kylfinga, sem hafa staðið sig vel að undan- förnu og eru i þeim hópi margir ungir og upprennandi kylfingar svo sem Geir Svansson, Ólafur Ragnarsson og Sigurður Péturs- son. Handknattleiks- þjálfarar Vaxandi félag í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir að ráða þjálfara til starfa á komandi keppnistimabili með 2. deildarlið félagsins. Góð aðstaða. Tilboð sendist blaðinu fyrir n.k. miðvikudag 21. júlí merkt: S — 6368. LYMPIULEIKAR BERLIN W 1936 *TL - U»ú A9 6€/lA íí/AA/TA /OSL K/ibVú/tí- Vfi FT/L/A. }. /t/vt /i/r/.tA s. ffAt /rt'sró/t tr c* fkv/ otct H/te\/(a^skja. TA//OA/t/tt.JA - /tlOti/A 3tss( 0//SAS A0///VÚ| Sf/rt S€CT/\ ' /rtA ap *Aft H't/Sr mert/f fítA/rt J/i S/t/n////T/ \//trieA. //iA/</<Ae/ r/t. aþ . SsA //////f /n/f/iú /AAÓTrA/nt*/J I ------------iS/AA L.'/T/iiA/fuA 1 I S'/e*T///e; TA///J . I a ee///s / i/A/tt - ^íro'ifrf/ ú/Ar/tr • /« rt/i .Ft TATÍAST I F ’■ 4 lóefA/l LÚTt LO//H- I TAr/SAVI 7. f?7 /n I ÍTÓKA or/eKS , He/iS- 1 *ttt KA//A H/TtfA. I 06 Ufit //AKS /rten I KASttTAK.Ve»3/J />6 I K/Ttf/l , 6ÖA/AO Kftt \oo flóatsets ISJoAútJ SCeHHT/A. V r- x I W4 SlJ (00 fijp W 2oo m /JiAJp | LA/Jtsrö**^ i>4 SrÓ'K/. OUfKS 7.9Ó/» , 6/J LiJTt rhtSTÓUiT. oKfKf KÓ/tór/A*t íi»A/« utjA. s\kK f.oL /n . KFOA AF (»ecÞl KflTAf I rUTteVt Ao hrneKoA vr/t«u>wwoc stajks ao\ 'n o«rr. CPTi/t uetK.AHA SAC6 t OKg/JS: O ,'Ei HAA/aa ,A9 K Ol'/Aioiote,*AAj///l | skjlj jcaa /Jot - S<Tm TGtT - JAKCjn K.yK - , P'atta ható/15 . I ]P*ÓTTA/n€H/J S Kr/J 6J.K.I A V 4 hjcsa Jm sJAA.r * 06 N J) rr 3 HftPúrt q’sLLT. Montreai * Stones svartsýnn — BANDARIKJAMENN munu ekki vinna nema fern gullverð laun i frjálsíþróttakeppni Ólympfuleikanna, sagði heims methafinn í hástökki, Dwight Stones, í viðtali við fréttamenn I Montreal. Sagði Stones t.d. að hann hefði ekki tru á því að Bandarfkjamaður myndi vinna 100 metra hlaupið. — Borzov verður heppinn og gengur með sigur af hólmi, sagði Stones. Þá sagði Stones einnig það skoðun sína að Wohlhuter myndi ekki eiga möguleika f 800 metra hlaupinu. í þvf myndi Mike Boit verða sigurvegari. Það var aðeins í hástökkinu sem Stones var full viss um að sigurinn yrði banda- rfskur og þá um leið sinn. Babashoff- Ender verður aðaleinvígi sundkeppninnar MIKIÐ má vera ef hápunktur sundkeppninnar á Ólympíuleik unum í Montreal verður ekki við ureign bandarfsku stúlkunnar Shirley Babashoff og austur þýzku stúlkunnar Korlelia Ender, en Ifklegt þykir að þessar stúlkur berjist um gullið f fleiri en einni grein Báðar eru mjög sigurvissar og hafa lýst þeirri skoðun sinni á fundum með fréttamönnum, að þær óttist ekki hver aðra. — Ég er ekki komin hingað til þess að sigra Ender, sagði Babashoff, — ég er komin hingað til þess að hreppa gullverðlaun. Ender sagði hins vegar að Babashoff yrði tvi mælalaust sinn erfiðasti and stæðingur, þar sem hún berðist af mikilli hörku, — ég sá það bezt í fyrra er við kepptum i 200 metra skriðsundi, sagði Ender. í heimsmeistarakeppninni Cali í Columbfu í fyrra tókst Babashoff að hreppa sigurinn við nefið á Ender, en i landskeppn Bandarfkjanna og Austur Þýzkalands sigraði Ender bæði 100 og 200 metra skriðsundi og setti heimsmet í báðum greinum Bruch ekki með SÆNSKI kringlukastarinn Ricky Bruch mun ekki keppa á Ólympfuleikunum í Montreal Bruch hætti við Kandaförina síðustu stundu og sagði ástæð una vera þá að hann væri ekki f nógu góðu formi. Bruch telur sig ekki vera öruggan með „nema" 62 metra, og segir að þáð muni ekki duga til þess að koniast á verðlaunapall. Bruch var ein Svíinn sem hlaut verðlaun í frjáls fþróttakeppninni í Munchen 1972. Arslanagic til Þýzkalands ARSLANAGIC markvörðu júgóslavneska handknattleiks landsliðsins sem margir hérlendis munu kannast við leikur sfna sfð ustu landsleiki fyrir Júgóslavfu á Olympíuleikunum í Montreal. Eft ir leikana mun hann halda til Vestur Þýzkalands og leika með liðinu Nettelstedt, en það vann sig upp í 1. deild f fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.