Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGUST 1976
5
Sængurgerð
flutt til
Sauðárkróks
SAMBAND íslenzkra samvinnu-
félaga hefur ákveðið að skapa að-
stöðu fyrir iðnað sem vlðast á
landinu. Til þess að fullnægja
þeirri viðleitni hefur Ullarverk-
smiðjan Gefjun nú flutt sængur-
gerð sína frá Akureyri til Sauðár-
króks, þar sem hún er nú 1 hús-
næði, sem tekið hefur verið á
leigu hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga. Hefst vinna í sængurgerð-
inni á Sauðárkróki næstkomandi
þriðjudag, 17. ágúst.
Þar mun fara fram öll fram-
leiðsla Ullarverksmiðjunnar Gefj-
unar á ullarsængum, dralonsæng-
um, svefnpokum, rúmteppum,
kerrupokum og auk þess stendur
til að setja þar upp sérstaka deild
til að framleiða rýateppi. Eins og
kunnugt er rekur iðnaðardeild
Sambandsins eina af verksmiðj-
um sínum í Borgarnesi, Húfu-
verksmiðjuna Hött, og auk þess
rekur Kaupfélag Skagfirðinga
saumastofu fyrir fána á Hofsósi,
sem Iðnaðardeild sér fyrir verk-
efnum.
Frá fundinum f Lindarbæ.
Ætla að halda bar-
áttu áfram gegn
lokun mjólkurbúða
maður var viðstaddur fundinn.
Þá var einnig rætt hvort rétt
væri að leita til forystu verkalýðs-
félaganna og voru menn ekki á
einu máli um það.
Lilja Kristjánsdóttir talaði fyrst
fyrir hönd starfshópsins og af-
greiðslustúlknanna. Rakti hún
fyrst starfsemi starfshópsins og
rifjaði upp fund, sem haldinn var
fyrir nokkrum árum, þar sem ráð-
izt var harkalega á stjórn Mjólk-
ursamsölunnar. Þá þótti starfs-
stúlkunum sjálfsagt, að mæta til
að sýna samstöðu gegn árásunum,
en nú hefði dæmið snúizt við. Nú
berðust þær gegn Samsölunni.
Næst talaði Elísabet Bjarna-
dóttir af hálfu neytenda ög benti
á ýmsan tvískinnung i málflutn-
ingi forstjóra Samsölunnar. Sagði
hún að ef Samsalan hunzaði kröf-
ur þeirra yrði að grípa til harðari
aðgerða og talaði hún um verk-
fallsvopnið f því sambandi.
Síðan fjölmennti fólk f ræðu-
stól, jafnt starfsstúlkur sem neyt-
endur, karimenn og kvenmenn.
Niðurstaða fundarins var að
halda baráttunni áfram og leita
stuðnings verkalýðsfélaga, laun-
þega og annarra neytenda, bæði
með fjárframlögum og starfi.
Undirskriftalistum var dreift á
fundinum, þar sem lokun brauð-
og mjólkurbúða var mótmælt á
þeim forsendum að hún hefði f
för með sér verri þjónustu við
neytendur, lakara vörueftirlit og
minna eftirlit með hreinlæti.
Einnig er þar vakin athygli á at-
vinnu- og félagsleguþi réttinda-
missi þeirra 167 kvenna, sem
enga tryggingu hafa fyrir annarri
vinnu.
VANGAVELTUR um framhald
baráttunnar gegn lokun mjólkur-
búða voru ofarlega á baugi á sam-
eiginlegum fundi starfsstúlkna
og neytenda, sem haldinn var f
Lindarbæ á fimmtudagskvöld.
Á fundinum kom fram að skip-
aður hefur verið starfshópur, sem
1 eiga sæti bæði fulltrúar af-
greiðslustúlknanna og neytenda,
til að vinna að þessum málum.
Fyrsta aðgerð er þegar hafin, en
það er söfnun undirskrifta í
fbúðahverfum Stór-Reykjavfkur
og fvrir utan mjólkurbúðirnar.
Fundinn sóttu tæplega 200
manns og voru umræður allfjör-
ugar. Nokkur gagnrýni kom fram
á stjórn ASB fyrir að sýna málinu
takmarkaðan áhuga, sem m.a.
sýndi sig i því að enginn stjórnar-
Skálboltskirkja:
Fjórðu sumar-
tónleikarnir í
Skálholtskirkju
UM HELGINA verða haldnir
fjórðu og síðustu „Sumartónleik-
arnir í Skálholtskirkju 1976“.
Tónleikar þessir eru kl. 4 á
laugardag og sunnudag. Aðgang-
ur er ókeypis.
Að þessu sinni verða flutt verk
fyrir cello og sembal eftir Johann
Sebastian Bach. Flytjendur eru
Hafliði Hallgrímsson celloleikari
og Helga Ingólfsdóttir sembal-
leikari.
Steingarður vígð-
ur á Hólahátíð
NÝR hlaðinn grjótgarður
kringum kirkjuna að Hólum
verður vígður á Hólahátíð n.k.
sunnudag. Garðurinn er hlað-
inn úr fslenzku stuðlabergi,
sem hefur verið flutt utan af
Skaga.
Gamli garðurinn umhverfis
kirkjuna var fjarlægður, og sá
PILTURINN, sem úrskurðaður
var í gæzluvarðhald á fimmtudag-
inn í tengslum við hið umfangs-
mikla fíkniefnamál, sem nú er í
rannsókn, var látinn laus undir
miðnætti sama dag. Varð hann
svo samvinnuþýður þegar honum
var birtur gæzluvarðhaldsúr-
nýi byggður frá grunni og hef-
ur verkið staðið yfir undanfar-
in tvö sumur. Fremur fátítt er
að kirkjugarðar séu hlaðnir á
þennan hátt og þykir mönnum
garðurinn fara mjög vel og vera
traustur og haganlega gerður.
Umsjónarmaður kirkjugarða sá
um verkið.
skurðurinn, að ekki þótti ástæða
til að halda honum inni nema
nokkrar klukkustundir. Starfs-
menn Fíkniefnadómstólsins
vinna stöðugt að málinu, yfir-
he.vra fólk og leita grunaðra.
Tveir ungir piltar sitja 1 gæzlu-
varðhaldi vegna málsins.
Hrefna
á Kroppi
drýgst
1 SÍÐASTA hefti Freys eru birtar
niðurstöður úr skýrslum naut-
griparæktarfélaganna árið 1975.
Þar kemur fram að kýr á skýrsl-
um voru 21.746, en það eru 58%
af kúm landsmanna. Meðalnyt
reyndist vera 3.594 kg með 4,13%
fitu. Hæst var nytin hjá kúnum í
Eyjafirði, 3.797 kg með 4.33%
fitu, eða 165 kg af mjólkurfitu,
þar var meðalbúið einnig stærst,
28,4 árskýr.
Afurðir eftir reiknaða árskú
mælt í kg mjólkur hafa minnkað
um 145 kg frá árinu áður. Þetta er
fjórða árið í röð, sem meðaltalsaf-
urðir kúnna dragast saman og er
lækkunin frá árinu 1971, þegar
afurðir voru þær hæstu, sem þær
bafa orðið, fast að 300 kg á kú eða
7,7%. Aðalástæðan er fjölgun
skýrslufærðra kúa.
Félagsbúið að Hamri, Ripur-
hreppi í Skagafirði, hafði afurða-
hæstu kýrnar árið 1975. Þar voru
22.6 kýr, meðalnytin var 4.917 kg.
Næst i röðinni var kúabú þeirra
bræðra Sigurjóns og Bjarna i
Neðri-Tungu, ísa'firði. Þar voru
14.7 árskýr. Meðalnyt þeirra var
4.910 kg og það þriðja í röðinni
var hjá Steini Snorrasyni, Syðri-
Bægisá, Öxnadal. Þar voru árs-
kýrnar 26,1. Meðalnyt þeirra var
4.830 kg. Bezta kýrin árið 1975
var Hrefna 61 á Kroppi, Hrafna-
gilshreppi. Mjólkaði hún 8.149 kg
með 4,71% fitu. Mjólkurfita var
Framhald á bls. 16
Hassmálið:
Laus úr gæzluvarðhaldi
OKKAR
LANDSFRÆGA
ÚTSALA HEFST
mánudaginn 16. ágúst
Gallabuxur frá kr. 2.690.—
Flauelsbuxur frá kr. 2.690.—
Terylenebuxur frá kr. 2.900.—
Herraskyrtur frá kr. 1.590.—
Dömublússur frá kr. 1.790,—
Dömu- og herrapeysur
og alls konar bolir frá kr. 490.—
Gallakjólar frá kr. 4.950.—
Kápur, jakkar, mittisblússur
og alls konar annar fatnaöur
á þessari stórkostlegu
útsölu okkar.
10% afsláttur
af öllum hljómplötum.
laugavegi 89-37
10353 12861 13303