Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 12
Gufunesradíó kallarl
MOK<;i NBI,AÐIÐ. I,AL'<iAKI)A(iUK 14. AOLST 1976
Hafa samband við
30.000 flugvélar
EIN OG HALF
MILLJON skfyta
Séð yfir salinn þar sem f jarskiptin við flugvélarnar fara fram.
Það er ekki svo íítið af skila-
boðum sem fer um hendur
Sigurjón Davfðsson hefur samband við bflana.
skeytin eru ýmist á ensku eða
dulmáli."
Við gengum um húsið, sem er
eins og sagði í upphafi fremur
lítið en þegar inn i það er komið
má sjá að þar er haganlega fyr-
irkomið ótrúlegum fjölda fjar-
skiptatækja. I stórum sal fara
fram skeytasendingar og mót-
taka og í klefum við hliðina á
l’MFANGSMFST
AÐ SINNA FLLGINL
„Starfseminni hér er skipti
tvo moginþætti, annars vegar
híla- og skipaþjónustu og hins
vegar radióflugþjónustu. Milli
70 og 80 manns starfa hér og af
þoim eru um 48 sem taka vaktir
fyrir flugþjónustuna, en nokkr-
ir eru ó föstum dagvöktum.
Radíóþjónustan við flugið er
s(>m sagt aðalliðurinn í starfi
okkar hér og er það samvinna
milli flugumferðarstjórnar.
veðurstofu og Pósts og sfma.
Póstur og sími tók að sér að
halda samhandi við flugvélar
og fasta staði erlendis, sem
koma ínn í íslenzka flugstjórn-
arsvíeðið. Okkar hlutverk er að
taka við skeytum frá flugvélun-
um eða flugumferðarstjórnum
og koma til skila. eru það stað-
arákvarðanir. heiðni frá flug-
vélum um veður. hreytingar á
flugáætlun og fleira.
Svæði það sem við höfum af-
skipti af er yfir Norður-
Atlantshafi. flugleiðir milli
Héðan fara fram fjarskipti við skipin.
þess sem við tökum við skeyt-
um frá flugvélunum herum við
oft skeyti á milli hinna ýmsu
flugstjórna og veðurstofa. Allar
þessar sendingar fara fram á
ensku, þ.e. það sem talað er og
Hákon Bjarnason sýnir segulböndin, en á þeim eru öll fjarskiptin
gevmd.
salnum sitja menn sem eru í
talstöðvarsambandi við þessa
aðila sem fluginu stjórna og
flugvélarnar. Stefán sagði okk-
ur dálitið um upphaf þessarar
starfsemi:
„Starfsemi hófst hér áríð
1934 og þá var hér talsamband
við útlönd og út á land en árið
1946 var byggt við húsið og þá
hófst radióflugþjönustan og
hefur sú afgreiðsla vaxið ár frá
ári, og er nú 30 ára. Þegar sæ-
simakaplarnir komu árið 1960,
hættum við allri talsímaaf-
greíðslu nema í neyðartilvik-
um, t.d. ef þeir slitna. Þremur
árum seinna flytur svo loft-
skeytasamhandið af Melunum
og var þá aðeins einn maður á
vakt fvrir skiparadíóið en nú
^ru þeir 3 tif 5 í einu því það
hefur aukizt mjög. Sú af-
greiðsla er t.d. fvrir útgerðirn-
ar sem þurfa að ná sambandi
við skipin og samtöl ættingja
við sjómenn og þar fram eftir
götunum. Bflaradíó er einnig
hjá okkur og því sinnir oftast
einn maður, en stundum eru
fleiri kallaðir á vakt.
Við alla þessa afgreiðslu
vinna loftskeytamenn og sím-
ritarar og við erum einnig með
viðgerðarmenn en það eru sím-
virkjar. Hér í Gufunesi er við-
töku- og afgreiðslustöð en
senda höfum við víða úti um
land, m.a. á Rjúpnahæð, Sel-
tjarnarnesi, við Grindavík,
Garðskaga, Vík og á Gagn
heiði.“
í LITLU og lágreistu
húsi uppi í Cufunesi fer
fram allumfangsmikil
starfsemi á vegum Pósts
o,e sínia. Umhverfis húsið
er heill skójjur af alls
kyns móstrum oy loftnet-
um oft hefur þeim verið
,,plantað“ á allstórt svæði
innan girðingarinnar og
ekki er aðgangur leyfður
þangað nema viðkomandi
aðilum. Morgunblaðs-
menn lögðu leið sína inni
þennan skög fyrir
skömmu og litu inn í hús-
ið sem er miðstöð fjar-
skipta fyrir flugvélar,
báta og skip.
Stöðvarstjóri er Stefán
Arndal og fræddi hann
okkur um það sem þarna
fer fram;
Heimsókn í
fjarskipta-
stöðina í
Gufunesi
Kvrópu og Bandaríkjanna og
Kanada og nokkuð er um svo-
kallað pölarflug til Japan og
fleiri staða í Asíu. Aður fyrr
var mest að gera hjá okkur á
næturnar, en nú er flogið aðal-
lega á daginn milli Evrópu og
Bandaríkjynna svo hér er mest
að gera á tímabilinu frá 10 á
morgnana til 7 á kvöldin. Auk
Stefán Arndal er stöðvarstjóri I Gufunesi.
Ljósm. Frióþjófur.
þeirra sem þarna starfa þvi árið
1975 voru skeytasendingar sam-
tals ein og hálf milljón, innan-
lands og utan og var afgreiðslu-
hraðinn að meðaltali um ein og
hálf minúta. í vörslu stöðvar-
innar voru samtala 30.000 flug-
vélar og námu skeyti frá þeim
122.000. Þeir í Gufunesi hafa
fengist við ýmislegt fleira en að
hafa samband við menn úti um
víða veröld, því fyrir nokkrum
árum höfðu þeir reglulegt sam-
band við gervihnött fyrir Þjóð-
verja. Tóku þeir við upplýsing-
um frá honum, sem voru vis-
indalegs eðlis og sendu þær til
Þjöðverja og voru að því allt
fram á síðasta ár en þá kom
hann inn í gufuhvolfið og lauk
þar með hlutverki sinu. Stefán
sagði nánar frá þessu:
„Þjóðverjar báðu um aðstöðu
hér til að taka á móti upplýsing-
um frá þessum gervihnetti og
við vorum fúsir til þess, en þeir
vildu að þeirra eigin menn
kæmu og önnuðust það. Við
töldum það óþarft þar sem við
hefðum menn til þess og þetta
gæti þar að auki orðið okkur
dýrmæt reynsla. Það varð því
úr að við tókum allt verkiö.að
okkur og reyndumst ekki eftir-
bátar annarra stöðva sem þeir
notuðu."
FRÆGASTIR FYRIR
BlLARADtOlÐ
„Gufunes, Gufunes, Ragn-
ar ... kallar, skipti," er setning
sem hljómar alloft á dag í eyr-
um þeirra sem eru við bíla-
radíóið og þurfa þeir alltaf að
vera tilbúnir að svara þegar
„Ragnar, Lárus eða Ög ndur“
kalla og þurfa að ná sambandi
við einhvern. Sigurjön Davíðs-
son var á vakt þegar okkur bar
að garði og fræddi hann okkur
um starf sitt:
„Við sinnum alls kyns þjón-
ustu fyrir almenning, berum
skilaboð á milli bæði fyrir þá
sem eru heima við í síma og frá
þeim sem eru i bílum sinum út
um land. Þetta er alls kyns per-
sónuleg þjónusta en algengast
er að vörubilaflutningafyrir-
tæki njóti fyrirgreiðslu okkar
og langferðabifreiðar, þegar
þeir þurfa að ná sambandi við
höfuðstöðvar sínar. Þá ná þeir
kannski ekki sjálfir og við þurf-
um að bera boð á milli.
Þyð er mikið öryggi í því að
Jiafa þessar talstöðvar og mér
finnst að það ætti að banna
ferðir upp um fjöll að vetrar-
lagi, nema menn séu búnir tal-
stöðvum. Það hefur komið fyrir
að við höfum getað flýtt mjög
fýrir því að ná i hjálp þegar
eitthvað keraur fyrir og nú i
dag var ég beðinn að senda
sjúkrabíl til Þingvalla vegna
þess að einhver ferðamaður
hafði dottið og slasazt."
Nú var kallað í Gufunesradíó
og þar með ljúkum við spjallinu
við Sigurjón og heimsókn þess-
ari í Gufunesstöóina.
Hörður Felixson I flugvélaradlóinu.