Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 14. ÁGÚST 1976
Hafréttarráðstefna SÞ:
Lítill árangur — talið að afstaða
þróunarríkjanna fari harðnandi
Landsfeður í Gallery SLIM
LAUGARDAGINN 14. ágúst
opnar Sigurður Þórir mál-
verkasýningu f Gallerý SÚM.
Sigurður Þðrir stundar nám
við Listaakademfuna f Kaup-
mannahöfn, en áður lærði hann
við Myndlista- og handfðaskóla
tslands. Þetta er fy-rsta einka-
sýningin hans. Myndirnar eru
allar unnar f olfu og eru frá
árunum 1974—76.
í sýningarskrá segir m.a.:
„Hér fær fólk að kynnast því
hvernig umhorfs er i hugar-
heimi nokkra helztu fulltrúa
auðvaldsskipulagsins, eins og
það kemur fram á Islandi, séð
af sjónarhóli Sigurðar Þóris. í
öllum grundvallaratriðum er
það hugarheimur og sjónarmið
slátrarans. *
Hámarksgróði, hámarksvöld.
Framleiðni, gæðastimplun. Hér
standa þeir í kring um okkur.
Og kring um sitt varða land. Er
það okkar hugmynd um landið?
Og er ekki einmitt verið að
verja það fyrir okkur?“
Sýningunni lýkur 29. ágúst,
en hún er opin frá kl. 4 til 10
e.h. og aðgangur er ókeypis.
— Hrefna
Framhald af bls. 5
384 kg. Næstmesta mjólkurfitu
hafði Bláma í Hróarsholti,
Villingaholtshreppi. Hún mjólk-
aði 5.668 kg með 6,68% fitu eða
379 kg af mjólkurfitu.
Afurðir Hrefnu eru næsthæstu,
sem um getur hér á landi, hvort
sem mælt er í kg mjólkur eða
mjólkurfitu. Grána á Reykjarhöli
í Fljótum mjólkaði 8190 kg árið
1972, en Kæti á Ljótsstöðum í
Vopnafirði gaf af sér 430 kg af
mjólkurfitu árið 1973.
— Grikkir
Framhald af bls. 1
Seismik, sem er við oliuleit á
Eyjahafi fer til hafnar um helg-
ina til að taka vatn og kost en
tyrkneska ríkisstjórnin staðhæfir
að hún muni halda áfram rann-
sóknum sínum eins og ákveðið
hafi verið. Það breyti því hins
vegar ekki að Tyrkir vilji einnig
hefja viðræður við Grikki. Aftur á
móti var fulltrúi Tyrkja í öryggis-
ráðinu töluvert harðorður er
hann var að svara ræðu gríska
fulltrúans frá í gær og vildi hann
líta svo á að Grikkir hefðu brotið
samninga á hinn ósvífnasta hátt.
Allt væri þetta gert í þeim til-
gangi einum að æsa Grikki upp
gegn Tyrkjum og annað yfirskin
eitt.
— Istanbul
Framhald af bls. 1
væru í haldi lögreglu og yrðu það
á meðan rannsókn málsins færi
fram. Hann sagði að þeir yrðu
slðan fluttir i annað fangelsi og
mál höfðað á hendur þeim og
kvaðst hann mundu krefjast
dauðarefsingar yfir þeim.
— 10 ára syni
Framhald af bls. 13
um, en þau eru mörg hver send i
„endurhæfingarbúðir". Þannig
séu „syndir foreldranna látnar
koma niður á börnunum", en slíkt
sé ótvírætt brot á mannréttind-
um.
Afmæli
Attatíu ára, er í dag, laugardag,
Leifur Grímsson til heimilis að
Alfheimum 13, Reykjavík.
— Viðskiptahalli
Framhald af bls. 1
Þessi tíðindi höfðu óhjákvæmi-
leg áhrif á gjaldmiðla beggja ríkj-
anna á gjaldeyrismörkuðum
Evrópu I gær og féllu þeir báðir
heldur í verði. Sterlingspundið
var I gær jafnvirði 1,7862 Banda-
ríkjadala, sem í gær voru jafn-
virði 5,02 franskra franka.
Orsaka viðskiptahailans í júlí i
Bretlandi er m.a. að leita í því að
mikið var flutt inn af vörum til
olíuvinnslu í Norðursjó, en út-
flutningur varð minni en gert
hafði verið ráð fyrir. Viðskipta-
ráðuneytið í London staðhæfir að
hér sé um að ræða sérstakar or-
sakir, sem ekki sé ástæða til að
ætla að muni hafa áhrif á við-
skiptajöfnuðinn næstu mánuði.
Spáir ráðuneytið þvi að útflAitn-
ingur muni aukast á næstu mán-
uðum eins og verið hafi flesta
undanfarna mánuði.
í Frakklandi er ástæðunnar fyr-
ir hinum óvenjulega mikla við-
skiptahalla m.a. leitað í hækkuðu
verði á innfluttum orkugjöfum,
en nauðsynlegt var að flytja inn
meira af þeim í júlí en oft áður,
vegna þess hve innlend orkufram-
leiðsla minnkaði af völdum þurrk-
anna í mánuðinum.
Tölur um verðbólgu í Bretlandi
í júlimánuði eru héldur meira
uppörvandi en viðskiptatölurnar.
Verðbólgan í mánuðinum var
aðeins 0,2 af hundraði, og er júli
minnsti verðbólgumánuður á ár-
inu til þessa þar f landi. Síðustu
tólf mánuði hefur verðbólga farið
æ minnkandi í Bretlandi og síð-
ustu tólf mánuði hefur verðlag
þar hækkað um 12,9%, sem er
minna en verið hefur um nær
þriggja ára skeið.
Þá gerðu Vestur Þjóðverjar sér-
stakar ráðstafanir til að halda
markinu innan fyrirmæltra
marka og keypti aðalbankí V-
Þýzkalands belgíska franka,
hollenska gyllini og sænskar og
danskar krónur til að koma i veg
fyrir að flot-gengi þessara gjald-
miðla færi niður fyrir ákveðið
mark.
Meðal annarra aðgerða sem
miðuðu að þvl að draga úr ólg-
unni sem virtist á gjaldeyrismörk-
uðum í Evrópu í dag var að
bankavextir voru hækkaðir í
Belgíu og Hollandi og bankar i
ofangreindum löndum gerðu ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir
spákaupmennsku með markið.
— Reuter. Reuter — 13. ágúst
SAMKVÆMT heimildum, sem
taldar eru áreiðanlegar, hefur lít-
ill sem enginn árangur náðst á
Hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, síðan fundir hófust að
nýju f byrjun mánaðarins. Er
jafnvel talið að þróunarríkin séu
að endurskoða afstöðu sfna til
ýmissa atriða, sem rædd hafa ver-
ið á fyrri fundum ráðstefnunnar,
— 1700 laxar
Framhald af bls. 2
Noregi. Þá sagði Þör að seldir
hefðu verið laxar úr stöðinni, t.d.
í Kálfá, sem fellur í Þjórsá. Eru
þeir allir merktir áður en þeir
fara úr stöðinni. Einn slíkur lax
kom nokkrum dögum síðar aftur
heim i Kollafjörð — vildi hann
ekki vera þar fyrir austan og kom
heim. Hafði honum verið sleppt í
fyrra, hann komið aftur í vor og
siðan hafði hann verið fluttur
austur og eftir nokkra daga var
hann aftur í Kollafirði.
Árni i ísaksson, fiskifræðingur
hjá Veiðimálastofnuninni, sem
mest hefur kannað endurheimtur
í Kollafirði, kvað heimturnar í
sumar vera á bilinu frá V4% til
1114% eftir hópum. Er seiðahóp-
unum sleppt á mismunandi
stöðum og tímum innan
stöðvarinnar og þess vegna eru
heimtur svo mismunandi. Flestir
laxar eru merktir með svokölluðu
örmerki, en það er lítill segull,
sem skotið er inn í höfuð seiðisins
og er svo unnt að finna hann aftur
með segli. Þetta merki virðist
ekki gera seiðinu neitt mein. Er
unnt að setja slík merki í smá
seiði og týnast þessi merki mjög
lítið og eru því áreiðanleg. Ör-
merking er þó ekki einstaklings-
merking, heldur hópmerking.
— Sýrlendingar
Framhald af bls. 1
óvissa meðal margra kvenna sem
komizt hafa úr búðunum um að
menn þeirra sem börðust gegn
hægrimönnum hafi verið líflátnir
án dóms og laga. Tveir
palestínskir læknar sem unnu í
búðunum segja að hægrimenn
hafi myrt með köldu blóði um 60
hjúkrunarmenn eftir að búðirnar
féllu, en sú frétt hefur ekki verið
staðfest.
Kamal Jumblatt, leiðtogi
vinstrimanna, hélt í dag blaða-
mannafund í rústum búðanna.
Hann sagði að nú væri sómi ríkra
Arabalanda f veði og yrðu þau að
leggja vinstrimönnum lið. Myndi
ekki duga minni upphæð en 100
milljónir dollara ef barátta
vinstrimanna ætti að geta haldið
áfram. En henni myndi alls ekki
linna fyrr en Sýrlendingar væru
farnir með allt sitt hafurtask frá
Líbanon. Jumblatt sagði að
nokkur hópur skæurliða verði
enn í búðunum, og myndu þeir
deyja fremur en gefast upp. Talið
er að þarna sé aðeins um fimmtíu
manna hóp að ræða og nokkrir
herforingjar hægrimanna urðu
fyrir skotum leyniskyttna i
búðunum í dag.
— Bændur hafa
Framhald af bls. 2
Útlit er fyrir mjög góða upp-
skeru garðávaxta og það sama er
að segja um berjasprettu. Fólk
sem farið hefur til berja segir, að
fjallið fyrir ofan kaupstaðinn sé
bókstaflega svart af berjum og
ber séu þegar orðin stór og falleg
á lit.
Það sem helzt vantar hér nú er
ærleg rigning, þar sem jörð er
orðin mjög þurr.
Skuttogarinn Runólfur kom
hingað í morgun með 30 lestir af
kolmunna, sem skipið fékk í einu
hali á Héraðsflóa. Þá er Börkur
NK farinn til þessara veiða, en
ekki hefur frétzt um árangur.
og telji þau sig þar hafa slegið um
of af upphaflegum kröfum sfn-
um.
Henry Kissinger utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna sagði i dag,
að Bandaríkin mundu hafna út-
færslu landhelgi standrikja í 200
mílur, en hins vegar mundi
Bandaríkjastjórn beita sér fyrir
því að samræma rétt strandríkja
og annarra ríkja, þannig að allir
GJALDEYRISNEFNDhef-
ur að undanförnu kannað
möguleika á því að rýmka
sölu á gjaldeyri til ferða-
skrifstofa vegna skoðunar-
ferða ferðafólks, þannig að
það geti keypt skoðunar-
ferðirnar hér heima og
borgað í íslenzkum gjald-
eyri.
Haig hitti
Spánarkonung
Palma de Mallorca,
13. ágúst Reuter.
ALEXANDER Haig, yfirmaður
herja Atlantshafsbandalagsins
átti i dag stuttan fund með Juan
Carlos Spánarkonungi á Mallorca
í dag. Haig hershöfðingi sagði að
loknum fundinum að hann og
konungur hefðu rætt öryggismál
á Miðjarðarhafssvæðinu en neit-
aði að svara því til hvort til um-
ræðu hefði verið að Spánn fengi
aðild að Atlantshafsbandalaginu.
— Furðulegur
Framhald af bls. 2
umsækjendum þeir væru með í
huga og annað í því sambandi.1'
Síðan sagði Gísli: „Okkur var
semsagt tilkynnt þetta á bæjar-
ráðsfundi í gær og ég tel þessi
vinnubrögð meirihlutans hvorki
skynsamleg né kurteis, enda vís-
bending um að þeir muni þá ekki
heldur óska samstarfs við okkur
né atbeina okkar um úrlausn ann-
arra mikilsverðra verkefna á veg-
um bæjarins.
Miðað við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar fyrir þetta ár og kjör
forseta bæjarstjornar í júní s.l.
þykir meirihlutinn hafa tekið
óvæntum sinnaskiptum og er það
því furðulegra, sem þetta gerist
meðan forseti bæjarstjórnar
dvelst erlendis. Að sjálfsögðu veit
ég ekki hvort samráð hefur verið
haft við hann eða hvað hefur knú-
ið meirihlutann til þessarar
ákvörðunar í gær.
Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, bæði aðalmenn og vara-
fulltrúar og ef til vill fleiri trún-
aðarmenn flokksins, eigum eftir
að koma saman um helgina og
marka afstöðu okkar til bæjar-
stjórakjörs, í samræmi við þessi
nýju viðhorf, sem skapazt hafa,“
sagði Gísli að lokum.
LEIÐRÉTTING
I FRÉTT um islenzka iðnkynn-
ingu í blaðinu í gær féll niður
nafn eins sambands sem stendur
að kynningunni, Landssambands
iðnaðarmanna. Leiðréttist þetta
hér með.
hefðu jafnan rétt til að stunda
visindalegar rannsóknir innan
auðlindalögsögunnar. Hann lagði
áherzlu á, að stjórnin mundi ekki
láta undan þrýstingi sem skaðað
gæti hagsmuni bandarisku þjóð-
arinnar, og yrði ekki hvikað frá
grundvallaratriðum í sambandi
við hagnýtingu auðlinda á hafs-
botni og umferð á alþjóðlegúm
hafssvæðum.
Ingólfur Þorkelsson í
gjaldeyrisdeild bankanna
sagði í samtali við Morgun-
blaöið í gærkvöldi, að
ákvörðun varðandi þetta
mál yrði tekin á næstu dög-
um eða vikum.
— Mótmæla
Framhald af bls. 1
kvóti á Norðursjávarsild verði
um 160 þús tonn á árinu og
fengu Bretar af þvi 9.700 tonn.
Norðmenn mótmæltu samþykkt
nefndarinnar og sögðu kvótann
of háan og hlut Noregs ekki í
réttu samræmi við heildar-
magnið. Norðmenn vilja fá að
veiða 27.600 tonn, en fengu skv.
úrskurði AAFN 23.900 tonn.
— Afmæli
múrsins
Framhald af bis. 1
flýja vestur yfir. Þing Vestur-
Berlínar birti í dag yfirlýsingu
þar sem m.a. segir, að minning
þeirra, sem fallið hafa við múr-
inn, muni til eilífðar verða til
marks um sekt austur-þýzku
stjórnarinnar. Austan við múr-
inn, þar sem um það bil 70 hafa
verið skotnir á flótta, var allt
með eðlilegum hætti, en kaffi-
hús við hina frægu götu Unter
den Linden og Alexander-
torgið, sem eru rétt við gadda-
virsgirðingarnar, voru þéttset-
in Austur-Berlinarbúum. Þátt-
takendur í „baráttusveitun-
um“, sem reistu það, sem þeir
kalla „varnarmúr gegn fasist-
um“ héldu upp á daginn með
skrúðgöngu niður Breiðgötu
Karls Marx i Austur-Berlín. I
austur-þýzkum blöðum er i dag
sagt að múrinn sé nauðsynlegur
og ómissandi til að tryggja
„friðsamlega sambúð, auk þess
sem birtar eru myndir af landa-
mæravörðum, sem sagt er að
„myrtir" hafi verið siðan þýzka
rikinu var skipt árið 1949.
13. ágúst hefur að þessu sinni
verið minnzt með eftirminnir
legri hætti en venjulega, og er
ástæðan vafalaust sú, að undan-
farið hefur verið tiðindasamt á
landamærunum, og er þess
skemmst að minnast, að nýlega
skutu austur-þýzkir landa-
mæraverðir italskan vörubil-
stjóra til bana þegar hann var á
leið yfir landamærin til Vestur-
Þýzkalands. Þá eiga kosning-
arnar sem fram fara I Vestur-
Þýzkalandi 3. október n.k. sinn
þátt í þvi, að Berlfnarmálið er
venju fremur ofarlega á baugi,
en stjórnmálamenn í þremur
stærstu flokkunum, sem bjóða
fram, hafa fordæmt múrinn og
skotárásir austur-þýzkra landa-
mæravarða við mörk Austur- og
Vestur-Þýzkalands.
Rýmkun á gjald
eyrissölu til ferða-
skrifstofanna?