Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM Móði Mangi og hringleikahúsið Móði Mangi flautaði undrandi, dag nokkurn þegar hann ók inn á járn- brautarstöðina í Hér. Þvi að á stöðvar- pallinum stóð sægur af sýrum — það var yfirfullt af þeim. Þarna voru allar teg- undir dýra og allar gerðir og stærðir — stórir fílar og smávaxnir apar og stóreflis gírafar og stuttfættir Asíubirnir, og selir og flóðhestar, hestar, ljón og tígrisdýr og ísbirnir — allar hugsanlegar tegundir dýra. Og innan um þetta allt saman stóöu skrautlegir vagnar, gulir og bláir og grænar og rauðir, með giltum málmbönd- um, litlum, svörtum skorsteinum og blúndutjöldum fyrir gluggunum. Á miðjum stöðvarpallinum stóð lúðra- sveit og spilaði eins og ætti hún lífið að leysa. Mennirnir i sveitinni voru í ljós- bláum einkennisbúningum, með silfur- borðum og glampandi hnöppum, og ógur- lega feitur hljómlistarmaður lét höggin dynja á stærstu trommunni, og svo mikill var hávaðinn í honum, að við lá að maður heyrði ekkert í hinum. Og þarna voru trúðar með hvít andlit og rauð nef. Trúðarnir steyptu sér kollhnís innan um öll dýrin, og fótnett, lítil stúlka í hvítum kjól var önnum kafin við að gefa snjóhvítum gæðingi sykur. Þarna var líka ljónatemjari og aflrauna- maður og svo auðvitað einnig sjálfur stjórnandi hringleikahússins — stór maður með pípuhatt, stórt yfirskegg, klæddur gljáandi svörtum leðurstígvél- um og með langa svipu í hendinni. Og aumingja gamli stöðvarstjórinn virtist alveg ruglaður innan um öll þessi ólæti. — Guð geymi gufuketilinn minn! stundi Móði Mangi og stoppaði á járn- brautastöðinni. Þarna er þá hringleika- hús á ferðinni! Strax og Mangi hafði numið staðar, hrópaði allt starfsfólk hringleikahússins: Húrra! Þarna kemur lestin. Nú verður ekki langt þar til við verðum komin til Staðar! og það hópaðist í kringum Manga og byrjaði að koma farangri sínum fyrir í i flutningavögnunum hans. Dýrunum var I COSPER Þegar ég kom á blómahornið, var blómasalinn þar ekki, en kominn var blöðrusali. Hér eru öll bréfin sem ég skrifaði þér. Póstburðargjald- ið var svo óskaplegt, svo ég ákvað að hafa það bara svona. Jú, ég kann svo sem hraðritun, en það tekur nokkuð lengri tfma en ella. — Jæja, Gunna mfn, sagði móðirin við dóttur sfna. Skammastu þfn ekki fyrir það, sem þú hefir gert? — O, ekki gerði ég það nú, svaraði dóttirin, en það er nú eins og mér finnist það hálf- partinn, þegar þú nefnir þetta við mig. Dóttirin: Hann segir, að ég sé fallegasta stúlkan f öllum bænum. Á ég að bjóða honum heim? Móðirin: Nei, elskan mfn, láttu hann bara halda áfram að standa f þeirri trú. — Af hverju slitnaði upp úr trúlofuninni ykkar Margrét- ar? — Af þvf, að ég stal kossi. — Það er hlægilegt af trúlof- aðri stúlku að verða vond, þótt kærastinn hennar steli af henni kossi. — Já, en sjáðu til, ég stal honum ekki frá henni. Elskan, stundum finnst mér eins og þú sért svo afskaplega karlmannalegur, en svo kemur lfka stundum fyrfr, að mér finnst þú vera dálftið kvenleg- ur. — Já, vina mfn, ég býst við, að þetta séu erfðaeinkenni. Helmingur forfeðra minna var nefnilega karlmenn, en hinn helmingurinn kvenmenn. — Segðu mér, hvort ertu meira fyrir málugar konur eða konur af hinni tegundinni? — Hvaða hinni tegund? Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 51 pjargar: og hann bætti við með þreytulegu brosi: — Jæja, þér náðuð mér f giidr- una — eins og fyrir yður vakti. — Þér játið sem sagt að hafa sett parathion f saiatskál Andreasar Hallmann? — Já. — Hvernig? — Nákvæmlega eins og þér haf- ið reiknað út og lýstuð áðan: með þvf að sprauta vökvanum I berfn. Ég hafði verlð með þetta f huga um hrfð ... En þetta misheppnað- ist eins og þér vitið. Og þá endur- tðk ég sýninguna víku sfðar. — En það var ekki eins fag- mannlega gert, sagði Christer þurrlega. — Hvernig datt yður það f hug? Það þarf meira en iftið fói tii að sjá ekki strykninein- kenni... — Ég var viti mfnu fjær af örvæntingu. Ég gat ekki afborið að þurfa að gera fleiri áætlanir. Það var nógu hræðilegt að gera það einu sinni... Hann hafði sjálfur frumkvæðið til að binda enda á samkunduna: Mynduð þér leyfa mér að segja fáefn orð við Björgu... f ein- rúmi? Christer gaf þeim tfu mfnútur. Hann var niðurdreginn sem jafn- an þegar hann stóð andspænis þvf að þurfa að handtaka manneskju. En elnhverra hluta vegna var hann einnig argur og honum var mjög órðtt innanbrjósts. Á leiðinni inn til Kila sagði hann allt f einu: — Þér verðir yfirheyrður mjög nákvæmlega um allt málið. Mig langar að gefa yður eitt ráð: játið ekki meira en það sem þér hafið f raun og veru á samvizkunni. — Morð ... ég býst við það jafngildi lffstfðardómi, svaraði Gregor Isander kæruleysislega — og við höfum aðeins eitt Iff. Christer Wijk lét vera að gera athugasemd við orð hans. En van- lfðan hans jókst enn — og hann skildi ekki ástæðuna ... Klukkan var nfu um kvöldið þegar Swennung og Christer blésu mæðinni á skrifstofu Swennungs eftir að hafa hafdið erfiðan blaðamannafund, sem dregist hafði verulega á ianginn. — Þetta tókst bærilega sagði Swennung og leit á hann með ódulinni aðdáun. Og nú er fimmtudagur á morgun og morð- ingi þinn tvöfaldur f roðinu er á bak við lás og slá. Christer strauk sér mæðulega um h&rið. — Ég er þvf miður ekki viss um það. — ERTU EKKI VISS ...? Hvað f fjáranum meinarðu eiginlega. Maðurínn hefur lagt fram full- komna játningu. Það eina sem han neitar að hafa komið nærru eru árásirnar á Malin, en hann hefur gert skilmerkilega grein fyrir parathioneitruninni og var meira að segja heldur langorður. — Efasemdir mfnar snúast ekki um morðið. Það liggur f aug- um uppi að Isander læknir hefur undirbúið og sett það á svið, að minnsta kosti fram að þvf augna- bliki sem skiptin verða á skálun- um úti f eldhúsinu. Þá gripu ör- lögin f taumana — f gervi kven- manns — og þvf fékk ekki réttur aðili eitrið f sig. En hvernig sem á málið er litið er hann ábyrgur. bæði siðferðilega og lagalega fyr- ir dauða þessa manns. Nei, það sem ég er að velta fyrlr mér er hitt morðið — eða svo að ég taii skýrar — hitt morðið f samhengi við það fyrra. — Þú átt við að morðið á Jóni hafi verið miklu kænskulegar framkvæmt en morðið á Andreasi. — Já. Við skulum hafa það hug- fast að morðið á Jóni hefði verið hinn fullkomni giæpur, ef stúlku- barn hefði ekki farið að reka upp- bretta nefið sitt f það. En hvernig fer svo f næsta skipti? Stryrknin- eitrun .." með stryknin úr iæknis- tösku Gregors Isanders ... eitur- efni sem virkar svo fljótt og er svo afgerandi að það beinlinis hrópar tíl himins að hér hafi ver- ið framið morð ... Og samt sem áður. Það er engu að sfður stað- reynd að það er ekki mismunur- inn mílli þessara tveggja glæpa- verka sem veldur mér hugar- angri, hcldur hversu ifk þau eru. En hvers vegna er hið seinna klunnaleg og kauðaleg eftiröpun á hinu fyrra? Máitfðin, krystal- skálarnar, salatið — allt gengur næstum aftur. Og hvað viðkemur Gregor Isander má segja að hann hefði átt ðtal kosta völ, þegar hin upprunalega brást f framkvæmd. — Ég er farinn að skilja hvað þú ert að fara, sagði Swennung. Þú átt við það með öðrum orðum að morðið á Jóni hafi verið upp- runalega málið skipulagt af Greg- or Isander og sfðan hafi einhver bjálfi sam ætlar að reyna listir sinar f seinna skiptið og það verð- ur nánast afkáraleg eftirlfking. — Já, einmitt. En þess vegna er ég heldur ekki dús við þetta. Það er eitthvað scm hér kemur ekki heim og saman. Hvers vegna var einhver áfjáður f að apa þetta eftir? Hvers vegna...? Swennung greip fram f fyrir honum. — Og hvers vegna — ef álvktun okkar er rétt að um annan morð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.