Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. AGÚST 1976 27 Leif Mikkelsen og Helge Paulsen formaður danska handknattleiks- sambandsins. DANIR RÁÐA NÝJAN LANDSLIÐSÞJÁLFARA I^IÝR maður hefur nú setzt í hið heita sæti landsliðsþjálfara í handknattleik í Danmörku. Sá er Leif Mikkelsen, 27 ára kennari. Hann tekur við af Jörgen Gaar- skjær, sem verið hefur þjálfari danska landsliðsins i fimm ár. Búist hafði verið við að Gert Anderson, sem verið hefur liðs- stjóri landsliðsins að undanförnu tæki við starfi Gaarskjærs til að byrja með, en sú varð ekki raun- in. Mikkelsen hefur verið ráðinn til að byrja með fram yfir HM- keppnina 1978 í Danmörku. Leif Mikkelsen hefur verið þjálfari handknattleiksmanna hjá félaginu Saga og kom þeim á stuttum tíma upp í 1. deild, þá hefur hann þjálfað mjög sterkt unglingalið og ekki má gleyma danska unglingalandsliðinu sem hann hefur þjálfað með góðum árangri. Um feril Miikelsen sem þjálfara má segja að hann hafi verið einstakur og binda Danir miklar vonir við þennan unga mann. Bandaríkin fengu flest gull á OL fyrir fatlaða ÓLYMPÍULEIKUM fatlaðra lauk i Toronto í Kanada I vikunni og sigruðu Bandarlkjamenn lið ísra- el í úrslitaleiknum í körfuknatt- leik, en það var síðasta grein leik- anna. Úrslitin í körfuknattleikn- um urðu 59:46 og færði þessi sig- ur Bandaríkjamanna þeim 62. gullverðlaunin í keppninni. Fengu Bandaríkjamennirnir 17 gullverðlaunum meira en Hollendingar sem urðu í öðru sæti keppninnar um gullin. Þriðju urðu svo tsraelar með 38 gull og V-Þjóðverjar urðu fjórðu með 39 gull. LILLESTRÖM LEIÐIR LILLESTRÖM hefur nú þriggja stiga forystu í 1. deildinni i Noregi og fátt virðist geta komið i veg fyrir sigur liðsins í Noregs- meistaramótinu. í öðru sæti er Mjöndalen með 20 stig, en það lið hefur staðið sig mjög vel að und- anförnu og ekki tapað leik síðan liðið tapaði fyrir Lilleström i fyrri umferð mótsins. Staðan í deiidinni er nú þessi: Lilleström 14 10 3 1 29: 10 23 Mjöndalen 14 8 4 2 24: 13 20 HamKam 14 7 4 3 27: 13 18 Brann 14 6 5 3 20: 17 17 Vfking 14 4 7 3 18: 14 15 Strömsgodset 14 4 5 5 11: 13 13 Rosenborg 14 4 5 5 11: 13 13 Start 14 3 6 5 13: 15 12 Bryne 14 3 5 6 16: 24 11 ÍSLANDSVINUR LÁTINN í OSLÓ EINN AF kunnustu fþróttaleið- togum Norðmanna, Aksel W. Floer, lézt fyrir nokkru f Ösló. Floer var á sfnum tfma formaður norska knattspyrnusambandsins og sfðar formaður norska sund- sambandsins. Hann var heiðurs- forseti norska Sundsambandsins. Floer kom oftsinnis til lslands og var mikill tslandsvinur. Áttræður meistari FYRSTI sigurvegarinn á Ólympíuleikum fatlaðra var Kanadamaðurinn Percy Lymn, sem sigraði f keiluspili blindra. Er afrek Lymn enn athvglis- verðara fyrir það að hann er nýlega orðinn 80 ára. Sannast rækilega á honum að menn geta unnið afrek þótt þeir séu komnir af sfnum beztu árum, og auk þess stórlega fatlaðir. Minnisvarði af Quarrie DON Quarrie frá Jamaica sem sigraði f 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Montreal er nú þjóðhetja f landi sínu, og hefur honum verið sýndur marg- vfslegur sómi. Þannig flutti t.d. forsætisráðherra Jamaica, David Goore, útvarpsávarp í tiiefni hins glæsilega sigurs Quarrie og lýsti í henni vfir því að stjórn landsins hefði ákveðið að reisa minnis- varða af Quarrie við þjóðarleik- vanginn á Jamaica. Walker og Dixon í atvinnumennsku NÝSJÁLENZKú hlaupurunum John Walker og Rod Dixon hefur verið gert tilboð um að gerast atvinnumenn f frjálsum fþrótt- um. Upphæðin sem þeim er boðin fyrir fjögurra ára samning hefur ekki verið staðfest en talað hefur verið um tæplega 50 milljónir dollara fyrir hvorn þeirra. Á frjálsfþróttamóti f Stokk- hólmi í vikunni hljóp Walker eina mflu á 3:53.1 mfn. og náði hann þessum stórgóða árangri þótt hann þjáðist af slæmu kvefi. Þjóðverjinn Thomas Wessing- happe fylgdi Walker alla leiðina og kom f mark á sama tfma en var dæmdur sjónarmun á eftir. Tíminn er nýtt Evrópumet. „Áhugamenn - atvinnumenn" KÚNNUR fþróttaáhugamaður um árabil kom að máli við fþróttasfðinu f gær og bað fyrir birtingu eftirfarandi greinar. Veltir hann þar fyrir sér þeirri þróun að sterkustu fþróttamenn okkar hverfi f atvinnumennsku til annarra landa og áhugamanna- félögin sitji eftir slypp og snauð. Fer greinin hér á eftir. „Nýlegar fréttir um frekari ráðningar erlendis á íslenzkum knattspyrnumönnum hafa vakið mikla athygli og umræður. Þvf er ekki að leyna að margir áhuga- og stuðningsmenn knattspyrnu og handknattleiks hér á landi horfa með nokkrum kvfða til þessarar þróunar. Að þvf virðist óðfluga stefna að hin fjárhagslegu veiku fslenzku áhugamannafélög verði notuð sem uppeldisstöðvar fyrir erlend atvinnulið I knattspyrnu og handknattleik. Nú hlaupa knattspyrnumenn frá hálfnuðu lslandsmóti, yfir- gefa sfna félaga og stuðnings- menn til þess að gerast atvinnu- menn erlendis. Aðsókn áhorfenda var minni á sfðasta Islandsmóti f handknattleik, en verið hafði áð- ur og er ekki að furða, þar sem margir beztu fþróttamennirnir f þeirri grein höfðu ráðizt til er- lendra félaga. Hin sama er nú að verða f knattspyrnunni. Beztu menn margra liða hverfa á brott og lið þeirra standa eftir væng- brotin og bitlaus. Ahorfendur fara heim af velli óánægðir og vonsviknir. KSl á vafalaust sinn þátt f þess- ari þróun með þvf að láta f té sfna fyrirgreiðslu og samþykki, en ég sé ekki að þessi þróun geti eða megi halda áfram sem 'verið hef- ur, nema til skaða verði í náinni framtfð. Beztu fþróttamennirnir fara úr landi, en okkur hér heima er ætlað að sækja leiki og horfa á hina sem lakari eru. Þá má geta þess að fþrótta- fréttamenn f fjölmiðlum hafa ýtt undir þessa þróun með þvf að kjósa tvisvar „fþróttamann árs- ins“ atvinnumenn f fþróttum á erlendri grund, sem fslenzkir áhorfendur hafa enga möguleika á að fylgjast með eða njóta á hcimavelli. Iþróttaforystan verður að láta þessi mál til sfn taka, einnig fþróttafréttamenn, ef þeir eiga ekki að sitja aðeins uppi með hina lakari leikmenn til þess að tala og skrifa um. Erlendir þjálf- arar f handknattleik og knatt- spyrnu eru mjög dýrir og verða félögunum erfið byrði, ef aðsókn að leikjum minnkar að mun frá þvf sem verið hefur. A.L.“ Litrík starfsemi w Listasafns Islands STJÓRN Listasafns tslands hélt blaðamannafund nú f vik- unni og var þar skýrt frá starf- semi safnsins, það sem af er þessu ári, og þvf, sem f vændum er f vetur. Á fundinum kom m.a. fram, að alls hafa um 25 þúsund manns heimsótt Listasafn ríkis- ins á árinu og eru þá meðtaldir gestir á sérsýningum eins og t.d. á sýningunni á verkum Hundertwassers, en um 30 þús- und manns komu á safnið á öllu árinu 1975. Fjórar sérsýningar hafa verið haldnar á þessu ári. Sýndur var hluti af dánargjöf Gunnlaugs Schevings til safnsins, „íslenzk poplist”, eftir Jón Stefánsson, myndir, sem Listasafnið keypti af ekkju og á sama tíma andlits- myndir eftir Jóhannes Kjarval og að sfðustu sýning á verkum austurríska listamannsins Hundertwasser, sem var fram- lag Listasafnsins til Listahátíð- ar. Þá hefur Listasafnið efnt til fræðsluhópa um „Myndlist á 20. öld“ og fyrirlestrahalds. Þeirri starfsemi verður hald- ið áfram nú í haust, enda var hvort tveggja afar vinsælt að sögn Selmu Jónsdóttur, for- stjóra safnsins. Þegar hafa ver- ið ráðgerðir þrír listsögulegir fyrirlestrar og verður sá fyrsti i september. Þá mun Hrafnhild- ur Schram halda fyrirlestur um Ninu Tryggvadóttur. í október fjallar Ólafur Kvaran um Sept- emberhópinn 1947—52 og í nóvember flytur Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrirlestum um íslenzku teiknibókina í Árbæj- arsafni. Fræðsla í listsögu hefst þ. 15. spetember og verður í þeim fyrsta fræðsluhóp fjallað um Myndlist á 20. öld. Aðrir fræðsluhópar munu fjalla um Húsagerðarlist Höggmyndalist á 20. öld og Ný viðhorf i mynd- list frá um 1960. Hver hópur mun hittast fjórum sinnum, tvo tíma í hvert sinn, en nánari upplýsingar um þátttöku og kosnað er að fá hjá Ólafi Kvar- an. Kvikmyndasýningar um er- lenda myndlist verða haldnar tvisvar í mánuði en sýningar hefjast í september. Þetta er einnig nýlunda í starfsemi Listasafnsins. Þessa dagana er í Listasafn- inu sýning á nýlegri íslenzkri myndlist í eigu safnsins en að henni lokinni verður yfirlits- sýning á verkum Finns Jóns- sonar. Á blaðamannafundinum var nokkuð rætt um þröngan fjár- kost Listasafnsins. Karla Krist- jánsdóttir kvað rekstrinum óneitanlega vera þröngur stakkur skorinn og upplýsi, aó safninu eru áætlaðar 200 þús- und krónur á mánuði til dag- legs reksturs, ef frá eru talin laun starfsfólks. En fjárskortur veldur því m.a., að sögn Körlu og Selmu Jónsdóttur, að ekki er hægt að lengja opnunartima dagsins, en yfir sumartimann er það opið 2'A klukkustund alla daga vikunnar, frá 13.30 til 16. Þó er jafnan opið að kvöld- inu til ef um sérsýningar er að ræða. Þá kom einnig fram á fundin- um, að á þessu ári hefur Lista- safnið 4.750.000 kr. til lista- verkakaupa, sem er hækkun frá síðasta ári, en þá fékk safn- ið 1.200.000 kr. Hafa þegar ver- ið keyptar 18 myndir m.a. eftir yngri listamenn eins og Björgu Þorsteinsdóttur, Sigurð Örlygs- son og Gunnar Örn Guðmunds- son. Mjólkurbændum fækk aði um 2201 fyrra Á UNDÁNFÖRNUM árum hafa árlega um 200 bændur hætt mjólkurframleiðslu. Árið 1974 lögðu 3103 bændur inn mjólk hjá mjólkursamlögunum en á sfðasta ári voru þeir 2883. Þeim hafði þvf fækkað um 220. Hver framleiðandi skilaði að meðaltali 38.684 kg mjólkur á sfðastliðnu ári, en það var 1313 kg meiri mjólk á hvern fram- leiðanda en árið áður. Mest var mjólkin á hvern bónda á svæði Mjólkursamlags KEA, rúmlega 64 þús. kg., en meðalinnlegg á hvern framleiðanda hjá Mjólk- urbúi Flóamanna var 46.153 kg. Hlutfallslega hefur mjólkur- framleiðendum fækkað mest á svæði mjólkursamlagsins i Búð- ardal eða um 21%. Þeim fækk- aði um 9,4%, sem lögðu inn hjá mjólkursamlagi KEA, en hjá mjölkurbúi Flóamanna rétt um 4%, en á öllu landinu nam fækkunin 7%. Meðalflutningskostnaður a hvert kg. mjólkur frá framleið- anda að stöðvarvegg var á síð- astliðnu ári þ.r. 2,47, en árið 1974 kr. 1,60. Hæsti flutnings- kostnaður var kr. 5,73 á hvert kg, en lægstur kr. 1.75. Reytingsafli hjá togurunum SEX togarar lönduðu f Reykja- vík i síðastliðinni viku og var Þorm.óður goðl með mestan afla, 200 lestir. Fiskurinn sem togararnir komu með var al- mennt mjög blandaður. Bjarni Benediktsson landaði 150 lestum, Runólfur 90 lestum af kolmunna, Þormóður goði 200 lestum eins og fyrr segir Ögri 165 lestum og Hjörleifur 100 lestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.