Alþýðublaðið - 07.10.1958, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 07.10.1958, Qupperneq 6
6 Alþýðublaðið Þriðjudagur 7. október 1958 MÁNINN NÆST ÞEGAR Bandaríkja- menn reyna að skjóta eld- flaug til mánans, gera vís- indamenn sér vonir um að gagnlegar upplýsingar fáist um segulsvið mánans og eins þá hlið hans, sem frá jörðu snýr. Það tekur eldflaug tvo og hálfan dag að komast til tunglsins. í eldflauginni verð- ur sjónvarpsstöð, sem sendir myndir af yfirborði mánans til jarðarinnar, og auk þess fjölmörg mælitæki, sem senda stöðugar upplýsingar til mót- tökustöðva á jörðu niðri. Sorgórsaga HIN FAGRA næturklúbba- söngkona, Ruth Ell.s var tekin af lífi í júlí 1955, fyrir að hafa myrt elskhuga sinn, kappakst- urshetjuna David Blakeley. —- Aftaka hennar vakti mikinn styr á sínum tíma og mótmæla- bréf bárust víðsvegar úr heim- inum vegna dauðadómsins, en yfirvöldin töldu ekki fært að veita náðun. Nú er hinn- síðasti, sem við sögu þessa kom látinn, Gsorge Johnstcn Ellis fyrrum eiginmað ur Ruth fannst nýlega látinn í hótelherbergi á Jersey-eyjun- um. Hann hafði hengt sig. EIlis var vel stæður tann- læknjr, þegfer hann kynntist Ruth. Hann varð þegar í stað yfir sig ástfanginn og nokkru síðar giftust þau. Hófst nú mik- ið skemmtanalíf þeirra hjóna og vanrækti Ellis starf sitt og Ruth eiginmann sinn. Þau skildu 1955 og skömmu síðar myrti Ruth elskhuga sinn. — Síðan hefur Ellis iagzt í drykkjuskap og hefur nú ekki tre-yst sér til að lifa lengur. Tilgangurinn með því að senda eldflaug til mánans er ekki sá að lenda á mánanum, heldur að koma henni eins nálægt honum og mögulegt er og afla með því vísinda- legra upplýsinga. R tstjóri tímaritsins „Miss- iles and Rockets“ í Washing- ton nefnir fimm aðferðir til þess að senda eldflaug til mánans: 1. Eldflaugin er send eins nálægt mánanum og mögu legt er án þess þó að lenda á hoiium. 2. Eldflaugin lendir ,,hart“ á mánanum. 3. Eldflaugin fer kringum rnánann og síðan aftur beint til jarðar. 4. Eldflaugin fer marga hringi kringum mánann. 5. Eidflaugin lendir „mjúkt“ á mánanum. Bandaríkjarriénn munu revna fyrstu fjórar aðferð- irnar í nánustu framtíð. GIFURLEGUR HRAÐI. Þegar eldflaug er send til mánans verður að ráða fram úr fjölmörgum tæknilegum atriðum. Þar má nefna: Fram leiða verður kraft sem knúið getur eldflaugina út úr gufu- hvolfinu. Eldflaugina verður að senda upp á mjög nákvæmlega út- reiknuðu augnabliki, og stefna eldflaugarinnar verður að vera hárnákvæm, og hinir fjölmörgu hlutar eídflaugar- innar verða að vinna hvert sitt hlutverk svo ekki skeiki. Til þess að komast út úr aðdráttarsviði jarðarinnar verður eldflaugin að ná 40000 km. hraða á klukku- stúnd, eða rúmlega átta km. hraða á sekúndu. Þessi hraði nægir til þess að eldflangin komist % hluta leiðarinnar til mánans, en þá fer að- dráttarafl hans að gæta, og mun eldflaugin þá fara kringum mánann, eða að minnsta kosti svo nálægt hohum, að mögulégt verði að gera ýmsar gagnlegar athuganir. Enda þótt fullkomnustu eldflaugar nái þeim hraða, sem nauðsynlegar er til þess að komast til mánans, þá er eftir að yfirvinna hina tækni- legu erfiðleika í sambandi við þá miklu nákvæmni, sem gæta þarf til að koma eld- flaug nálægt mánanum. Á leiðinni til mánans verður eldflaugin fyrir áhrifum frá aðdráttarafli jarðarinnar, sólarinnar og mánans, og ger- ir þetta alla útreikninga mjög flókna. Þá kemur einnig til snúningur jarðar um öxul sinn og hrevfing mánans. Ef eldflangin hegðar sér eins og áætlað er, þá eyðist fyrsta stig hennar á 140 sekúndum, annað stigið 60 sekúndum síðar og loks knýr þriðja stigið hana á 30 sekúndum u.pp í 40000 km. hraða á klukkustund. Eftir 4 mínútur verður eldflaug- in komin tvo þriðju hluta leiðarinnar umhverfis jörð- ina, yfirgefnr braut sína um jörðina og þýtur út í geim- inn. Hún er nú laus út úr aðdráttarsviði jarðar, Ef eldflaugin nú virkar eins og gert er ráð fyrir, smáeykur hún nú hraða sinn aftur og þegar hún kemur að þeim punkti, þar sem aðdráttar- afl jarðar og mánans er jafnt, fer hún með 11200 km hraða á klukkustund. SPRENGINGAR Á MÁNANUM. Nú er unnið að því í til- raunastöð á Hawai að skjóta lítilli eldflaug úr nefi þriggja stiga eldflangar í þeim til- gangi að draga svo úr hráða hennar ,er hún nálgast mán- ann, að hún fari kringum hann eftir sporbaug. Verður þessari smáeldflaug stjórnað með útvarpsbylgjum. Eitt vandamálið, sem við er að glíma, er hinar miklu hitabreytingar á yfirborði mánans. Hitasveiflurnar frá 100 stiga hita til 100 stiga kulda á sólarhring. Þar af leiðandi verður eldflaugin að vera máluð í lit, sem stenzt jafn vel hita og kulda. Síðar verða gerðar tilraun- ir með að mæla geimgeisla, segulmagn, hita og fjölda loftsteina frá eldflaugum og sennilega verða gerðar smá- sprengingar á yfirborði mán- ans. Líkam- í SÖGUM og ævintýrum er oft sagt frá því að fólk spr ng- ur af harmi er voveiflegir at- burði ber að höndum. Nýlega ræddi sænskur sálfræðingur um það á þingi sálfræðinga í Kaupmannahöfn að staðre.ynd væri að fólk gæti veikst al- varlega af sorg. — Á sex mán. uðum hafði hann stundað 28 sjúklinga sem allir voru veik- ir af sorg. Aðeins tveir a£ þessum sjúklingum voru karl- menn og bendir það ti! þess, að konur. séu næmari fyrir sorg en karlmenn. Það er einkum sorg í sam- bandi við missi maka eða barna, sem voru orsök í veik- indunum. Oft hafðj viðkomandi ekki látið neina sorg á sér siá fvrst eftir missirinn en síðar brauzt sorgln út í algerri uppgjöf. — Oft voru sjúklingarnir gripnir af ótta og sjálfsásökun. Þá eru þess dæmi að sjúklingar ahfa sýkst af-þeim sjúkdómi, sem færði ástvini þeirra til dauða. Það hefur einnig komið í ljós, að sorg eftir uppáhaldshund eða kött getur orðið mjög sár. Sumir sjúkdómar standa einn ig í samandi við breiði í garð hins látna. Kona nokkur þjóð- ist af magaverkjum, hlaut bót meina sinna er hún trúði sál- fræðing fyrir því, að eigin- maður hennar, — sem hún elskaði mjög, — hefði aidrei viljað bjóða henni á veitinga- hús eða í leikhús. Hún hafði alltaf borið leynilegan kaia tH hans fyrir þeita. Tcikningin sýnir þriá möguleika á því hvaða braut eldflaug fer til mánans. Talið frá vinstri: 1) „Hörð” lending á mánan- um. ?.) Eldflaugin fer fyrst kringum jörðu, síðan kringum mán ann og síðan til iarðar aftur. 3) Eldflaugin fer eftir sporbaug kringum mánan og síðan til jarðar. LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastöð Reykjavíkur Sími 1-17-20 AUGNLÆKNIR nokkur frá , vrapsþætti, „Fólk er svo ein- Nebraska, dr. Allen E. Banik, komst að raun um það þegar hann dvaldizt í ríkinu Hunza, að það mundi ekki reynast sérlega arðvænlegt að setja þar upp augnlækningastofu. Þetta var í sumar, og var augnlæknirinn þá gestur æðsta valdhafa þessa smáríkis hátt uppi í Himalayjafjöllum, skammt frá nyrztu landamær- um Pakistan. Það var Art Lin- kletter, sá sem yfirumsjón hefur með hinum fræga sjón- kennilegt“, sem sendi axign- læknirinn þessa 12,000 mílna löngu ferð, í því skyni að at- huga nánar fólk þarna, sem er hraustara en almennt . gerist, að ekki sé meira sagt, verður yfirleitt 125 ára að aldri og heldur fullri sjón fram í and- látið. Augnlæknirinn hafði allt frá stúdentsárum sínum viðað að sér öllum fáanlegum fróð- leik um Hunza og hið sérkenni- lega „ódauðleika“ líf manna þar. Skrifaði hann síðan sjón- varpsþættinum og skýrði frá löngun sir.ni að mega skreppa þangað, og hlaut það svar, að þátturinn væri reiðnbúinn að kosta för hans þangað. Enda þótt það væri fyrst í sumar, sem sjónvarpsskoðend- ur fengu fyrst að fylgjast með augnlækninum á þessu ferða- lagi hans, hófst það í rauninni í fyrrasumar, og voru nokkrar sjónvarpsmyndirnar teknar þá. Dr. Banik hélt þá til Hunza en varð að snúa aftur sökum snjóa Framhald á 8. cíðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.