Morgunblaðið - 14.10.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976 \ *7
Hrun pundsins — Efnahagsástand í Bretlandi
Haftastefna
lausn Breta?
Hvernig Bretland get-
ur uppfyllt kröfur Al-
þjóda gjaldeyrissjódsins
HVAÐ varð um efnahagsbatann sem
okkur var talin trú um að tryggja
mundi heiminum þann viðvarandi
hagvöxt sem hann áður bjó við og
bjarga Bretum úr þeirri kreppu sem
yfir þá hefur dunið? Mönnum virðist
nú að þessi bati muni ekki koma, að
minnsta kosti ekki i jafnmiklum
mæli og nauðsynlegt er. Engra
skjótra ráðstafana til úrbóta virðist
vera að vænta frá þeim rikjum sem
búa við traustan efnahag og þvi
virðast Bretar og önnur fórnarlömb
kreppunnar verða að beita sér fyrir
algeru endurmati á afstöðunni til
efnahagsbatans ef núverandi ástand
á ekki að dragast á langinn.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
varpar skýru Ijósi á það skuggalega
ástand sem nú rikir I ársskýrslu
sinni. Þar segir að á fyrra helmingi
yfirstandandi árs hafi orðið nokkur
bati eftir samdráttinn 1974—75,
þann mesta sem orðið hefur i fjóra
áratugi. En staðhæft er að atvinnu-
leysi og verðbólga séu á óvenjulega
háu stigi miðað við það að um byrjun
nýrrar uppsveiflu sé að ræða og
nýting tækja sé svo litil að það sé
visbending um geysilega deyfð í
efnahagsmálum.
Hvað hefur þá farið úrskeiðis? f
tizku er að skella skuldinni á tíma-
bundna þætti og til dæmis sagt að
rikisstjórnir séu tregar til aðgerða
vilji aðeins gera varkárar ráðstafanir
þar til þeim hafi orðið betur ágengt i
þvi að ná tökum á afleiðingum óða-
verðbólgu áranna eftir 1970. En ég
hef það á tilfinningunni að rætur
vandans liggi dýpra.
Frá fyrstu tið hefur verið rik
ástæða til að ætla að núverandi
efnahagskreppa i heiminum eigi sér
dýpri rætur en fjórföldun oliuverðs
og öldu kauphækkana. Áður en
þetta gerðist hafði dregið úr eftir-
spurn eftir neyzluvörum og það
virtist tengt þróun i þá átt að eftir-
sókn eftir lifsgæðum væri að ná
hámarki i stórum hluta hins efnaða
heims.
Þetta og fleiri tilhneigingar benda
til þess að kreppan hafi markað upp-
haf einnar þeirra stökkbreytinga sem
hafa orðið öðru hverju á kerfi kapi-
talismans frá fyrstu dögum hans og
hætt er við að hafi sinn gang þangað
til annar stór þáttur kemur til
sögunnar — samanber siðari heims-
styrjöldina ef miðað er við kreppuna
miklu á árunum eftir 1930.
Sé þétta rétt — og skýrsla IMF og
fleiri visbendingar — virðast stað-
festa það — er eitt Ijóst. Heiurinn
kemst ekki aftur inn á braut hag-
vaxtar áranna 1950—1970 með
þeirri óskhyggju, með þeim vonum,
sem forysturíkin hafa gert sér —
þeirri kenningu að ef þau stækki
markaði sina fyrir vörur annarra
þjóða og gangi þannig á undan með
góðu fordæmi muni öll önnur lönd
geta komið gjaldeyrismálum sinum i
svo gott lag að þau geti einnig
komizt á rétta braut.
Sannleikurinn virðist vera sá að ef
þessi sjálfsánægja heldur áfram
verði i bezta falli aðeins hægur bati i
efnahagsmálum heimsins á næstu
árum og í versta falli hnignun jafn-
hliða harðnandi viðskiptastriði.
Stór hluti jarðarbúa býr við skort
og það er þvi hlálegt að stjórn efna-
hagsmála heimsins skuli vera léleg
og bera vott um getuleysi og hæfi-
eftir Gordon
Tether
leikaskort. Nákvæm og heiðarleg
rannsókn á grundvallarorsökum
breytinga til hins verra I efnahags
málunum kæmi að miklu haldi svo
að hægt verði að ákveða mótun
þeirrar stefnu sem skuli fylgja og
það má heita furðulegt að engin
alvarleg tilraun virðist hafa verið
gerð til þess. En nú þegar má sjá að
nokkrar meiriháttar umbætur eru
óm issandi.
Meðal annars verður að stefna að
þvi að koma á fót traustu gjaldeyris-
kerfi í líkingu við það sem samið var
um i Bretton Woods og hélzt þangað
til Bandarikjamenn kollvörpuðu þvi
1971. Án slíks kerfis mun ástandið
mótast æ meir af þeirri martröð
fljótandi gjaldmiðla sem menn verða
að búa við nú og þeim mikla verð-
bólguvaldi sem gjaldeyrismarkaðir
Evrópu eru.
Sterk rök mæla greinilega með þvi
að gull verði notað sem grundvöllur
hins nýja kerfis því það er eini gjald
miðillinn sem enn nýtur nógu mikils
trausts og viðurkenningar þrátt fyrir
allar tilraunir Bandaríkjamanna og
annarra til að grafa undan þvi og
áhrifum þess.
Auk þess yrði að gera ráð fyrir
sveigjanlegri aðferðum til að fram-
fylgja alþjóðlegum reglum um beit-
ingu annarra efnahagsvopna. Það
væri nauðsynleg hliðarráðstöfun til
þess ætluð að milda þann aga sem
strangari gjaldeyrisskráning mundi
krefjast og aðrar ráðstafanir til að
koma alþjóðagjaldeyrismálunum á
réttan kjöl. Einkum ætti að hvetja
ríki sem búa við stöðuga erfiðleika
vegna óhagstæðs greiðslujöfnuðar
til þess að innleiða timabundnar
hömlur á innflutningi sem þau hafa
ekki efni á og gera ráð fyrir þungum
sektum svo þær komi að gagni.
Umfram allt verður að gera ráð-
stafanir til að finna nýjar leiðir til að
nýta umfram vinnuafl og fram-
leiðslugetu er samrýmist þörfum
þróaðra landa. Nýskipunar er ekki
aðeins þörf I þróunarlöndunum. Riku
löndin kunna bráðlega að komast að
raun um að þau hafi engu minni þörf
fyrir slíka byltingu og þriðji heimur-
inn er eini heimshlutinn þar sem
ónýtta markaði er enn að finna.
Við ættum heldur ekki að taka
góða og gilda þá kenningu að slikar
umbætur verði að biða unz örfá efna-
hagsstórveldi telji sér þær henta.
Allt verður að gera til að fá þau lönd
sem hafa orðið harðast úti til sam-
stilltra aðgerða f því skyni að koma
nýskipan til leiðar. Og ef ekkert
miðar i þá átt mæla sterk rök með
þvi að gripið verði til einhliða ráð-
stafana. Ef Bretar héldu þvf fram —
eins og þeir gætu með góðu móti —
að þeir væru svo langt leiddir að eina
skynsamlega leiðin væri sú að búast
til varnar á bak við múra, lýsa yfir
umsátursástandi i efnahagsmálum,
verðu þeir ekki aðeins eigin hags-
munui heldur heilbrigt ástand i efna-
hagsmálum heimsins.
DR. ARTHUR Burns, forseti banda
riska seðlabankans, var eitt sinn
spurður að þvi hvort heimurinn ætti
að hætta að sjá aumur á Bretum og
neita þeim um frekari lán til að
betrumbæta búskap sinn. Er Burns
sagður hafa svarað þvi til að þess
háttar góðgerðarstarfsemi þekktist
ekki lengur i okkar veröld.
Og það mun satt reynast. Þó að
heyra hefði mátt á tali ýmissa banka
málaforingja heimsins, sem söfnuð-
ust saman á ársfund Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins f Manilla, að Bretar
fengju kannski ekki alla 3.9 milljarð-
ana (bandarískir dalir) sem þeir fóru
fram á að fá f lán; og hvað sem þeir
kunna að fá, muni ekki verða um
neina góðgerðarstarfsemi að ræða.
Gjaldeyrissjóðurinn gerir lítið af
því að blanda sér í innanrikismál
ríkja. Ef hann gerði það væri heimur-
inn ef til vill ekki jafn fullur af
þróunarrikjum, sem státa af velbún-
urn flugfélögum og glæsilegum flug-
völlum en gjaldþrota rfkiskössum.
Þegar sérfræðingar gjaldeyríssjóðs
ins koma f næsta mánuði til að fara f
gegnum rfkisreiknrnga Bretlands þá
munu þeir reka augun i margt, sem
er þeim lítt að skapi en þeir munu þó
að líkindum taka góða og gilda upp-
skrift Denis Healeys fjármálaráð-
herra að lausn á efnahagsvandanum
í áföngum frekar, en krefjast
rótttækra aðgerða, eins og margir
bankamenn myndu vilja grfpa til.
Þeir munu gera það vegna þess að
þeir hljóta að fallast á viðvaranir
Healeys um hvað gerast muni í Bret-
landi ef lán verður ekki veitt, eða ef
harðra aðgerða verður krafist. Fjár-
málaráðherrann sagði f sjónvarpsvið-
tali nýlega að fengju Bretar ekki lán
mundi framfærslukostnaður hækka
svo mikið að þrjár milljónir manna
myndu verða atvinnulausir (12%) og
óeirðir yrðu á götum úti. Möguleik-
inn á upplausn f þvi samfélagi i
Evrópu sem enn sýnir mestan stöð-
ugleika, er ekki þægileg tilhugsun
helztu bandamanna f Nato, Banda
rikjamönnum og Vestur-Þjóðverjum,
og það skýrir ef til vill af hverju Ford
forseti fullvissaði James Callaghan
forsætisráðherra um að Bandarikin
styddu enn Bretland.
En hvað sem þvi Ifður, þá mun
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn liklega
krefjast einhverra aðgerða að hálfu
Breta til að koma lagi á búskapinn.
Má búast við að meðal þeirra að-
gerða verði ráðstafanir til að draga
úr peningamagni (vextir hafa þegar
verið hækkaðir i 15%, innskot Mbl.)
og minnka opinbera lánsfjárþörf um
3 milljarði punda, annað hvort með
þvi að hækka skatta, eða draga úr
greiðslum almannatrygginga og öðr-
um útgjöldum rfkisins.
Margt mælir með þvi að seinni
kosturinn verði valinn. Bretlandi er
„ofstjórnað", alltof margar skrifstof
ur fjalla um sömu málin, sem verður
til þess að félagsleg vandamál eru
gerð flóknari en ekki leyst. Sem
eftir Simon Kent
dæmi má nefna að sveitarstjórnir á
atvinnuleysissvæðum á skozka mið-
láglendinu eru að taka lán til að
byggja leiguhúsnæði fyrir atvinnu-
leysingja á meðan skortur er á
vinnuafli annars staðar f Bretlandi
vegna húsnæðisleysis. Og húsnæðis-
mál eru siauknum mæli f höndum
rikisins, þvi stjórnarstefnan hefur
hrakið einkaaðila frá húsbyggingum.
Það sem Verkamannaflokkurinn
lýsti þvi yfir fyrir skömmu að hann
sé mótfallinn frekari niðurskurði á
útgjöldum rfkisins, þá er sennilega
ekki um annað að ræða fyrir rfkis-
stjórnina en að hækka virðisauka-
skatt, sem gæti haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir atvinnuástandið, en
nú þegar eru 1.44 milljónir manna
án vinnu, sem er það mesta siðan á
fjórða áratugnum.
Verkalýðsleiðtogar og aðrir vinstri-
sinnar innan Verkamannaflokksins,
munu snúast gegn þess háttar að-
gerðum og krefjast innflutnings-
hafta. Með aðeins einni eða tveim
undantekningum eru brezkir verka-
lýðsleiðtogar blindir fyrir umheimin-
um og geta ekki áttað sig á þvf sem
öðrum er augljóst: að stundi landið
ekki hagkvæma verzlun muni Iffskjör
versna verulega.
Leiðtogi jámbrautarstarfsmanna,
Framhald á bls. 28
Spenna og reiði
í brezka þinginu
l ond.n, II oklébrr. Rrulrr
Denls Hraley. ÍJArmálarM-
l^ilands. saxðl I rvAu I
fyrsla
Stjórnin hefur
full tök á málun-
iUTLsagði Healey
ekki hika virt art gera neinar þa>il
rártsiafann. sem hún teldi naurt|
svnlegar lil art halda áællunutr.
slnum á rétlri stefnu Hann bcxV ’
aði þrt engar nýjar rártslafamr
artrar en reglugerð til art hvetja
sparifjáreigendur. sem leggja lill
fyrir, lil art gera svo. '
á 5
• ^ -M. Æ m m m * -^siriyrir, III art gera
Ss&ffiSS