Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976 21 ekur í bókmenntaþætti • Valtýr Pétursson skrifar um tvær málverkasýningar ir sýnir njóta samvista við sérstæðan per- sónuleika vina sinna herlendis. Weissauer er þegar orðinn kunnur myndlistarmaður hér á landi og er ekki einn af þessum umrenningum, er rekur á fjörur með brauki og bramli og hverfa síðan jafn skilmerkilega og þeir koma hér. Þeir, sem séð hafa sýn- ingar þessa graffkers á undan- förnum árum og fylgst með vinnubrögðum hans, eru löngu orðnir sannfærðir um tekniska getu hans í grafík, og ekki síður munu margir muna ágætar vatns- litamyndir frá hans hendi. Þessi Myndllst Undir ís einsemdar sýning, sem nú er við Bergstaða- strætið, er ekki mikið frábrugðin fyrri sýningum Weissauers. Hún hefur persónulegan svip lista- mannsins; hún er skemmtileg, og þar er að finna nokkur verk, sem eru með þvi besta', er ég man eftir að hafa séð eftir Weissauer. Það mun vera ætlunin, að Weissauer segi eitthvað til í myndlist herlendis að þessu sinni, og er það sannarlega vel. Hann hefur ýmislegt, er hann vonandi á eftir að koma inn hjá íslenskum myndlistarnemum, og ég tel það ágætt, að við fáum að njóta þekk- ingar hans og myndlistar. Það er svona hérumbil, að maður sé far- inn að reikna Rudolf Weissauer með íslenskum myndlistarmönn- um, svo árvissar eru sýningar hans orðnar hérlendis. Ekki ætla ég að fetta fingur út í, að hann sýni verk sín í Rauða húsinu við Bergstaðastræti, en samt held ég, að ég láti hans einkalíf í friði, þótt ég stingi því að honum hérmeð, að ekki sakaði að fá að sjá verk hans einhvern tímann í betra umhverfi og þá líka í ríkara mæli. Hver veit nema það komi sá tími, að Rauða húsið hjá honum Guðmundi verði of lítið fyrir þennan afkastamikla listamann. Mér var sögð sú saga, að Weissauer eirði ekki í menningu Evrópu nema takmarkaðan tima í senn. Brátt þyrfti hann endilega að fara norður til Islands að hitta vini sína: Jónas stýrimann, Örlyg Sigurðsson og auðvitað Guðmund Árnason. Sú þrenning væri það einasta, er eftir væri af veruleg- um húmanisma í þessari veröld. Ég spurði Weissauer, hvort þetta væri sönn saga. Hann brosti þar, sem hann sat i flugvélastólnum hans Guðmundar Árnasonar og svaraði: VIELLEICHT! Sigurjón Bragason: MEÐAN HÚSIN SOFA. Ljóð. Myndir: Bolli Gústafsson. Útgefandi: Stefán Eirfksson 1976. MEÐAN húsin sofa er safn ljóða eftir Sigurjón Bragason frá árunum 1953—1973. Sigur- jón lést í febrúar á þessu ári tæpra 39 ára að aldri. Hann var af kunnum skáldaættum, sonur Braga Sigurjónssonar skálds á Akureyri, afi hans góðskáldið Sigurjón Friðjónsson á Litlu- Laugum i Reykjadal, S-Þing. Sigurjón Bragason var dulur maður, hlédrægur að eðlisfari. Ég kynntist honum lítillega er- lendis í fyrrasumar, en vissi ekki að hann hafði fengist við að yrkja fyrr en Meðan húsin sofa kom út. Það hlýtur alltaf að orka tví- mælis hvort ástæða sé til að gefa út að mönnum látnum það sem þeir hafa ort sér til hugar- hægðar. Um Meðan húsin sofa má aftur á móti fullyrða að skáldleg skynjun höfundarins er með þeim hætti að ekki er ólíklegt að hún hefði getað náð verulegum þroska. Yngstu Ijóð- in benda til þess. Skammdegiskvíði nefnist ljóð frá 1972: fig horfi i nakla hrfslu og nfstingskaldur ugj>ur fer um hjarta mitt/ Hún á hvergi skjól, ekkert athvarf. Syrtir að kveldi. Hver er þessi hrfsla meó kaldar, berar greinar, sem hún róttir út í rökkrió? Skammdegiskvíði er lykill að ljóðagerð Sigurjóns Bragason- ar. Þunglyndi einfarans birtist í mynd nakinnar hrislu. Það er þess vegna vel til fundið að vitna til orða Heiðreks Guð- mundssonar, frænda Sigurjóns Bragasonar, eins og gert er í forspjalli bókarinnar: En ef óg fer að yrkja Ijóó, þá er mór þungt í huR. í forspjallinu segir að ljóð Sigurjóns muni orka á suma „undarlega áleitin í einfaldleik sínum og kvöl einmanaleik- ans“. Það eru einmitt einföld- Bókmenntlr eftir JÓHANN HJALMARSSON ustu ljóð bókarinnar, sum ekki nema fáeinar línur, sem á hljóðlátan hátt miðla skáldlegri reynslu: Leiðin heim er lokuð, á henni eru ár. ár undir fs einsemdar, ár sem niða ekki lengur. ársem lokka ekki lengur, þó á r. (Lokuð leið) Þú ert kjarkur minn. þú ert þrek mitt, þú ert ást mfn. Aupu þín eru hlá. draumur minn. (Au^u þfn eru hlá) Nóttin gen^ur hljóðuni skrefum á mjöllinni meðan húsin sofa. (Weðan húsin sofa). Þótt ljóð Sigurjóns Bragason- ar séu ákaflega persónuleg, nánast einkaleg, er sennilegt að hann hafi kynnt sér austur- lenskan skáldskap og lært að fá orð geta verið jafn áhrifamikil og mörg. Bolli Gústafsson hefur mynd- skreytt Meðan húsin sofa og á sinn þátt í þvi að bókin er með þeim geðfelldari sem borist hafa að norðan. Grafiksýning Ragn- heiðar Jónsdóttur fæ þó ekki betur séð en að þetta hafi tekist með eindæinum fljótt hérlendis, hvað grafik snertir, og Ragnheiður Jónsdóttir á sannar- lega sinn þátt í því. Sýningin i Norræna húsinu er að mínu áliti mjög vönduð, og gæti ég trúað, að þar væri á ferð- inni úrval úr verkum Ragnheiðar frá árinu 1969, þar til í ár. Hér er aðallega um ætingu, þurrnál og aquatintu að ræða, ásamt ein- staka litþrykki. Tæknilega séð eru þessi verk svo unnin, að ég kann ekki að þeim að finna, og um hugmyndafræði Ragnheiðar skal ég ekki fjölyrða. Þar hafa lastamenn samtiðarinnar yfirleitt frjálsar hendur, og hver og einn syngur með sínu nefi. Samt er ýmislegt sameiginlegt með lista- mönnum nútimans, eins og t.d. ádeila þeirra á ýmisleg þeirra málefna, sem hæst ber í dag, og koma þar við sögu stjórnmál ýmiss konar, mengun, jafnrétti kynja o.fl. Þessa þætti er að finna í verkum Ragnheiðar, en þar mætti ennfremur benda á aðra þætti hugmyndafræðinnar, en sannast að segja er ég miklu upp- teknari af sjálfu handverkinu og þeim listræna krafti, sem í því felst en þeim hugmyndafræðileg- um boðskap, sem Regnheiður ef til vill óskar að koma á framfæri hverju sinni. Þetta er sýning, sem ég tel, að eigi brýnt erindi til þeirra, er njóta myndlistar í okkar samfél- agi. Ég hafði óskerta ánægju af þessum verkum Ragnheiðar, og ég vona, að hún fái að berjast við kopar og zink af þeim eldmóði, er hingað til hefur einkennt verk hennar. Það er að vísu nokkuð þungur blær yfir þessari sýning i heild, en ég held, að dramatisk tilþrif listakonunnar njóti sín einna best einmitt innan þess ramma. Svört, kvik,’ spenna er ástríða Ragnheiðar Jónsdóttur. Hörð lífsbarátta í norskum afdal Dagfinn Grönoset: ANNA A HEIÐINNI Sigríður Snævarr og Jóhannes Halldórsson fslenzkuðu. Almenna bókafélagið 1976. Það er sjaldgæft að nýjar norskar bækur séu þýddar á íslensku. En gerist það er val bókanna yfirleitt hið kyndugasta. Um Önnu á heiðinni eftir Dagfinn Grönoset segir i formála: „Bókin hefur verið gefin út í 160.000 eintökum í Noregi og notið fádæma vin- sælda.“ Ekki veit ég hvort islenskum og norskum lesendum svipar saman í mati á bókum, en ég tel liklegt að Anna á heiðinni sé svo átthaga- bundin bók að hún höfði einkum til Norðmanna. Engu að siður er hér um hina at- hyglisverðustu bók að ræða og væri fróðlegt að kynnast sam- bærilegu íslensku verki. Af vinnubrögðum Dagfinns Grönoset má vissulega læra. í fyrrnefndum formála segir um Grönoset: „Flestar bóka hans fjalla um fólk á útkjálkum Noregs. Hann þekkir mjög vel til í skóglendinu I Austur- Noregi og íbúa þess þekkir hann af langri viðkynningu. Hann er gæddur sérstökum hæfileikum til að komast í kynni við afdalafólkið og gera það skrafhreifið og opinskátt um hagi sína. Á þessum við- tölum byggir hann svo mann- lýsingar svo glöggar að per- sónurnar standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans." i Önnu á heiðinni lætur Grönoset Önnu segja að mestu frá, en þrengir sér þó stundum á milli hennar og lesandans. Innskot hans eru að mörgu leyti skiljanleg, en veikja að mínu mati bókina. Það sem gefur bókinni mest gildi er hin hógværa og alþýðlega túlkun Önnu sjálfar á dapurlegri ævi sinni og annarra. Hvernig Anna lýsir ævi sinni kemst best til skila með að gefa henni orðið: „Ég var aðeins þriggja ára, þegar ég var send að heiman í fyrsta skipti. Pabbi fór með mig. Við gengum eftir götuslóða. Beggja vegna var hávaxið limgerði og bæir á alla vegu. Ég hafði fataböggul með- ferðis með skírnarkjólnum minum. Hann var drifhvitur, með leggingum og blúndum. 1 fyrstu tritlaði ég á eftir föður mínum, siðan leiddi hann mig og loks var ég svo þreytt að hann tók mig I fangið. Vegur- inn var grýttur og illur yfir- ferðar." Húsbóndinn á bænum var strangur við Önnu. En sárast sveið henni þegar hann stakk skírnarkjólnum hennar í ofninn. Ung kynntist Anna sænskætt- uðum flakkara, Langa-Karli, giftist honum og flakkaði með honum um Noreg. Langi -Karl lét Önnu vinna, en lagðist sjalfur í drykkju og ómennsku. Við Langa-Karl losnaði hún i april árið 1928 þegar hann seldi hana fyrir 300 krónur til af- skekkts fjallabýlis Haugset- volden við Istervatn. Frá lífinu á Haugsetvolden er itarlega sagt, en einkum dvalist við sorglegu hliðarnar: mannlega eymd og umkomuleysi, slysfar- ir og válynd veður. Á Haugset- volden fann Anna tilgang i lif- inu og þótt hún þyrfti að vinna erfiðustu verkin voru líka til- hlökkunarefni eins og sumar- næturnar þegar hún var „ein á vellinum við selið“. Hún minntist orða móður sinnar: „Því sem þér hefur hlotnazt átt þú að deila með öðrum. Mér hafði ekki hlotnazt annaó en hendur mínar til að deila með öðrum. Þær ætlaði ég að nota til að verða fólkinu á Haugset- volden að liði.“ Þær myndir sem Anna dregur upp af fólkinu á Haugsetvolden eru glöggar þótt þær séu engan veginn fullgildar. En það er fyrst og fremst skilningur Önnu sjálfr- ar sem bókinni er ætlað að lýsa. Þraut-seigja hennar verður lesandanum ljós þegar hún stendur að lokum ein uppi: „Allt hið illa er horfið á braut, hið góða eitt kemur betur og betur í ljós — eins og þegar. dagur rís yfir Istervatni". Anna á heiðinni er ekki löng bók. Nokkrar ljósmyndir eru i bókinni af Önnu og umhverfi hennar. Þær segja líka sína sögu. Bókin er í rauninni myndasafn. Að lesa hana er eins og að fletta gömlu albúmi. Þýðing þeirra Sigriðar Snævarr og Jóhannesar Halldórssonar virðist ágætlega af hendi leyst. Ég get aðeins fundið að því að sum staðar- nöfn eru islenskuð, önnur birt á frummálinu. Betur hefði farið á að hafa samræmi að þessu leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.