Morgunblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 27 Laundóttirin” 99 eftir Morten Korch KOMIN er út þýdd skáldsaga, „Laundóttirin“, eftir Morten Kroch. Er það önnur bók höfundar, sem þýdd hefur verið á islenzku. Á kápusíðu segir m.a.: „Laun- dóttirin hefur orðið ákaflega vin- sæl I heimalandi höfundar og selst þar I stórum upplögum. Hér er lika um frábæra sögu að ræða, bæði spennandi og hugþekka. Hún segir frá óðalsbóndanum Kláusi Munk og baráttu hans við að halda erfðalandi sinu óskiptu. Hann er ókvæntur eftir þvl sem bezt er vitað, en ýmislegt kemur á daginn áður en sögunni lýkur og m.a. að hann á laundóttur." Ólafur H. Einarsson íslenzkaði bókina. — Utgefandi er Sögusafn heimilanna. Mýrargata verður nð þjónustugata fyrir höfnina en ekki tengigata og þarf þvf ekki að fjarlægja eins mörg hús og gert var ráð fyrir f skipulaginu frá 1967. Þessi fremst til vinstri eiga þó samt að fara. BRflun innar í SV, verði sú skerðing um- fram ákveðið mark. Fossvogsbraut óákveðin Fossvogsbraut, sem er I fram- haldi af Hlíðarfótavegi, hefur enn ekki verið felld niður á kortum, enda lagt til að ákvörðun um breytingu á braut á mörkum kaupstaðanna í Fossvogsdal verði skotið á frest. En í gildi er sam- komulag milli Reykjavíkur og Kópavogskaupstaðar , þar sem ákveðið er að Fossvogsbraut verði ekki lögð nema með samþykki beggja. Frestinn átti að nota til að endurskoða umferðarkerfi höfuð- borgarsvæðisins, sérstaklega til athugunar á nauðsyn Fossvogs- brautar, með hvaða hætti mætti gera hana svo úr garði að hún valdi sem minnstri röskun á um- hverfi Fossvogsdals, ef nauðsyn- legt reynist að leggja hana, og athugun á samtenginu útivistar- svæðanna í dalnum báðum megin, skógræktarstöðvar Skógræktar- félags Reykjavfkur og útivistar- svæðis í landi Lundar. Enn eru menn ekki sannfærðir um að hægt verði að fella niður braut- ina, eins og hún var fyrirhuguð. Valkostir yrðu þá kannski þeir að auka mjög umferð um Bústaða- veg, sem fer f gegnum fbúða- hverfi, eða gera sex akreinar á Miklubraut, sem ekki getur þó orðið alla leið, f vestur vegna byggðar. Eitt af meginverkefnum við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavikur hefur verið gerð nýrrar umferðarspár fyrir Reykjavik. Hefur í Þróunarstofn- un verið gert til þess reiknilfkan af umferð bifreiða á höfuðborgar- svæðinu, sem er litið á sem eina heild. I reiknilikaninu má rann- saka umferðarlegar afleiðingar mismunandi landnotkunar og gatnakerfa. T.d. hefur verið rann- sakað, hvaða afleiðingar það hefði f för með sér fyrir umferðina að sleppa Fossvogsbraut úr gatna- kerfi Reykjavfkur. En það mál liggur sem sagt ekki enn ljóst fyrir, og þvi er Fossvogsbraut enn á kortum, eins og verið hefur síð- an siðasta aðalskipulag var gert. Þess má geta hér, að f umferðar- spá aðalskipulags Reykjavíkur 1975—1995 er gert ráð fyrir að fólksbílar á hverja 1000 fbúa verði 466 árið 1995, en þeir voru 305 i árslok 1975 í Reykjavfk. Fólksbflar á höfuðborgarsvæðinu verða þá um 73.000 árið 1995 (miðað við 157.000 íbúa á höfuð- borgarsvæðinu), en þeir voru 36.000 I árslok 1975. Umferð fólksbíla er um 80% af heildar- umferð og eru vaxandi hluti af umferðinni. Nýjar aðalbrautir I tillögu skipulagsnefndar er lagt til að gerð verði ný stofn- braut milli Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Og hvað nýjum tengibrautum viðvikur, þá er lagt til að Klapparstigur og Vitastfgur komi f stað Frakkastfgs, Vonar- stræti i stað Kirkjustrætis, fram- hald Tryggvagötu verði tengi- braut, en það yrði þá ný gata milli Mýrargötu og Nýlendugötu, Og loks að Stekkjarbakki, milli Alfa- bakka og framhalds Fossvogs- brautar, verði tengibraut. A nýjum byggðasvæðum er bætt við 4 nýjum tengibrautum og tekin frá svæði fyrir stofn- braut og tengibrautir, sem álitið er að þurfi að koma eftir næsta skipulagstimabil. Auk þess er tek- ið frá landsvæði fyrir ónefnda stofnbraut frá Suðurlandsvegi við Rauðavatn austan við Breiðholts- byggð til suðurs. Ofanbyggðavegur Þessi vegur, sem kallaður hefur verið til bráðabirgða Ofanbyggða- vegur, kemur af Suðurlandsveg- inum við Rauðavatn og tekur sveig til vesturs hjá hesthúsun- um. Sfðan sveigir hann aftur til suðurs við Breiðholtsbyggðina og fer að austanverðu við Breiðholt II. Háaleitisbraut ekki lengri Inni í borginni er nú lagt til að ýmsum fyrri áformum um tengi- brautir verði breytt eða þau felld niður. Má þar nefna: Samfelld tengibraut um Kirkju- stræti, Amtmannsstfg og Grettis- götu, sem áformað var, að breytist þannig að hver þessara gatna um sig verður að safngötu eða húsa- götu. Þá er hætt við að gera -Frakkastfg að tengibraut. Fyrirhuguð Dalbraut milli Sundlaugavegar og Holtavegar, neðan við Laugaráshúsin, er felld út og Dalbrautin þaðan og út á Kleppsveg verður ekki gerð að tengibraut eins og ætlazt var til fram að þessu. Háaleitisbraut er felld út milli Bústaðavegar og Fossvogsbraut- ar. Flókagata verður ekki tengi- braut milli Lönguhlfðar og Snorrabrautar, eins og áformað hafði verið. Framhald Breiðholtsbrautar, austur fyrir Breiðholt III, fellur alveg niður. Og ónefnd tengibraut f Breiðholt II er lfka alveg felld niður. Þá eru ónefndar tengibrautir í Borgarmýrarhverfi og Lónsbraut alveg felldar niður sem tengi- brautir. Loks má geta þess, að hætt hef- ur verið við brautina, sem einu sinni var gert ráð fyrir að lægi upp Elliðaárdalinn, en kapp var lagt á að losna við hana til að halda þessu útivistarsvæði frið- sælu, en Höfðabakki mun liggja á brú yfir árnar og tengja saman Árbæjarhverfi og Breiðholtin. Hér hefur f stórum dráttum verið gerð grein fyrir þeim breyt- ingum, sem Skipulagsnefnd Reykjavikur leggur til að gerðar verði á áður samþykktu aðal- gatnakerfi Reykjavíkur, þ.e. stofnbrautum og tengibrautum. Á meðfylgjandi korti munu menn geta áttað sig á aðalgatnakerfinu eins og lagt er til að það verði á næstu 20 árum. Hérmeð tilkynnist að BRAUN AG, Kronburg, V-Þýzkalandi, hefur veitt okkur undirrituöum einkaumboö á íslandi fyrir neðangreindar framleiösluvörur sínar: Leifturlampa Sýningarvélar fyrir skyggnur Nizo kvikmyndatökuvélar Kvikmyndasýningarvélar Höfum fyrirliggjandi 5 gerðir af þessum heimsþekktu leifturlömpum. BRAUN hefur leifturljós fyrir alla, jafnt byrjandann sem atvinnumanninn. Þá höfum við fyrirliggjandi hina frábæru D-300 sýningarvél fyrir skyggnur Lítið inn til okkar og skoðið BRAUN vörurnar HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590 Jólamarkaður —Jólamarkaður Aðventukransar — Aðventukransaefni Mikið úrval þurrskreytinga. KRlNGLLmVRRFlBRfíUT GRR9SH0RN □ f0^° opið ALLA DAGA FRÁ KLUKKAN 10 TIL 22 Kertamarkaður — Pottaplöntumarkaður Fallegar ódýrar jólastjörnur. GARÐSHORN Við Reykjanesbraut Fossvogi Sími 40500 Bílasýning 27. og 28. nóvember frá kl.1000-1800 FORD UMBODID Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SIMI85100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.