Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 6
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 F. SCOTT FITZGERILD, ELIA MM OG HAROLD PIOTER HINIR fjölmörgu aðdáendur F. Scott Fitzgeralds velta því örugglega fyrir sér þessa dagana. hvernig þeim leik- stjóranum Elia Kazan og handrits- höfundi hans. leikritaskáldinu breska, Harold Pinter, hefur tekist tíl við kvikmyndagerð hinnar sígildu skáldsögu THE LAST TYCOON. sem frumsýnd verður í þessari viku. Kaz- an segir i viðtali fyrir nokkru, að hann hafi „náð" anda bókarinnar. aðrir eru þess kannski ekki eins fullvissir Þar sem að hinir fjörutiu og fjögur þúsund orða bókarhlutar. sem Fitzgerald var að raða saman er hann dó árið 1940, voru ekki fullskapaðir, fyrir utan minnisblöð sem voru sett saman af Edmund Wilson. bókmenntaráðgjafa F.S.F.. þá er nóg rúm fyrir ágiskanir á borð við þær, hver urðu örlög Monroe Stahr, Hollywood-, kvikmyndajöfursins, eftir drykkju- slag hans við Brimmer. formann samtaka handritshöfunda Því þar enda bókarpartarnir Það sem er þó almennt viður- kennt, er, að Fitzgerald dró upp. Monroe Stahr af reynslu sinni og sögusögnum um Irvihg Thalberg, framleiðslustjóra M-G-M. sem dó árið 1936. aðeins 37 ára gamall. Fttzgerald kynntist Thalberg, þá er skáldið dvaldist fyrst i Hollywood árið 1 927, og vann síðar fyrir hann árin 1931 — 2 Árið 1937, þegar Fitzgerald sneri aftur til Hollywood, þar sem hann eyddi síðustu þrem árum sinum, heyrði hann fjölmargt af Thalberg, sem þá vár orðinn að goðsögn í kvikmyndaborginni. Þar sem kvikmyndin fyallar um Hollywood. innviði kvikmyndaver- anna og þau átök sem þar eiga sér stað, þá er forvitnilegt að vita hversu Paramount-myndin verður sönn sem lýsing á því sem fram fer á bak við tjöldin Leikstjórinn Elia Kazan, sem nú meðhöndlar efnivið sem er ólíkur hans fyrri myndum, eins og A STREETCAR NAMED DESIRE, ON THE WATERFRONT og BABY DOLL. segir að myndin sé raunsæisleg lýsing á Hollywood. Hvað sem þvi liður, þá má draga þá ályktun af myndinni, að Hollywood hneigist frekar að draum- sýnurtl en raunveruleika og að Stahr gangi vissulega miklu betur að um- gangast stjörnur kvikmyndaborgar- innar en þá sem ekki eru sokknir upp fyrir höfuð i amstri kvikmynda- veranna. í kvikmyndinni, svo dæmi sé tekið, er miðaldra leikkona látin koma fram fögur og aðlaðandi; raunveruleikanum ýtt til hllðar til að koma fram vilja Stahr. En undir þeim, sem mætti kalla raunverulegu kringumstæðum. er Hollywood lýst sem óaðlaðandi borg ..Þetta er kvikmynd", útskýrir leik- Einn virtasti leikstjóri Bandarfkjamanna fyrr og síðar leikstýrir THE LAST TYCOON. Robert De Niro og Ingrid Boulting í THE LAST TYCOON T'Scott - Last^^coŒi Paramount Pictures Presents A Sam Spiegel-Elia Kazan Film starring Robert De Niro Ibny Curtis Robert Mitchum Jeanne Moreau Jack Nicholson Donald Pleasence RayMilland DanaAndrews andinWucinglngridBoulting ScrcenplaybyHaroldPÍnter ProducedbySamSpÍegel DirectedbyEliaKazan Music by MaiirÍCe Jarre ProductionSemcesbyTycoonServiceCompany,- ffjggmm >¦:-] Read the Bantam Paperback l^chnicolor* A Paramount Release ' Special benefit performance tomorrow for PROJECT HOPE' m WORLD PREMIERE WEDNESDAY|CINEMA 11 stjórinn Kazan, „sem skoðar innri mann athyglisverðrar persónu. flók- innar persónu. ruglaðrar persónu. einkennilegrar og viðkvæmrar per- sónu Monroe Stahr er frábær i viðskiptum. en leit hans að hamingju í lífinu er misheppnuð SÆBJÓRN VALDIMARSSON Hér er sannkallaður harðjaxl, stór- kostlegur yfirmaður sem á auðvelt með að ráða bót á öllum vandamál- um sem upp koma i viðskiptalifinu, en getur ekkert gert til hjálpar sinum eigin Þegar stúlkan (Kathleen More) verður ekki að imynd rómantíkur- innar, heldur ven/uleg, raunsæ og jarðbundin manneskja, þá veit hann ekki hvað til bragðs á að taka. Þann- ig var hann Ég reyndi að gera Stahr harðbrjósta einstaka sinnum. Annars, eins og þegar hann er með Kathleen, þá veit hann ekki hvað gera skal " Slikar mótsagnir telur Kazan óháðar bæði tima og landamærum. „Allir eiga við mótsagnakenndina að striða. Stahr hans Fitzgeralds er ennþá til. Sambland viðskipta- baráttu og viðkvæmni, það er Ameríka " Kazan var ráðinn leikstjóri eftir að Pinter hafði lokið við handritið og að Mike Nichols. sem var fyrsta val framleiðandans. Sam. S. Spiegels, hafði yfirgefið myndgerðina. „Ég breytti ekki einu einasta orði af þvi sem Pinter skrifaði," segir Kazan, sem sjálfur er einnig heimsfrægur rithöfundur (THE ASSASSINS, ofl), en gerði mínar breytingar á sviðs- setningum." „THE LAST TYCOON". heldur Kazan áfram, „er fegursta skáldsaga Fitzgeralds. Ég las hana margoft. Kvikmyndagerðina reyndi ég að gera sem hljóðlátasta og sem næmasta lýsingu á smáatriðunum sem eiga sér stað á milli tveggja persóna. sérstaklega i huga þeirra Það eru engin varmenni né raun- verulegar hetjur i bókum Fitz- geralds, eftir þvi sem mér sýnist. Það sem gert er i kvikmyndinni er að sýna mótsagnirnar i lifi fólks Átök Stahrs við Brimmer standa ekki lengi yfir. Þetta kom Brimmer í raun- inni litið við; þetta var kvöl Stahrs vegna Kathleenar og vonbrigði. Að öllu jöfnu hefðu þeir átt hrossakaup saman " Eins og kunnugt er vann Fitzgerald síðustu æviár sín i Holly- wood í mikilli niðurlægingu Sem skáld komst hann á hátind frægðar- innar allmörgum árum áður, eða eftir að hann lauk við THE GREAT GATSBY. Með bókinni THE LAST TYCOON ætlaði hann að endurreisa virðingu sina Hann skrifaði aðeins eitt handrit að kvikmynd. THREE COMRADES (1937). Drykkjuskapur Fitzgeralds og heilsuleysi varð þess valdandi að hann átti aðeins hlut í handritunum GONE WITH THE WIND, WINTER CARNI.VAL. RAFFLES og EVERYTING HAPPENS AT NIGHT. Að öllum líkindum verður THE LAST TYCOON ein af myndum ársins, bæði hvað vinsældir snertir og fjölda OSCAR-tilnefninga — Og jafnvel verðlauna, þvi auk þeirra sem áður hafa verið nafngreind- ir.eru það engin smánöfn sem tengj- ast myndinni. Með aðalhlutverkið — Monroe Stahr — fer enginn annar en Robert De Niro (THE GOD- FATHER PART II. TAXI DRIVER). Með önnur stór hlutverk fara Robert Mitchum, Jeanne Moreau, Jack Nicholson, Tony Curtis, Donald Pleasence, Dana Andrews og Ray Milland. í vandasömu hlutverki Kathleenar er óþekkt, ensk leikkona, Ingrid Boulting að nafni (sjálfsagt i ætt við þá Boulting bræður) Kærkomín kennslomvnd Laugarásbíó: Þetta gæti hentþig Framleiðandi og leikstjóri: Stanley Long. Handrit eftir Michael Armstrong. Aðalhlut- verk: Eric Deacon, Vicky Williams. Þrátt fyrir að ekki sé liðinn nema röskur áratugur frá tán- ingsárum undirritaðs, þá hafa lifnaðarhættirnir sem fylgja hinum sætu unglingsárum, breyst ótrúlega mikið sfðan. Einkum og sér I lagi hefur frjálsræði í kynferðismálum aukist verulega (enda pillan þá tæpast uppfundin, og hver ein- asta manneskja með tilfinningu hafði hina megnustu skömm á getnaðarverjum þess tima). Sjálfsagt er þetta aukna frelsi til bóta, en veldur þó hver á Þetta gæti hent þig. heldur. Þvl það er grunur minn að eldri kynslóðin hafi ekki ver- ið nægilega vakandi yfir þess- um miklu háttalagsbreytingum. Lltið sem ekkert hafi verið auk- ið.við þá feimnislegu fræðslu sem fyrir var, bæði hvað varðar kynferðislíf almennt og kyn- sjúkdóma. Á dögunum hóf göngu sína I Laugarásbló mjög snyrtileg mynd um þetta vandamál, og nefnist hún ÞETTA GÆTI HENT ÞIG, bresk að uppruna. Er myndin bæði fræðslumynd um algengustu kynsjúkdóm- ana, syphilis og lekanda (skyldi flatlúsin vera óþekkt kvikindi þar um slóðir?) — þar sem einn kunnasti kynsjúkdómasérfræð- ingur Bretlands, dr. R.D. Catt- erall, FRCPE, útskýrir orsakir og afleiðingar þeírra og eins er í myndinni leikinn söguþráður. Þessi tvö form eru fléttuð saman á vandvirknislegan hátt, og hafa framleiðendur myndar- innar hvorki gleymt því að haf a yfirborðið nægilega létt og fyndið, svo hinum ungu áhorf- endum leiðist ekki setan, né Wp&r? '^P Afleiðingar kynsjúkdóma eru vfðtækari en flesta grunar. heldur fallið fyrir þeirri freist- ingu að krydda myndina með „djörfum" atriðum til að hressa upp á aðsóknina. öll slík atriði eru gerð á sem hóflegastan hátt. Að mínu viti ætti allt að því að skylda unglinga til þess að sjá þessa mynd, — jafnvel að lækka aldurstakmarkið niður I 12—13 ár. Þvl jafnvel þó að menn séu allir af vilja gerðir að finna henni eitthvað til ámælis, þá verður ekki séð að hún geti neinum spillt, né komið inn óæskilegum hugmyndum hjá nokkurri sál. Velheppnuð fræðslumynd um kynsjúkdóma er hreinasti hvalreki yngri kynslóðinni, og þá sérstaklega þegar upp- fræðslan er i jafn smekklegum og skemmtilegum umbúðum og raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.