Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 29 hennar jafnvel enn hærra í list- um, en það hefur lækkað veru- lega við aukið framboð. Lág- marksboó þessarar f jórblokkar, sem mynd fylgir af hér i þættinum, er þrátt fyrir allt 50 þús. krónur. Þá verður boðin upp fjórblokkaseria af Gull- fossmerkjum frá 1931/32, og er hún metin á 80 þús. kr., enda eru f jórblokkir sumra verðgild- anna afar sjaldséðar. Fjöldi annarra fjórblokka verður boðinn upp, en of langt mál er að greina nákvæmlega frá þeim. Vonandi hafa lesendur þessa þáttar, margir hverjir a.m.k. þegar haft tækifæri til að glugga sjálfir i uppboðsskrána. A uppboðinu er mikið af stökum frimerkjum, stimpluðum og óstimpluðum, og eins í tvenndum (pörum). Hér eru stimpluð 2, 3 og 8 sk. merki frá 1873, en öll eru þau eftirstimpluð — sem svo er kallað, þ.e. stimpluð eftir þann tíma, sem þau giltu til burðar- gjalds. Er mikill fjöldi slikra eftirstimplaðra skildinga- frímerkja til, þvl að töluvert var óselt af þeim, þegar þau voru tekin úr umferð 1876—77. Áður fyrr söfnuðu menn helzt ekki óstimpluðum merkjum og þá var ekki annað að gera en fá þessi ógildu merki stimpluð á pósthúsunum. Þess var hins vegar ekki gætt, að merkin voru fyrir bragðið oft stimpluð með póststimplum, sem teknir voru í notkun mörgum árum eftir gildistlma merkjanna. Er yfirleitt vandalltið að þekkja eftirstimpluð frlmerki frá raunverulega póststimpluðum merkjum. Af sjálfu sér leiðir, að hin fyrrnefndu eru I miklu Frimerki eftir JÓN AÐALSTEIN JÓNSSON lægri verðflokki en þau frlmerki, sem eru sannanlega með ekta stimpli. Engu að slður er verð þeirra allhátt. T.d. er 8 sk. merkið metið á 36 þús. kr. og 3 sk. á 25 þús. kr. Allmargt svonefndra aura- frlmerkja verður boðið upp, en þau tóku við af skildinga- merkjunum 1876 og eru sum hver mjög sjaldgæf. Dýrast þeirra er yfirprentað 5 aura frlmerki frá 1897, þrIr/3, stimplað, sem hér er metið á 80 þús. kr. en i Facit er það verð- lagt á um 145 þús. ísl. kr. Saga þessarar ' bráðabirgðaútgáfu 1897 er um flest hin sér- stæðasta I islenzkri frimerkja- sögu og á ýmsa lund torráðin. Sama er að segja um yfir- prentuðu auramerkin frá 1902. I GILDI '02—03 en á uppboð- inu er töluvert af þeim, t.d. I óstimpluðum örkum og arkar- hlutum og svo tvenndir (pör) og stök. Þá eru Hka alls konar afbrigði I yfirprentun, þar sem vantar stafi t.d., og svo með yfirprentun á hvolfi. Allt er þetta áhugavert fyrir sérsafn- ara en þó má vissulega ef ast um uppruna sumra yfirprentan- anna. Hér hætti ég mér ekki út I umræðu um það efni, þvi að það yrði allt of langt mál I þess- um þætti. Margs konar önnur afbrigði frfmerkja verða boðin, upp, t.d. merki með öfugu vatnsmerki. Nokkur hversdagsbréf verða boðin upp frá árunum milli 1920—40, en ég ræddi dálitið um sllk bréf siðast. Verður vissulega fróðlegt að fylgjast með boðum i þau, enda má búast við allmikilli eftirspurn. Þau eru flest virt á 1500—4500 kr., en mér kæmi ekki á óvart, þótt sum þeirra færu á allmiklu hærra verði en það, og miða ég þá við reynslu fyrri uppboða. Fyrstadagsumslög verða boð- in hér upp, og eru sum þeirra frá þvi fyrir 1940. Þessum lín- um fylgir mynd af skemmtilegu umslagi frá 1939 með Heim- sýningarmerkjunum. Margur miðaldra Reykvíkingur og þaðan af eldri man vel hinn landskunna þolhlaupara, Magnús Guðbjörnsson, en hann var einnig vel þekktur póst- maður. Hér sendir hann sjálf- um sér þetta ábyrgðarbréf. Hef- ur hann notað umslag iþrótta- félags sins, og mun það ylja gömlum K.R.-ingum að sjá það hér. Fyrstadagsbréf frá þessum árum eru næsta sjaldséð/enda voru þá ekki margir byrjaðir að hugsa um slika stimplun. Þá var ekki heldur farið að nota sérstaka stimpla i þessu skyni. Ef ég man rétt gerðist það ekki fyrr en 1949, er Liknarmerkin komu út. Til þess að sýna, að hér væri um fyrstadagsumslag að ræða var notazt við annan stimpil, svo sem sjá má á þessu umslagi. Ekki kæmi mér á óvart, þótt stimplasafnarar fyndu eitthvað á þessu uppboði, bæði kórónu- og tölustimpla, og eins toll- stimpla. Ekki verður skilizt svo við þennan þátt, að ekki verði getið hins nýja 100 króna frlmerkis, ¦«•¦*•¦ immmn 100 miimni 1M \f4U4¦ f^sinS0(tAirf. W&, .¦¦¦¦¦'¦¦¦¦¦:¦¦- : ¦: '4. sem gefið verður út næsta fimmtudag, 2. desember. Kemur það út í tilefni þess, að Alþýðusamband íslands varð 60 ára 12. marz. sl. Var það stofnað sem stjórnmálaflokkur og samband verkalýðsfélaga. Fékk það fyrst mann kjörinn á Alþing 1923. Arið 1940 var ákveðið að skilja í sundur stjórnmálastarf og kjaramál. í upphafi voru félagar I Alþýðu- sambandinu 600, en þeir eru nú um 43 þúsund. Þing þess er haldið hér I Reykjavik um þess- ar mundir, og fer þvi vel á, að minningarfrimerkið komi út um það leyti. Ekki hef ég séð sjálft frimerkið, en í tilkynningu póststjórnarinnar er það sagt marglitt. Það er teiknað af Eddu Sigurðardóttur á Auglýs- ingastofu Gísla B. Björnssonar, en prentað hjá Courvoisier S/A í Sviss. Merkið er að sjá stllhreint, en fallegt finnst mér það ekki eftir myndinni að dæma. Þau frimerki, sem aug- lýsingateiknarar hafa teiknað fyrir islenzku póststjórnina, bera að minum dómi of mikinn keim af auglýsingateikningum. En ég skal fúslega játa, að hér geta litir merkisins skipt veru- legu máli, þegar dæma á um fegurð þess eða ljótleika. Myndin er tekin hjá bridgefélaginu Ásunum f vetur. Ármann J. Lárusson (f lopapeysu) spilar hér við son sinn Sverri. Andstæðing- ar þeirra að þessu sinni voru sveitarfélagar Armanns hjá BK, Ragnar Björnsson og Haukur Hannesson. A næsta borði lengst til hægri er spilafélagi Armanns hjá BK, Lárus Hermannsson, en sveit Armanns er sem kunnugt er I efsta sæti í aðalsveitakeppni BK. Sigurður Sigfússon — Þórarinn Sigþórsson 128 Ólafur Jóhannesson — Asmundur Pálsson 126 Meðalárangur 110 Heildarstaðan i yngri flokkn- um: Tryggvi Bjarnason 259 Jóhann Sveinsson 250 Jóhannes Gislason 244 Skúli Einarsson 241 Vigfús Pálsson 240 Ásmundur Pálsson er efstur í eldri flokknum með 252 stig. Eftir þetta kvöld höfðu útgefin meistarastig BR dreifst á 109 spilara. 22 spilarar hafa hlotið yfir 100 stig og eru eftirtaldir einstaklingar efstir: Ásmundur Pálsson 231 Stef án Guðjohnsen 195 Guðmundur Pétursson 189 Simon Simonarson 188 Guðlaugur R. Jóhannsson 172 örn Arnþórsson 172 Guðmundur Arnarson 170 Jón Baldursson 168 25 spilarar höfðu 50—99 stig en aðrir haf a minna. Stigatafla BSÍ fyrir 32 spila leik EBL-stig Urslit 0 - 2 — 10-10 3 - 6 — 11 - 9 7 - 10 — 12 - 8 11 - 14 — 13 - 7 15 - 19 — 14 - 6 20 - 24 — 15 - 5 25 - 29 — 16 - 4 30 - 35 — 17 - 3 36 - 41 — 18 - 2 42 - 48 — 19 - 1 49 - 64 — 20 - 0 65 - 74 — 20 - minus 2 75 - 84 — 20 - minus3 85 - 99 — 20 mlnus4 100 ogyfir20 -mfnusö ara andlita sjást að ári, segir Guðmundur, og það stenst fylli- lega. Þvi hlýtur það að vera hlutverk Bridgesambandsins að taka að sér hlutverk uppeld- is og forfrömunar I þessari Iþrótt sinni. Við hinir, undir- staða BSI, getum verið nánustu ættingjar sem ávallt erum til staðar, ef þörf er fyrir okkur. Bridgesambandið hefur verið blessunarlega laust við nefnda- fargan og pappírsvesen, en á stundum getur verið þörf fyrir slíkt, sérstaklega þegar virkni stjórnar er í lágmarki. Á fundi BSl í spet. sl. var fjallað um ýmis málefni þess, en flestu vls- að til stjórnar. Ein tillagan var um erindreka á vegum BSI, sem gæti farið um landið, til þeirra staða sem þess óskuðu, og leiðbeint og útskýrt. Þetta er nauðsyn, og hefur verið I fjölda ára. Við sem studdum þessa til- lögu fyrir 2 mánuðum, styðjum hana enn. Það sem okkur vant- ar að. vita, er áhugi og vilji félaganna úti á landi. Einnig hef ég saknað skrifa frá þeim, fréttir berast ekki frá félögun- um og enginn veit neitt í sinn haus. Hvar er félagskenndin og samstaðan? Hvernig væri að heyra í full- trúum félaganna úti á lands- byggðinni? Það eru áreiðanlega margir, sem fýsir að frétta af hinum ólíku stöðum, og um- fram allt gagnrýni og betri til- lögur til handa iþróttinni. Skrifið nú, Isafjörður, Horna- fjörður, Siglufjörður, Skaga- fjörður, Egilsstaðir, Dalvlk, Vopnafjörður, Húsavik og allir hinir staðirnir. Með þökk fyrir birtinguna, Ólafur Lárusson BÁK BRU. Tryggvi Bjarnason efstur yngri spil- ara í blönduðu keppninni hjá BR önnur umferð í hinni svo- kölluðu blönduðu keppni Bridgefélags Reykjavfkur var spiluð á þriðjudaginn var og urðu úrslit þessi: A-riðill: Tryggvi Bjarnason — Högni Torfason 137 Jóhann Sveinsson — ViðarJónsson 124 Steiriberg Ríkarðsson — PállBergsson 119 B-riðill: Jóhannes Gislason — Hjalti Eliasson 136 Þakkarorð Sr. Óskar J. Þorláksson, fyrrv. dómprófastur, hefur beðið Morgunblaðið að flytja eftir- farandi þakkarorð: „Flyt öllum vinum minum og velunnurum, nær og fjær, hug- heilar þakkir fyrir alla vinsemd og virðingu, er ég lét af embætti 1. nóv. 8.1. Ennfremur þakka ég af hrærðu hjarta allan hlýhug, gjaf- ir og góðar kveðjur í sambandi við afmæli okkar hjónanna, þann 5. og 12. nóv. s.l. Sendum öllum vinum okkar innilegustu kveðjur og blessunar- óskir. Elfsabet Arnadóttir Óskar J. Þorláksson." r AUGI.ÝSINGASIMINN ER: ^* 22480 ___J fR«rgwniilafeifc Jólasundmót öryrkja 1976 25. nóv. - 13. des. <nafn) \ (aldur) (heimilisfang) Sundstaður: I l n l^Ororka vegna: l ">^ I Sendist ^< ___ J til Í.S.Í. >*<* Box 864, Reykjavík: (tilgreiníð t.d. lömun, fötlun, blinda, vangefni p.s.frv. Þátttöku staðfestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.