Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 8
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
Hjartsláttur Grænlands
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
GRÆNLANDSDÆGUR
Orð: Ási í Bæ.
Myndir: Tryggvi Ólafsson.
Reykjavík 1 976.
ÁSI í Bæ hefur áður samið bók
um Grænland. Hún hét
Granninn i vestri (1971) og var
í senn fróðleg og skemmtileg,
gefin út af myndarskap af
Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Nú er enn komin Grænlands-
bók eftir Ása og nefnist hún
Grænlandsdægur Kveikjan að
þessari nýju bók var ráðstefna í
Sisimíút sem Ásí sat ásamt
þremur öðrum íslendingum og
fjölda Skandínava.
í Grænlandsdægrum hlustar
Ási á hjartslátt Grænlands
ásamt öðrum „menningarvitum
af víkingakyni", segir ferðasög-
una frá upphafi til enda og
lætur margt fljóta með sem
kemur i hugann. Formið er eins
konar opið Ijóð, frjálst, óþving-
að, ýmist hversdagslegt eða
hátíðlegt. Efnið er eins og fyrr
segir Grænland fyrr og nú,
Grænland án utanaðkomandí
spillingar og það Grænland
sem skáldið óttast að
„vígtennur tölvunnar" hremmi
að lokum. „Litla blanka Dan-
mörk" þarf að hafa not af þessu
landi. En þegar tæknin og
gróðafíknin verða í algleymingi
munu sólin, skáldið og
hundarnir taka til sinna ráða:
ViS munum ráðast gegn
borturnunum
sólin ég og hundarnir
við munum kalla til liðs við okkur
Beðju hafsins
Túpilak
Asi í Bæ.
Tornarsúk
við munum hvessa úló
herða sleðameiðana
bera lýsi á seymi kajakanna
endurvakinn bruni mjaðmanna
mun fara boði yfir isbreiðurnar til þín
ástvinu minnar
jafnvel þó skaut þitt sé urið sárasótt
mun ég efna bernskuheitin
við munum Ijósta óvini okkar
vængjum heiðrikunnar
kringja þá gjörningahriðum
og seiðþokum
hrinda þeim fyrir björg
við munum kveikja á barnsaugunum
yfir löndum heimsins
svo mæður þeirra fái ekki sagt: við
sáum ekki neitt
við munum storka skáldum og
menningarvitum
við munum senda flugmiða innum
rimla fangelsanna
i austri og vestri
og rödd Sila mun mola neðanjarðar-
byrgi samviskunnar
Ási í Bæ vill vera krafta-
skáld.enda sú hætta sem
steðjar að ósnortinni náttúru
bæði á Grænlandi og víðar,
ekki ólíkleg til að efla orð þeirra
skálda sem vilja berjast gegn
hvers kyns ófögnuði. Þótt Ása
sé mikið niðri fyrir og brýni oft
raust sína er hann líka innilegur
og lýrískur. Honum tekst
stundum vel að laða fram hið
lýriska einkum i stuttum
Ijóðum:
Að kvöldi situr vestursól á hnýflinum
ös á barnum
söngur i borðsalnum
Um nóttina blakta rauðir oddfánar
i skörðum Diskófjalla
og krefjast þess að strengir kojú-
botnanna
haldi takt við framrás upprisunnar
Sefur þú Jútir?
Vakir þú Silfurbjalla?
Sorfnar eru klappirnar i
Kekertarssúak
í Grannanum í vestri voru
nokkrar þýðingar Ása á Ijóðum
Grænlendinga sem eins og Ijóð
margra frumstæðra þjóða eru
oft stórbrotin í einfaldleik
sínum. Ljóðið um gömlu
konuna í Satút hefði Ási varla
ort nema vegna kynna sinna af
grænlenskri Ijóðlist. Það er í því
galdur:
Ég kyssti lúnar hendur gömlu kon-
unnar i Satút
hún var skorpin eins og aldagamalt
selskinn
en augun
úr þeim las ég leyndardóminn sem
ég sagði þér
og siðan ertu þögul
Silfurbjalla
Grænlandsdægrum fy Igja
myndir eftir Tryggva Ólafsson
og hefur i hvívetna verið
vandað til útlits bókarinnar.
Almenna bókafélagið:
Fyrstu ljóðabækur
komungra höfunda
MEÐAL þeirra Ijóðabóka, sem
Almenna bókafélagið hefur sent
frá sér, er að finna tvær Ijóðabæk-
ur eftir kornunga höfunda, sem
nú senda frá sér slnar fyrstu
Ijóðabækur. Bækur þessar eru
Kopar eftir Magneu Matthfasdótt-
ur og 1 skugga mannsins eftir
Sveinbjörn Baldvinsson.
í skugga mannsins er fyrsta bók
Sveinbjörns Baldvinssonar, eins
og áður getur, en Sveinbjörn er
aðeins 19 ára menntaskólanemi.
Höfundurinn er þó ekki með öllu
ókunnur, því m.a. hafa ljóð eftir
hann birzt í Lesbók Morgunblaðs-
ins og skólablöðum. 1 skugga
mannsins hefur að geyma alls 33
ljóð, en bókin skiptist í 5 kafla. Er
hún 64 bls. að stærð í kiljuformi
og prentuð í Alþýðuprentsmiðj-
unni.
Kopar Magneu Matthíasdtfttur
er einnig í kiljuformi og hefur að
geyma alls 29 ljóð á 62 bls. Skipt-
ast þau í tvo meginkafla sem bera
yfirskriftina Ný líf og gömul og
Til mannanna minna. Þrátt fyrir
að hér sé á ferðinni fyrsta bók
Magneu þá er hún ekki með öllu
óþekkt, þvl ljóð eftir hana hafa
birtzt m.a. í Nýjum Gretti, Sam-
vinnunni og Lesbók Morgunblaðs-
ins. Höfundurinn hefur verið við
nám í sálfræði í Kaupmannahöfn,
en er nú kennari í Grundarfírði.
Eins og t skugga mannsins, þá er
ljóðabókin Kopar prentuð í Al-
þýðuprentsmiðjunni.
Kynning á dagvistunarmálum:
Jónína Þorfinnsdóttir
Þórunn Einarsdóttir
Þórunn Valdimarsdóttir.
|t GÆR birtust í blaðinu svörl
Iþeirra Auðar Torfadóttur, stjórn-l
larmanns f V.R., Bjarna Jakobs-I
Isonar, form. Iðju, og Björns Jóns-I
jsonar, forseta ASÍ, við spurning-l
junni: Hvernig á að leysa dagvist-|
larmálin?
t dag svara spurningunni þærl
| Jónína Þorfinnsdóttir, kennari ogl
form. Hvatar, Þórunn Einarsdótt-|
ir, umsjónarfóstra, og Þórunnl
Valdimarsdóttir, form. Verka-[
1 kvennafélagsins Framsóknar.
Hvernig
að leysa
dagvistarmálin?
Jónína Þorfinnsd. kennari og
form. Hvatar.
Ég býst við að svar mitt við þess-
ari spurningu vefjist fyrmér færari
mönnum á þessu áhugasviði, enda
væru þessi mál að öllum líkindum
þegar leyst, ef um patentlausn á
þeim væri að ræða En staðreyndin
er hins vegar sú að þau eru fyrir
hendi og þá spyr maður sjálfan sig.
hvers vegna? Hvað er konan að fara,
spyr nú eflaust einhver, hún veit nú
það sem allir vita að dagvistarstofn-
anir eru yfirfullar og á biðlista er
slíkur fjöldi, sem enga úrlausn fær,
að um hreint vandamál er að ræða.
Er ég þá komin að því orði, sem mér
er í raun og veru hvað hvimleiðast.
en það er þetta tizkuorð vandamál.
Þau eru nú orðin svo mörg vanda-
málin, að stundum hvarflar að
manni að sum þeirra hafi verið búin
til
Til þess að kanna hug þeirra sem
hafa notið þessarar þjónustu og þar
á ég við börnin og svo þá sem að
þeim standa hef ég lítillega rætt
þetta við báða aðila og mörg og
mismunandi svör fengið Ályktun
sem ég hef aftur á móti dregið af
þeim er sú að í flestum tilvikum var
þörfin brýn á að koma barninu fyrir
hluta úr degi og ekki hvað sízt þegar
um heilsdagsvistun var að ræða,
brýn vegna þess að móðir varð að
vinna úti eða hún vildi nýta þá
menntun sem Tiún hafði öðlast eða
var að afla sér. Síðast en ekki sízt
voru svörin sem ég fékk þau að eins
og timarnir hafa verið, hefði bókstaf-
lega ekki verið á færi annars aðila, ef
um hjón eða sambýlisfólk var að
ræða, að sjá heimilinu farborða án
þess að konan ynni úti, þó svo hún
vildi einvörðungu helga sig heimil-
inu Þá sjá allir hvernig ástatt er hjá
hini eistæðu móður. Einnig vil ég að
það komi fram að í sumum svörun-
um fólst einnig að þó svo að konurn-
ar hefðu ekki þurft að vinna úti,
myndu ær samt sem áður vilja láta
barn sitt á leikskóla Kváðu það
þroskandi ekki sízt ef um einbirni
væri að ræða eða langyngsta barn i
fjölskyldu
Eftir að hafa fengið svör foreldris
eða foreldra, spurði ég börnin sjálf,
því að í mínum huga er númer eitt
hvað barnmu sjálfu er fyrir beztu,
annað má ekki og á ekki að skipta
máli. Svör þeirra flestra voru já-
kvæð, enda þekktu þau ekki annað.
Þó með þeim undantekningum, sem
við höfum alið upp börn þekkjum i
sambandi við skólagöngu barna
okkkar í grunnskóla Það geta og
komið dagaskipti með löngunina og
á það jafnt við um dagvistunarstofn-
anirnar. En hvað þá um hin, sem
heldur hefðu viljað vera heima á
Síðari hluti
heimilunum en gátu ekki? Gætu
ekki afleiðingar neikvæðrar dvalar
þessara barna komið fram á þeim
síðar á lífsleiðinni? Spyr sá sem ekki
veit Því er það mín skoðun, að
þjóðfélagið eigi að sjá svo um að
gerist þess ekki brýn þörf að vista
börn á dagvistarstofnunum sé það
ekki gert Ef þeir sem gerst þekkja
þessi mál færa aftur á móti sönnur á
að þetta sé barninu fyrir beztu og
hér ekki farið í neinar öfgar og
einnig það, að ekki sé verið að varpa
allri ábyrgð af heimilunum yfir á
aðra, þá er ég samþykk dagvistun.
En að mínu mati er og verður heim-
ilið hornsteinn þjóðfélags, því að
hve góðar sem þessar stofnanir geta
verið koma þær aldrei í stað hans.
Ég álít að gott og fagurt heimilislíf
sé bezta veganesti barns á lifsbraut-
inni. Aftur á móti ber því ekki að
neita að til eru þau heimili sem ekki
hafa megnað að valda slíku hlutverki
og þá hafa dagvistarstofnanir gegnt
mjög mikilvægu hlutverki. enda
hafa þær á að skipa mjög færu og
vel menntuðu fólki. Því megum við
ekki gleyma heldur ber okkur að
þakka það
Hið opinbera verður að taka
ákveðna afstöðu til þessa málaflokks
og taka þá inn í myndina svör þeirra
kvenna, sem gjarnan vildu vera hús-
mæður og rækja hlutverk sitt af
kostgæfni, en vegna fjárskorts heim-
ilisins. sækja út á vinnumarkaðinn.
Með það í huga mætti hugsa sér að
umsóknum um dvöl á dagvistar
stofnunum myndi fækka. Þá ber og
mjög að huga að því hvort gæzlu-
vellir gætu ekki dregið úr ásókn í
leikskóla með því að fjölga þeim og
búa þá betri og fjölbreyttari tækjum
til skapandi leikja. Virðist mér vera
brýn þörf á þessu. Þegar svo hið
opinbera sér fram á að þörfin fyrir
fleiri dagvistarstofnanir er fyrir
hendi, þrátt fyrir allt, ber því að
draga ekki framkvæmdir úr hömlu
Ymsir hafa gagnrýnt það sem
miður hefur farið í rikiskerfinu og
stofnunum velferðarþjóðfélagsins
Aðrir hafa lagt það út sem fjandskap
við þessa þjónustu. En vinur er sá er
til vamms segir. Það er engri opin-
berri þjónustu til góðs. að hún sé
þanin út gagnrýnislaust og í blindni
og veitt þeim, sem ekki þurfa henn-
ar með Fyrrr eða síðar setur fjár-
skortur slíkri útþenslu skorður og þá
bitnað það fyrst og fremst á þeim
sem í raun og veru þurfa þjónust-
unnar með
Að lokum þetta: Hafa farið fram
sannarlegar og endanlegar kannanir
á brýnum þörfum þessara stofnana
sem hægt er að vinna eftir og ör-
uggt er að byggja á? Þó svo sé
finnst mér að það sem ég hef hér
áður sagt eigi rétt á að koma fram í
umræðum um þessi mál.
Þetta svar fjallar um dagvistun
barna á stofnunum, en þegar talað
er um dagvistun má ekki gleyma því
að það er í mörg önnur horn að lita,
t.d dagvist fatlaðra og lamaðra.
vangefinna, fjölfatlaðra og þá má
ekki gleyma þeim stóra hópi, sem
aldraðir fylla
Þórunn Einarsdóttir, umsjónar-
fóstra Sumargjafar
Með því að auka fjárveitingu til
bygginga dagvistarheimila hið bráð-
asta Þeir sem með fjárveitingavald
fara bæði hjá riki og sveitarfélögum
verða að gera sér Ijósa þá gjörbreyt-
ingu, sem hefur orðið á þjóðfélags-
háttum á undanförnum árum. Allir
hljóta að viðurkenna hinn mikilvæga
þátt kvenna í framleiðslustörfum'
sjávarafurða, sem og iðnaði og ýmis
konar þjónustustörfum. Um leið og
við gerum okkur þessa staðreynd
Ijósa verðum við að gera þá kröfu til
þjóðfélagsins að það leysi dagvistar-
þörfina
Það er líka skoðun min eftir langa
starfsreynslu, að það sé heillavæn-
legt hverju barni að eiga kost á dvöl
á dagvistarheimili á forskólaaldrin-
um.
Nú eru dagvistarmál hér á landi
komin í slíkt öngþveiti að til óheilla
horfir og þrátt fyrir mörg brýn verk-
efni, sem úrlausnar bíða i þjóðfélagi
okkar hljóta dagvistarmálin að verða
að hafa forgang næstu ár.
Þórunn valdimarsdóttir, form.
Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar.
Varðandi dagvistarmál, sem nú
eru i brennidepli, tel ég að ástand i
þeim málum gæti verið betra ef
framfylgt væri lögum frá 1973, því
enginn vafi er á að þau lög yrði til að
virka hvetjandi á sveitarfélög og
frjáls félagasamtök að hefja bygg-
ingar og rekstur barnaheimila ef
ríkið legði fram það fjármagn sam-
kvæmt lögum
Konur leita í vaxandi mæli eftir að
taka þátt í hinu almenna atvinnulifi
og útivinna kvenna er algjör for-
senda mikilvægra þátta atvinnulífs-
ins. Alvarlegur vandi blasir við flest-
um þeim heimilum, þar sem báðir
foreldrar óska að vinna utan heimilis
og ekki síður fyrir einstæða móður
sem verður að vinna úti til að sjá
barninu fyrir lífsviðurværi, hvernig
skal sjá barni eða börnum fyrir ör-
uggu athvarfi og jafnframt þroska-
vænlegu umhverfi. Til þess að þjóð-
félagið geti fengið þetta vinnuafl
verður að vinna Ijótt og vel að þessu
aðkaJlandi máli