Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 14

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 14
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER 1976 Ekki of nærri lillu krílunum; þaö er ekki aö vita nema mamman sé grimm. Gesturinn hafði flutt af gisti- húsinu án þess að greiða reikninginn. Hóteleigandinn skrifaði honum: „Kæri herra L. Jónsson. Viljió þér gera svo vel að senda upphæöina á reikningi yðar frá gistihúsinu. Með mikilli virðingu o.s.frv.“ En þessi L. Jónsson svaraði með eftirfarandi bréfi: „Kæri gistihúsaeigandi. Upphæöin á reikningnum er 3,50« krónur. Virðingarfyllst. L. Jónsson." í hóteli. — Get ég fengið ritföng lánuð? Þjónn: Eruð þér gestur hér? — Nei, ég er ekki gestur, ég er látinn borga 20 dollara fyrir hvern sólarhring. Dómarinn: Þér eruð sakaðir um að hafa tekið járnstengur frá Páli járnsmið. Þjófurinn; Ja, læknirinn sagði að ég væri blóðlaus og yrði að taka járn. Þarf þessi hrossahlátur alltaf að fylgja bröndurunum? Frúin: Ó, hvað ég er fegin að þú ert kominn heim. Ég gaf betlaranum þarna nokkuð af miðdegisverðinum og sfðan hefur hann sofið þarna í stólnum. Maðurinn: Ertu þá viss um, að hann hafi ekki steindrepizt? BRIDGE í UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR Ekki þýðir að gefast upp þó lega spilanna á höndum andstæð- inganna sé óhagstæð. 1 spili dags- ins er suður sagnhafi í 7 laufum. Austur hafði sagt spaða og vestur spilar út spaðaás. Norður S. 542 H. DG862 T. 105 L. A82 Austur S. KDG10976 H. K97 T. G42 L. — Vestur S. A83 H. 1054 T. 83 L. 76543 Þau kynntust í sundlaugunum — í djúpu lauginni! Tekid undir vid Albert „Ástæða er til að gleðjast yfir því er Albert Guðmundsson kveð- ur sér hljóðs á alþingi til að hvetja þingmenn til samstöðu um að vinna gegn áfengisbölinu. Víst er það rétt hjá honum, að ástæða er til að hefja þar ámóta sókn og á sínum tíma var gerð til að sigrast á berklaveikinni. Hér er þó að ýmsu leyti ólíku saman að jafna. Það vildu allir vera lausir við berklana. Mönnum voru kenndar umgengnisreglur svo að þeir smituðu aðra síður, ef þeir skyldu vera sýktir. Reynt var að finna veikina á frumstigi og lækna hana strax. Smitberar voru teknir af almannafæri og einangr- aðir. Ríki og borg ráku enga starf- semi og héldu ekki samkomur til að breiða út berklaveiki. Guðmundur Björnsson land- læknir sagði, að áfengissýkin hefði þá sérstöðu að mönnum þætti hún byrja skemmtilega. Það væri gaman að fá hana og hafa á frumstigi. Drykkjusýki er ekkert annað en löngun í áfengi. Hún er kölluð veiki þegar menn hafa ekki vald yfir henni. Fjöldi manns vill hafa þessa veiki, þ.e.a.s., þeír vilja ganga með löngun i áfengi á því stigi að þeir hlakki til að fá það. Sú tilhlökkun verður að alvar- legri veiki á svo sem tíunda hverj- um manni sem kveikir hana í sér. Venjulega reynist fullur þriðj- ungur þessa tíunda hluta ólækn- andi, þrátt fyrir miklar og dýrar tilraunir. Hér verður ekki reynt að rekja afleiðingarnar. Nú geta fáir lokað augum sínum fyrir þeim. Heldur nokkur maður að tekist hefði að hnekkja berklaveikinni svo sem orðið er, ef ekki hefði tekist að einangra smitbera og finna veikina á frumstigi? Efast nokkur um að í þeirri viðureign hafi rétt leið verið valin? Ætli það gildi ekki svipuð lög- mál í sambandi við áfengissýk- ina? Skyldi ekki sigurvonin vera bundin við það að fækka þeim sem taka veikina og ganga með hana á frumstigi? Þurfum við ekki að minnka smitunarlíkurn- ar? Eigum við ekki að taka hönd- um saman um að fækka tilefnum og tækifærum til áfengisneyslu? Halldór Kristjánsson.“ Velvakandi þakkar Halldóri fyrir bréfið og hugleiðingar hans um áfengismálin. Hann nefnir hvort ekki eigi að fækka tilefnum til áfengisneyzlu, en hvar á að bera niður? Á að stefna að því að útrýma áfengi úr opinberum sam- kvæmum, eins og menntamála- ráðherra hefur gert? Á að fækka áfepgisútsölum eða setja strangari reglur um sölu áfengis? Skrá kaupendur á nafn, skammta kannski? Það væri fróðlegt að heyra hvernig hægt er, að mati ykkar, Suður \ S. — H. A3 T. ÁKD976 L. KDG109 Sagnhafi trompaf fyrsta slag og spilar trompi á ás blinds. Lega trompsins kemur í ljós þegar aust- ur lætur spaða. Nú, það þarf alla- vega að svína hjarta og sagnhafi spilar því hjartadrottningu frá 1 blindum, lætur lágt heima þegar austur leggur kónginn ekki á og fær slaginn. Nú tekur sagnhafi hjartaás og spilar tíglum sínum. Vestur þarf að trompa áður en lýkur og þá yfirtrompar sagnhafi með áttu blinds, tekur trompin og fær alla slagina, sem eftir eru. I spilinu eru tvær gildrur. Sagn- hafi verður að taka fyrsta tromp- slaginn á ás blinds. Annars á hann ekki innkomu heim á eigin hendi þegar vestur trompar tígul og yfirtrompað er I blindum með laufáttu. Sagnhafi getur jú tromp- að spaða, en þá fær vestur tromps- lag. Hin gildran er að taka á hjartaásinn eftir að svfningin heppnast. Sé það ekki gert hendir vestur af sér hjörtum sínum í tíglana. Sagnhafi getur samt feng- ið 13 slagi ef hann hendir öllum hjörtum blinds í tigulslagi sína og spilar síðan hjartaás. Þá er vestur I sömu aðstöðu og áður er lýst. Hann verður að trompa, sagnhafi yfirtrompar með áttu blinds og á þá bara eftir á hendinni þrjú hæstu trompin. — P.B. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 20 verið yfirheyrðir... Aðeins einn þeirra... roskinn maður sem ég kannast við telur að hann hafi séð mann ganga yfir götuna og hverfa út i myrkrið... Að hugsa sér að saxafónleikar- inn beið aðeins eftir þvf að fá að leysa frá skjóðunni. Hann var reiðubúinn til þess áður en þeír fóru frá Pelican og það var Maigr- et sem hafði skipað honum að þegja. Og hamingjan má vita hvenær nú verður hægt að yfir- heyra hann — eða hvort það verð- ur hægt. — Hvað hafið þér hugsað yður að gera nú? Þetta er ailt ósköp hefðbundið. Skotið á mann á Montmartre. Yfirheyra nokkra tugi af fólki sem ekkert vissi og sumir höfðu ekki hreint mél í pokahornínu og þar af leiðandi gæti ýmislegt spunnist f kringum málið. Og ekki væri óhugsandi að einhver slfkra aðila myndi fáanlegur til að gefa upplýsingar ef hann héidi að iitið yrði framhjá ýmsu öðru. — Ég set einn eða tvo menn f þetta, herra forstjóri. Hvað sjálf- an mig varðar.,. Það tjóir ekki að mótmæla þvf. Hann dregst einhvern veginn þangað og þannig hefur það verið frá upphafi. Frá þvf hann sté fæti sfnum f Jeanneville f fyrsta skipti. Hann hafði frá upphafi verið þvf mótfallinn að fara frá Cap Horn og Felicie þótt hún væri þvermóðskufullur ruglukoíl- ur. En nú bendir ýmislegt til að hann hafi haft rangt fyrir sér. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma á að leita f hverfinu f grennt við Place Pigalle að slóð- inni. — Ég fer nú þangað samt... Aðeins einu tókst Petillon að koma til skila: Felicie hafði ekki verið ástkona hans. Þegar Maigr- et minntist á hana hafði hann orðið svo undrandi á svipinn, að engu var Ifkara en slfkt hefði aldrei að honum hvarflað. Klukkan er hálfnfu. Maigret hringir til konunnar sinnar. — Ert það þú... Nei, ekkert sérstakt... Ég veit ekki hvenær ég kem heim... Hún er orðin þessu vön. Hann stingur nokkrum skýrslum f vas- ann þar á meðal frá Rouen um upplýsingar um allar konur sem hafa verið I starfi í Tivoli. Petill- on hafði ekki farið með neinni upp. Þegar hann kom inn hafði hann setzt út í horn og tvær stúlk- ur höfðu samstundis setzt hjá honum. — Er ekki stúlka hér sem heitir Adele? hafði hann spurt. — Þú ert heidur seint á ferð- inni, góði... það er langt sfðan Adele var hérna... þú ert að meina þá dökkhærðu með peru- brjóstin. Það veit hann ekki. Hann veit bara að hann er að leita að Adele sem hafði unnið þarna fyrir ári. Og nú eru margir mánuðir sfðan hún fór! Enginn hefur hugmynd um hvar hún er niðurkomin. Ef ætti að leita að Adele f öllum frönskum hóruhúsum... Lögreglumaður einn á að kanna nákvæmlega herbergi saxafón- leikarans f Rue Lepic. Janvier, sem hefur ekki fengið nema smá- tfma til að pústa, á að vera í hverfinu víð Place Pigalle og snuðra þar f dag. _ Maigret sjálfur hefur enn einu sinni tekið lestina, fer úr henni f Poissy og leggur af stað f áttina til Jeanneville. Það er engu lfkara en akrarnir séu grænni og himininn blárri eftir rígninguna daginn áður. Brátt sér hann rauðu húsin f fjarska og hann veifar til Melanie Chouchoi sem horfir á hann með svipbrigðalausu andlíti þegar hann gengur framhjá búðinni hennar. Hann ætlar að hitta Felicie aft- ur. Hvers vegna hlakkar hann til þess? Hvers vegna herðir hann gönguna eins og ósjálfrátt. Hann brosir þegar hann hugsar til þess hvað Lucas muni Ifklega vera f örgu skapi eftir nóttina sem hann hefur varið við að fylgjast með húsinu. Hann sér hann sitja við vegarbrúnina og hann er með pfpu f munninum. Kannski er hann syfjaður. Og ef til vill orð- inn svangur. — Jæja, gamli minn. — Ekkert að frétta, húsbóndi góður... Skelfing langar mig f kaffibolla og lúr... En kaffið þó fyrst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.