Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1976, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 Alþýðuflokkur.— í þingkosningunum 1946 hlaut Alþýðuflokkurinn 11914 at- kvæði eða 17,8% greiddra atkvæða og 9 þingmenn. Sjö af þingmönnum Alþýðu- flokksins greiddu atkvæði með inngöngu íslands i Atlantshafsbandalagið, en tveir af þingmönnum flokksins, þeir Gylfi Þ. Gislas. og Hannibal Valdimarss. greiddu atkv. á móti. Þeir tvímenningar höfðu nokkrum dögum áður greitt atkvæði gcgn ályktun miðstjórnar Alþýðuflokks- ins um inngöngu i bandalagið ásamt þrem miðstjórnarmönnum öðrum. Þótt þeir Gylfi og Hannibal greiddu atkvæði gegn aðild, höfðu þeir lýst sig reiðubúna til að samþykkja hana að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Hið fyrra var, að viðurkennd yrði af öllum bandalags- ríkjunum sem samningsatriði sú sér- staða íslands, að það gæti aldrei sagt öðrum þjóðum stríð á hendur né háð styrjöld, þar eð þjóðin væri vopnlaus og a'tlaði sér ekki að hervæðast. Hið siðara var, að Alþingi lýsti yfir því, að óskað yrði endurskoðunar á Keflavíkur- samningnum strax og ákvæði h'ans leyfðu eða fyrr, ef kostur væri. Kluttu þeir breytingartillögu við þings- ályktunartillögu ríkisstjórnarinnar hér að lútandi og kváðust mundu samþykkja aðild að þessum skilyrðum samþykktum en verða henni andvígir að þeim felld- um. Gylfi sagði i umræðum um málið, að hér mætti ekkert á milli fara, sérstaða okkar þyrfti að vera glöggt og ótvírætt mörkuð og koma skýrt fram og óumdeilanlega. „íslendingar hafa fyllstu ástæðu til að gæta mestu varúðar við slíka samninga- gerð, ekki sízt með hliðsjón af reynsl- unni af tveimur loðnum samningum, sem einmitt hafa verið gerðir við Banda- ríkin, herverndarsamningnum og Kefla- víkursamningnum. En reynslan af báðum þessum samningum er slík, að við höfum fyllstu ástæðu til að gæta mestu varúðar." Um endurskoðun Keflavíkur- samningsins sagði Gylfi að allir vissu, að aðildar íslands að Atlantshafsbandalag- inu væri fyrst og fremst óskað vegna Keflavíkurflugvallarins, þar sem hann þyrfti að vera tiltækur, ef ófriður brytist út. En vegna Keflavíkursamningsis réðu Islendingar ekki sjálfir yfir þeim bletti landsins, sem mikilvægastur væri frá sjónarmiði bandalagsins. Þeir hefðu samið við eitt bandalagsríkið um afnot af íslenzku landi, og gætu meðan svo væri ekki orðið jafnrétthár aðili öðrum í slíku bandalagi. Raunar höfðu þeirGylfi og Hannibal lagt fram þingsályktunartil- lögu um endurskoðun Keflavíkur- samningsins nokkrum dögum áður ásamt þeim Framsóknarþingmönnunum Hermanni Jónassyni, Páli Zóphóníassyni og Skúla Guðmundssyni, en sú tillaga dagaði uppi í þinginu. Fyrirsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lýstu yfir, að áskilnaður um skriflegan mmarz Kafli úr ný- útkominni bók eftir þá Baldur Guð- laugsson og Pál Heiðar Jónsson F61k á flótta undan táragasinu. (Ljósmynd ólafur K. Magnússon). (Ljósmynd Tæknideild rannsóknarlögreglunnar). Grindverkið við Baðhús Reykja- vfkur, en rimlar úr því voru notaðir sem barefli. tJT er komin hjá Bókaútgáfunni Örn & Örlygur bókin um 30. mars 1949, en þar er fjallað um inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið og óeirðirnar á Aust- urvelli. Höfundar byggja frásögn sína á miklum fjölda skráðra og óskráðra heimilda og hafa m.a. rætt við nær 100 manns, sem komu beint og óbeint við sögu þessa atburða. Bókin er 290 blaðsíður að stærð en auk þess eru í henni 40 blaðsíður með ýmsum ljósmyndum og hafa fæstar þeirra komið fyrir almenningssjónir áður. Blaðið hefur fengið leyfi útgefanda og höfunda til þess að birta hér kafla úr bókinni og eru þeir valdir sitt úr hvorum hluta hennar. Fyrri kaflinn er brot úr lengri kafla þar sem gerð er grein fyrir viðhorfunum innan stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í Atlantshafsbandalagið. fyrirvara um sérstöðu íslands væri óþarfur, þar sem hún hefðí þegar verið viðurkennd af öðrum samningsaðilum, auk þess sem utanríkisráðherra mundi geta hennar í ræðu við undirskrift. Að því er varðaði endurskoðun Keflavíkur- samningsins kom fram af stjórnarinnar hálfu, að hún væri ákvörðun um inn- göngu í Atlantshafsbandalagið óvið- komandi. Þó væru mun meiri líkur til að komast mætti að samkomulagi um það efni ef af aðild vrði. Breytingartillaga þeirra Gylfa og Hannibals var felld með 36 atkvæðum „VÆRUM EKKI UFENDA TÖLU, I EF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.