Morgunblaðið - 17.12.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 17.12.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976 Farið á kostum Jóhannes Helgi: FARMAÐUR I FRIÐI OG STRIÐI. Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði 1976. JOHANNES Helgi skrifar aldrei neitt, sem er ekki á einhvern hátt athyglisvert. Hann er gæddur rikri frásagnargleði, hefur tiltæk- an fjölbreyttan orðaforða og bregður upp ljósum og skáldleg- um myndum, sem koma stundum á óvart en eru þó ekki torræðar. Glöggur mannþekkjari er hann og kann að velja hverju efni þann stíl, sem því hæfir, en ber þó ávallt svipmót skapmikils og sér- stæðs persónuleika höfundar. Og i bók sinni Farmaður i friði og striði sameinar hann kosti sina sem rithöfundur ef tii vill betur en í nokkurri annarri bók sinni. Stundum ærið ómild samskipti sögumannsins við Ægi gamla má segja að hefjist með því, að hon- um er bjargað meðvitundarlaus- um fimm, sex ára gömlum frá drukknun við bryggju úti í Viðey — og segja má, að þau endi að mestu, þá er hann bjargast og bjargar öðrum úr greipum elds og Ægis hinn 21. febrúar 1945, en þá er hann annar stýrimaður á Dettifossi, sem þýzkur kafbátur sökkti með tundurskeyti skammt norður af Irlandi. En sjómennska Ólafs Tómassonar — eða Óla Tomm, eins og vinir hans kalla hann, hefst upp úr fermingunni. Þá ræðst hann á Esju hina fyrstu, og þaðan fer hann til farmennsku á Gullfoss, hið happasæla óska- barn alþjóðar, og þar er hann unz það heillaskip var hernumið, að undanskildum þrem ærið sögu- legum árum á fjórum næsta ólík- um farkostum á flakki um heims- höfin — og þeim tíma, sem það tók að Ijúka námi til farmanns- prófs. Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALIN Óli Tomm er auðsjáanlega frá- bær sögumaður, en ekki hefði það hentað öðrum en leiknum rithöf- undi og mannþekkjara, þaulvön- um farmennsku og farmönnum, að samræma svo sem Jóhannesi Helga hefur tekizt eigin frásagn- arhæfni og sögugleði og sjaldgæfa athyglisgáfu og gerþekkingu við- mælandans á sjó og sjómennsku. Það hefur og auðsjáanlega ver- ið að skapi slíks manns sem Jó- hannesar Helga að túlka lífs- reynslu og mannþekkingu svo gáfaðs, gerhugals og hreinskilins manndómsmanns sem Ólafur Tómasson er, en þar hefur miklu bjargað hið skemmtilega skop- skyn, sem þeir eru vissulega báðir gæddir, sögumaðurinn og sögurit- arinn. 1 þessari bók er brugðið upp fjölmörgum lifandi myndum af ólíkum mönnum, og má þar nefna til dæmis skipstjórana Sigurð Pét- ursson og Július Júlíusson, æsku- vin minn og náinn frænda Jón loftskeytamann Matthíasson, Ólaf skipstjóra Magnússon, frægan aflakóng og afbrigða sjómann, sem ég þekkti allt frá unglingsár- um mínum, enda báðir Arnfirð- ingar og auk þess bræðrasynir, — og loks hinn alkunna kraftajöt- unn og furðufugl Pétur Hoff- mann. Sérstaklega vil ég taka fram, að Ólafur lýsir af svo sann- færandi reynslu og gerhygli úr- valsmanninum Sigurði Péturs- syni, skipstjóra á Gullfossi, að ég tel hann hafa reist honum óbrot- gjarnan minnisvarða. En annars væri það að verðugu, að Eim- Jóhannes Helgi. skipafélag Islands, sameign fjöl- margra íslendinga, reisti slíkum manni varða, þar sem hann I skip- stjórabúningi stæði á stöpli úr sæbörðu grjóti. Þá ber þess að geta, að ljóst er af bókinni, að sögumaðurinn er gæddur mann- dómslegum þjóðarmetnaði, og rökstudd og reynslubundin aðdá- un hans á fslenzkum farmönnum — og raunar sjómönnum yfir- leitt — á sér vart líka í nokkurri annarri bók. Svo kem ég þá að atriðum, sem verða mér ærið minnisstæð, enda vöktu þau hjá mér hvort tveggja, djúpa hryggð og einlæga aðdáun. Það er lýsingin á ferðum Detti- foss yfir Atlantshafið i skipalest- um og frásögnin af hinum ógn- þrungnu endalokum þess skips, þá er 15 menn fórust, en 30 björg- uðust við ægilegar aðstæður. I þeim köflum, sem um þetta tvennt fjalla, sameinast beinlinis furðulega athyglis-, minnis- og frásagnargáfa sögumannsins og þekking og snilli söguritarans. Það siðasta, sem sögumaðurinn lýsir, er sú viðurstyggð eymdar og eyðileggingar, sem við blasti, þeg- ar hann kom á Reykjafossi til Hamborgar eftir að styrjaldarvit- firringunni lauk. Bókinni lýkur svo með þessum orðum Ólafs Tómassonar: „Ég sigldi ekki lengi eftir stríð- ið. Að sigla var ekki lengur íþrótt. Ég hafði gaman af siglingafræð- inni, dýrkaði hana, hún heillaði mig sem viðfangsefni, að taka mið af stjörnum og sól. Að sigla him- ininn engu síður en hafið. Tækni- væðingin gerði siglingafræðina óþarfa. Að sigla er orðin skrif- stofuvinna, skipin byggð sem fljótandi pakkhús, sem meira að segja gátu stýrt sér sjálf. En ef ég væri ungur í dag, horfði málið öðruvísi við. Ég hefði þá aldrei kynnzt siglingafræðinni fremur en seglunum — og þvf væri einsk- is að sakna. Ég væri þá barn ann- ars tlma. Ég færi til sjós, tækni- væddur upp fyrir haus — og hefði vafalaust gaman af tækjunum." HJARTANS INNSTI STRENGUR LJÓÐ JÖNS FRÁ LJARSKÖG- UM. (Jrval. Steinþór Gestsson á Hæli valdi Ijóðin. Almenna bókafélagið 1976. Jón frá Ljárskógum (1914—1945) er kunnastur fyrir söng sinn og söngtexta. Félagarn- ir i M.A.-kvartettinum voru auk hans bræðurnir Þorgeir og Stein- þór á Hæli og Jakob Hafstein. Kvartettin var stofnaður 1932 í Menntaskólanum á Akureyri og hétl söngstarfsemi sinni áfram I tíu ár. Steinþór Gestsson segir í formála Ljóða Jóns frá Ljárskóg- um: „Jón mátti á þeim vettvangi heita burðarás: Bassarödd hans var bæði djúp og fögur og það svo af bar. I annan stað var honum létt um að gera söngtexta sem féllu listavel að lögum, sem við höfðum áhuga á að flytja. Þá var ekki síður mikils um það vert, að hann réð í ríkum mæli yfir lát- lausri og léttri kímnigáfu, sem hann beitti I því hófi sem aðeins sannir listamenn kunna að gæta“. Eftir Jón frá Ljárskógum komu út ljóðabækurnar Syngið strengir (1941) og Gamlar syndir og nýjar (1947), en auk þess valdi hann efnið I söngtextasafnið Hörpuljóð (1943) og þýddi sum kvæði þeirr- ar bókar. Jón var aðeins 31 árs að aldri þegar hann lést og ekki mót- að skáld, en verk hans bera þvi vitni að ef honum hefði enst aldur var þroskinn skammt undan. Hann heillaðist af ljóðum Tómas- ar Guðmundssonar, bæði efni þeirra og formi, en Steinþór Gestsson bendir á að Davíð Stefánsson hafði einnig sterk áhrif á hann. Það er aftur á móti ljóst að andi Tómasar svífur yfir ljóðum Jóns, en honum tókst ekki að gæða ljóð sín sömu töfrum og Tómas. Hið létta og um leið trega- blandna andrúmsloft eiga þeir sameiginlegt. Steinþór Gestsson segir frá því í greinagóðum formála slnum að Jón frá Ljárskógum átti eins og þeir Stefán frá Hvítadal og Jóhannes úr Kötlum rætur sínar að rekja til byggðanna við Breiða- fjörð: „Stefán átti lengst af heima I Hvítadal og Bessatungu i Saur- bæ, en Jóhannes óslt upp i Ljár- skógaseli, eyðijörð, sem liggur nú undir Ljárskóga". Steinþór Gests- son heldur áfram. „Það vekur eft- irtekt hversu þessum skáldum úr Dölunum er líkt farið um tungu- tak á æskuverkum sínum, hversu leikandi léttur og einfaldur blær er á ljóðum þeirra. — Hvað er það þar í Dölum vestur, sem skapar skáldunum þessa leikni og lista- tök við ljóðagerð? Ég kann ekki svar við þeirri spurningu, en mér finnst það naumast geta verið til- viljun ein sem ræður því að ljóð Jóns frá Ljárskógum búa einnig yfir þeim þokka og þeirri ljóð- rænu birtu sem ljóð skáldbræðra hans, sem hér voru nefnd." Steinþór getur þess að Ljár- skógaheimilið hafi verið „rómað fyrir rausn, glaðværð og listiðkan- ir ýmiss konar". Það er llka ákaf- lega heilsteyptur maður sem birt- ist okkur i ljóðunum og ég held að Steinþóri hafi tekist valið vel. Ljóðunum er skipt I kafla eftir efni þeirra. „Hvað er það, sem hreyfir / hjartans innsta streng?" Jens Hermannsson: BREIÐFIRZKIR SJOMKNN I. önnur útgáfa. Skuggsjá 1976. BÓK Jens Hermannssonar, Breið- firzkir sjómenn, er þeim sem þetta ritar gamall vinur. Bókin kom fyrst út í heftum fyrir mörg- um árum, en nú hefur Oliver Steinn Jóhannesson útgefandi bú- ið hana að heiman í virðulegum búningi eins og henni sæmir. Oli- vcr hefur runnið blóðið til skyld- unnar, enda af kunnum breið- firzkum ættum. Jens Hermanns- son féll því miður frá áður en hann hafði lokið vcrki sínu. Hann lést 1953. Það a'tti öllum að vera Ijóst sem les Brciðfirzka sjómenn að bókin er skrifuð af einlægum vilja til að bjarga fróðleik frá gleymsku og eins samviskusamlega unnin og höfundinum var unnt. Að sjálf- sögðu varð Hens Hermannsson oft að styðjast við munnlegar heimildir, misjafnlega áreiðan- legar. Mönnum ber ekki alltaf saman. Hver saga er til í mörgum gerðum eftir því hver segir hana. En ég held að Jens Hermannsson hafi yfirleitt verið heppinn með heimildamenn sína. Sjálfur hefur hann skráð flestar sögurnar, en Jón frá Ljárskógum spyr skáldið I fyrsta ljóðinu Kveðju heimanað. Þetta ljóð eins og mörg önnur er óður til bernsku og æsku átthaganna. Vor hefst á þessum orðum, geðfellt ljóð: Nú veit ég, að vorið er komið: — Niðri við ströndina syngur særinn söngva vorsins I eyra mér, og sðlheitur, angandi sunnanblærinn Jivfslar þvf að mér hvar sem ég fer: — Hinn langi vetur er liðinn! nokkrar þeirra eru ritaðar af öðr- um og er það skemmtileg tilbreyt- ing. Mest er um vert að Hens Hermannssyni auðnaðist að spjalla við marga gamla sægarpa áður en þeir kvöddu þennan heim, menn sem höfðu lifað það sem bókin greinir frá. Inngangur Jens Hermannsson- ar er ágætur leiðarvísir. Sama er að segja um kaflann Verstöðvarn- ar Keflavík og Hellissandur. Lengsti kaflinn, Hrakningar og sjóslys, er til vitnis um líf sjó- manna undir Jökli, baráttu sem kostaði mörg mannslif, en átti líka sínar björtu hliðar. Með til- komu vélbátanna fækkaði slysum. I staðinn fyrir frumstæð hafnar- skilyrði, varnir og sanda sem að- eins var á færi gjörkunnugra að notfæra sér, hefur komið lands- höfn í Rifi. Þaðan eru nú gerð út mikil aflaskip og þar hefur mynd- ast byggð. Um það reyndist Jens Hermannsson sannspár. „Nú er i Dritvík daufleg vist", orti Jón' Helgason. Gömlu verstöðvarnar undir Jökli eru nú aðeins minnisvarðar sem náttúr- an sjálf hefur mótað. Fyrr á öld- um var mestur mannfjöldi á land- inu á þessum slóðum vegna feng- sælla fiskimiða sem ekki þurfti að sækja langt á. En eins og ljóst Klökkur, fagnandi krýpur skáldið sólskinsdrottningunni. I Smásögu er talað um „safir- bláan sjó“ og það er fleira sem minnir á Tómas í þvi ljóði. Skáld- ið mætir stúlku sem gengur inn Hverfisgötu „svo grönn og björt og nett“. Hann mætir henni oft þetta vor, en það liður eins og önnur vor og „hin íturvaxna mær“ hverfur allt í einu. Gatan verður grá. „Ég þjáðist víst af þrá?“ En svo var þart einn dag, er sólin hló vió ský, þá sá ég hana á ný: — Meó blfðu móóurbrosi hún barnavagn ók um vfóan Austurvöll... Ég kiknaói f hnjánum og hattinn ofan tók.— Ogsvo er sagan öll. „Og svo eru þær, sem barna- vögnum aka“, yrkir Tómas um Austurstrætisdætur. Tómas Guð- mundsson átti sér sina fögu ver- öld, Jón frá Ljárskógum bjarta, glaða veröld. Ðað er þó engan veginn sanngjarnt að kalla ljóð Jóns frá Ljárskógum enduróm frá ljóðum Tómasar. Ljóð hans eflast þegar á ævina líður og þar er visst sjálfstæði að finna sem gefur fyr- irheit um góðskáld. Rödd skálds- ins verður hljómmeiri, ekki sist vegna nálægðar þeirra ógna sem verður af lestri Breiðfirzkra sjó- manna gaf sjórinn ekki einungis, heldur tók. Við bættist að sjúk- dómar hjuggu stór skörð í hópinn. Ekki var unnt að sjá öllu fólki sem flykktist undir Jökul fyrir mat. Stundum varð aflabrestur. Jens Hermannsson skrifar: „Á sama tima sem lestarferðir voru farnar með tugi hesta vestur á Snæfellsnes til skreiðarkaupa, máttu sjálfir fiskimennirnir þræla baki brotnu fyrir sínu dag- lega brauði. Oftast stóðst á endum jafnvel velheppnuð vertíð og alls- leysið á sjómannaheimilum. Það var sannkölluð „þurrabúð". Þetta stafaði af því, að ríkisbændur, prestar og stórhöfðingjar áttu mestalla útgerðina og hirtu gróð- ann, en hann var oft mikill." Söguskýring er þó ekki sterk- asta hlið Jens Hermannssonar eins og þessi orð bera með sér. Ástandið var breytilegt undir Jökli eins og annars staðar á land- inu. Um það má fræðast af bréfi Tómasar Eggertssonar á Ingjalds- hóli sem hann skrifaði sýslunefnd Snæfellsnessýslu 1879. Oscar Clausen birtir bréfið í bók sinni Sögur og sagnir af Snæfellsnesi, siðara bindifútg. Skuggsjá 1968). Árinu 1879 lýsir Tómas þannig að það „byrjaði með norðanátt, sem Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON dynja yfir striðshrjáðan heim, samanber Gefið oss frið!, lokaljóð bókarinnar. í ljóðinu eru Ieiddir fram „herskarar horfinna tíða“ sem hrópa: „Hættið að berjást! / Gefið oss dánum frið!“ Söngtextarnir eru vel gerðir, til dæmis Næturljóð (Kom, vornótt, og syng þitt barn i blund!) og Káta Vikurmær eða Fornar ástir (Ég vil stilla mína strengi, ég vil syngja lítið ljóð). Maðurinn, sem hló er ljóð sem boðar martröð komandi tíma og er nýstárlegt í formi. Mig minnir að Jón frá Ljár- skógum hafi gert fleiri tilraunar með form en þetta ljóð sýnir. Skó- hljóð sem túlkar þá reynslu að „til lengdar fær enginn víst um- flúið sjálfan sig“ minnir á Stein Steinarr og þau skáld sem síðar breyttu íslenskri Ijóðlist með heimspekilegum skáldskap og er I nánum tengslum við bölsýni striðsáranna. Tvö fyrstu erindin eru þannig: mátti heita að viðhéldist út janúarmánuð, ef þareftir brá til sunnan og útsunnanáttar með því- nær sífelldum stormum til miðs maímánaðar; þá komu austnyrð- ingsstormar og þurrviðri til miðs júlímánaðar, þá þerrar og hægir fram septembermánuð, en þareft- ir sífelldir stormar til ársloka." Það sem athyglisverðast er við bréf Tómasar eru hugmyndir hans um hvernig bæta megi úr fyrir almenningi undir Jökli, en það er of langt mál að rifja upp hér. I frásögnum sjómannanna af viðureignum við hafið er gildi Breiðfirzkra sjómanna falið. Til- svar á háskastund segir til dæmis mikið. Hvað sagði Jón Jónsson í Flatey þegar hann ákvað að hleypa fyrir Öndverðarnes í af- spyrnuroki með kafaldsbyl og stórsjó? Hann var beðinn um að stýra, en svarið var hiklaust: „Þú skalt stýra, djöfullinn þinn, en ég mun segja þér til eins og ég hefi bezt vit á, en passaðu nu á þér helvítis lappirnar." Jón hlaut tignarnafnið formaður fyrir örugga stjórn sína. „Af honum er engin hrakningssaga til, sem því nafni getur heitið, en svaðilfarir fór hann margar,“ skrifar Jens Hermannsson. Framhald á bls. 24. SJÓSÓKN UNDIR JÖKLI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.