Morgunblaðið - 17.12.1976, Page 16

Morgunblaðið - 17.12.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri f Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Samstaða lýðræðissinna Ritstjóri Alþýðu- blaðsins hefur tekið óstinnt upp gagnrýni Morgunblaðsins á afstöðu stuðningsmanna Alþýðu- flokksins til úrslita mála á ASÍ-þingi. Það er gott. Þaó sýnir, að lífsmark er með Alþýðuflokknum og það er mikilvægt. Alþýðuflokkur- inn gegnir lykilhlutverki í íslenzkum stjórnmálum og það hefur ekki breytzt, enda þótt þingstyrkur flokksins hafi minnkað. Ritstjóri Alþýðublaðsins segir í grein í blaði sínu í fyrradag, að Alþýðuflokk- urinn muni starfa sjálf- stætt í verkalýðshreyfing- unni og vinna með hinum ábyrgu forystumönnum kommúnista í verkalýðs- hreyfingunni og einnig með þeim sjálfstæðis- mönnum, sem láti hags- muni verkalýðshreyfingar- innar sitja í fyrirrúmi. Það hlýtur að vera grundvallaratriði í starfi lýðræðissinna innan verka- lýðssamtakanna að vinna saman í því skyni að tryggja að unnið verði að raunverulegum hagsmuna- málum launþega en verka- lýðssamtökunum ekki beitt fyrir pólitískan stríðsvagn Alþýðubandalagsins. Lýðræðissinnar verða að horfast í augu við þá stað- reynd, að styrkur kommún- ista í verkalýðssamtök- unum er of mikill og þess vegna verður traust sam- staða þeirra til að koma til þess að hamla gegn þessum áhrifum kommúnista og koma í veg fyrir, aó þeir geti deilt og drottnað innan verkalýðshreyfingarinnar. Á síðustu áratugum hefur verið um að ræða slíkt sam- starf lýðræðissinna í verka- lýðshreyfingunni og á því samstarfi hvílir m.a. áhrifastaða Alþýðuflokks- ins í verkalýðssamtök- unum í dag. Hins vegar er ljóst, að það tókst að reka fleyg á þetta samstarf lýð- ræðissinna á ASl-þingi og það sýnir að hætta er á ferðum. Það er ekkert nýtt, að lýðræðissinnar í verkalýðs- hreyfingunni eigi faglegt samstarf við ýmsa forystu- menn kommúnista í þeim samtökum. Slíkt samstarf er í alla staði eðlilegt á faglegum grundvelli og á jafnréttisgrundvelli. En til þess að svo megi verða þurfa menn að hafa nægi- legan styrk að baki sér. Alþýðuflokksmenn einir út af fyrir sig hafa ekki þann styrk. Lýðræðissinnar sam- einaðir hafa hann. Hér er einnig á það að líta, að ný viðhorf hafa skapazt í Alþýðubandalaginu. Það er alveg ljóst, að áhrif óró- legu deildarinnar þ.e. öfga- aflanna, eru meiri en menn töldu fyrir ASÍ-þing. Og það kom berlega í ljós á ASl-þingi, að þótt hinir ábyrgari forystumenn kommúnista hafi meiri- hluta í verkalýðsarmi flokks síns, eru áhrif öfga- aflanna orðin svo mikil, að hinir fyrrnefndu megna ekki að beita sér gegn þeim. Hendur þeirra eru bundnar. Þess vegna vita menn ekki í raun við hverja þeir eru að tala, þegar þeir telja sig eiga samskipti við ábyrga for- ystumenn kommúnista í verkalýðshreyfingunni. Að baki þeirra stendur óró- lega deildin með hnefann á lofti. Þegar á allt þetta er litið er alveg ljóst, að enginn annar valkostur er fyrir hendi en sá, að lýðræðis- sinnar í verkalýðssamtök- unum, þ.e. stuðningsmenn Alþýðuflokks, SFV, Fram- sóknarflokks, og Sjálf- stæðisflokks, svo og óháðir, taki höndum saman í laun- þegasamtökunum. Það má ganga út frá því sem vísu, að þeirri útrýmingarher- ferð, sem hafin var á ASÍ- þingi verði haldið áfram, þegar kemur að kosningum í þýðingarmiklum laun- þegafélögum á næsta ári. Það væri mikið glapræði, ef lýðræðissinnar í verka- lýðshreyfingunni gerðu sér ekki grein fyrir þessu. Alþýðuflokkurinn hefur lykilhlutverki að gegna i þessum efnum. Á honum veltir í raun, hvort sú sam- staða getur haldizt, sem rikt hefur í launþegasam- tökunum i áratugi. Geri Alþýðuflokkurinn tilraun til þess að bera kápuna á báðum öxlum í þeirri bar- áttu, sem framundan er, væri illa farið. Og ágrein- ingur um stjórnarstefnu má ekki verða til þess að sundra lýðræðissinnum í verkalýðsfélögunum. ■ ■: W Æk ' 'Vy&íy /; ~ mk' 5®" i % WmwmL 9 > nm % J I 4 Samsæti til heið- urs organistanum SlÐAST liðinn laugardag héldu kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju Lovfsu Ólafsdóttur kvöldfagnað f fé- lagsheimili Bergþóru f Hvera- gerði. t raun var um tvöfalt afmæli að ræða, þvf kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandar- sókna varð 30 ára þann dag og Lovfsa 85 ára. Lovfsa er dóttir þeirra merku hjóna Lydiu Angeliku Knútsen og séra Ólafs Magnússonar frá Arnar- bæli f ölfusi. Lovfsa er fædd að Búvörudeild SÍS: MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Búvörudeild Sambands fslenskra samvinnufélaga vegna samþykktar, sem al- mennur bændafundur á Blönduósi, er haldinn var sl. mánudagskvöld og boðaður var af Búnaðarsambandi A- Húnvetninga og Sölufélagi A- Húnvetninga, lét frá sér fara. Athugasemd Búvörudeildar- innar er svohljóðandi: „í samþykkt frá fundi bænda á Blönduósi 13. þ.m. er sagt: „Fundurinn telur núveranda stjórnarfyrirkomulag Búvöru- deildar S.I.S. óviðunandi og bendir á þá staðreynd, að Búvörudeildin hefur ekki skil- að réttu verði á réttum tfma sláturleyfishafa. Fundurinn álítur brýna þörf á eftirfarandi breytingum: A. Framleiðendur fái beina aðild að stjórn Búvörudeildar S.I.S. og Osta- og smjörsölunni. B. Búvörudeild hafi sjálfstætt bókhald og samvinnu- félögunum séu sendir ársreikn- ingar. C. Búvörudeild greiði slátur- leyfishöfum mánaðarlega upp f seldar og greiddar afurðir, að frádregnum hóflega áætluðum kostnaði." Þarna er í byrjun slegið fram órökstuddri fullyrðingu sem ekki er rétt. Sambandið selur afurðir sláturhúsanna í um- boðssölu og skiptir innkomnu söluandvirði til sláturleyfishaf- Sandfelli f Oræfum 12. desem- ber 1891 en þar þjónaði séra Ólafur í 15 ár eða frá 1888—1903 er hann fluttist að Arnarbæli f Ölfusi og þjónaði séra Ólafur hér þar til 1946 að hann lét af störfum. Ekki er hægt að minnast Lovísu svo hennar hjartans barns sé ekki getið, en það er kirkjukór Hveragerðis og Kot- strandarsóknar, sem hún hefur stjórnað nú i 30 ár af mikilli ósérhlífni og ekki hefur verið anna mánaðarlega, sem er sami háttur og C-liður ályktunar- innar gerir kröfur um. Varðandi liði A — C skal á það bent, að skipulag það sem óskað er eftir hjá Búvörudeild, I TILEFNI af frétt blaðsins sl. miðvikudag, þar sem greint var frá kostnaði, sem Sölufélag Austur-Húnvetninga hefði orð- ið að greiða til Búvörudeildar Sambands fslenskra samvinnu- félaga vegna sölu á dilkakjöti á erlendan markað, hefur Morgunblaðinu borist eftir- farandi athugasemd frá Búvörudeild SlS. 1 frétt Mbl. sagði að Sölufélagið hefði orðið að greiða Búvörudeildinni 6,2 milljónir króna f kostnað við útskipun á kjötinu auk 3,4 milljóna f umboðslaun. Taldi Sölufélagið að það hefði sjálft borið allan kostnað við útskip- un kjötsins. Athugasemd Búvörudeildarinnar er svo- hljóðandi: „Vegna fréttar í Morgunblað- inu 15. des. af bændafunda á Blönduósi viljum við taka fram eftirfarandi: Sambandið annast sölu á kjöti fyrir flest Sambandskaup- spurt um tímakaup. Lovisa hef- ur alltaf verið létt og hress. Ég sagði þegar Lovísa varð sjötug í smágrein að eins og sungið var einu sinni sól I hjarta, sól f sinni, sól, bara sól. Kirkjukór- inn á skilið hrós fyrir þá miklu ræktarsemi sem hann hefir sýnt Lovfsu sem nú hefur látið af stjórn kórsins eftir 65 ára setu við kirkjuorgelið. Hafið þökk fyrir ánægjulega kvöld- stund. Georg. er að mestu það sama og nú er á þessum málum. Starfandi er sérstök samstarfsnefnd slátur- leyfishafa og Búvörudeildar, og tvisvar á ári eru haldnir fundir með öllum sláturleyfishöfum, sem Búvörudeild selur fyrir. Allar upplýsingar um sölu og kostnað Búvörudeildar liggja að sjálfsögðu fyrir í bókhaldi hennar, sem endurskoðað er af þar til kjörnum endurskoðend- um og Endurskoðunarskrif- stofu Sambandsins. Samstarfs- nefndin og fulltrúar á fundum sláturleyfishafa eiga vitaskuld greiðan aðgang að þessum upp- lýsingum. Virðist þvl þarna hafa verið ályktað um mál, sem menn höfðu ekki kynnt sér nægilega." félögin, að svo miklu leyti sem þau selja það ekki sjálf á sínum heimamarkaði. Það kjötmagn, sem ekki er markaður fyrir innanlands, selur Sambandið erlendis á þeim mörkuðum sem hæst verð greiða hverju sinni. Að sjálfsögðu er það verð þó allmishátt eftir löndum. Ríkis- sjóður á samkvæmt lögum og sérstöku samkomulagi við bændur að greiða upp að vissu marki það sem á vantar að sölu- verð utanlands jafngildi skráðu innanlandsverði. Þar sem út- flutningshúsin fá þvf sama verð fyrir útflutta kjötið og þau hús sem eingöngu framleiða fyrir innanlandsmarkað, leiðir það af sér, að jafna verður öllum sölukostnaði, sem verður I sam- bandi við innanlandssöluna, niður á allt kjötmagnið, einnig það útflutta. 1 þessum kostnaði er margt innifalið, svo sem geymslugjöld að hluta, ýmis Framhald ábls. 18 Athugasemd vegna bændafundar á Blönduósi Athugasemd frá Búvörudeild SÍS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.