Alþýðublaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 4
AljþýSublaSið Miðvikudagur 8. okt. 1958 l/£rTVA#6(/R 946, LIFANDI LISXASTARF er foér um þessar mundir. Leikhús- jn bæði eru að taka til starfa »neð ný leikrit og auk þess sýn- ingar á leikritum, sem áður hata verið leikin hér. Úr nógu verður að velja á næstunni. — Stefán íslandi hefur hafið kon- serta og fyllir samkomuhúsið og íiílsa Sigfúss er komin heim til iíteykjavikur eftir langa útivist ng efnir til konserta á næstunni. ELSA SIGFÚSS fór utan 1 raun og veru alfarin fyrir um það bil aldarfjórðungi. Við þekktum hana þá varla sem söngkonu, heldur lagði hún stund á celloleik. En eftir að Jiún kom til Ðanmerkur fór hún að leggja stund á söng og afiaði sér á tiltölulega stuttum tíma svo mikilla vinsælda, að fátítí er. Hefur hún sungið um þvera og endilanga Danmörku á und- .anförnum árum og í danska út- varpið syngur hún mjög oft. HINGAÐ HAFA BORIZT all- margar plötur hennar og allir ís iendingar þekkja söng hennar af þeim. Hún syngur sig inn í hjört un betur en flestir aðrir og vin- sældir hennar eiga því djúpar rætur hjá fólki. Nú efnir hún til konserta og er ekki að efa að hún muni fá góða aðsókn. Við íögnum henni og móður hennar nú og óskum henni til hamingju á þessum tímamótum í list henn ar og starfi. ÞEGAR SKÓLARNIR byrj- uðu, urðu frystihúsin í vandræð um. Tögararnir koma hver á fæt ur öðrum fullir af karfa. Það var Lifandi listalíf - Leik- húsin - Stefán Islandi - Elsa Sigfúss. Framleiðslan* sem skóla- unglingarnir bíarga. Unglingur eltur Sagan bak við söguna. ekki hægt að ganga frá'honum þegar unglingarnir þustu í skól- ana. Gengið var í það að fá frí fyrir unglinga í skólum svo að þeir gætu unnið að því að bjarga ! verðmætunum sem sjómennirn- ir fluttu til lands,. Leyfið fékkst. Um hundruð unglinga vinna nú við framleiðsluna. ÞETTA ER GOTT. Vitanlega er sjálfsagt að allir, .sem viija læra, sæki skólana, eia ungling- arnir læra líka í framleiðslunni og það nám ,sem þeir stunda við störfin, mun r.eynast þeim gott veganesi. Ég gæti vel trúað því, að þeir unglingar, sem fá frí til þess að vinna þessþ, störf ura tíma, standi sig ekki verr en hin ir í prófunum í vor. Það mun hafa reynzt dálítið erfitt að fá frí fyrir unglingana, —og það er ef til vill von, en það tókst sem betur fór. LESANDI skrifar: „Hannes minn. Mig langar til að minnast á það við þig, að mér finnst sem blöðin breiði sig of mikið út yf- ir glapræði unglinga, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla, lenda á glapstigum og eru hundeltir af lögreglunni. Vitanle^g ber að halda uppi ströngum aga í þjóð- félaginu og það er nauðsynlegt að refsa þeim, sem brjóta af sér, og ekki hægt að taka tillit tit þess að yið getum fundið skýr- ingar á framferði þeirra. EN IIRAKNINGSPILTAR og stúlkur komin frá óhæfum heim iium og vita ekki sitt rjúkandi ráð eiga bágt. Ég veit um hörmu leg dæmi — og blöðin segja frá, ekki sögunni bak við söguna, heldur aðeins þvi, sem blasir við augum og fréttnæmt þykir. Þú varðst íyrstur til að minnast á Akureyrarpiltinn, sem blöð birtu jafnvel myndir af meðan lögreglan var hvað eftir annað að elta hann. Og þú fordæmdir hrópin að honum. Ég veit að deilt er um þá afstöðu,, sem dómsvaldið tók að lokum gagn- vart honum. En ekki fordæmi ég hana. Nú er enn hrópað upp um ógæfusaman ungling, sem er á hrakhólum. En sagan bak við söguna í því máli er aðalatrið- ið." Hannes á horninu. \ \ \ S \ \ < S \ \ s \ \ \ < £ \ l s Tékkneskar asbest- sement plötur Byggingaefni, sem hefur marga kosti: * Létt * Sterkt * Auðvelt í meðferð * Bldtraust * Tærist ekki. Emkaumboð Mars Tradsng €©- J Klapparstíg 20. Sími 1-7373. S > s s s s s V s s s s s s s S s s s s s s s < s < s $ s vantar unglinga til að bera út blaðið í þcssi Skerjafjörð Grímsstaðahoíti Alfhcimum Vogaliverfj Hlíðarvegi. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. Alþýðublaðið Kona óskast til eldhússtarfa Kjöt & Grœnmeti Hef opoað astofu í Túngötu 5 — Sími 15970. yið'talstími kl. 5—5,30 nema laugardaga. Haraldur Guðjónsson læknir. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsf undur verður í Iðnó fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 8,30 eh. Umræðuefni á fundjnum kosning fulltrúa á sambands þing. Félagar sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. HAFNARFJORÐUR. Dansskóti miinn teki^r til starfa fimmtu- daginn , 9. okt. í GT-húsinu i Hafnarfirði. Kenni: Barnadansa Samkvæmisdansa Ballett Akrotik Nánari upplýsingar daglega í síma 5.0-945 frá kl. 10-2. Skírteini verða afhent í GT-húsin.u miðvikudaginn 8. okt. frá kl. 1—5 e. h. Jón Valgeir Stefánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.