Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 2

Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 Skemmdirnar á Aðalstræti 12: Ekki fullmetnar ennþá — framtíð hússins óráðin Verið var að rífa allt lauslegt frá húsinu f gær. Ljósm Mbl. Öl. K. í GÆR var verió að vinna viö aó hreinsa úr rústum hússins við Aóalstræti 12 í Reykjavík, sem skemmd- ist í eldi á nýársnótt. Var hreinsað frá það sem laust var og gæti hugsanlega valdið tjóni en ekki er enn vitað hvort það verður endurbyggt. Sveinn Snorrason lögfræö- ingur sagði í viötalí viö Mbl. í gær aö eigendur hússins fyrir- tæki Silla og Valda, hefðu enn ekki ákveðiö hvað gera ætti viö það. Hefði ekki verið komið brunabótamat og væri því ekki hægt að segja að svo stöddu hvað gera ætti. Sveínn sagði að hreinsað yrði burtu það brak sem væri laust og gæti hugsanlegá fokið til og valdið skemmdum og vegfar- endum stafað hætta af. Bjóst hann við að því verki myndi að mestu ljúka í gærkveldi. — Það er margt sem spilar inn í það, þegar taka á ákvörðun um hvað gera á við húsið, sagði Sveinn, í fyrsta lagi matið og í öðru lagi yrði að hafa samráð við bygg- ingaryfirvöid og skipulagsyfir- völd um framhald málsins. Hús þetta við Aðalstræti 12 var byggt árið 1890 skv. upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Nönnu Hermannsen safnverði við Árbæjarsafn. Var það Matthías Johannessen norskur kaupmaður sem hingað fluttist frá Bergen, sem reisti það og bjó þar. Hann hafðí þar einnig verzlun, en hann var umboðs- maður fyrir norskt verzlunar- fyrirtæki, Bergenssamlaget. Matthías kvæntist íslenzkri konu Helgu Magneu Norðfjörð og eignuðust þau mörg börn, en Matthías varð ekki langlífur, lézt á miðjum aldri árið 1900. Matthfas Johannessen hafði áður, 1873 keypt húsið við Aðal- stræti 10 sem var eitt af húsum innréttinganna og fylgdi lóðin nr. 12 með í kaupunum, sem þá var óbyggð. Síðar var gerð íbúð þar sem verzlunin hafðí verið þannig að tvær íbúðir voru þá í húsinu. Árið 1901 kaupir Ágústa Svendsen ekkja íslenzks kaupmanns húsið. Hún hafði verið búsett í Danmörku og í tímaritinu Hugur og hönd segir að hún hafi rekið þar merkilega vefnaðar- og út- saumsverzlun og hefði komið að miklu gagni fyrir íslenzkan heimilisiðnað. Síðan rak þessa verzlun Arndís Björnsdóttir leikkona. Silli og Valdi keyptu húsið í byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar og gerðu þeir á því nokkr- ar breytingar. Þetta er ein af Ijósmyndum Sigfúsar Eymundssonar úr nýútkom- inni Ijósmyndabók. I texta hókarinnar við myndina segir að þetta svipmikla hús skarti enn að nokkru virðuleik sínum. Maðurinn við dyrnar á gafli hússins er Þorvaldur Björnsson lögregluþjónn. Flaskan framan á húsinu er auglýsing fyrir gosdrykkjaverk- smiðjuna Geysi sem var 1 kjallara hússins. Handtökumálið: Stúlkur yfirheyrðar að lokinni sakbendingu Haukur Guðmundsson lætur athuga hvort lög- lega hafi verið að sakbendingunni staðið STEINGRlMUR Gautur Krist- jánsson setudómari í handtöku- málinu vildi ekkert um það segja f gær, hvort sakbendingin, sem fram fór f Keflavík á þriðju- daginn, hefði leitt f ljós, hverjar væru þær margumræddu stúlkur, sem leitað hefur verið að vegna málsins. Hins vegar staðfesti hann að nauðsynlegt hefði þótt að yfirheyra einhverjar af stúlkun- um að sakbendingu lokinni, og fóru þær yfirheyrslur fram í gær. Að öðru leyti vildi Steingrfmur ekkert tjá sig um málið. Vegna fyrrnefndrar sakbendingar hefur Haukur Guðmundsson rannsókn- arlögreglumaður f Keflavfk falið lögfræðingi sfnum, Jóni E. Ragnarssyni, að athuga lögmæti þessarar aðgerðar, en m.a. var kona Hauks látin standa f röð 17 kvenna við sakbendinguna svo og þrjár systur hans. Telur Haukur það andstætt lögum að kalla þær til slfkrar aðgerðar þar sem þær séu honum nákomnar. Einnig tel- ur Haukur að þessi sakbending hafi verið í ýmsu frábrugðin fyrri aðgerðum af sama tagi, og til hennar hafi verið boðað af lög- reglustjóranum f Keflavfk en setudómarinn í málinu hvergi komið þar nærri. Vegna þessa máls sneri Mbl. sér til Hauks Guðmundssonar og innti hann nánar eftir þessu. Haukur sagði: „Þessi svo- kallaða sakbending fór fram á skrifstofu lögreglustjórans í Keflavík. Til hennar hafði boðað Guðmundur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjóra, með kvaðningum, sem sendar voru með lögreglu- mönnum til 17 kvenna á ýmsum aldri. Þar af voru 12 konur, sem þekktu mig og 4 mér mjög ná- komnar, eiginkona mín og 3 syst- ur. Það vekur athygli mína, að kvaðningarnar voru undirritaðar af fulltrúa lögreglustjórans, Jóns Eysteinssonar sýslumanns, en á þeim var ekki nafn setudómarans Steingrfms Gauts. Framhald á bls. 20. 6 skuttogarar 1 smíðum erlendis — 4 innanlands ISLENDINGAR eiga nú 6 skut- togara f smfðum erlendis og munu það vera einu fiskiskipin, sem um þessar mundir er verið að smfða fyrir tslendinga erlendis. Þá er verið að smfða 4 togara innanlands og eitt nóta- og lfnu- skip. í Póllandi er verið að ljúka við smíði á þrem skuttogurum af minni gerð og mun sá fyrsti, Ölaf- ur Jónsson GK, vera lagður af Fjórir togarar fengu yfir 4000 lestir 1976 FJÓRIR fslenzkir togarar öfluðu meira en 4000 lestir á s.l. ári. Voru það ögri RE, Vigri RE, Guð- björg IS og Guðbjartur IS. Þá voru tveir aðrir Isafjarðartogarar Júlfus Geirmundsson og Bessi, rétt við 4000 tonna mörkin. Sól- berg ÓF er einnig með mjög góð- an afla eða f kringum 3700 lestir. ögri fékk tæpar 4300 lestir á árinu og systurskip hans Vigri 4.130 lestir, en báðir þessir togar- ar eru gerðir út af Ögurvík h.f. Isafjarðartogarinn Guðbjörg kemst næst ögra að aflamagni með 4.160 lestir, en að líkindum hefði Guðbjörg orðið langafla- hæsti skuttogari landsins, ef skip- ið hefði ekki strandað í nóvember en það komst ekki á veiðar á ný fyrr en skömmu fyrir jól. Afli minni skuttogaranna, a.m.k. Margeir tapaði í síðustu umferð — Diesen meistari MARGEIR Pétursson tapaði skák sinni gegn Campora, Singapore, f 13. og sfðustu umferð heims- meistaramóts unglinga f skák, sem lauk f Groningen f Hollandi f gær. Hlaut Margeir 7 vinninga af 13 mögulegum og hafnar Ifklega f 15. sæti af 54 keppendum. Mark Diesen frá Bandarfkjunum varð heimsmeistari unglinga, hlaut 10 vinninga. Margeir sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann væri óánægður með útkomuna eftir þá góðu byrjun, sem hann hlaut í mótinu. Þar sem Margeir byrjaði vel, tefldi hann við alla sterkustu menn mótsins. „Það þýðir ekki annað en bita á jaxlinn og stefna að þvf að vinna næsta ár,“ sagði Margeir, en þess má geta að hann er 16 ára gamall og yngstur þeirra keppenda, sem voru í toppbaráttunni lengst af. Flestir þátttakenda eru á aldrin- iim 19—20 ára og Diesen er t.d. 19 ára gamall. Þá voru nær allir keppenda með aðstoðarmenn, t.d. var stórmeistarinn Kavalek að- stoðarmaður Diesens, og sagði Margeir að mikill munur væri að Framhald á bls. 20. þeirra sem gerðir eru út frá Vest- fjörðum, er að mestu þorskur, en meira er af karfa og ufsa í afla stóru skuttogaranna. stað til landsins, hinir tveir fara til Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar. Þá er verið að srnfða tog- ara sem fer til Stöðvarfjarðar f Svolvær í Noregi og bráðlega hefst smfði tveggja togara fyrir Isbjörninn h.f. í Flekkefjörd í Noregi. Á Akureyri er langt komið með skut- og nótaskip fyrir Þórð Ösk- arsson á Akranesi og þá er enn- fremur verið að ljúka við innrétt- ingu á skuttogara fyrir Dalvfk- inga, en skrokkur togarans var smfðaður í Flekkefjord í Noregi. Þá verður lokið við skuttogara í Stálvík í Arnarvogi í marz og undirbúningur að smiði næsta togara er þegar hafinn. Ennfremur er verið að smíða 300 tonna lfnu- og nótaskip hjá Skipasmiðastöð Marseliusar Bernharðssonar á ísafirði. Auk þessa eru mörg minni fiskiskip i smíðum viðsvegar um landið. Oddur Ólafsson barnakeknir látinn ODDUR Ólafsson barnalæknir lézt á heimili sfnu f Reykjavfk í fyrrakvöld, 62 ára að aldri. Oddur var fæddur f Reykjavík 11. maí 1914, sonur Ólafs Ijós- myndara og ættfræðings Odds- sonar og konu hans Valgerðar Haraldsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1934 og læknaprófi lauk hann frá Háskóla íslands 1943. Árið 1952 var hann viðurkenndur sérfræðingur i barnasjúkdómum. Oddur stundaði læknastörf viða hérlendis, í Keflavik, Rangár- héraði, Laugaráshéraði, á Akra- nesi og i Reykjavík. Ennfremur í Danmörku og Svíþjóð. Oddur var tvfkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Pálfna Helgadóttir en síðari kona hans var Ólöf Runólfsdóttir. Hann læt- ur eftir sig 6 börn. Ein stærsta jarðskjálftahrina r • •• Y l • a jorðinni VIÐ samanburð á jarðskjálfta- mælingum á jörðinni hefur komið í Ijós að jarðskjálfta- hrinan, sem varð f Þingeyjar- sýslu á Kröflusvæðinu, f Axar- firði og Kelduhverfinu f janúar og febrúar s.l. ár og desember- mánuði 1975, er ein stærsta jarðskjáiftahrina sem mælzt hefur á jörðinni frá upphafi mælinga og er þá miðað vað meginhluta sfðustu 80 ára, en samkvæmt upplýsingum Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings er hér um sérstakt fyrirbrigði að ræða miðað við hóp af smærri skjálftum. Taldi hann sennilegt að hrinur sem þessar verði á tslandi annað slagið, en f Þingcyjarsýsluhrinunni mældust alls 36 stærri skjálftar en 4,5 á Richterkvarða auk urmuls af smærri skjálftum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.