Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
5
Kirkjuklukkur. sem Þjóðminjasafninu bárust á sfðasta ári. Sú til
hægri mun vera frá fyrri hluta miðalda og kom hún frá Kirkju-
bóli f Langadal.
Nýir munir á
Þjóðminjasafni
„ÞAÐ merkasta, sem safninu
barst á sfðasta ári, er eflaust
iðnmunasafnið, sem Iðnaðar-
mannafélagið gaf,“ sagði Gfsli
Gestsson safnvörður hjá Þjóð-
minjasafninu, þegar Mbl. innti
hann eftir nýjum gripum sem
safninu hefðu áskotnast á árinu
1976.
„Iðnaðarmannafélagið hefir
lengi safnað þessum munum en
afhenti þá Þjóðminjasafninu
snemma á árinu og hér var
haldin sýning á þessu f marz. í
því sambandi mætti líka geta
skyldra miina, t.d. hefur fyrir-
tækið Magnús Benjamínsson og
Co. gefið safninu ýmislegt og
enn eru okkur að berast hlutir
frá því.
Þá var Þjóðminjasafninu gef-
ið eintak af filmu, kvikmynd
um sunnlenzka þjóðhætta, sem
Vigfus Sigurgeirsson tók. Þessi
mynd hefur verið tekin siðustu
ár og var lokið við hana á þjóð-
hátiðarárinu.
Okkur barst líkan af bænum
Vallanesi á Fljótsdalshéraði,
sem Magnús Pálsson hefur gert
eftir lýsingu föður síns, Páls
Magnússonar lögfræðings.
Þetta er bæði stórt og gott lik-
an. Mikið barst af útsaumi alls
konar, vefnaði og fatnaði, en
við lögðum sérstaka áherzlu á
söfnun slíkra hluta á þessu ári.
í þvi sambandi má svo minnast
á handlin úr silki, sem talið er
vera gert af álfkonu. Þá höfum
við einnig fengið heil býsn af
mannamyndum, og mikið af
silfurmunum ýmiss konar.
Það elzta, sem safninu barst á
þessu ári, er líklega í fyrsta lagi
hringnæla, hana fengum við
austan af Síðu og mun hún vera
frá því snemma á miðöldum. Og
svo í öóru lagi kirkjuklukka frá
sama tíma. Sú klukka er frá
Kirkjubóli í Langadal. Hún er
ekki mjög vel farin en forn.“
Meðal silfurmuna, sem safninu bárust, voru þessar skeiðar. Þær
eru úr búi Jóns Magnússonar forsætisráðherra og danskar að
uppruna.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Ein margra mynda, sem prýða ritgerðina um nazisma á Islandi. Ljósm.
Jón Dahlmann.
Saga 1976 komin út:
og án nokkurrar fordæmingar.
Með ritgerðinni birtast m.a. áður
óbirtar myndir frá fundum og
kröfugöngum ungra þjóðernis-
sinna.“
Þá er i Sögu ritgerð eftir
Trausta Einarsson sem stendur á
mörkum jarðfræði og sagnfræði,
þvi þar er fjallað um hina fornu
Sprengisandsleið Skálholtsbisk-
upa frá Suðurlandi til Austur-
lands. Setur Trausti fram nýstár-
legar tilgátur um legu leiðar-
innar. Loks er í tímaritinu að
finna samantekt frá hendi Berg-
steins Jónssonar um afstöðu
Alþýðuflokksins gagnvart
Sambandslagasamningunum 1918
og för Ölafs Friðrikssonar til Dan-
merkur í því sambandi. Jón
Guðnason ritar minningarorð um
Sverri Kristjánsson sagnfræðing
og birtir skrá um öll helztu rit
hans. Einnig eru i heftinu'rit-
Itarleg ritgerð um nas-
isma á íslandi m. a. efnis
NVLEGA kom út Saga 1976, tlmarit Sögufélagsins og er það 14. bindi
tímaritsins, en Sögufélagið hefur gefið það út frá árinu 1949. Þar áður
gaf félagið út tímaritið Blanda frá 1918. Sögufélagið var stofnað árið
1902 og hefur að markmiði eflingu rannsókna á sögu Islendinga eftir
siðaskipti.
Að þessu sinni eru 6 ritgerðir
í tímaritinu. Viðamesta greinin
ber heitið Fossakaup og fram-
kvæmdaáform, þættir úr sögu
fossamálsins, eftir Sigurð
Ragnarsson. Sigurður tekur til
meðferðar það sem gerðist I
„fossamálinu" svokallaða kring
um aldamótin siðustu. Fjallað er
um fyrstu fossakaupin 1897—99
og um afskipti alþingis af laga-
setningu til að hindra yfirgang
erlendra manna yfir islenzkum
fasteignum. Þá er gerð grein fyrir
fossalögunum 1907.
Fremst i timaritinu er ritgerð
eftir Ásgeir Guðmundsson um
nasisma á Islandi. Ritgerðin var
upphaflega samin til BA-prófs
haustið 1970 undir handleiðslu
Bergsteins Jónssonar prófessors
en birtist nú breytt og endurskoð-
uð. Tilgangurinn er að rekja sögu
Þjóðernishreyfingar íslendinga
og Flokks þjóðernissinna, bera
stefnu þessara flokka saman við
stefnu þýzka nasistaflokksins og
gera grein fyrir skyldleika sem
var með flokkunum. I fréttatil-
kynningu Sögufélagsans um rit-
gerðina segir m.a. að „fjallað sé
um þetta efni allt af hlutlægni
fregnir og skrá yfir sagnfræði og
ævisögur ársins 1975.
1 ritstjórn Sögu eru þeir Björn
Sigfússon, Björn Teitsson, og
Einar Laxness, en forseti Sögu-
félagsins er Björn Þorsteinsson
prófessor. Afgreiðsla Sögufélags-
ins er í Garðastræti 13B og verður
timaritið afgreitt þar nú fyrstu 10
dagana eftir útkomu, en verður
þá sent félagsmönnum í pósti.
Leiðrétting
I DAGSKRA sjónvarnsins i gær
var sagt að þýðandi myndar um
Leonid Plusj væri Halldór Vil-
hjámsson. Þetta er ekki rétt, þýð-
andi myndarinnar var Árni Berg-
mann.
Er dýr
chrome — kasetta
helmingi meira viröi
en nýja
X1000
kasettan?
Við vitum að svo er ekki
og þekktir atvinnutónlistarmenn
eru því sammála.
En þú!
EMimiMÍ
X 1000 60 — 90 mín
Einnig til:
Hy — Dynamic
60 — 90 —
120 mín
Gerið verö og
gæða samanburð
\ii
*l°00
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 — sími 84670