Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 10
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977
r
Bragi Asgeirsson:
Lýsing bóka
M.vnd eftir Gylfa Gfslason úr bókinni „punktur punktur komma
strik“.
PUNKTUR
PUNKTUR
KOMMA STRIK.
— 0 —
SIGRÚN FER
Á SJÚKRAHÚS.
GRÆNLANDS-
DÆGUR.
Lýsinf! bóka er mikilva‘f<t
atriói á tímum er myndin
verður stöðufít áleitnara atriði í
dafílefíu lífi okkar. Myndin í
allri sinni fjölbreytni hefur
þokað ritmálinu um set sem
dægradvöl fjöldans. Þó mun rit-
málið sem slíkt standa af sér
alla samkeppni myndarinnar,
eða sú er skoðun mín, — en þó
ekki án samvinnu við heim
myndarinnar og þess táknmáls,
sem hún er fulltrúi fyrir.
Kvikmyndín, sjónvarpið, ljós-
myndin og hið teiknaða eða lit-
aða myndverk í fjölbréytileg-
um útgáfum eru orðin svo ríkur
þáttur í dafíleffu lífi mannsins
— að ekki sé sagt yfirþyrmandi
þáttur — að best fer á að skír-
skota til talsháttarins „f<etir þú
ekki siprað keppinaut þinn er
best að panga í lið með
honum". . .
íslenzkir bókaútgefendur
hafa verið nokkuð seinir að átta
siff á þessari staðreynd og óvíða
munu f^efnar út jafn braf!ð-
daufar bækur of> hér á norður-
hjara, nema ef vera skyldi
erlendar háskólaútgáfur á
vísindalegum niðurstöðum, —
en eru þa'r þó í stöku tilviki
myndskreyttar líkt og bækur
eru hér. Á ég hér við þá hlið er
að myndlýsingu snýr. Ég lít svo
á, að ekki sé nóg að flikka upp á
ásjónu bóka til að örva sölu,
heldur þarf myndin að verða að
raunverulegu atriði innst sem
yst. Trúlega er bókaútgáfum
nokkur vorkunn hér þegar þess
er gætt, að jafnvel sjálft sjón-
varpið virðist ekki enn hafa
áttað sig með öllu á eðli
myndarinnar, svo oft sem þar
koma þó fram þættir sem skír-
skota fremur til eyrans en
sjónarinnar og ættu því eðli-
lega frekar heima í hljóðvarpi.
Það er na'sta auðvelt að vísa
til bóka, sem átt hafa drjúgan
hluta útbreiðslu sinnar að
þakka góðri lýsingu — svo og
aftur á móti ágætar bækur, sem
hafa orðið útí í kuldanum
vegna vanbúnaðar að öllu útliti.
Hér er ég sízt að höfða til
skrautútgáfu bóka, — slíkar
geta einnig verið van — eða of
— lýstar, — búníngur þeirra
ekki í réttu samræmi við inni-
haldið. Hér á ég við að lýsingu
sem fellur vel að efni bókar,
megi telja sem gilda viðbót við
ritmálið og lyfti því á hærra
svið. Má hér minnast þess að
ritmálið var í upphafi rúnir og
myndtákn og þannig séð er
myndin nákomin ritmálinu og
að þetta tvennt ber ekki að
sundurskílja heldur að sam-
ra'ma sem heild.
Ég hef oftlega bent á þessi
atriði frá því að ég fyrst fór að
rita um myndlist, og meðvitað
rekið áróður fyrir teikningunni
almennt svo og lýsingu bóka.
Virðingin fyrir teikningunni
hefur of lengi verið hér í lág-
marki og myndrissið vanmetið,
en er nú loks tekin að glæðast
þótt fjarri sé að hæfileikar
myndlistarmanna okkar nýtist
sem skyldi. Blöðin skipa og iðu-
lega laklegum teikningum í
öndvegi við hlið hinna er meira
gildi hafa. . .
Meðal bóka er mér hafa
borizt í jólamánuði eru nokkrar
þar sem áherzla er lögð á bragð-
miklar heildar lýsingar þeirra,
og munu þar að baki hafa legið
beinar og óbeinar óskir um, að
ég fjallaði um þessa sérstöku
hlið þeirra. Er mér það að sjálf-
sögðu ljúft, en vegna dvalar
erlendís hef ég ekki getað sinnt
því fyrr, sem þó ekki ætti að
koma að sök því að allar
bækurnar eru í ha>rri flokki en
svo að teljast einungis jóla-
bækur — Er hér ekki um að
ræða neina almenna úttekt á
lýsingum bóka er út hafa komið
undanfarið þar sem undir-
ritaður hefur ekk/ fylgzt hér
nægilega með og hefur aðeins
þessar þrjár er getið verður
undir höndum.
— Vil ég hér fyrst víkja að
pennateikningum Gylfa Gísla-
sonar í bókinni punktur
punktur komma strik, höf.
Pétur Gunnarsson. Forsíða
bókarieru mjög misjafnar, en
góðar er bezt lætur, einkum er
Gylfi safnar að ótal smáatriðum
og vinnur þau af vandvirkni og
natni. í slíkum myndum koma
fram beztu hliðar Gylfa Gísla-
sonar sem teiknara og jafn-
framt er hann hér sjálf-
stæðastur. Ennþá virðist
honum ósýnna að segja mikla
sögu með fáum áhrifamiklum
strikum, og bera hinar minní
myndir hans í bókinni keim af
því þótt flestar séu þær í sam-
ræmi við hrynjanda frásagnar-
innar. Hér hefur vel tekizt til
um samvinnu ungs skálds og
eins hinna efnilegri teiknara
okkar í þá Veru að báðir mega
vel við una.
Bókin „Sigrún fer á sjúkra-
hús“ höf. Njörður Njarðvík, er
sérstæð barnabók sem Sigrún
Eldjárn hefur myndskreytt.
Bókin er samin í samráði við
barnadeild Landakotsspítala og
er ætlað nytsamt kynningar-
hlutverk.
Sigrún Eldjárn er kornung og
er ennþá nemandi við fram-
haldsdeild Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands, og hefur hún
vakið athygli fyrir lipurlega
gerðar teikningar þar sem
línan hefur miklu hlutverki að
gegna líkt og hjá Gylfa Gísla-
syni, en að öðru leyti er hér um
gjörólíka teiknara að ræða,
bæði að skapferli sem upplagi.
Myndirnar í bókinni eru
einkar skilmerkilega útfærðar
og ættu ótvírætt að komast vel
til skila hjá réttum aðilum
(yngstu borgurunum) í hinni
einföldu gerð þeirra. Á stöku
stað eru myndirnar þó með
nokkuð stífu yfirbragði frá
teiknrænu sjónarmiði, en það
kemur ekki svo mjög að sök og
vafalítið mun Sigrún eiga auð-
velt með að sníða af þá van-
kanta. Ekki eru myndirnar sér-
lega frumlegar en þjóna þó
tilgangi sínum allvel og á köfl-
um ágætlega. Hér var
teiknaranum skorinn þröngur
stakkur og þannig séð hefur
hann valdið hlutverki sínu
sómasamlega.
Grænlandsdægur, höf. Asi i
Bæ, er eins konar ferðalýsing
frá Gramlandsför höfundar, en
Tryggvi Ólafsson hefur mynd-
skreytt bókina. Hér er línan
enn í hásæti eins og i hinum
tveim bókunum, en þó er
meðferð hennar hér á allt
annan veg. Þetta sýnir fjöl-
breytilega möguleika línunnar,
en þeir eru nær ótakmarkaðir,
enda mun raunin sú að fæstir
meðhöndla hana á sama hátt, og
er það svipað lögmál og t.d. að
engir tveir hafa nákvæmlega
eins fingraför. Lína Tryggva er
oftast breiðari, grófgerðari og
karlmannlegri, hann sker hana
iðulega með heilum skuggum
og dökkum flötum er mynda
ýmis form og eykur með þvi
kraft og stöðugleika burðar-
grindarinnar. Sumar mynd-
anna eru vafalítið það bezta
sem eftir Tryggva liggur á
þessu sviði, og i þessum mynd-
stíl sem hann hefur verið að
tileinka sér á undanförnum
árum — hægt en markvisst.
Myndir þessar gerði Tryggvi að
eigin ósk eftir að hafa kynnzt
efni bókarinnar, og víst mun að
bókin er þeirra vegna öll önnur
fyrir augum þess er les.
Hraðteikningar Ragnars Lár.
af höfundi og teiknara á bak-
síðu stinga allmjög í stúf við
teikningar bókarinnar og á
þann hátt aö vart er að þeim
mikil prýði. Að öðru leyti er
kápan ásjáleg og lýsing bókar-
innar i heild eftirtektarverð. . .
Mynd eftir Sigrúnu Eldjárn úr bókinni „Sigrún fer á sjúkrahús“.
IffllftMIMtlHIINIMI
j 11 j 11'