Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
ákveðnum efnasamböndum.
Mýrar og votlendi, sem alla
jafna eru iðjagraen, hafa þorn-
að upp og þannig hafa komið
fram litabreytingar, sem áður
hafa ekki sézt og gefa til kynna
að þar séu fornar minjar.
Að undanförnu hefur verið
unnið að kortlagningu þessara
staða í Frakklandi. í Picardy-
Merkir fornleifafundir
1 Frakklandi eftir
þurrkana í sumar
ÞURRKARNIR í Evrópu á síð-
astliðnu sumri voru ekki jafn
bagalegir fyrir alla og fyrst leit
út fyrir. Franskir fornleifafræð-
ingar kunna sér vart læti um
þessar mundir, því að þeir hafa
að undanförnu uppgötvað
hundruð staða þar sem ætla
má að fornminjar sé að finna.
Siðustu 20 árin hafa flugvél-
ar verið notaðar við leit að
Kissinger
vinsæll
með Bretum
VINSÆLDIR Henry Kissingers
hafa farið dvínandi í Banda-
rtkjunum að undanförnu, og
sannast þar máltækið að
enginn er spámaður í sínu
heimalandi, að minnsta kosti
ekki til lengdar
í Bretlandi gekkst Gallup-
stofnunin hins vegar fyrir skoð-
fornminjum. Teknar eru Ijós-
myndir í vissri birtu og við
ákveðnar veðuraðstæður. Þeg-
ar myndirnar eru framkallaðar
er siðan hægt að greina útlínur
rústa, sem ekki eru sjáanlegar
með berum augum, hvort held-
ur er úr lofti eða á landi
Þurrkarnir hafa ..framkallað"
þessa staði á svipaðan hátt og
filmur eru framkallaðar með
anakönnun fyrir skemmstu og
þar var Kissinger valinn vinsæl-
asti maður ársins. A hæla
honum koma síðan í þessari
röð: Edward Heath, fyrrvernadi
forsætisráðherra, Filipus
drottningarmaður og Jimmy
Carter, nýkjörinn Bandaríkja-
forseti
Samkvæmt sömu skoðana-
könnun er Margaret Thatcher,
leiðtogi íhaldsflokksins, vin-
sælasta kona ársins, en Elísa-
bet II drottning verður að sætta
sig við annað sæti á þessum
lista.
héraðinu norður af Paris hafa
fundizt rústir allmargra þorpa
frá tímum Rómverja, auk virkja
og mustera, og við norðvestur-
strönd landsins eru leifar
mannabústaða frá járn- oc
bronsöld, svo dæmi séu nefnd.
Þá hafa rústir frá seinni hluta
steinaldar fundizt á 35 stöðum
í Charentes í V-Frakklandi, og
eru það ef til vill merkustu
fornleifafundirnir, en hingað til
hefur aðeins verið vitað um 1 5
slíkar rústir á sömu slóðum.
Franskir fornleifafræðingar
eiga því ærið verkefni fyrir
höndum á næstunni, því að
uppgröftur hefst á næstunni.
Segja visindamenn, að nú þeg-
ar sé óhætt að fullyrða að forn-
leifafundir þessir muni hafa í
för með sér mjög mikilvæga
vitneskju um fyrstu búsetu
manna á franskri grund á dög-
um Rómverja og kunni þær
kenningar, sem híngað til hafi
verið i hávegum hafðar, ef til
vill raskast í veigamiklum atrið-
um.
Þrálátar sögusagnir eru á
kreiki um það i Lundúnum, að
Harold Wilson láti af þing-
mennsku í næstu kosningum,
og bendi nú ýmislegt til þess
að hann verði háskólakennari í
ísrael.
Wilson-fjölskyldan hefur öll
miklar mætur á ísrael. Mary
Wilson vitnar oft til hinna
ógleymanlegu jóla sem fjöl-
skyldan hélt með Goldu Meir i
ísrael árið 1972 og Giles Wil-
son hefur starfað þar á sam-
Harold Wilson
Wilson tH há-
skóla í ísrael?
yrkjubúi. Giles fæddist neyndar samningaviðræður um að Wil-
í maímánuði þegar stofnað var son haldi fyrirlestra við he-
Ísraelsríki. breska háskólann í Jerúsalem
UM þessar mundir fara fram sex mánuði ársins.
Betty fékk fyrstu
„góðrarvonarverðlaunin”
BARÁTTUSAMTÖK gegn
krabbameini í Bandaríkjun-
um hafa efnt til veitingar svo-
nefndra „góðrarvonarverð-
launa" og fyrsti verðlauna-
hafinn er Betty Ford.
Verðlaunin fékk hún fyrir
„hugrekki, jákvæða afstöðu
og smitandi lífsvilja", sem
hún sýndi þegar hún fékk
sjálf sjúkdóminn, og telja for-
svarsmenn samtakanna, að
forsetafrúin hafi þannig
stappað stálinu í ótalmarga
krabbameinssjúklinga og
aðstandendur þeirra, auk
þess sem hún hafi vakið
aukna athygli á nauðsyn
krabbameinsvarna.
Kvennakór Suðumesja
Myndsækið auga
KVENNAKÓR Su5urnesja hefur und-
anfarin ár starfað með miklum krafti,
haldið tónleika viða um landið, sung-
ið fyrir Breta og hyggur nú á söng-
ferð til vesturheims næsta sumar.
Slikur dugnaður er lofsverður og sér-
staklega, ef söngurinn er ekki aðeins
miðaður við einstaka tónleika.
heldur einnig framinn til að leggja
grundvöll að góðri söngmennt og
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
vanda val sitt, hlustendum til aukins
þroska, en ekki aðeins til að þjóna
undir tisku og sölusjónarmið.
Tónleikar kórsins að þessu sinni
voru fyrir margt merkilegir.
Þarna gat að heyra nemendur úr
Tónlistarskóla Keflavíkur leika á
hljóðfæri, og eftir frammistöðu
þeirra er Ijóst að skólinn er vaxandi
stofnun, sem á eftir að eiga hlut að
framþróun íslenzkrar tónmenntar í
framtiðinni. Unnur Pálsdóttir og
Kjartan Már Kjartansson (15 ára) léu
1. og 2. þátt úr fiðlukonsert i d-moll
eftir Bach. „Tvifiðlukonsertinn" er
mjög erfitt verk og þó undirritaður
telji ekki rétt að rita gagnrýni um
frammistöðu nemenda. má geta þess
að Unnur og Kjartan stóðu sig með
prýði og höfðu auðheyrilega mikla
ánægju af þvi að leika þessa göfugu
tónsmið. Þá er og vert að geta þess
að trompett-leikarinn í nemenda-
hljómsveitinní stóð sig mjög vel. en
hann lék einleik á milli laga, þ.e. án
undírleiks, sem er ekki auðvelt þar
sem tónmyndun á trompett er
viðkvæm og einn sér er hann
berskjalda. ef eitthvað fer úrskeiðis.
Þátttaka ungu tónlistarmannanna
var i alla staði ánægjuleg, skóla og
kennurum til mikils sóma.
Efnisskrá tónleikanna var að
mestu jólasöngvar, sálmar og andleg
lög, ýmist sungin án undirleiks eða
með undirleik nemendahljómsveitar
og var flutningur kórsins i heild mjög
góður. Það er eftirtektarvert hve
söngmáti kórsins hefur breytzt
miðað við fyrri tónleika og er vart
hægt að þekkja hann fyrir sama kór,
sérstaklega voru altraddirnar þýðar
og fallegar. í sálmalaginu Sjá himins
opnast hlið var söngur kórsins sér-
lega hrifandi. Guðrún Ásbjörsdóttir
hefur undanfarið annast raddþjálfun
kórsins og er ástæða til að óska
henni og kórnum til hamingju með
þennan áfanga Eftir söngstjórann
Herbert H. Ágústsson var flutt
ómþýtt lag Hve fagur Ijómar Ijósa
her. en að öðru leyti var söngskráin
að mestu útsetningar á jólasöngvum
og þjóðlögum. Undirleikari var Ragn-
heiður Skúladóttir.
Thor Vilhjálmsson:
MÁNASIGÐ. 381 bls.
tsafold. 1976.
Thor Vilhjálmsson er löngu
orðinn þekktur rithöfundur.
Hann er líka um margt sérstæð-
ur meðal íslenskra höfunda. Og
bækur hans mynda býsna rað-
kvæma heild, allar saman. Því
hentar vel að lýsa einu verki
hans með því að skírskota til
annars. Mánasigð minnir á t.d.
Fljótt fljótt sagði fuglinn.
Raunar má segja svo um öll
skáldverk Thors — þau minna
öll hvert á annað, bera öll sitt
sterka svipmót, stíll Thors leyn-
ir sér aldrei. Raunar fleira en
stíllinn, því efnið er stílnum
samkvæmt, nátengt frásagnar-
aðferð höfundarins og sver sig
ekki siður til upprunans.
Óþarft er að taka fram einu
sinni enn — ég held að Kristján
Karlsson hafi fyrstur komið
með það — hversu lýsingar
Thors minna á myndlist, eink-
um kvikmyndir. Hreyfingum,
látbragði, svipbrigðum — öllu
er þessu lýst af stakri
nákvæmni, næstum eins og
hver einstök mynd filmræm-
unnar sé skoðuð sér. Líka minn-
ir þetta á látbragðslist. Þessum
nákvæmu lýsingum fylgir
gjarnan frumlegt og I sumum
dæmum nokkuð langsótt mynd-
mál: viðamiklar líkingar sem
eru sterka undirstaðan í stfl
Thors. Langsótt? Að vísu, en þó
sjálfu sér samkvæmt. Og hittir
oftast naglann á höfuðið.
Dæmi: „Lágvaxinn maður með
langa iðandi fingur granna líkt
og hann væri að greiða fyrir sér
úr snæri sem enginn skynjaði
nema hann.“ Annað dæmi:
„Þegar hún rétti hönd sína að
manninum gusu gneistahverir
hringdjásnanna í haustljósi
sem féll inn um gluggann.” —
Þetta siðara minnir á hve
skrautlegar líkingar Thors geta
orðið, hversu mjög hann leikur
með Ijós og skugga svo stuðst sé
við orðalag myndlistargagnrýn-
enda.
En hvað um „söguna“? Sá,
sem grípur i hönd bók sem er
sögð vera skáldsaga, vonast eft-
ir söguefni. Hann væntir Jóns
og Guðrúnar er gangi fram á
sögusviðið í byrjun, kynni sig
smám saman svo örlög þeirra
verði hugstæð lesanda, lendi í
flækju, sem lesandi bíði eftir að
leysist, og kveðji lesandann sfð-
an — hafandi lagt vanda sinn á
herðar hans. Meðan á lestri
þess konar sögu stendur standa
ekki aðrir manni nær en per-
sónur hennar. En hér er ekki
slíku að heilsa. Til að missa
ekki af söguþræði í Mánasigð
verður maður að fikra sig gegn-
um bókina af gætni og eftir-
tekt. Persónurnar eru ekki Jón
og Guðrún heldur hann og hún,
ekki úr innsta kunningjahópn-
um, heldur úrtak fjöldans sem
ber hratt fyrir augu. „Á flug-
hraðri ferð fer myndsækið
auga,“ segir á einum stað. Sam-
úð með sögupersónunum kvikn-
ar tæpast nema sem samúð með
manninum sem slíkum, án
nafns, staðar og stundar.
Fyrirmynd raunsæisskáldsögu
er ævisaga eða partur úr
ævisögu, upphafinn, magnað-
ur, samþjappaður. Raunsæis-
skáldsagan er í eðli sínu
„gægjukassastykki", hús sem
ein hliðin hefur verið tekin
úr án þess heimilisfólkið viti,
svo maður geti fylgst með öllu
sem þar fer fram, fyrst og
fremst í stofunum auðvitað, en
stundum einnig á salerni og í
svefnherbergi. Mánasigð er
ekki raunsæisskáldsaga og ekki
gægjukassástykki, maður
kemst ekki svo nálægt persón-
unum. Naumast er tilviljun að
sögur Thors gerast ekki mikið
innan veggja heimila, heldur til
dæmis á kaffihúsum að
ógleymdum járnbrautarvögn-
um á hraðri ferð frá einni borg
til annarrar, einu landi til ann-
ars. Hin dæmigerða söguper-
sóna Thors er i eðli sinu vegfar-
andi — homo viator: „Ég er að
koma frá Haag.“ — „Ég er að
fara til Strasbourg." — „Og
fjarri pípti lestin frá París.“ —
Því kemur hann okkur fyrir
sjónir sem farþegi i lifinu,
hann situr bara í augsýn
manns, segir ekki endilega
til nafns, hvað þá að hann fari
að rekja gervalla ævisögu sína
eða fletta ofan af leyndustu
hugrenningum. Við vitum lítið
um fortíð hans annað en það
sem lesa má af látbragði hans
og svipbrigðum þann tíma sem
hann situr andspænis' okkur.
En sá þátturinn er að vísu rak-
inn svo um munar. Kannski
hittum við hann aftur og aftur
við svipaðar aðstæður. En við
komumst ekki nær honum,
hann heldur áfram að vera
ókunnugi maðurinn, fremdar-
tig, inconnu, svo maður sletti
þýsku og frönsku.
Svo er sögusviðið. Sem rithöf-
undur er Thor evrópumaður án
landamæra. Langflestar bækur
hans standa með evrópskt um-
hverfi að bakgrunni: borg,
landslag, mannlíf. Þessi er
síður en svo undantekning að
því leyti. En það er ekki aðeins
hið iðandi mannlíf Evrópu sem
skapar hugmyndunum hreyfi-
afl, heldur lfka sagan, skuggar
hins liðna: „Veitingasalurinn