Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
13
Glæstir f ramtíðar-
draumar Amins
Árið 1 953 flúði brezki sendi-
ráðsstarfsmaðurinn og njósnar-
inn Donald Maclean til Sovét-
ríkjanna ásamt samverkamanni
sínum Goy Burgess. Skömmu
síðar fór kona Macleans, Mel-
índa, á eftir honum með þrjú
börn þeirra. Fór ekki mörgum
sögum af fjölskyldunni fyrr en
árið 1976 þegar Melinda
Maclean flutti saman við
,,þriðja manninn", Kim Philby
stórnjósnara. Skömmu áður
hafði Philby horfið sporlaust í
Beirút. Þá hafði komizt upp um
föðurlandssvik hans og var
handtaka á næsta leiti.
Sambúð Melindu og Kim
Philbys varð ekki langvinn, og
árið 1970 fluttist hún aftur til
eiginmanns síns, sem nú starf-
ar víð stofnun eina í Moskvu er
fjallar um utanríkis- og efna-
hagsmál. Philby kvæntist um
sama leyti þriðja sinni, að
þessu sinni sovézkri konu, og
starfar enn fyrir sovézku
njósnaþjónustuna.
Undanfarna mánuði hefur
Melinda Maclean dvalizt hjá
móður sinni í Bandaríkjunum.
Hún fékk brottfararleyfi frá
Melinda Maclean
Sovétríkjunum og dvalarleyfi í
Bandaríkjunum til skamms
tíma. Mikil leynd hefur hvílt
yfir ferðum hennar, en eigin-
maður hennar skýrði vestræn-
um fréttamanni í Moskvu svo
frá fyrir skömmu, að Melinda
væri væntanlega þangað aftur,
en óvíst hvenær það yrði. Þetta
hefur ekki fengizt staðfest hjá
konunni sjálfri, og hafa sumir
leitt að því getum, að hún hafi i
rauninni snúið bakinu við
Sovétríkjunum, og hafi Hels-
inki-sáttmálinn þó alltént í
þessu tilfelli komið að haldi
eins og til var stofnað.
IDI Amin Úgandaforseti hefur
eins og kunnugt er nokkuð
sérkennilega kímniáfu, og
nýlega var frá því greint að
honum hefði borizt ákall frá
Hawaii um að koms eyjar-
skeggjum til hjálpar í frelsisbar-
áttu þeirra og gerast síðan for-
seti þar.
Fyrst í stað var ekki vitað
með hvaða hætti þetta mál
hefði borið að, en nú er
skýringin komin. Nokkrir laga-
nemar við háskólann á Hawaii
höfðu verið að skemmta sér, og
í fagnaði þeirra bar á góma
nýlega yfirlýsingu Amins um
að hann væri reiðubúinn til að
gerast konungur Skota eftir
sambandsslit þeirra við Breta.
Þetta þótti laganemunum
óborganleg saga og hlógu sig
máttlausa að þessari hugdettu
Amins. Síðan fengu þeir þá
hugmynd að hringja til Úganda
og gera at í innfæddum. Þeir
fengu raunar samband við
náinn samherja Amins og tjáðu
honum hina frómu ósk sína.
Þar með héldu laganemarnir
að málið væri útrætt, en það
var öðru nær. Daginn eftir
hringdi síminn heima hjá gest-
gjafa samkvæmisins, Don
nokkrum Dzura. Sá var ekki
heima, en félagi hans, sem
ekki hafði tekið þátt í sam-
kvæminu og vissi ekkert um
„stjórnmálasambandið",
svaraði. í símanum var Idi
Amin í eigin persónu. Samtalið
tók um sex mínútur, og segir
félagi Dzura, að Amin hafi hvað
eftir annað lýst því yfir að hann
væri reiðubúinn til að taka að
sér forsetaembættið, en kysi þó
fremur að gerast konungur á
Hawaii.
Er njósnarafrúin
farin fyrir
fullt og allt?
Thor Vilhjálmsson
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
var auður; stólarnir biðu,
skyggðir minningu þeirra sem
einhvern tíma voru hér.“
Ég hygg að hvorugt skiljist
gerla: söguefni né llkingar
höfundarins, nema þessi for-
tíðarskuggi sé jafnframt með í
dæminu. Af sömu rót er
sprottinn sá goðsögublær sem
víða bregður fyrir. Eða jafnvel
sagnfræðidæmi, notuð I likinga-
skyni: ,,0g þegar hún brosti við
honum breytti hún honum með
kenjum sinum í Markús
Antoníus baðaðan herfrægð
Rómaveldis, þá stund þótti
henni hún vera Kleópatra." —
Tímaskyn höfundarins (að
nokkru leyti runnið frá Eliot)
skapar þetta breiða svið; Thor
nemur ekki aðeins á brott hin
landfræðilegu eða hlutlægu
landamæri, heldur líka landa-
mæri tímans: skilin milli
nútiðar og fortiðar. Strax á
fyrstu siðum bókarinnar
fylgjumst við með manni sem
er á flótta undan pólitískum
ofsóknum, en einnig göldrum:
„Það eru tvö þúsund manns
lokaðir inni á geðveikrahælum
um allt land mitt.“ (Og neðar á
sömu síðu): „Og svo hef ég nú
líka varann á mér ef þeir
skyldu reyna að beita göldr-
um.“ Þannig ber hlutina hvern
við annan í skáldverkinu þó
aldir skilji þá að í sagnfræðileg-
um bakgrunni.
Mánasigð er einhver stærsta
bók Thors til þessa, tæpar
fjögur hundruð síður. Þar við
bætist að þetta er nokkuð þung
bók; sá urmull svipmynda sem
bregður fyrir hugskotsaugu
verður varla með tölum talinn.
Thor er ekki höfundur sem
kemur til lesenda; þeir verða
að koma til hans. Ritun bókar
sem þessarar kostar ærna hug-
kvæmni, lestur hennar kostar
það lika. Það væri grunnfærnis-
legur lestur að lesa ekki nema
eitthvað eitt út úr bók eins og
Mánasigð, t.d. stilkúnstir! Þetta
er margslungið skáldverk sem
visar til allra átta í tima og
rúmi og geymir heilt fjall
mynda og líkinga. Kannski er
hún að einhverju leyti pólitísk,
en fyrst og fremst að minum
dómi skáldverk.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNAFIVERÐ
VERDTRVGGDRA
SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓOS
INNLAUSNARVERÐ )
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL 10.000 KR. SKÍRTEINI
1965 - 2. FL. 20.01.77-20.01.78 KFL 176.169
1966-2. FL. 15.01.77-15.01.78 KR. 149.830
1968-1. FL. 25.01.77-25.01.78 KR. 122.702
1968 - 2. FL. 25.02.77 - 25.02.78 KR. 116.049
1969-1. FL. 20.02.77 - 20.02.78 KR. 86.649
1970-2. FL. 05.02.77 - 05.02.78 KR. 58.583
1972-1. FL. 25.01.77-25.01.78 KR. 48.285
'!) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðla-
banka islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingr um skírteinin.
Reykjavík, í janúar 1977.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
ÞÚ AUGLÝSIR I M ALLT
LAND ÞEGAR ÞU AUG-
LÝSIR í MORGUNBLAÐINU