Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
EINAR PÁLSSON:
Formálinn
að Steinkrossi
I Morgunblaðinu 29. des.
1976 birtist grein eftir Síra Kol-
bein Þorleifsson sem hann
nefnir „Dálítið um Steinkross".
Segir Síra Kolbeinn I grein
þessari að sér komi það
„spanskt fyrir sjónir" að heim-
spekideild háskóla íslands hafi
„hvað eftir annað hafnað til-
mælum frá Einari Pálssyni um
að kynna rannsóknir sínar inn-
an veggja hans“. Gefur Slra
Kolbeinn eindregið I skyn að
þetta sé rangt: „Mér finnst
óréttmætt að Einar Pálsson
komist upp með árásir á
Háskóla íslands I útvarpi og
blöðum án þess að hannn
minnist nokkurn tima á tæki-
færið sem honum var gefið á
fornsagnaþinginu 1973“.
Þessu er fljótsvarað: Ritstjóri
Mbl. birti að eigin frumkvæði
Einar Pálsson
hluta af formála bókarinnar
Steinkross. Að þær upplýsingar
sem þar er að finna skuli taldar
háskólanum til litils sóma
verður vart skrifað á minn
reikning. í formálanum er satt
greint frá einföldum
staðreyndum. Það hefur aldrei
verið leyndarmál að heimspeki-
deild hefur hafnað tilmælum
frá mér um erindaflutning og
rökræður við háskólann. Tvö
formleg bréf hefur deildin sent
þar að lútandi undirrituð af for-
seta heimspekideildar. í for-
málanum að Steinkrossi er ekki
aðeins sagt frá þessu til um-
þenkingar heldur til að menn
átti sig á furðulegri stöðu
íslenzkra fræða I dag: Það er
sannarlega ekki mér að kenna
að þær niðurstöður sem nú hafa
öðlazt staðfestingu erlendis og
birtar eru I Steinkrossi koma
islendingum svo rækilega á
óvart. Háskólinn hefur haft
átta ár til að kynna sér efnið.
Fullyrðing Síra Kolbeins þess
efnis að ég hafi aldrei minnzt á
fyrirlestur þann sem ég flutti á
fornsagnaþinginu 2. ág. 1973 er
ósönn; ég sagði strax frá þess-
um fyrirlestri og skýrði efni
hans I útvarpserindi 26. ág.
1973. Sá fyrirlestur var ekki
haldinn á vegum háskóla
íslands, að þinginu stóð AL-
ÞJÓÐLEG NEFND auk fimm
Islendinga (tveir þeirra voru
frá heimspekideild. Árnastofn-
un er SJÁLFSTÆÐ, aðeins I
lauslegum tengslum við
háskólann). Þessi ásökun Sira
Kolbeins er þannig út I hött.
„2. Það var fyrst eftir fyrir-
lestur Einars á fornsagnaþing-
inu i Reykjavlk 1973, að ég fékk
áhuga á að kynna mér hin
prentuðu rit Einars" segir Síra
Kolbeinn. Ekki var ófróðlegt að
heyra þetta: eftir fyrirlestur-
inn stóð Síra Kolbeinn upp og
talaði alllangt mál um rann-
sóknir undirritaðs. Verð ég að
játa að ég átti mjög bágt með að
skilja hvað Sira Kolbeinn var
að fara, en ekki mun neinum þó
hafa dulizt að hann fann verk-
um mínum flest til foráttu.
Hugði ég að umræður á ensku
hefðu háð Síra Kolbeini — að
hin erlenda tunga hefði komið I
veg fyrir að hann kæmist að
kjarna málsins. En nú lýsir
hann því sem sagt sjálfur yfir,
að hann hafi alls ekki kynnt sér
ritin áður en hann talaði þarna
(!M).
Í Sögu 1974 ritar Sira
Kolbeinn grein sem ritnefnd
mun hafa birt I þeirri trú að
hún væri fræðileg umsögn um
ritsafnið „Rætur íslenzkrar
menningar“. i þeirri grein Slra
Kolbeins er mér gerður upp
grundvöllur sem ég hef aldrei á
staðið skoðanir sem ég hef
aldref haft, vinnulag sem ég
hef aldrei beitt. Síðan ræðst
Sira Kolbeinn á þessar upp-
spunnu forsendur og ber mig
þungum sökum fyriryfirsjónir
sem tilbúnar eru af honum
sjálfum. Það er ekki lítill
ábyrgðarhluti að birta slíka
grein, og meir en lítið vafamál
hvort svara ber. Að sjálfsögðu
hef ég fengið leyfi til andsvara.
Þegar verjast þarf ósönnum
áburði I stað þess að ræða
fræðilegar röksemdir, magnast
vandinn hins vegar um
helming. Á að eyða dýrmætum
vinnutíma I pex? Um ritsmíðar
Sira Kolbeins get ég vist ekki
komizt öðruvisi að orði nú en
fyrr: þær eru svo skrýtnar, að
óheilindi geta vart verið eina
skýringin.
Í ritsafninu „Rætur
íslenzkrar menningar" eru
teknar til meðferðar ýmsar
örðugar gátur fslenzkra forn-
bókmennta sem háskóli Islands
hefur hingað til leitt hjá sér.
Svar háskólans hefur verið að
láta sem verkið væri ekki til.
Að unnt skuli að þegja í hel
fjögur bindi svo torráðinna úr-
lausnarefna jafnframt því sem
skýringar og rökræður eru
bannaðar við heimspekideild,
sýnir reisn háskólans.
Orð frá mér eru óþörf.
Reykjavfk 2.1. 1977
Jens í Kaldalóni:_
Ævintýri í
skólaferð
Bryndfs
skólameistari
Svo sem kunnugt er, tók Bryn-
dis Schram við skólameistaraemb-
ætti Menntaskólans á isafirði af
manni sínum Jóni Baldvin Hanni-
balssyni í byrjun skólaárs í haust,
er Jón Baldvin tók sér frí til frek-
ari lærdóms. Að nýlokinni skóla-
setningu á s.l. hausti, efndi skóla-
meistari til skemmtiferðar með
nemendum sínum, og var farið
með m/s Fagranesi, Djúpbátnum,
til Jökulfjarða, og tekið land á
Hesteyri þar sem í besta veðri
voru skoðuð gömul byggðamann-
virki, og notið kyrrlátrar fegurðar
eyðistaða, sem áður voru morandi
af lffi og virku athafnafjöri þrótt-
mikilla íbúa meðan byggðar naut.
Er ekki að orðlengja, að þarna er
að njóta friðsællar fegurðar og
tignarleik Jökulfjarða, sem í góðu
veðri er einhver hinn rómantisk-
asti útivistarstaður á landi hér.
Þá er á dag tók að halla, var svo
mannskapurinn fluttur um borð í
Fagranesið og haldið til isafjarð-
ar, og þá er að bryggju var lagst
vildi skólameistari eðlilega telja
sina hjörð, og kanna heimtur all-
ar, svo öruggt mætti að engar
útilegu ,,kindur“ úr hennar hjörð
skyldu á Hornströndum úti búa
um langan vetur. Er þeirri könn-
un að lokið varð skólameistara að
orði, sem formanninum forðum,
sem taldi: einn, tveir, þrír, fjórir,
guð hjálpi mér, það vantar einn
manninn.
Sem hinar fornu kvenhetjur
brá nú skólameistari hart við,
enda ráðsnjöll og fylgin sér, og á
örskammri stundu var hún þegar
búin að senda flugvél og hraðbát
til leitar, enda brátt liðið að
kvöldmyrkri, og var því ekki yfir
neinu að doka, en einnig Fagra-
nesi snúið við i skyndi, einnig til
leitar, ef með þyrfti. En sem það
hafði siglt norður yfir mitt Djúp-
ið, mætti það hraðbátnum með
hinn týnda „son“, sem reyndar
var nú stúlka, og öllum eðlilega
fannst sem úr helju að heimt
værí. Stóð þá á endum að skugg-
sýnt var orðið, en ævintýri dags-
ins enn þrungnara spennu hvern-
ig að mey að kvöldi lofa skyldi, og
þá ekki siður veður, og kom þá
flestum saman um, að hollast
væri að lofa hvort tveggja bæði
kvölds og morgna.
Bryndís Schram skólameistari.
Hvernig varð þér við, er þú allt í
einu uppgötvaðir, áð einn nem-
andann úr ferðinni vantaði?
Hjartað hætti að slá um stund,
og ég varð alveg ofsalega hrædd.
Það var búið að segja mér, að
Hesteyri væri eitt mesta drauga-
bæli á Vestfjörðum, og þar væri
ljós á hverjum bæ á dimmum
síðkvöldum. Það fyrsta, sem mér
datt í hug, var auðvitað að fljúga
norður samstundis, sem ég og
gerði. Þarna á bryggjusporðinum
voru lika staddir ungir menn, sem
áttu hraðbát, og buðust þeir til að
skjótast eftir kvenmanninum.
Þetta kom mér mjög á óvart, því
að ég þóttist hafa gengið úr
skugga um, að allir væru með, er
við iögðum frá Hesteyri.
Þú hefur náttúrlega einbeitt
þér að leitar- og björgunaraðgerð-
um, en það hlýtur að reyna á
taugarnar að týna einum úr ferða-
hópnum á svona afskekktum stað,
og haustnóttin að detta á?
Já, eins og ég sagði, þá voru
draugarnir mér efst í huga, og svo
mér fannst ég bera ábyrgð á
þessu alean. En hraðbáturinn var
ekki nema þrjá stundarfjórðunga
á staðinn, og það var enn ekki
orðið aldimmt, þegar hann sneri
aftur heim á leið.
Hélt umhugsunin fyrir þér
vöku eftir að ró var komin á?
Umhugsunin um, hvað hefði
getað gerzt, hélt mér vakandi
fram eftir kvöldi, og varð ekki
bæid niður fyrr en með koníak-
staupi. Það er ekki heiglum hent
að vera skilin eftir alein á eyði-
legri strönd, en sem betur fer,
endaði þetta ævintýri vel, og ég
get ekki séð, að því hafi fylgt
nokkur eftirköst.
Sigrún Valgeirsdóttir: Hvað
kom fyrir þig að verða eftir af
félögum þínum?
Það var sólskin og gott veður á
Hesteyri. Báturinn lagðist að
nokkru innar í firðinum en eyði-
Sigrún
sem týndist
býlin standa. Hópurinn gekk í átt
að húsunum, nema við vorum
tvær, sem urðum eftir og lögð-
umst I sólbað í fjörunni. Eftir
nokkurn tima fór Stína, vinkona
mín, um borð í bátinn, en ég fór á
eftir hópnum og ætlaði að skoða
húsin, en sá þá, að fólkið var á
leið til baka, svo að ég gekk
nokkru ofar í hlíðina, tók öllu
með ró, lagðist niður og tíndi ber.
Ég steinsofnaði og vaknaði ekki
aftur fyrr en sól var farin að
lækka á lofti. Ég reis upp og sá
samstundis glitta í bátinn úti við
sjóndeildarhring.
EINS og skýrt hefur verið frá hér
í blaðinu, kom barnabókin Kári
litli I sveit, eftir Stefán JúIIusson.
út I nóvember s.l. I þýðingu
Rigmor Hövring. Utgefandi er
Birgitte Hövrings Biblioteksfor-
lag, en fyrirtækið hefur sett sér
það markmið að gefa út sem flest-
ar bækur frá islandi.
Af blaðadómum i Danmörku
hefur bókinni verið einkar vel
Þegar þú nú allt í einu uppgötv
ar að þú stendur ein á eyðiströnd
Jökulfjarða, og nóttin i aðsigi,
hvernig varð þér um, hvað hugs-
aðirðu, og hvað gerðirðu, baðstu
ekki guð fyrir þér?
Ég hljóp eins og fætur toguðu í
átt að húsunum, þar sem ég hélt,
að einhver byggði. Þegar ég
komst að raun um, að þetta var
allt eyðibýli, þá trylltist ég alveg,
öskraði og lét öllum illum látum.
Auðvitað bað ég til guðs, eða rétt-
ara sagt æpti á hann. Ég jafnaði
mig fljótt og athugaði minn gang.
Varstu viss um að þín yrði fljótt
tekið. í ritdómi eftir Jörgen
Grunnet Jepsen í Berlingske Tid-
ende 2. desember s.l. segir m.a.:
„Þetta er bók sem er vel til þess
fallin að lesa upphátt á heimilum
þar sem eru börn á aldrinum 6 til
10 ára. Sagan er hversdagsleg en
sögð á svo lifandi og sannfærandi
hátt að maður hrifst með.“
Þykir bókin bæði spennandi og
áhrifarik og gefa ágæta innsýn í
saknað, og að þér leitað í hasti.
Varstu ekki hrædd, eða hvað
hefðir þú gert hefðir þú verið úti
þarna alla nóttina?
Ég vissi, að mín yrði saknað, er
spurningin var bara, hve langt
yrði þangað til. Það þyrfti ekki að
hafa komið í ljós fyrr en daginn
eftir. Ég ákvað að hreyfa mig ekki
langt, þ.e. að fara ekki að leita
mannabyggða auk þess þá hafði
ég ekki hugmynd um i hvaða átt
ég hefði átt að fara. Ég gekk um
til að halda á mér hita. Það var
farið að kólna og sólin að hverfa
bak við fjöllin. Einhvern veginn
þó stóð mér stuggur af húsunum.
Ég þorði satt að segja ekki að
koma nálægt þeim. Ég gekk aftur
þangað, sem báturinn hafði lagst
að, tíndi ber og skoðaði rústirnar,
sem þarna eru, til að frjósa ekki
úr kulda. Sfðan byggði ég mér
hlýtt bæli úr mosa í besta skjól-
inu, sem ég fann. Ég hugsa að ef
ég hefði þurft að hýrast þarna um
nóttina, þá hefði ég lagst á þetta
bæli eða brotist inn í húsin, sem
var auðvitað skynsamlegra. Ann-
að er, hvað maður hefði eiginlega
gert.
Greip þig ekki unaðsleg tilfinn-
ing, þegar þú verður nú vör við
mannaferðir á ný?
Jú, svo sannarlega. Öðru hvoru
heyrðist mér ég heyra í flugvél,
ég tók ofan hettuna og hlustaði
betur og góndi upp í loftið, en sá
ekkert nema skýjaðan himininn.
Eftir f jóra til fimm tima heyrði ég
greinilegt vélarhljóð og sá þá
rautt ljós á hraðri ferð yfir haf-
flötinn. Þetta var vélbátur. Hann
kom að landi nokkuð langt frá þvi
er ég stóð. Ég hljóp af stað og
veifaði út öllum öngum. Tveir
menn, sem ég ekki þekkti, æddu
um fjöruna, greinilega að leita að
einhverju. Ég gekk til þeirra, og
það er óhætt að segja, að báðum
aðilum létti mikið.
Við þökkum þeim Sigrúnu og
Bryndisi spjallið, og óskum þeim
gæfu á nýja ári.
islenzka lífsháttu. Annar gagn-
rýnandi segir m.a.: „Maður kemst
að raun um að lif islenzkra barna
er ólíkt því sem við þekkjum.
E.t.v. er það töluvert reynslu-
rákara en venjulegt lif danskra
barna. Það er hæglát spenna í
frásögninni um muninn á lífi i
sveit og kaupstað og um íslenzkt
stórlæti og staðfestu."
Kára litla vel tekið í Danmörku