Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977 Kína: Hong Kong 5. janúar — NTB. AÐ MINNSTA kosti 655.237 manns missti lifið og önnur 779.000 særðust i jarðskjálftanum, sem varð í norðurhluta Kína 28. júli i fyrra, samkvæmt skýrslum, sem embættis- menn í umræddum landshluta hafa gert og látið birta. Skjálftinn var 8.3 stig að styrkleika á Richterkvarða og er einn af þeim mestu sem mælzt hafa síðustu 10—12 ár. Fram til þessa var ekki vitað um manntjón, sem varð í skjálftanum, en Hua Kuo-feng, flokksleiðtogi, sagði i ræðu fyrir jól að skjálftinn hefði leitt til meiri mannskaða en áður hefði þekkzt. Skýrslan. sem inniheldur upplýsingar um látna og særða, er gerð af flokksnefnd og byltingarnefnd Hopeh héraðs Samkvæmt heimildum innan leyniþjónustunnar er ekki ástæða til að draga þessar upplýsingar í efa. Mun leyniþjónustan hafa svipaðar upplýs- ingar með höndum. Ef upplýsingar skýrslunnar eru réttar, var jarðskjálftinn í fyrra sá næst mesti, sem sögur fara af og að minnsta kosti sá mannskæðasti á þessari öld. Alvarlegasti jarðskjálfti, sem vitað er um. varð f Kína 1 556 og fórust f honum meira en 800.000 manns. Kínversk yfirvöld hafa hvorki viljað staðfesta eða neita þessum upplýs- ingum. Opinber embættismaður í Peking sagði í dag, að hann ætlaði að athuga málið, þegar upplýsingarnar voru bornar undir hann og sagði, að engra nákvæmra upplýsinga væri að vænta í dag. FRÁ PEKING: Sjúkrastofa eftir jarðskjálftana si. sumar. 655 þúsundir f ór- ust í jarðskjálfta Olíuskips saknað und- an strönd Nova Scotia Boston, 5. janúar. Reuter. NTB. FLUGVÉLAR og skip frá bandarfsku og kanadfsku strandgæzlunum hafa vegna veðurs orðið að hætta leit sinni að olíu- skipi frá Panama, með 32 manna áhöfn og 30 þúsund lestir af olíu, sem ekkert hefur spurzt til í 6 daga. Síðast heyrðist frá skipinu sl. fimmtudag, er það til- kynnti að versta veður væri skollið á skammt fyr- ir sunnan Nova Scotia, þar sem það var á siglingu. Bandarfskt strandgæsluskip fann f gær litla olfubreiöu, um 20 m í þvermál á þessum slóðum en ekki er vitað hvort olían er frá Panamskipinu, eða Argo Merchant, sem sökk fyrir jól und- an strönd Massachusetts, Á að efnagreina oliuna til að reyna að ganga úr skugga um hvaðan hún er komin. Skipið var skráð í Pan- ama, en áhöfnin var 32 Kínverjar. EPC Ný Reiknivél Nýtt verð Frábær gæði EPC 121 EPC 122 EPC 123 Strimill, grand total, sjálf- Strimill, grand total, geymslu- Bæði strimill og Ijósatölur, grand virkur prósentureikningur, verk sjálfvirkur prósentureikn- total, geymsluverk, sjálfvirkur tólf stafa vinnsla ingur, tólf stafa vinnsla prósentureikningur, tólf stafa VERÐ: Kr. 34.100“ VERÐ: Kr. 39l800“ vinnsla VERÐ: Kr. 477100— Skrifstofuvélar h/f geta nú boðið yður þrjár gerðir af hinum nýju og fullkomnu EPC reiknivélum á sérstaklega góóu verði. Komið, skoóið k Þér fáið ekki sambærilega vél á betra verði. I SKRIFSTOFUVELAR H.F. Romanishin enn efstur Hastings, 4. janúar. Reuter. SOVÉZKI stðrmeistarinn Oleg Romanishin hélt forystu sinni yf- ir landa slnum og fyrrverandi heimsmeistara Vassily Smyslov eftir 6. umferð alþjóða skákmóts- ins í Hastings f Engalndi, en báð- ir gerðu þeir jafntefli f skákum sfnum. Aðeins einn maður náði vinn- ingi, Englendingurinn Tony Miles, sem sigraði Ungverjann Ivan Farago, með lítt þekktu af- brigði af Fianchetto drottningar- vörn. Jafntefli varð í öllum örðum skákum. Urslit i 6. umferð urðu þessi: Farago O, Miles 1. Smyslov (Sovétr.) ‘A, Adorjan (Ungverjal.) ‘A. Vukecevic (Bandar.) 'A, Romanishin (Sovétr.) 'A. Webb (Engl) 'A, Damjanovic (Júgósl.) )4.Þessar skákir fóru f bið Kaplan (Bandar.) gegn, Kraidman (ísrael). Tarjan (Bandar.) gegn Zwaig (Noregi). Kagan (Israel) gegn, Rumens (Engl.). Eftir 6. umferð er staðan þessi: Romanish 4 vinningar af 5. Smyslov 4 vinningar af 6. Miles 3lA af 6. Zwaig og Tarjan 3 og eina biðskák af 6. 4000 Gyðingar bíða í Róm Washington 5. janúar — Reuter. UM ÞAÐ bil 4.000 Gyðingar bíða nú f Róm eftir að fá að flytjast tfl Bandaríkjanna að sögn bandarfska þingmannsins Joshua Eilberg. Sagði hann að allt þetta fólk hefði farið frá Sovétríkjunum 1976 með út- flutningsáritun til Israels en sfðan hefði það sagzt vilja fara til Bandarfkjanna. Kvaðst þing- maðurinn hafa fengið þær upp- lýsingar að bandarfsk yfirvöld ætluðu að greiða fyrir þessu fólki þannig að það gæti komizt fi' Bandarfkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.