Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977
17
Bar „vel“ í veiði.
Jimmv Carter, kjörinn forseti Bandarfkjanna. sýnir afla sinn eftir
veiðitúr um áramótin. Náði hann I tvo gullfallega urriða.
Hertar öryggisráð-
stafanir í Líbanon
Beirút, 5. janúar. Reuter.
Öryggisráðstafanir í Bei-
rút voru mjög hertar f dag
eftir að sprengja sprakk í
strætisvagni f borginni á
mánudag og varð 40 manns
að bana. Camilie
Chamoun, fyrrum forseti
landsins, sagði f dag, að
hann teldi vást að komm-
únistar hefðu staðið að
sprengingunni og að slfk
hryðjuverk miðuðu að því
markmiði einu að koma á
borgarastrfði f landinu á
ný.
Talsmenn allra deiluað-
ila í Líbanon hafa neitað að
hafa staðið að sprengjutil-
ræðinu, en fréttamenn í
Beirút segja að enginn vafi
leiki á því að hér hafi ein-
hverjir öfgahópar verið að
verki.
Rhódesía:
Miðar í áttina
hjáRichard
ERLENT
Danska stjórnin vill keyra
fjögur mál í gegnum þingið
Kaupmannahöfn, 5. janúar. NTB.
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra Danmerkur, sagði f dag, að
stjórn hans vildi koma meirihátt-
ar málum f gegnum þingið f jan-
úar og stjórnin muni leggja allt f
sölurnar til að koma þessum mál-
um f gegn. Hér er um að ræða
Fíllinn
dó úr sorg
Pisa, ttalfu, 5. janúar. Reuter.
Cirkusffllinn Sandra
dó f Pisa f dag úr sorg
eftir að umsjónarmaður,
hennar, 23 ára gamall
V-Þjóðverji, hafði sagt
starfi sfnu lausu og flutt
heim til V-Þýzkalands.
Sandra hafði neitað allri
fæðu frá þvf að Harmut
Chone hætti störfum
fyrir nokkru, giftist
ftalskri stúlku og flutt-
ist heim. Sandra var 24
ára.
nýja fjárhagsáætlun um útgjöld
til varnamála, húsnæðismála-
stefnu, orkuskatt og atvinnuáætl-
un.
Umræður um þessi mál hefjast
í dag, fimmtudag, en þær hafa
legið niðri um tíma. Deilurnar um
varnarmálaútgjöldin snúast eink-
um um hve varnarmálin skuli
taka á sig stóran hluta af niður-
skurði orpinberra útgjalda.
Jafnaðarmenn og Róttæki vinstri
flokkurinn vilja takmarkaðan
niðurskurð útgjalda, en íhalds-
menn og Vinstriflokkurinn vilja
aukin útgjöld ásamt Kristilega
þjóðarflokknum og miðdemókröt-
um. Talið er líklegt að samkomu-
lag verði um húsnæðismálin á þá
leið að sett verði þak á húsaleigu.
Talið er að umræðurnar um orku-
skatt verði erfiðar, en skv. tillög-
um stjórnarinnar mun skatturinn
færa ríkinu 1,2 milljarða danskra
króna í tekjur. Miðdemókratar og
Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa
tilkynnt Jörgensen að þeir geti
ekki fallist á skattinn einkum í
Ijósi lækkandi gengis dönsku
krónunnar og hækkaðs olíuverðs.
Er talið hugsanlegt að samkomu-
lag verði um að afla tekna á ann-
an hátt, t.d. með því að hækka
virðisaukaskattinn.
I sambandi við atvinnumál mun
ríkisstjórnin leggja til að hafist
verði handa um hitaeinangrun og
endurbætur á opinberum bygg-
ingum, byggingum einkaaðila og
friðuðum byggingum í landinu.
Gaborone Botswana, 5. janúar. Reuter.
IVOR Richard, forseti
Genfarráðstefnunnar um
frátíð Rhódesfu, sagði f
dag að loknum tveggja
klst. viðræðum við Seretse
Khama, forseta Borswana,
að forsetinn hefði tekið vel
f tillögu sfna um að brezk
landsstjórnarnefnd verði f
Rhódesfu þar til stjórnar-
skiptin hafa farið fram
milli hvftra manna og
blökkumanna f landinu.
Fréttaritarar segja að
þetta sé fyrsti umtalsverði
árangur Richards á ferð
hans um suðurhluta
Afríku, sem miðar að því
að koma Genfarráðstefn-
unni á stað aftur, en f
byrjun desember slitnaði
upp úr viðræðum fulltrúa
blökkumanna og stjórnar
Ian Smiths, er 4 blökku-
mannaleiðtogar höfnuðu
tillögum Henry Kissing-
ers, utanrfkisráðherra
Bandarfkjanna, um lausn
deilunnar, en Smith sjálf-
ur vill ekkert víkja frá til-
lögunum.
Richard hefur þegar heimsótt
Zambiu, Rhódesíu og S-Afríku og
hélt i dag frá Botswana til Mosam-
bique og Tanzaníu til viðræðna
við leiðtoga þeirra landa. Richard
miðar að því að fá samþykki þess-
ara leiðtoga fyrir landsstjórnar-
nefnd, sem hafi nægilegan stjórn-
arskrárlegan styrk til að halda
jafnvægi milli 6 milljón blökku-
manna og 270 þús. hvítra manna í
landinu.
Sovétríkin:
Kornuppskeran
224 milljónir lesta
ísrael:
Ráðherra jarðaður
á kostnað ríkisins
Byrd leið-
togi demó-
krata í öld-
ungadeild
Washington, 5. janúar. Reuter.
ROBERT Byrd var f dag kjörinn
leiðtogi demókrata I öldunga-
deild bandarfska þingsins, en
demókratar hafa þar meirihluta.
Talið er að forysta hans muni
aðeins ná til skipulags en hann
verði ekki einn af helztu tals-
mönnum flokksins eins og
Hubert Humphrey, sem dró sig I
hlé á síðustu stundu f kosn-
ingunum I dag.
Sem helzti aðstoðarmaður fráfar-
andi leiðtoga meirihlutans, Mike
Mansfield, gat Byrd sér gott orð
fyrir hæfni við að koma á aga og
samstöðu meðal öldungadeildar-
manna.
Afstaða Byrds í stjórnmálum
hefur breyst verulega á síðari
árum. Hann var áður íhaldssamur
og um tíma meðlimur í Ku klux
klan og bitur andstæðingur lög-
gjafar um almenn mannréttindi.
Nú er hann talinn hófsamur og
nýtur stuðnings verkalýðssam-
taka.
Tel Aviv, 5. janúar. Reuter.
húsnæðismAlaraðherra
Israels, Abraham Ofer, sem réð
sér bana á mánudag, var jarðsett-
ur I dag á kostnað rfkisins að
Yitzhak Rabin forsætisráðherra
og þúsundum annarra syrgjenda
viðstöddum.
Ofer skaut sig I höfuðið á
fáfarinni strönd og skildi eftir sig
bréf þar sem hann neitar öllum
ásökunum um fjársvik þegar
hann var yfirmaður stórs bygg-
ingarfyrirtækis áður en hann tók
sæti í ríkisstjórn.
Kosningar I þinginu, þar sem
samþykkt var að halda þingkosn-
ingar 17. maí og staðfest var að
Rabin yrði forsætisráðherra fram
til þess dags, féllu algerlega í
skuggann fyrir jarðarförinni.
Rabin sagði syrgjendum að
Ofer hefði nýlega komið til sin og
lýst yfir sakleysi sfnu af öllum
ásökunum, sem bornar hefðu
verið á hann í þinginu og í blöð-
um. Kvaðst forsætisráðherrann
hafa sagt Ofer að hann tryði
honum. En samkvæmt orðrómi
sagði Rabín Ofer einnig að hann
fengi ekki neina sérstaka vernd
ef lögreglan sæi ástæðu til að
ákæra hann.
„Við verðum að læra af þessu
sorglega dæmi að sýna hófsemi
þegar við efumst um ágæti
annarra manna,“ sagði Rabin við
jarðarförina.
Margir þingmenn hafa hvatt til
þess að meiðyrðalöggjöf ísraels
verði hert, og að komið verði I veg
fyrir að lögreglan veiti blöðum
upplýsingar um mál, sem ekki eru
fullrannsökuð.
Moskvu, 5. janúar. Reuter.
VALETIN Mesyats, landbúnaðar-
ráðherra Sovétríkjanna, sagði á
fundi með fréttamönnum I
Moskvu I dag, að kornuppskera
landsmanna á sl. ári hefði numið
223,8 milljónum lesta, sem er 80
milljónum lesta meiri uppskera
en 1975. A fundinum sagði ráð-
herra að Sovétmenn gætu treyst
þvi á hverju ári að þeir fengju
ætfð nægilegt hveiti og brauð,
þrátt fyrir þurrka. Ráðherrann
sagði að hins vegar hefði sykur-
rófuuppskeran verið undir 85
milljón lesta takmarkinu svo og
kartöfluuppskeran, sem ( ár nam
85 milljónum lesta, og var frost-
um kennt um.
Ráðherrann sagði að þessi met-
kornuppskera hefði náðst þrátt
fyrir erfið veðurskilyrði á árinu
og lýsti þvi yfir að uppskeran
væri að þakka hinu mikla skipu-
lags og stjórnmálastarfi kommún-
istaflokksins meðal bænda og
aukinni áherzlu á þróun landbún-
aðar. Mesyats sagði að vegna þess-
arar góðu uppskeru væru Sovét-
menn sjálfum sér nógir um korn
og gætu staðið við skuldbindingar
sinar um sölu til erlendra rikja,
en þeir myndu engu að síður
standa við þá kaupsamninga, sem
Framhald á bls. 20.
Byelenko:
Sjálfsmordsflugmenn
í sovézka f lughernum
Hamborg 5. janúar — Reuter.
VESTUR-þýzka tfmaritið Stern
sagði i dag, að Victor Byelenko,
sovézki flugmaðurinn, sem
flýði með Mig-25 orrustuþotu
til Japans I september, hefði
skýrt í yfirheyrslum í Banda-
rfkjunum frá árásaráætlunum
Sovétmanna á Kfna og Vestur-
lönd.
Stern segir einnig, að flug-
maðurinn hafi sagt að sam-
kvæmt þessum áætlunum hafi
verið ætlazt til þess af sovézku
flugmönnunum að þeir flygju
flugvélum sfnum á skotmörk
Ifkt og japanskir flugmenn f
heimsstyrjöldinni sfðari.
Þeir sem kæmu aftur til flug-
stöðvar yrðu skotnir,
samkvæmt upplýsingum, sem
ónefndir starfsmenn banda-
rfsku leyniþjónustunnar, CIA,
gáfu Frank Heigl. blaðamanni
Stern. Hefur blaðið það eftir
flugmanninum, að óánægja sé
meðal flugmanna f sovézka
flughernum vegna lágra launa
og Iftilla framamöguleika. Seg-
ir hann að lélegt viðhald hafi
valdið f jölda flugslysa.
Þá segir hann að menn séu
aðeins settir f hegningarskyni
til starfa f Sfberfu eða suð-
austurhluta Sovétrfkjanna.
Menn séu þvf eins og úlfar og
reyni hvers konar fffldirfsku
gagnvart kfnverskum flug-
vélum eða bandarfskum
njósnaflugvélum til að freista
þess að fá sig flutta til vestur-
hluta landsins.
Aðeins flugmenn, sem trygg-
ir eru flokknum, fá aö fljúga
orrustuþotum búnum full-
komnustu tækjum, sagði
Byelenko. Flugmenn, sem eins
og hann hafa verið sendir til
Siberíu, fá aðeins að fljúga
slitnum þotum, með úreltum
tækjum eða án nauðsynlegra
tækja.
Stern segir, að Byelenko hafi
fengið taugaáfall eftir margra
vikna yfirheyrslur i Banda-
rikjunum, sem miðuðu að því
að ganga úr skugga um hvort
hann væri i raun flóttamaður
eða njósnari. Hann er nú að
fullu búinn að ná sér og hefur
gefið upplýsingar af frjálsum
vilja. Hann hefur gengið undir
uppskurði til að breyta útliti
sínu og svart hár hans hefur
verið litað ljóst.