Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977 að er athyglisvert, 99*^ að við höfum samið okkur til sigurs í baráttunrti fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu," sagði Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu. „Þeir, sem áður vildu viðræður og gerðu samninga um veiði- rétt útlendinga innan 50 míln- anna, beittu sér með hat- römmu offorsi gegn viðræðum og samningum vegna 200 mílna útfærslunnar. Óslóar- samningurinn var sérstaklega gagnrýndur vegna þess, að í honum fælist ekki viðurkenn- ing Breta á 200 mílunum, og að ekkí væri tryggt, að tolla- lækkanir á sjávarafurðum okk- ar tækju gildi. í Ijós hefur kom- ið við lok Óslóarsamningsins, að Bretar eru horfnir á brott með togara sína og hafa nú sjálfir ásamt öðrum Efnahags- bandalagsríkjum fært fiskveiði- lögsögu sína við Atlantshaf í 200 milur. Viðræður okkar við Efnahagsbandalagið byggjast á gagnkvæmum viðurkenningu 200 mílnanna sem staðreynd. Tollalækkanir Efnahagsbanda- lagsins á sjávarafurðum okkar gengu í gildi 1. júli sl. og ekki hefur verið haft á orði að af- nema þær. Andmæli og gagn- rýni andstæðinga Óslóarsamn- ingsins við Breta er algjörlega niður fallin; Ijóslega gat það ekki komið fram en i leiðara Þjóðviljans fyrir nokkrum vik- um, þar sem áherzla er lögð á það, að við værum fullkomlega sjálfráðir gerða okkar og gæt- um metið stöðuna eftir eigin hagsmunum. Þetta er það sem við, formælendur Óslóarsamn- ingsins, höfum haldið fram alla tíð, og nú hafa gagnrýnendur hans viðurkennt það og gleypt í sig stóru orðin og landráða- brigzlin." Samningur, sem kall- aður var landráð, er nú viður- kenndur sem þjóðráð. Viðræður þær, sem síðan hafa farið fram við fulltrúa Efnahagsbandalagsins, hafa fyrst og fremst fjallað um fisk- verndarmál. Enginn vafi er á því að samræmdar, vísindaleg- ar aðgerðir í fiskverndarmálum skipta okkur og raunar allar þjóðir, sem fiskveiðilögsögu eiga á Norður-Atlantshafi, mjög miklu máli. Fiskstofnar virða engin lögsögumörk, svo sam- ræmdar aðgerðir þurfa til að koma, ef tryggja á sem beztan árangur á sem skemmstum tíma í viðreisn þeirra, þann veg að þeir gefi á ný og sem fyrst hámarksafrakstur, en það er markmið sem að er stefnt. Leiða má rök að því, miðað við núverandi stofnstærð nytja- fiska, að við höfum engu að deila með öðrum þjóðum, og lítið til þeirra að sækja í þessu efni. En miðað við þau mark- mið, sem að er stefnt í fisk- ræktarmálum, kann framtiðin að skapa gagnkvæma hags- muni í veiðisókn á fjarlæg mið, og eru þá einkum hafðar í huga síldveiðar í Norðursjó og fisk- veiðar við Grænland. Slík veiði- réttindi eru vissulega mats- atriði, sem leggja verður á hlut- lægt mat á hverri tíð, en er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá með öllu. Engum blöðum er og um það að fletta, að almennir hags- munir okkar bjóða okkur að skoða málin i stærra samhengi, vegna þess að hér er um nágranna okkar að ræða og viðskiptalönd. Við fluttum út um 20% af sjávarafurðum okk- ar til Efnahagsbandalagsrikja árið 1975 Þau vóru næst stærsti markaðu’r okkar, eftir Bandaríkjunum, og stærri en markaður okkar í Sovétríkjun- um og austantjaldslöndum. Við eigum hvorki að eiga allt okkar undir Bandarikjunum né Sovét- ríkjunum i þessu efni. Á það er enn að líta að tollfríðindi kunna að auka á sölumöguleika okkar á EBE-markaði og að Portúgal og Spánn, stærstu saltfisk- kaupendur okkar, virðast á leið inn í Efnahagsbandalagið. Allar viðræður við Efnahags- Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, fjallaði í áramótagrein sinni um við- horfin i öryggismálum á N- Atlantshafi og sagði m.a.: ,,Á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins I lok nóvember sl. var ítrekuð sú stefna flokks- ins, að íslendingar ættu aðild að varnarsamtökum vestrænna ríkja. Mikilvægi íslands fyrir varnir Vesturlanda hefur aukizt til muna undanfarin ár vegna breyttrar hernaðartækni; ekki sizt þar sem kafbátar búnir kjarnorkueldflaugum eru nú þeir vígdrekar, sem taldir eru skipta sköpum um hernaðar- lega yfirburði. Þessi staðreynd bandalagið hafa hins vegar verið mjög erfiðar. Bandalagið hefur sjálft ekki markað fisk- veiðistefnu sína og gögn þau, sem það hefur lagt fram hingað til, i viðræðum við íslendinga, eru ófullnægjandi og gefa ekki tilefni til adnsvara um hugsan- leg gagnkvæm fiskveiðirétt- indi, eftir því sem fram kom í tilvitnaðri áramótagrein for- sætisráðherra. í lok máls sin um þetta efni sagði Geir Hall- grímsson m.a.: „Eðlilegt er, i framhaldsviðræðum, að leggja áherzlu á samkomulag um fisk- vernd, sem ætti að vera sam- eiginlegt hagsmunamál okkar og bandalagsins. En þótt við- ræður leiði ekki til samninga eða dragist á langinn, þá eru þær alltaf til góðs, þar sem þær gefa aðilum tækifæri til að skýra málstað sinn." hefur í för með sér, að við verðum að hyggja meira að eigin öryggi en ella. Óvissa um varnarviðbúnað á íslandi yki spennu á þessu viðkvæma svæði og yrði til þess, að þeir, sem sækjast til yfirráða á Norð- ur-Atlantshafi, munu bítast um landið strax og þeir teldu það nauðsynlegt vegna hagsmuna sinna, Slík átök kynnu að leiða til styrjaldar. Með því fyrir- komulagi, sem við búum við, efast enginn um, að ísland verður varið. Varnarsamningur íslands og Bandaríkjanna er einhver mikilvægasti þátturinn í því öryggiskerfi, sem við og aðrar þjóðir við Atlantshaf bú- um við." Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Hagsmunir og hyggindi ráði ferð Öryggiskerfi Vesturlanda ANDERS KÚNG skrifar frá Spáni — Fyrsta grein Málfrelsið og ritfrelsið á ennþá erfitt uppdráttar Mótmælaganga i Madrid vegna bágra launa og sivaxandi dýrtiðar. En spænskir fréttamenn þurfa ennþá a8 fara með löndum þegar þeir reyna að ræða þessi mál. „BARÁTTUDAGURINN, sem aug- lýstur var i dag, rann út I sandinn!" Á þessa leið hófust allar fréttir i spænska sjónvarpinu hinn 1 október siðastliðinn. En þann dag gengu verkfallsmenn kröfugöngur um götur Madridborgar; hefur fjöld- inn e.t.v. skipt hundruðum þús- unda Fám mínútum áður en fyrstu sjón- varpsfréttirnar voru lesnar kom yfir- maður sjónvarpsins niður i fréttasal- inn og hafði ákveðin fyrirmæli að færa Sagði hann fréttamönnum að lesa upp tilbúna frétt um mótmæla- aðgerðirnar i Madrid Ekki mátti minnast á það. að geysifjölmennur fundur hefði verið haldinn; hinn op- inberi sannleikur var sá, að fundur- inn hefði runnið út i sandinn Forsprakkar verkfallsmanna voru ekki kallaðir til viðræðna i útvarpi eða sjónvarpi Aftur á móti fékk Juan José Roson. borgarstjóri i Madrid, að skýra sitt mál, það var á þá leið. að verkfallið hefði mis- heppnazt alveg Reyndar kom hann sér hjá því að kalla það verkfall, en ræddi alltaf um „baráttudag" Að kvöldi dagsins söfnuðust sam- an tugþúsundir manna og fylgdu til grafar Carlos Conzalez stúdenti, sem lögreglan hafði skotið til bana Ut- förin fór fram um svipað leyti og kvöldfréttir i sjónvarpinu En hennar var ekki getið orði í fréttunum Fréttamenn hljóðvarps og sjón- varps á Spáni eru mjög vonsviknir Þeir höfðu vænst þess, að nýja ríkis- stjórnin yrði frjálslyndari i fréttamál- um en sú gamla. Nú þykir þeim, sem tökin hafi verið hert fremur en hitt. Flest bendir til þess, að gamli hátturinn verði hafður áfram. Að minnsta kosti óttast sjónvarpsmenn það Fréttamenn sjónvarpsins kvörtuðu einróma um það, að þeir væru látnir flytja rangar fréttir hagstæðar stjórn- völdum. Þeir voru þá bara „teknir af skjánum" Þeir í ríkisstjórninni. sem andvígir eru umbótum, óg aðrir gamlir fylgis- menn Frankós leggja nú allt kapp á það að stemma stigu við málfrelsi í landinu Þeír hafa farið heldur hall- oka og fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps eru síðustu vígin Það eru nú þó nokkur ár frá þvi, að hömlum var létt af umræðum I blöðum og tímaritum. enda þótt ritskoðun sé enn við lýði „Allt þar til 1966 var blaðið ritskoðað fyrir fram," sögðu mér menn á „Vanguardin". út- breiddasta dagblaðinu á Spáni Þá var allt efni i blaðið skoðað vandlega áður en það fór i prentun „En ritskoðuninni hefur létt smám sam- an undan farin ár. Nú mega menn prenta það, sem þeim sýnist, en siðan ákveður ritskoðari hvort megi dreifa þvi Þetta á bæði við blöð og bækur og við erum sem sé ekki öryggir enn " Einn höfuðandstæðingur ríkis- stjórnarinnar, Rafael Colvo Serer, flúði land. er stjórnin bannaði tima- rit hans „Madrid" Hann rær nú að þvi öllum árum, að ritið verði leyft aftur, en honum hefur ekki orðið ágengt, nema síður sé Hann sneri aftur heim til Spánar i sumar — og var fangelsaður samstundis fyrir það að tala illa um stjórnina erlendis! Nú er hann þó sloppinn úr haldi og biður leyfis að mega gefa „Madrid" út á nýjan leik Enn kemur fyrir, að blöð eru tekin úr umferð, ellegar hótað er að taka þau úr umferð. í sumar voru útgef- endur pólitisks timarits, „Cuadernos Para el Dialogo", neyddir til þess að klippa út úr þvl grein, er hét „Pynt- ingarnar á Spáni". Þar voru nafn- greindir 70 menn, sem sætt höfðu pyntingum spænsku lögreglunnar Hætt var við birtingu vegna þess. að yfirvöld hótuðu að gera tímaritið upptækt og draga ritstjórana fyrir herdómstól Skömmu siðar ákvað hæstiréttur, að efna um meintar pyntingar mætti dreifa „innan tak- marka", þ.e.a.s. skyldi sæta ritskoð- un meðan rannsókn færi fram Enn kemur líka fyrir, að blaða- menn eru fangelsaðir fyrir skrif sin. Fyrir stuttu var Federico nokkur Villagran Bustillo dæmdur til tveggja ára fangavistar Honum var gefið það að sök að segja. að banda- riskt herlið hefði gengið á landi i herstöð Bandarikjamanna i Rota á Suðurspáni i þvi skyni að skerast í leikínn i Portúgal. Fylgdi það dómin- um, að þetta væri rangt með farið Daginn, sem ég fór frá Spáni. voru tveir blaðamenn við timaritið „Interviu" kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þeir höfðu tekið saman grein. sem hét „Að deyja i Madrid" og fjallaði um örlög Carlos Coozalez, unga háskólanemans, sem lögregl- an skaut til dauða seint í september siðast liðnum Enn fremur var blaða maður víð annað pólitiskt timarit, „Posible kallaður til yfirheyrslu hjá herstjóra; hann hafði ritað grein, sem hann kallaði „Saga ETA- skæruliðanna". Málfrelsi sætir sem sé enn ofbeldi á Spáni Þó nokkuð efni nær ekki fram að ganga i fjölmiðlum Þó er ekki um það að villast, að betur er komið nú en var í tið Frankós. Leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka, sem eru bannaðir i orði kveðnu en viðurkenndir i raun, flytja mál sitt í blöðum og timaritum og þar er það einnig rætt, hvort tveggja frjálslega En ritskoðun hefur tiðkazt lengi á Spáni Mjög lengi Nú er það komið I Ijós, sem lengi fór dult, að menn þyrstir I frjálsar og ærlegar fréttir Þess vegna fer tímaritum æ fjölg- andi á Spáni um þessar mundir Hvergi annars staðar i Evrópu koma nú út jafnmörg og góð pólitisk mál- gögn. — ANDERSKUNG. SÆNSKI sjónvarps- og blaðamaSurinn Andres Kúng, sem fyrir skemmstu dvaldist um hrið á Spáni til að kynna sér ástand og horfur, hefur skrifað nokkr- ar greinar fyrir Morgun- blaðið um þetta efni. Hér er sú fyrsta og fjallar um spænsku fjölmiðlana og þær hömlur sem enn eru á þeim. Þá fjallar ein greinin um Lluis Xirinacs, sem ýmsum fannst að hefði að ósekju mátt hljóta friðar verðlaun Nóbels i ár. Siðasta greinin fjallar um Kataióníumenn og sjálf- stæðisbaráttu þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.