Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 19

Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 19 THE OBSERVER THE OBSERVEB THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Teikningin er af nýjasta tundurspilli Japana, tæplega 4.000 tonna skipí, sem smfði var lokið á núna f sumar. Japanir hyggjast efla herskipaflota sinn / Einn af eldri tundurspillum japana, en þó mjög svo nýtfzkulegur. JAPÖNUM er mjög umhugað um að treysta veldi sitt á höfun- um um þessar mundir. Ástæðurnar eru ýmiss konar, en einkum aukin umsvif sovézka flotans í Austurlöndum svo og vaxandi likur á alþjóð- legum deilum um yfirráðarétt yfir hafsvæðum. Hrfsvæðin umhverfis Japan eru þjóðinni afar mikilvæg. Hins vegar er japanski her- skipaflotinn harla rýr og enda þótt landhelgin hafi verið færð úr þremur mflum f tólf, og ætlunin sé að taka upp 200 mflna efnahagslögsögu innan tíðar, hefur lftt verið hugað að þvf að efla hann. Japanir eru meðal helztu siglingaþjóða heims og þeir flytja meðal annars gífurlega mikið af olíu sjóleiðis frá Ara- baríkjunum. Árið 1974 var tal- ið, að kaupskipafloti þjóðarinn- ar næmi um 39 milljónum tonna, og hann hefur eflzt tölu- vert sfðan. Er hann rúmlega f jórum sinnum öflugri en kaup- skipafloti allra annarra Asfu- ríkja, samtals og þar eru Sovét- ríkin ekki undanskilin. Vegur herskipaflotans hefur ekki vax- ið að sama skapi, og myndi hann litla vernd geta veitt hin- um mikla kaupskipaflota, ef til ófriðar drægi. Skipakostur hersins nemur aðeins 160.000 tonnum auk 1.000 flugvéla. Japanir geta jafnvel ekki með góðu móti annazt strand- gæzlu á hinum víðáttumiklu strandlengjum landsins né heldur séð fyrir nægilega öflug- um vörnum á hernaðarlega mikilvægum stundum. Er þetta meðal annars ástæðan til þess, að strandgæzlan f Japan, sem starfar ekki á vegum hersins, kostar nú kapps um að auka umsvif sfn. Strandgæzlan hefur nú í bfgerð þriggja ára áætlun um eflingu skipakosts o.fl. Er þar m.a. gert ráð fyrir tveimur gæzluskipum með þyrlum og á hvort um sig að vera 3.800 tonn að stærð. Þá á að smfða 6 hrað- skreið lítil gæzluskip. En sjóhernum er vitaskuld mestur vandi á höndum, og ýmislegt bendir til þess að skilningur fólks á þörfinni fyr- ir að bæta og efla herskipaflota landsins sé farinn að glæðast. Ekki er talið, að almenningur f Japan geri sér ljósa grein fyrir þeirri hættu, sem þjóðinni get- ur stafað af hernaðarumsvifum annarra þjóða á hafinu. Ymsir yfirmenn flotans hafa þó lagt sig í lima við að brýna þetta fyrir almenningi, og þar á meðal er Kazutomi Uchida flotaforingi, sem nú er kominn á eftirlaun. Hann var liðsfor- ingi i sjóhernum og sfðar yfir- maður herforingjaráðs flotans. í grein, sem Kazutomi Uchida skrifaði fyrir skömmu og fjallaði um hernaðarkapphlaup og öryggismál Austur-Asfu, benti hann á ýmsa þætti, sem valdið gætu deilum og átökum í þessum heimshluta, og þá eink- um vegna efnahagslegra hags- muna. 1 fyrsta lagi segir hann, að mikil ástæða sé til að ætla, að olíu sé að finna á landgrunni Austur-Kfnahafs. A þessu svæði eru Senkaku-eyjar, sem Japanir eiga, en bæði Kfnverj- ar og Formósumenn gera tilkall til. I Suður-Kfnahafi eru Paracel- eyjar, sem Kínverjar eiga, en Víetnamar, Filipseyingar og Formósumenn gera einnig til- kall til. Talið er líklegt, að olíu sé einnig að finna á þessum slóðum. Flotaforinginn sýnir f grein sinni fram á, að þetta þrætuepli sé mjög nálægt helztu siglingaleiðum á svæð- inu, og geti þeim verið mikil hætta búin, ef ófriðarástand skapist vegna yfirráða yfir eyj- unum. Japanir eiga einnig í deilum við Suður-Kóreumenn um yfir- ráð yfir hafsvæðum á milli landanna, þar sem olfu er lík- lega að finna. Annars staðar má búast við deilum út af fiskveiði- réttindum þar sem hingað til hafa verið alþjóðleg fiskimið. Þá eru Japanir uggandi um, að frjálsar siglingar um svæði og sund, sem hingað til hafa verið alþjóðlegar siglingaleiðir, verði skertar í ljósi þeirra breytinga, sem komið hafa til tals á Hafréttarráðstefnanni. Má þar meðal annars nefna siglingar um Malacca og Lom- bok. Ef til ófriðar kemur á Kóreu- skaga, er hætt við því, að sjó- herir Norður- og Suður-Kóreu takizt á á Japanshafi, rétt við bæjardyrnar hjá Japönum, en ýmislegt hefur bent til þess að undanförnu, að sambúð þessara tveggja ríkja fari versnandi. En flotamálasérfræðingar í Japan hafa hins vegar lang- mestar áhyggjur af útþenslu sovézka flotans í Austurlönd- um. Segir Uchida flotaforingi, að hann nemi nú rúmlega milljón tonna. Hafa Rússar á að skipa 110 kafbátum, 2.300 flug- vélum og 60 herskipum búnum eldflaugum. „Sovézki flotinn stækkar stöðugt," segir hann. „Rússar hafa bætt mjög alla aðstöðu til viðhalds og viðgerðar á flota sínum f Austurlöndum, og ekki er óhugsandi, að unnt sé að smiða orrustuskip og jafnvel kjarnorkuknúna kafbáta i Komsomolsk. Þá mun endur- lagning Síberíujárnbrautarinn- ar verða til þess aó stórbæta alla aðstöðu flotans á þessum slóðum.“ „Sovétmenn hafa lagt Norður-Vietnömum til ógrynni af vopnum," heldur hann áfram. „Sagt er, að þeir vilji fá eitthvað fyrir snúð sinn, og hafi m.a. beðið um afnot af Cam Ranh-flóa. Ekki er ólíklegt. að orðið verði við þessari beiðni, enda þótt Kinverjar séu þvi mjög andvigir." Eftir Mark Murray Uchida flotaforingi getur þess í grein sinni, að Japanir hafi verið gagnrýndir fyrir að taka ekki nægilegan þátt í vörn- um Austur-Asíu. Hafi það ekki þótt sóma, að þessi mikla siglingaþjóð sinnti ekki öryggisgæzlu á siglingaleiðum. „Þetta er hins vegar á mis- skilningi byggt,“ segir flota- foringinn. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er Japönum óheimilt að senda herlið til annarra landa. Af þessum sök- um gátu þeir ekki stutt tillögu, sem Lee Kuan Yew forsætisráð- herra Singapore lagði fram árið 1973 og gerði ráð fyrir sameiginlegum flota rikjanna I Suð-Austur-Asíu með stuðningi Bandarlkjanna, Ástrallu, Nýja- Sjálands Vestur-Evrópu og Jap- ans. En hann segir ennfremur: „Með þvl að færa okkur I nyt út I yztu æsar landfræðilegar að- stæður hefur okkur tekizt að efla sjóvarnir á mikilvægum sundum innan okkar eigin lög- sögu. Við höfum stórbætt að- stöðu okkar til að fylgjast með erlendum kafbátum og þar með lagt drjúgan skerf af mörkum til að torvelda erlendum kaf- bátum athafnir á úthöfunum. Þar með höfum við einnig stuðlað að því, að sjötti floti Bandarlkjanna f Austur-Asíu hefur rýmra athafnafrelsi en ella.“ Eigi að síður telur flota- foringinn, að uppbygging japanska flotans verði að hafa algeran forgang I J apan, því að varnarmátturinn á höfunum sé alltof slakur. Meðal annarra ráðstafana, sem nauðsynlegar séu, telur hann eftirfarandi: — Japanir eiga að stuðla að athafnafrelsi þess herafla Bandarfkjamanna sem nauð- synlegur er til varna i Austur- Asfu. Hann segir, að þessar til- lögur séu byggðar á þeirri for- sendu, að sjöundi flotinn verði aldrei kvaddur á brott gegn vilja Asíuþjóða. — „Það er æskilegt, að Japanir og Bandaríkjamenn hafi i sameiningu eftirlit með ferðum herskipa og geri út björgunarleiðangra I sameiningu, þegar nauðsyn krefur. Ennfremur sé æskilegt, að þessar tvær þjóðir hafi sameiginlega njósnastarfsemi, en það er nauðsynlegt, ef til ófriðar kemur." — „Nauðsynlegt er að Bandarfkjamenn og Japanir geti komið á framfæri upp- lýsingum um aðsteðjandi hættu með þvl að skjóta á loft könnunarhnöttum." — Að lokum segir flota- foringinn, að Japanir geti að vísu ekki framleitt kjarnorku- vopn, en eigi að síður geti þeir og þurfi að stunda rannsóknir á nýtizku vopnabúnaði I sam- vinnu við aðrar þjóðir og reyna að hagnýta sér ýmsar nýjungar I rlkara mæli en hingað til, þar á meðal lasergeisla. Lyf við magasári gef- ur miklar batavonir LYF, sem kann að lina þjáning- ar þeirra fjölmörgu, er þjást af skeifugarnar- og magasáum, er nú komið á markaðinn á Bret- landi og er verið að undirbúa notkun þess f Bandarfkjunum. Samkvæmt upplýsingum lækna hérlendis, er lyfið enn óskráð, en gera má ráð fyrir að að verði tekið f notkun á sjúkrahúsum hér innan tveggja ára. Lyf þetta nefnist cimetidine og er talið geta valdið byltingu I meðferð skeifugarnar- og maga- sára, eftir því sem segir í ný- legri grein í bandarfska tfmarit- inu Newsweek. í sömu grein er skýrt frá því , að um 150.000 manns gangist árlega undir uppskurð i Bandarlkjunum vegna maga- og skeifugarna- sára. Morgunblaðið reyndi að afla samsvarandi upplýsinga á sjúkrahúsum hér, en það reyndist ekki mögulegt, þar eð ekki verður auðveldlega gengið að slíkum upplýsingum með skömmum fyrirvara. Maga- og skeifugarnasár eru talin stafa af offramleiðslu magasýru eða sérstakar við- kvæmni slimhúða I maga eða skeifugörn gagnvart sýrunum. Sár i skeifugörn eru algengari en I maga. Sérstakt mataræði fyrir þá, er þjást af sárum I maga eða skeifugörn, inniheld- ur lítið krydd og mikið mjólkur- magn, auk þess sem þeim er jafnan gefin sýrueyðandi efni. En á síðustu árum hefur komið I ljós, að litlar sönnur eru á að slíkt mataræði hafi græðandi áhrif og að mjólk hafi freka örvandi áhrif á framleiðslu magasýra en hitt. Þá munu sýrueyðandi efni aðeins draga úr verkjum, í stað þess að kom- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.