Morgunblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 Skattar á Islandi: 36,4% af þjóðar- framleiðslunni FRÉTT í Morgunblaðinu í gær skýrir frá því, að Danir séu skatt- píndasta þjóð Evrópu, en þar seg- ir að samkvæmt upplýsingum OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, sé hlutfall skatta í Danmörku 46,68% af þjóðar- framleiðslu. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Mbl. hefur aflað sér er sambærileg tala á tslandi Akranesi 5. janúar. JÖLA- og nýárshátíðirnar liðu á hefðbundinn hátt hér á Akranesi, allt fór vel fram og stórslysalaust. Skaginn var skreyttur með trjám og Ijósum eins og vera ber. Mikið var verzlað og ekið á dýru benzíni um steinsteyptar götur bæjarins og ekki alltaf hávaðalaust. Kirkjusókn var óvenju góð og hefur verið reyndar á árinu sem var að líða. Flugeldum var óspart skotið á loft á gamlárskvöld. Kiwanis- klúbbsfélagar höfðu reyndar áður gengið í hús og selt ,,fírverkirí“ til fjáröflunar góðgerðarstarf- semi sinni sem áður. Engir „fljúgandi diskar" né furðuflugvélar sáust á lofti. í því sambandi dettur mér f hug strákurinn, sem smíðaði mikinn flugdreka á árunum 1920 — 25 eftir teikningu úr „Fauille Journal" sem var þá algengt blað á heimilum. Hann setti tvö vasa- ljós í vængi drekans og setti hann á loft í hagstæðum vindi þegar skyggja tók á kvöldin. Bar hann svo vftt og breitt um túnin, sem voru stór i þá daga. Fólk safnaðist saman og velti vöngum yfir fyrir- bærinu og kvenfólkið var skelkað og bað karlmennina að fylgja sér heim. Þá hætti strákur þessum leik. í revium frá þessum tíma 10 erlendir togarar nú við landið AÐEINS var vitað um 10 erlend veiðiskip við ísland í gær, voru það 8 v-þýzkir togarar og 2 belg- ískir. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Landhelgis- gæzlunni i gær, að fjórir brezkir 500 tonna togarar væru nú komn- ir á miðin á Dohrnbanka um 30 mflur vestan við miðlínu milli Islands og Grænlands og er einn togaranna búinn að vera nokkurn tíma á þessum slóðum. Þrettánda- gleði í Eyjum HIN hefðbundna þrettándagleði Knattspyrnufélagsins Týs í Vest- mannaeyjum verður haldin með tilþrifum að vanda. Þrettánda- gleðin hefst um kvöldmatarleytið með þvi að jólasveinar tendra blys á Hánni í liðlega 100 metra hæð og síðan halda þeir i skrúð- göngu um bæinn, skjóta upp eld- flaugum á leiðinni og kyrja ára- mótalögin í gríð og erg. Stanzað er hjá elliheimilinu og sjúkrahúsinu þar sem sérstakar flugeldasýn- ingar eru haldnar fyrir sjúklinga og vistfólk. Síðan er haldið á íþróttavöllinn við Löngulág þar sem þrettándabrenna er tendruð og jólasveinar, álfar, púkar, skrípitröll, þursar og aðrir góðir gestir úr Eyjabjörgum stíga dans og syngja fram eftir kvöldi. Týrarar vinna ávallt mikla undirbúningsvinnu vegna þrettándagleðinnar og fá til liðs við sig áhugafólk úr röðum Þórs- ara og annarra Eyjaskeggja. 36,4%, en sú tala er spátala yfir árið 1976. Samkvæmt fréttinni í gær eru fjögur lönd með meiri skattpín- ingu i Evrópu en Island. Næst á eftir Dönum bera Norðmenn hæsta skatta, en þar er hlutfall skatta af þjóðarframleiðslu 45,27%, Holland er með 45,18% og Svfþjóð með 44,21 %. var sungið viðlag í gamanvlsum: „Það er sem furðuflugvélar fari um hausinn á mér.“ — Er ekki eitthvað likt á ferðinni f dag þótt ekki sé dregið i efa að um yfir- náttúrulega gjörninga geti verið að ræða. Vetrarvertiðin er hafin, línu- bátar öfluðu frá 3—6 tonna í sfð- asta róðri. Skuttogarinn Krossvík kom inn í gær með 120 lestir af þorski og blönduðum fiski og skuttogarinn Haraldur Böðvars- son með 150 lestir. Júlfus. Uppgjör við Eyjar bíður lokaúttektar MORGUNBLAÐIÐ innti Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra eftir því í gær hver yrðu viðbrögð rfkisstjörnarinnar f sambandi við bráðabirgðaúttekt þá á fjárhags- vanda bæjarsjöðs Vestmannaeyja vegna eldgossins, sem nefnd skip- uð af rfkisstjórninni hefur nú skilað og sagt var frá f Morgun- blaðinu f gær. Kemur þar m.a. fram að nefndin telur fjárhags- vanda bæjarsjóðs vera f dag vegna eldgossins 400—600 millj. kr. og einnig kemur þar fram að raunkostnaður við uppbyggingu á vegum bæjarsjóðs er yfir 100% meiri f raun umfram bóta- greiðslur. Geir Hallgímsson sagði að álit þeirra félaga i úttektarnefndinni hefði verið lagt fram í rfkisstjórn- inni, en hins vegar taldi hann eðlilegast að bíða með afgreiðslu á málinu þar til lokaúttekt liggur fyrir, en nefndin reiknar með að það verði ekki sfðar en í febrúar. „Það er engu tapað með þvf að láta málið bíða eftir lokaniður- stöðum,“ sagði forsætisráðherra," og þá verður það afgreitt og gert upp í heild." Schiitz kominn ÞÝZKI rannsóknarlögreglu- maðurinn Carl Schíitz er nú kominn til landsins úr jólafríi til Ðýzkalands. Hefur hann tekið 'til óspilltra málanna við rannsókn Geirfinnsmálsins, en hann lýsti því yfir áður en hann fór utan að nú væri aðeins eftir að reka smiðshöggið á málið. Kvaðst hann vonast eftir þvi að það myndi upp- lýsast fyrir mánaðamótin janúar/febrúar. Góð sala Vigra í V-Þýzkalandi STUTTOGARINN Vigri RE seldi 218,3 lestir af ísfiski f Bremer- haven í gærmorgun fyrir 283 þús- und mörk eða 31 millj. króna. Meðalverð á hvert kíló var kr. 142, sem þykir ágætis verð, sér- staklega með tilliti til þess að nokkuð mikið framboð var á v- þýzka fiskmarkaðnum f gær. Afl- inn, sem Vigri var með, var að mestu Þorskur, en ennfremur dálftið af Þorski, karfa og ufsa. I dag á Karlsefni að selja f Þýzkalandi. — Handtökumálið Framhald af bls. 2 Tel ég, að með þessu hafi átt að blekkja konurnar. Kvaðningin var svohljóðandi: Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvfk, Grindavík og Gullbringusýslu. Þér eruð hér með kvaddar til að mæta í dómsal embættisins, að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, þriðju- daginn 4. janúar 1977 kl. 17.15 til að veita liðsinni f þágu rannsókn- ar opinbers máls. Lögskylt er að mæta. Guðm. Kristjánsson Undir var auk þess stimpill lög- reglustjórans. „Sakbendingin skrípaleikur“ Samkvæmt frásögn nokkurra þeirra aðila, sem viðstaddir voru þennan skrfpaleik áskrifstofulög- reglustjórans í Keflavík hefur komið fram að hann var með slík- um endemum að hvergi mun vera hægt að finna hliðstæðu f ís- lenzku réttarkerfi. Aðgerðinni stjórnaði rannsóknarlögreglu- maður úr Reykjavfk, sem unnið hefur fyrir Steingrím Gaut, en hann mun vera nokkurs konar „sérfræðingur" í málum sem við- koma mér og Kristjáni Péturs- syni. Þá hefi ég sannfrétt að f sam- bandi við greinda sakbendingu, hafi verið hafðir f frammi ýmsif óvanalegir tilburðir. Má þar nefna að konurnar voru látnar tala og gapa, og taka af sér gler- augu og höfuðföt. Þá er að nefna dæmi um þá sérstöðu sem fram kom þarna, sem var að Guðbjart- ur Pálsson, fór tvær skoðunar- ferðir, sem mun vægast sagt vera óvenjulegt. Þá er venja að í sak- bendingu séu aðilar aðskildir, þ.e. að grunaðir sjái ekki vitnin, þetta var ekki gert, sem þó var mjög auðvelt að koma í framkvæmd. Þá er og eitt athyglisvert við greinda sakbendingu að ég hefi ástæðu til þess að ætla að engin af konunum hafi með rökum verið grunuð um aðild að refsiverðum verknaði. Óskaö eftir athugun Þá vil ég sérstaklega taka það fram að ég tel ólöglega hafi verið að farið með kvaðningu konu minnar og systra, en eins og fram kemur er fram tekið á kvaðningu að lögskylt sé að mæta. Skv. 41 sbr. 89 gr. laga um meðferð opin- berra mála eru þessir aðilar und- anþegnir lagaskyldu um að bera vitni, svo og að veita liðsinni á þágu rannsóknar opinbers máls. Ég mun óska eftir athugun a.m.k. þessum þætti hvað varðar sak- bendinguna, svo og aðild bæjar- fógetaembættisins í Keflavik við rannsókn „handtökumálsins" sem er í höndum sérstaks setudóm- ara.“ Sakbendingin að ósk Steingríms Vegna þessara orða Hauks Guð- mundssonar hafði Mbl. samband við Steingrfm Gaut Kristjánsson, setudómara f handtökumálinu, og Guðmund Kristjánsson, fulltrúa f Keflavík. Sagði Steingrímur að sakbendingin hefði farið fram að hans ósk og hefði það einnig ver- ið hans ósk að lögreglustjóraem- bættið í Keflavík tæki að sér boð- un kvennanna, enda teldi hann það eðlilegt þar sem um lögreglu- aðgerð væri að ræða. Guðmundur Kristjánsson sagði að hann hefði eingöngu séð um boðun í sak- bendinguna, en ekki komið nærri henni að öðru leyti. Þegar hann var spurður um það hvort boðun eiginkonu og systra Hauks hefði hugsanlega verið ólögmæt, kvaðst hann engu vilja um það svara. — Margeir . . . Framhald af bls. 2 hafa slfka aðstoðarmenn, en hann hafði engan. Diesen hlaut sem fyrr segir 10 vinninga, Tékkinn Ftacnick hlaut 9‘A vinning og nafnbótina Evrópumeistari unglinga, Grin- berg frá ísrael hlaut 9 vinninga Rússinn Vladimirow, og Leow frá Singapore, Sisniega frá Mexico og Campora frá Argentínu hlutu 8'A vinning. — Kortsnoi . . . Framhald af bls. 1. sá síðarnefndi er í útlegð í Hol- landi. Að sögn Kortsnojs hafa Sviss- lendingar og Italir sóst eftir að halda einvígið og hafa Sviss- Iendingar boðið sigurvegaran- um 8.000 bandariska dollara eða rúmlega 1.5 milljónir króna I verðlaun en þeim sem tapar 5.000 dollurum eða 950 þúsund krónur. Honum var ekki full- kunnugt um hvaða kjör Italir bjóða. Aðspurður um hvort hann yf- irleitt gæti hugsað sér að tefla á íslandi ef nægileg verðlaun yrðu í boði sagða Kortsnoj: „Já, ég get vel hugsað mér að tefla á tslandi, enda hafa fs- lenzku stórmeistararnir verið mér mjög vinsamlegir og ég á þeim margt að þakka. Hins veg- ar getur staðarvalið orðið erfitt því það er mjög erfitt að eiga við Petrosjan og sovézka skák- sambandið. Ef ég óska eftir að tefla á tslandi má búast við að Petrosjan vilji t.d. Sviss og ef ég vil Sviss þá vilji Petrosjan Island.“ Kortsnoj kvaðst vera sann- færður um að af einvíginu yrði og sagðist hann að vissu leyti hlakka til að hitta aftur gamla félaga sína úr sovézka skáksam- bandinu. „Ég held að Kortsnoj sé ekki búinn að hafa samband við FIDE til að kynna sér nánar hvernig málin standa. Ég hef aldrei heyrt að Italir hafi áhuga á þessu annað en þeir voru að tala um það fyrir tveimur mán- uðum að bjóðast til að halda öll mótin, og Rússar hafa lýst því yfir, að þeir séu andvfgir því að Petrosjan tefli f Sviss“ sagði Einar Einarsson forseti skák- sambandsins Islands er Mbl. bar þessa frétt undir hann. Ein- ar sagðist myndi hafa samband við Euwe á morgun til að spyrja hann hve langan tfma keppend- ur hefðu til að ákveða sig og fá skýr svör um það hvað hann geri ef þeir ekki nái samkomu- lagi. Sagði Einar að tilboð Is- lendinga stæði a.m.k. til 15 þessa mánaðar, en í því er verð- launaupphæðin um 950 þús. kr., sem er þreföld lágmarks- upphæð skv. reglum FIDE. — Mikil viðgerð Framhald af bls. 36 lega í Dómkirkjusöfnuðinum und- anfarin ár, en söfnuðurinn greiðir viðgerðir á kirkjunni nær algjör- lega sjálfur. Eins og áður sagði er reiknað með að endurbæturnar á kirkj- unni taki a.m.k. tvo mánuði og á meðan verða guðsþjónustur safn- aðarins á sunnudögum klukkan 11 í Háskólakapellunni og klukk- an 17 í Frikirkjunni. Síðasta guðs- þjónustan í Dómkirkjunni að sinni var á sunnudaginn var, en stefnt er að því að vorfermingar sóknarbarna verði f Dómkirkj- unni. — Loðna . . . Framhald af bls. 36 Fyrir 12% feita loðnu eru eftir nýja verðinu greiddar kr. 9.08 á kílóið, fyrir 13% feita 9.60 kr. og fyrir 14% feita 10.12 kr. Ef loðn- an reynist 13% feit er verðmæti 500 tonna farms 9.6 millj. kr. og hásetahlutur um 100 þús. kr. I fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins, sem Morgunblaðinu barst í gær segir, að loðnuverðið breytist um 60 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnis- magn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Auk þess greiði kaupendur 18 aura fyrir hvert kg f loðnuflutn- ingasjóð. Á undanförnum loðnu- vertíðum hefur fitufrítt þurrefn- ismagn loðnunnar verið að meðal- tali um 16% og meðalfita um 8%. I fréttatilkynningunni segir ennfremur að fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers loðnufarms skuli ákveðið af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skuli sam- eiginlega af fulltrúa veiðiskips og verksmiðju, eftir nánari fyrir- mælum Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Nýja verðið miðast við loðnuna komna f löndunartæki verksmiðju og er það upp- segjanlegt frá og með 1. marz og sfðar með viku fyrirvara. Loðnuverðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaup- enda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. „Ástæðan fyrir því að við greiddum atkvæði gegn þessari verðákvörðun er að okkur finnst hlutur verksmiðjanna gerður of stór. Við erum alls ekki óánægðir að greitt verði f verðjöfnunarsjóð og í sjálfu sér þýðir þetta verð 6—7% hækkun frá því sem var f sumar,“ sagði Páll Guðmundsson annar fulltrúi seljenda í yfir- nefndinni þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Fulltrúar kaupenda vildu hins vegar ekkert tjá sig um verðið. Auk Páls Guðmundssonar áttu sæti í yfirnefndinni: Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður, Jón Reynir Magnússon og Guð- mundur Kr. Jónsson af hálfu kaupenda og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda. — Andófsmaður Framhald af bls. 1. verið fyrirskipað að koma aftur til skrifstofunnar á morgun til að svara frekari spurningum, en hann hefði ekki f hyggju að fara af frjálsum vilja. Hann sagðist hafa svarað öllum spurningum með því að skýra frá þvf hvernig honum persónulega fyndust þær brjóta f bága við ákvæði Helsinki- sáttmálans. — Ný reglugerð Framhald af bls. 1. mánuðinum. Embættismenn sögðu að aðildarríkin hefðu sam- þykkt að búa fyrst um sinn við núverandi aðstæður án formlegs samkomulags um framkvæmd fiskveiðilögsögunnar, enda hefði þjóðum utan bandalagsins verið sagt í sfðasta mánuði að þær gætu ekki lengur stundað veiðar innan 200 mflna lögsögunnar og benti allt til þess að þær hefðu fallist á það. Drögin að reglugerðinni verða endurskoðuð og sett f hana ákvæði um eftirlit og verndarað- gerðir og verður hún lögð fyrir fund utanrfkisráðherra banda- lagsins 18. janúar. Aðeins Bretar hafa samþykkt löggjöf samhliða lögum um út- færslu f 200 mílur, sem kveður á um tilhögun veiða innan fiskveið- lögsögunnar. Er útfærsla EBE- fiskveiðilögsögunnar gerð með þeim hætti að hvert aðildarríki færir út sfna lögsögu í 200 mílur en allar lögsögurnar eru sfðan gerðar að einni heildar EBE- lögsögu þar sem sameiginlegar reglur eiga að gilda. — Skip fengu . . Framhald af bls. 3 sagði f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að SV kaldi væri nú á loðnumiðunum og tunglið væði f skýjum, þannig að von væri til að loðnan lyfti sér vel er liði á nótt- ina, ef þá væri ekki komin bræla. Sagði hann að loðnuskipin hefðu fært sig nokkru norðar en þeir voru fyrst í fyrrakvöld. Árni Friðriksson leitaði loðnu í austur og norðaustur af loðnuflot- anum í fyrrinótt og gærmorgun og fann þá nokkurt loðnumagn á þvf svæði og voru nokkur loðnu- skip á því svæði í gærkvöldi. — Kornuppskera Framhald af bls. 17. gerðir voru 1975, er uppskeran brást, en þá sömdu Sovétríkin um kaup á 6—8 milljón lestum af korni á ári frá Bandarfkju um næstu 5 ár. Ráðherrann sagði að kvikfénaði hefði fjölgað 1976 þrátt fyrir upp- skerubrestinn 1975 og sagði að aðeins f sósíalistarfki væri hægt að koma í veg fyrir að neyðar- ástand skapaðast þótt uppskeru- brestur yrði. Mikið af flugeldum — engir furðuhlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.