Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 21 Hovhanness Pilikian vildi láta birta mynd af sér f þessum bún- ing til að mótmæla veðráttunni á tslandi. NtJ UM áramótin kom hingað til lands leik- stjóri frá Bretlandi, Hov- hanness Pilikian, til að leikstýra King Lear eftir Shakespeare, en það verður frumsýnt þ. 2. marz n.k. í Þjóðleikhús- inu. Hovhanness Pilikian er armeniskur að uppruna en hef- ur um árabil starfað sem leik- stjóri I Bretlandi og vfðar. Hann er nú búsettur í London og er talinn með „frumlegustu ieikstjórum í Englandi um þessar mundir", eins og segir i leikdómi um síðasta leikritið sem hann hefur sviðsett þar, Bobok eftir Dostojevsky. Þá hefur Pilikian einnig starfað Lér kon- ungur1 Þjóðleik- húsinu fyrir sjónvarp og hlaut m.a. verðlaun fyrir leikstjórn á Elektru fyrir brezka sjónvarpið árið 1971. Pilikian er einnig fræðimaður á sviði leikbók- mennta og vinnur nú að doktorsritgerð um King Lear. Stefán Baldursson, sem er að- stoðarleikstjóri við sviðsetn- ingu Kins Lears, sagði enda að leikurum Þjóðleikhússins væri þegar, eftir fárra daga æfingar, ljóst, að hann legði mjög sér- stæðan og ákveðinn skilning á leikritið. Þá er einnig væntanlegur til Þjóðleikhússins leikmynda- teiknari, Ralph Koltae, sem annast mun leikmynd f leikriti Shakespeares. Að sögn Stefáns Baldurssonar er ekki síður fengur að Koltae en Pilikian, þar eð Koltae væri nú talinn f fremstu röð leikmyndateiknara og hlaut hann verðlaun á al- þjóðlegri leikmyndasýningu á síðasta ári. Eins og fyrr sagði, verður King Lear frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu 2. marz n.k. Helgi Hálfdánarson þýddi leikritið og nefnir það „Lér konungur". Rúrik Haraldsson mun fara með hlutverk Lés. Lýst eftir 1000 marka seðlum SEÐLABANKI Islands sendi I gær frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu: „Hinn 14. desember s.l. var framið mannrán f V-Þýzkalandi og krafizt lausnargjalds. Mann- ræningjarnir komust undan með lausnargjaldið, 21 milljón þýzkra marka og hefur ekkert af því fé enn komizt í umferð, svo vitað sé. Erú þetta allt 1000 marka seðlar. Interpol hefur sent númer þess- ara seðla til íslenzkra stjórnvalda ef vera kynni að þeirra yrði vart hér á landi. Það eru þvi tilmæli Seðlabank- ans til bankastarfsmanna og ann- arra, sem gjaldeyri hafa undir höndum, að þeir verði vel á verði gagnvart 1000 marka seðlum og leiti upplýsinga um númerin hjá Seðlabankanum." KIMAWASA MJÖG FULLKOMIÐ 0G AFGERANDI SJÁLFSVARNARKERFI Námskeiðið í Kimewasa er að hefjast. Kennsla fer fram í húskynnum Judofélags Reykjavíkur að Brautarholti 18. Námskeiðið hefst á laugar- dag kl. 1 2 — 1. Innritun fer fram í dag fimmtudag frá kl. 11—7 og á morgun frá kl. 11—7 í síma 33035. Aldurstakmark 1 5 ár. — „Reynsla Japana,, Framhald af bls. 3 gefið rétta heildarmynd af japönsku þjóðfélagi, en ef svo á að vera, þá verður svona mynd að fjalla um fleiri þætti þjóð- félagsins. Það sem myndirnar fjölluðu um var ákaflega þröngt svið, og ég skil ekki hver tilgangurinn var með þvi að fjalla á þennan hátt um japanskt þjóðfélag. Allur texti myndarinnar var afar nerkvæð- ur fyrir Japan, og verð ég að segja að það hlýtur að vera hættulegt að sýna svona mynd- ir og segja að þær fjalli um eitthvert þjóðfélag, því þessar myndir sýndu japanskt þjóð- félag ekki í réttu ljósi. Ég get reyndar sagt um þessa þætti að eftir að þeir voru frumsýndir varð mikil mót- mælaalda gegn efni þeirra, þ.e. að þeir væru táknrænir fyrir Japan sem heild. Japansk- enska félagið á Englandi mót- mælti þeim harðlega, og í japönskum timaritum var mikið fjallað um þessa þætti sem ættu að sýna Vesturlanda- búum hvernig Japan væri I raun og veru, og þar sagt að þeir væru afar neikvæðir og gæfu mjög ranga mynd af hlut- unum. I þessu sambandi má kannski minnast þess að þessi sami flokkur, undir stjórn sama stjórnanda, fór áður til Banda- rikjanna og tindi þar til allt það neikvæðasta sem hægt var að finna i þvi þjóðfélagi og gerði um það mynd, sem átti að vera táknræn fyrir bandariskt þjóð- félag.“ Gylfi Jónsson flugmaður: „Ég hef ekkert út á þessar myndir að setja, og það var ekkert I þeim sem ég ekki kannaðist við á einn eða annan hátt. Það sem þær sýndu kom mér ekkert á óvart, þvi ég hef sjálfur séð og kynnst flestu þvi sem hún sýndi. Myndirnar fundust mér ákaflega raunsæjar. Þær sýndu vel allan þann ópersónuleika sem þarna ríkir og viðfangsefnið er bara hluti I keðju sem er partur af ákveðnu kerfi þjóðfélagsins. Hitt er svo annað mál að það er vel hægt að gera mynd um Japan sem dregur upp allt aðra mynd af þjóðfélaginu en til þess verður náttúrulega að sleppa eymdarhliðunum, sem umræddar myndir fjölluðu um, og eru hluti af Japan. Júlíus Sólnes verkfræðingur: „Ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög sleginn yfir þessum myndum sem voru i sjónvarp- inu. Maður er hreint standandi hissa því sá boðskapur sem I þeim var passar alls ekkert við það sem ég sá sjálfur þar. Þótt það sé sennilega rétt að það sé margt sem aflaga fer I landinu, þá getur maður ekka fallist á það sem þarna var sýnt, og að það sé það sem blasir við I Jap- an. Þá er það örugglega röng skoðun að þarna sé alls staðar sú fátækt sem þessar myndir drógu upp, maður sér slíkt til dæmis strax I klæðaburði fólks og hvernig það er almennt til fara á götum úti. Það má náttúrulega rífast um það endalaust hvernig meta á lífsgæði I Japan eins og t.d. að segja að hreint andrúmsloft og vatn sé miklu dýrmætara en ísskápur og menn komast ekki að niðurstöðu I slíkum málum. En hitt er svo annað mál að svona kvikmyndaflokkur gæti vel komið til íslands og gert neikvæða mynd um okkur með því að taka fyrir eitthvað slæmt sem kannski mætti finna ef leitað væri að því. Já, þessar myndir voru óskaplega nei- kvæðar að minu mati, annað getur maður ekki sagt.“ Allt á stórafslætti nýjar sem nýlegar vörur Flauelisbuxur Flauelisvesti Gallabuxur 5 gerðir Skyrtublússur Prjónakjólar Kápur Peysur gífulegt úrval. Hljómplötur Kodak vasamyndavélar Myndaalbum ÁSTÞÓR BANKASTRÆTI 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.