Morgunblaðið - 06.01.1977, Page 25

Morgunblaðið - 06.01.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977 25 HERTOGAFRUIN OG REFURINN HERTOGAFRtlIN OG REFURINN: NVJA BlÓ ★ ★ Leikstýrð og framleidd af Melvin Frank. Kvikmyndataka: Joseph Biroc. Amerisk frá 20th Century — Fox, 1976. Hér segir af bankaræningja nokkrum og bragðaref (George Segal), sem stingur af frá félög- um sínum, eftir vel heppnað bankarán. Hann hyggst taka næsta skip til Ástralfu og lifa þar góðu lifi af ránsfengnum, en innan skamms eru hans gömlu félagar komnir á sporið, og þar að auki gleðikona og kabarettdansmær (Goldie Hawn), sem einnig ásælist pen- ingana. Er ekki að orðlengja það, að á ýmsu gengur þar til vondu kallarnir eu allir i valinn fallnir, en hetjurnar okkar riða með ránsfenginn inni sólar- lagið. Eftir að Melvin Frank, sem búin er að gera gamanmyndir í fleiri tugi ára, gerði myndina A TOUCH OF CLASS, fyrir nokkrum árum, álitu margir að nýr uppgangstími væri að hefj- ast hjá þessum gamalreynda leikstjóra. H & R., sannar það hvorki né hrekur. Hún er vel i meðallagi, oft bráðfyndin, og oft er gert hressilegt grín að hinni gamalkunnu vestur- hetjuimynd, og gleðikonunni með gullhjartað. Þar ris skemmtun Franks hvað hæst í þessari mynd. En H. & R. væri mun rislægri ef ekki kæmi til frábær leikur þeirra Segal og Hawn, sem bæði mega tvimæla- laust teljast í hópi betri gaman- leikara í kvikmyndum í dag, (reyndar stendur hrossið Blackjack sig með ágætum líka). J ólamy ndir vestan haf LÍKT OG hérlendis stilla stóru kvikmyndahúsin í Bandaríkj- unum (og dreififyrirtækin) upp sínum bestu myndum um jólin. Þær myndir sem nú verkja hvað mesta athygli í New York eru fyrst og fremst hin umtalaða endurgerð myndarinnar um KING KONG, og nú slær öll fyrri aðsóknarmet þar vestra Álit- ið er að vinsældir hennar verði jafnvel enn meiri en JAWS, sem í dag er enn vinsælasta myndin sem gerð hefur verið. Söguþræði myndarinnar hefur aðeins lítillega verið breytt (eins og t.d nú eru það skýjakljúfarnir tveir nið- urá Wall Street, World Trade Center, sem hafa tekið við hlutverki Empire State bygg- ingarinnar, sem sögusvið lokaatriðsins. Með aðalhlut- verkið fer Charles Grodin, (THE HEARTBREAK KID) og Beau Bridges. THE SILVER STREAK troð- fyllir einnig öll hús þar vestra núna yfir hátíðarnar, enda er hér um að ræða skemmti- mynd, þar sem blandað er saman spennu, gríni og róm- antik. Þetta er fyrsta mynd framleiðandans Frank Yablans fyrir Fox kvik- myndaverið, en áður var hann æðsti maður Para- mount. Með aðalhlutverkið í THE SILVER STREAK fara m a Gene Wilder, Jay Claybourn og Richard Pryor. Warner Bros stillir upp endurgerð myndarinnar STAR IS BORN, en í þetta sinn er það Barbra Strei- sand og Kris Kristofferson sem fara með aðalhlutverkin, og baksviðið er poppheimur nútíðarinnar. BOUND FOR GLORY, gerð af Hal Ashby (THE LAST DETAIL), hefur hlotið góða dóma og aðsókn. THE MARATHON MAN er enn sýnd í Bandaríkjunum við mikla aðsókn, þá hefur og Paramount dustað rykið af tveggja ára gamalli mynd eftir Elaine May, sem nefnist MICKEY AND NICKY, með Anægjulegir endurfundir TÓNABÍÓ: BLEIKI PARDUSINN SNYR AFTUR ★ ★ Leikstj.: Blake Edwards. Aðalhlutverk: Peter Sellers og Chrfstopher Plummer. Ensk- amerísk frá 1975. Hér er á ferðinni framhald hinnar gamalkunnu myndar um stuldinn á „frægasta demanti heims“, „bleika pardusnum'*. sem sýnd var fyrir áratug eða svo, við miklar vinsældir. Enn er þessum makalausa steini rænt, og aftur er Inspector Clouseau (Peter Sellers) fengið hið vandasama verkefni að hafa upp á þjófnum — og demantinum. Clousseau fær fararleyfi hjá yfirboðara sínum (Herbert Lom), sem vonar heilshugar að Clouseau eigi ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Satt best að segja, þá rambar Lom á mörk- um brjálæðis sökum þess mikla taugaálags sem Clouseau veld- ur honum með sífelldum klaufaskap. Nú, þegar Clouseau hefur tekið við málinu, rekur ein vitleysan aðra, en fyrir hinar furðulegustu tilviljanir, þá tekst hinum treggáfaða lögreglufulltrúa einhvern veginn að leysa málið, líkt og fyrri daginn. BLEIKI PARDUSINN SNYR AFTUR, er líkt og fyrri myndin, byggð í kringum skop- leikarahæfileika Sellers. Hér fær hann ýmis gervi til að spreyta sig í, og verður ekki annað sagt en hann komist all vel frá sínu, þó svo að „slapstickið" keyri oft á tíðum um þverbak. En yfirleitt þarf engum að leiðast ámeðan að Sellers er á annað borð á tjald- inu. Þess á milli fellur BPSA niður í meðalmennskuna og vel það, verður langdræg og hæg- fyndin. En þeir sem sáu fyrri mynd- ina, ætlast líka til mikils, þvi það eru engir aukvisar sem standa að baki þessara mynda; Edwards Frank Waldman, Henry Mancini og Sellers. En jafnoka BLEIKA PARDUSS- INS finnur maður því miður ekki I framhaldinu, þó aó það sé hin ágætasta skemmtun — enda til mikils ætlast. engu ómerkari mönnum en þeim Peter Falk og John Cassavetes. Ein af meiri háttar stór- myndum jólahátíðarinnar er svo VOYAGE OF THE DAMNED, með langri runu af þekktum leikurum, þ.á.m. Faye Dunaway, Max von Sydow, Malcolm McDowell, James Mason og Orson Welles. Myndin greinir frá sannsögulegum atburðum er áttu sér stað rétt fyrir seinna stríð, þegar heil- um skipsfarmi af flýjandi gyðingum var neitað um hæli í Suður-Ameriku sem pólitiskum flóttamönnum og þeir sendir til baka í gapandi byssukjafta Hitlers og ára hans. Kvikmyndinni leikstýrir Stuart Rosenberg, en myndin er framleidd i sam- vinnu við nýjasta ..mógúl" kvikmyndaheimsins, bretann Sir Lew Grade og kvik- myndafyrirtæki hans, As- sociated General Films. ROCKY, með Sylvester Stallone, hefur valdið miklu umtali, og þykir likleg til að fá allnokkur Oscarsverðlaun við næstu afhendingu. Og þeir hlæja líka vestan hafs þessa dagana af nýjustu glappaskotum Inspector Clouseau í nýjustu myndinni um bleika pardusinn, THE PINK PANTHER STRIKES AGAIN Þar fer Sellers með aðalhlutverkið — að sjálf- sögðu THE SEVEN-PER-CENT SOLUTION nefnist grínmynd uppá gamla, góða Sherlock Holmes, sem hlotið hefur góða dóma og aðsókn. Með aðalhlutverkin fara Alan Arkin (Sigmund Freudl), Vanessa Redgrave, Robert Duvall (dr. Watson) og Nicol Williamson sem Sherlock Holmes. Með smærri hlut- verk fara Sir Lawrence Olivier, Joel Grey og Samantha Eggar (THE COLLECTOR). Myndinni stýr- ir Herbert Ross. Clint Eastwood i hlutverki Dirty Harry, er enn á ferðinni, í nýrri mynd frá Warner, sem nefnist THE ENFORCER Þessum nýjasta viðauka leik- stýrir James nokkur Fargo. Kvikmyndin NETWORK, gerð af Sidney Lumet og með Faye Dunaway, sem i dag má hiklaust telja leik- konu nr. 1 William Holden og Robert Duvall, hefur hlotið frábærar viðtökur hjá almenningi sem gagnrýn- kvik mufid /íöci n SÆBJÓRN VALDIMARSSON endum og þykir líkleg til af- reka við Oscarsverðlaunaaf- hendinguna í marslok næst- komandi. Myndin er byggð á handriti háðfuglsins Paddy Chayfesky (MARTY HOSPITAL) Þá má og nefna söngva- myndina ALL THIS AND WORLD WAR TWO, jóla- mynd frá Fox, og er byggð uppá innskotum úr frétta- myndum frá striðsárunum, en undir er spiluð tónlist eftir þá Lennon-McCartney, sem flutt er af fjölda þekktra popptónlistarmanna eins og Bee Gees, David Essex, Bryan Ferry, The Four Sea- sons, Elton John, Frankie Laine, Keith Moon, Helen Reddy, Leo Sayer og Rod Stewart, svo nokkrir séu nefndir Frumleg hugmynd, allavega, og albúmið er kom- ið í verslanir hér í borg, a m.k i Hljómdeild Karna- bæjar SV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.