Morgunblaðið - 06.01.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977
29
fclk í
fréttum
+ Danski leikarinn Niss
Bank Mikkelsen sem
varð frægur fyrir leik
sinn f hlutverki „Aladd-
ins“ sem við höfum séð í
sjónvarpinu, heur nú
yfirgefið leikhúsið f
Arhus. Hann ætlar til
Kaupmannahafnar og
taka þar þátt f dansinum
kring um kvikmynda- og
leikhúsgullkálfinn.
/lega fór fram
I Disneyhótelinu I
Hollywood hin ár-
lega verðlaunaaf-
hending leikhús-
eigenda fyrir besta
kvikmyndaleik árs-
ins. Verðlaun fyrir
besta karlhlutverk-
ið hlaut Dustin
Hoffman og fyrir
kvenhlutverk Tat-
um O’Neal. Á bak
við þau sjáum við
kvikmyndaleikar-
ann Ryan O’Neal,
föður Tatum.
+ Við sama tækifæri veittu leikhúseigendur Charlton Heston
sérstök verðlaun fyrir að hafa leikið í 50 kvikmynd sinni. Hann
sést hér ásamt konu sinni Lydiu.
Hún verður drottning Playboy-konungsins.
+ Hugh Hefner, eigandi blaðsins Playboy og næturklúbba sem
bera sama nafn, hefur alltaf haft góðan smekk. Það sýnir m.a. hin
17 ára gamla Marilyn Cole. Brúðkaupið verður að bfða þar til
Marilyn verður lögráða þ.e. 18 ára en á meðan hefur Hugh Ilefner
gert hana að framkvæmdastjóra fyrir Playboy-klúbbnum I
Cicago.
+ Harold Wilson, fyrr-
verandi forsætisráð-
herra Breta, hefur nú
tfma til að leika við
barnabörnin. Hann sem
áður var með í ráðum er
taka þurfti ákvarðanir
um framtfð heimsins
hefur nú m.a. tfma til að
ýta barnarólu, — og það
er miklu skemmtilegra,
segir Wilson.
+ Peter Falk, sem við þekkjum
úr sjónvarpinu sem „Columbo”
f Ijóta frakkanum og á gömlu
bfldruslunni, fór fyrir sex mán-
uðum með Jaguarinn sínn á
verkstæði til að láta gera við
hann. Hann gleymdi að sækja
hann og þar sem hann hefur
leynilegt sfmanúmer var ekki
hægt að hringja f hann. Þegar
sex mánuðir voru liðnir án þess
að bfllinn væri sóttur sendi
verkstæðið bréf til Universal
kvikmyndafélagsins þar sem
Peter vinnur. „Nú jæja, er
hann þar, ég gat ómögulega
munað hvað ég hafði gert af
honum,” sagði Peter. Og hvaða
máli skiptir einn Jaguar þegar
maður fær 35.000 dollara fyrir
hvern „Columbo” þátt?
Er heimilislaus
1 6 ára skólapiltur sem á í nokkrum félagslegum
erfiðleikum og langar til að komast á gott
heimili í Reykjavík.
Uppl. í síma 25899 frá kl. 16:30—19.
Leiklistarnámskeið
Hægt er að bæta nokkrum nemendum við
næstu mánuði. Hafið samband við: Helga
Skúlason, sími 1 9451.
Skákþing Reykjavílur
1977
hefst sunnudaginn 9. janúar kl. 14 að Grensás-
vegi 46. Meistara- I og II. flokki verður skipt í
riðla eftir Elóskákstigum. Lokaskráning í þessa
riðla verður laugardag 8 . jan. kl. 14—18
Keppni í unglingaflokki (14 ára og yngri)
hefst laugardag, 15. jan. kl. 14, en keppni í
kvennaflokki verður auglýst síðar
Taflfélag Reykjavíkur er mótshaldari og sér
um framkvæmd skákþingsins, en mótsnefnd er
skipuð fulltúum frá T.R og Skákfélaginu
Mjölni.
Skákkeppni stofnana 1977
hefst í A-riðli miðvikudag, 16. febrúar og í
B-riðli fimmtudag, 17.febrúar.
Skákkeppni framhaldsskóla 1977
fer fram dagana 26., 27. og 28. mars.
Taflfélag Reykjavíkur
Grensásvegi 46, sími 8-35-40.
»PRENTVÉLAVIKA«
grafisk
maskinservice A/s
Bjóðum yður og samstarfsfólki
yðar til að koma...............
• • • • Þannig hljóðaði auglýsing okkar í sam-
bandi við sýninguna á Hótel Loftleidum frá
9— 11 desember 1976. Nú erum við komnir
aftur, ekki með vélar, heldur tvo af samstarfs-
mönnum okkar. Tilgangurinn er að fylgja
sýningunni eftir. Varst þú afskiptur á sýningu
okkar: Ef til vill hefir þú betri möguleika núna til
þess að frá myndsýni af filmusetningu. Frá
10— 14 janúar 1977, getur þú komist í sam-
band við okkur á sama hóteli.
Leggðu inn viðtalsbeiðni í móttökuna, helzt
áður en við komum, eða hafðu samband við
okkur 10 janúar í síma 22322 til nánara
viðtals Nafn: Börke eða Olavsrud
VELKOMIN -
grafisk
maskinservice a/s
Biskop Jens Nielssonsgt. 5, Oslo 6. Norway, Tel. (02) 676982 Telex 18836