Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 r i Jólamót IR og Armanns: Jöfn keppni Ingunnar og Láru - mörg ný íslandsmet EKKI verður annað sagt en að frjáls- íþróttafólk hafi kvatt árið 1976 með ágætum, þvi á siðasta innanhúss- mótinu voru mörg ný islandsmet sett og nokkur jofnuð, auk þess sem flestir keppenda náðu sínum bezta árangri. Vonandi er sá ágæti árangur sem náðist á mótinu aðeins for- srnekkur þess sem koma skal á þvi ári sem nú er nýhafið. Hetja þessa jólamóts ÍR og Ármanns var áreiðanlega Ingunn Einarsdóttir ÍR. að öðrum ólöstuðum. en hún setti alls þrjú ný íslandsmet í 50 m hlaupi bætti hún eigið met um 1/10 úr sek með því að hlaupa á 6.3 sekúndum, en sá tími verður að teljast mjög fram- bærilegur í þessu hlaupi kom Lára Sveinsdóttir. Á. eiginlega meira á óvart með því að hlaupa á 6.5 sekúndum Hennar bezti árangur var áður 6.7 sekúndur. en vafalaust á þessi nýja sprettharka hennar eftir að koma henni til góða í langstökki og öðrum greinum Þrjár stúlkur hlupu svo á 7,0 sek . þær Þórdis Gísladóttir, ÍR. Lilja Guðmundsdóttir, ÍR (hafði hún reyndar nýlokið 10 km æfingahlaupi er keppn- in fór fram) og Katrin Sveinsdóttir. Á. en hún er systir Láru Næsta met Ingunnar leit dagsins Ijós að loknu 50 m grindahlaupinu í þeirri grein var einnig um gífurlega harða keppni að ræða milli Ingunnar og Láru, og mátti vart milli sjá fyrr en á síðasta metranum Fékk Ingunn timann 7,1 sek og bætti eldra íslandsmetið um 1/10 úr sek . en það met átti Lára Lára fékk svo 7.2 sek eða sama tima og eldra met hennar hljóðaði upp á. en sumir töldu að hún hefði átt að fá sama tíma og Ingunn Þriðja einvigi þeirra stallnanna var svo langstökkið Þegar upp var staðið hafði Ingunn borið sigurorð af Láru og enn sá nýtt íslandsmet dagsins Ijós. Stökk Ingunn 5.54 metra sem er 2 sentimetrum betra en eigið eldra met. sett fyrr i haust Lára náði sinum bezta árangri með þvi að stökkva 5,51 m Það verður að segjast ems og er að eiginlega slapp Ingunn með skrekkiin frá þessari grein. þvi Lára átti þrjú stökk um 5,80 metra. mæld frá tá. en þau voru hárfint ógild Aðspurðar sögðust þær Ingunn og Lára æfa vel og hafa gert svo það sem af er hausti Báðar eru þær að undir- búa sig fyrir fimmtarþraut, og ef þær halda áfram á sömu braut má búast við skemmtilegum keppnum þeirra í milli i sumar Hefur Ingunn haft nokkuð um- fram Láru i hlaupagreinum fimmtar- þrautar, en Lára svo verið betri í stökk- um og köstum. en árangur þeirra á jólamóti ÍR og Ármanns virðist benda til þess að það sé að draga saman með þeim, og verður að telja það fagnaðar efni. því jöfn og hörð keppni er það eina sem líklegt er til að bæta árangur Þótt það hafi verið Ingunn og Lára sem voru mest i sviðsljósinu þá voru aðrir sem náðu einnig mjög góðum árangri Ber þar langhæst afrek Magnúsar Jónassonar. Á. í 50 metra hlaupi karla Ekki bætti Magnús aðeins sinn fyrri árangur heldur jafnaði hann íslandsmetið i greininni með því að hlaupa á 5.8 sekúndum Eru þá alls fjórir menn handhafar íslandsmetsins í 50 m hlaupi karla Nokkrir fleiri náðu sinu bezta eða voru alveg við það. en annars urðu úrslit mótsins sem hér segir 50 m grind karla: sek. Björn Blondal, KR 7,1 Ásgeir Þór Eiríkss. ÍR 7,8 Óskar Thorarensen, ÍR 8,0 Langstökk karla mtr. Friðrik Þ. Óskarss. ÍR 6.80 Jóhann Péturss. UMSS, 6,43 Björn Blöndal, KR 6.12 Guðni Tómasson, Á. 5.60 50 m hlaup karla sek. Magnús Jónass. Á, 5,8 Guðlaugur Þorsteinsson, ÍR 6.1 Guðni Tómasson, Á, 6.2 50 m hlaup kvenna sek. Ingunn Einarsdóttir, ÍR 6,3 Lára Sveinsdóttir, Á, 6.5 Þórdís Gfsladóttir, ÍR 7,0 Lilja Sveinsdóttir, ÍR 7,0 Katrfn Sveinsdóttir, Á 7.0 50 m grind kvenna sek. Ingunn Einarsdóttir, ÍR 7.1 Lára Sveinsdóttir, Á, 7.2 Þórdfs Gfsladóttir, ÍR 8.0 Langstökk kvenna mtr. Ingunn Einarsdóttir, ÍR 5.54 Lára Sveinsdóttir, Á, 5.51 ágás Fréttir frá Vouge heimilisdeild á hliðargluggatjöldum og eldhúsgardínum. Geysilegt úrvai af bútum 25-50% afsláttur um verð/ækkun: áður 2096 nú 1090 1636 850 1458 850 2089 1450 1646 1090 Ath.: útsalan stendur aðeins í örfáa daqa Arftaki Hartono burstaði Detfs INDÓNESÍUMENN virð- ast nú hafa eignazt verðug- an arftaka hins fræga bad- mintonleikmanns Rudy Hartono, sem um árabil var he'msmeistari f þess- ari íþróttagrein. Sá heitir Liem Swee King, og nýj- asta afrek hans f íþrótt sinni var að gjörsigra Evrópu- og Norðurlanda- meistarann Flemming Delfs í úrslitaleik mikils badmintonmóts sem fram fór í Málmey í Svíþjóð ný- lega. Sigraði King 15—6 og 15—2 í úrslitaleiknum og bar öllum saman um að Delfs hefði enga mögu- leika átt gegn honum. Það sem Indónesinn hafði eink- um fram yfir Danann var mikill hraði, en hann sent- ist eins og skopparakringla eftir vellinum, og var sama hvað Delfs reyndi — alltaf var King mættur á rétta staðinn. Mjög hljótt hefur verið um Rudy Hartono að undanförnu, en líklegt þykir að hann hafi nú ákveðið að leggja spaðann á hill- una, og verði ekki með I fyrstu opinberu heimsmeistarakeppn- inni sem fram á að fara í Sviþjóð I vetur. Hartono hefur nýlega gengið i hjónaband, og auk þess mun hann önnum kafinn við verzlunarrekstur í heimalandi sínu. Við þetta bætist svo að Hartono hefur stofnað badmin- tonfélag, og veitir þar ungum Indónesum tilsögn I íþróttinni, endurgjaldslaust. Fer í það mikill tfmi hjá honum. Hinnnýi badmintonkonungur Indónesa, Liem Swee King, er 21 árs að aldri. Hann hefur æft bad- minton frá þvf að hann var 10 ára, en var orðinn 15 ára þegar hann fór að æfa með það fyrir augum að keppa. Sfðan hefur hann æft stöðugt, venjulega famm klukku- stundir á degi hverjum. Á morgn- ana tekur hann létta æfingu, um miðjan daginn er æfð tækni og sendingar og á kvöldin er sfðan erfið keppnisæfing. Kang stundar einnig nám í viðskiptafræði, en viðurkennir að slíkt sé sér algjört aukaatriði. I keppninni f Svfþjóð varin King alla andstæðinga sfna næsta auðveldlega. Sá sem mest stóð í honum var landi hans, Sumirat, sem fékk 11 punkta á móti hon- um. Eftir ósigurinn sagði Flemming Delfs, að ekkert efamál væri að King væri frábær badmintonmað- ur, en hann hefði samt unnið sig of auðveldlega. Kenndi Delfs að- stæðunum aðallega um að honum gekk ekki betur, og sagði að bolt- arnir sem notaðir hefðu verið f mótinu hefðu verið mjög slæmir fyrir sig. — En ég á eftir að mæta King aftur f keppni og þá vinnur hann ekki svona auðveldlega, sagði Delfs. Sem fyrr greinir verður fyrsta opinbera heimsmeistaramótið í badminton haldið i vetur. Auk þess er svo útlit fyrir það að flest- ir — ef ekki allir beztu badmin- tonmenn heims — mæti til keppni í „All England" keppn- inni, sem hingað til hefur verið óopinber heimsmeistarakeppna badmintonmanna. Armenningar Árshátíð félagsins verður að Hótel Sögu Átthagasal 8. janúar og hefst með borðhaldi kl. 1 9.00. Uppl. í símum 30841 — 85649 — 85775. Miðasala verður í Brauðskálanum, Langholts- veg 126. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.