Morgunblaðið - 06.01.1977, Page 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JBarfltmbUitiiíi
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
|B»r0unblBtiit>
FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
Fíkniefnamálið mikla:
Bandarísk heryfir-
völd taka við hluta
rannsóknarinnar
Éljagangur
og rífandi
vestanátt
RÍFANDI vestanátt var um allt land í gær, nema á Austfjörðum,
þar sem var hjartviðri ok hægur vindur. A Suður- og Vesturlandi
var hvassviðri í gær og éljagangur, en því er spáð að í dag dragi úr
rokinu, en áfram muni þó verða einhver él. Umferð gekk erfiðlega
fyrir sig á Reykjavíkursvæðinu í gær, en þó stórslysalaust að því að
hezt er vitað. Meðfylgjandi mynd er tekin f miðhorginni síðdegis f
gær og dúðað fólkið haskar sér heim úr sjókófinu og rokinu.
Stjórnarformaður Vængja:
„Veit ekki til þess ad
hluthafar vilji selja”
— ÞAÐ er rétt, Arnarflug
hefur sýnt áhuga á að
kaupa Flugfélagið Vængi,
en ekki hefur verið tekin
afstaða til þessa máls, og
ég veit ekki um neinn hlut-
hafa í Vængjum, sem hef-
ur áhuga á að selja, sagði
Guðjón Styrkársson
stjórnarformaður f Vængj-
um í viðtali við Morgun-
blaðið f gær. — Forráða-
menn fyrirtækjanna hafa
hitzt, en engar ákvarðanir
verið teknar, sagði Guðjón.
Að sögn Guðjóns leitaði Flug-
félagið Vængir til Arnarflugs í
haust og falaðist eftir að Arnar-
flug tæki að sér viðhaldsþjónustu
Starf rann-
sóknarlög-
reglustjóra
auglýst laust
STAÐA rannsóknarlögreglu-
stjóra rfkisins hefur verið aug-
lýst laus til umsóknar með
umsóknarfresti til 31. janúar.
Þetta er nýtt embætti, í sam-
ræmi við nýsamþykkt lög á Al-
þingi um Rannsóknarlögreglu
rfkisins. Að sögn Baldurs
Möller ráðuneytisstjóra f
dómsmálaráðuneytinu bfður
mikið starf þess manns, sem
stöðuna hlýtur við mótun og
uppbyggingu nýs embættis. Er
ákveðið að rannsóknarlög-
reglustjórinn kynni sér er-
lendis starfsaðferðir sambæri-
legra stofnana, aðallega á
Norðurlöndum.
fyrir Vængi að hluta, en Vængir 1
létu þá í té aðra þjónustu. Einnig
leituðu Vængir til Flugleiða um |
að Flugleiðir tækju að sér við-
haldsþjónustuna að öllu leyti, en
af þessu hefur ekki orðið.
BANDARlSKI varnarliðsmaður-
inn, sem setið hefur fgæzluvarð-
haldi f Sfðumúlafangelsinu
undanfarna mánuði vegna
rannsóknar fíkniefnamálsins
mikla, var fluttur þaðan til Kefla-
vfkurflugvallar f gær. Höfðu
bandarfsk heryfirvöld sent beiðni
um að þau fengju lögsögu yfir
manninum, og hefur rfkis-
saksóknari orðið við þeirri beiðni.
Sagði Ásgeir Friðjónsson ffkni-
efnadómari f samtali við Mbl. f
gær, að bandarfsk yfirvöld myndu
Góðviðri
sparaði
Reykvík-
ingum átta
millj. kr.
ÞAÐ SEM af er vetri hefur
verið óvenju snjólétt f Reykja-
vfk eins og vfðast annars stað-
ar um landið. Þó brugðið hafi
til hins verra með nýju ári, þá
er kostnaður vegna snjómokst-
urs og hálkueyðingar f Reykja-
vfk langt undir þvf sem verið
hefur undanfarin ár. Miðað
við mánuðina október, nóvem-
ber og desember 1975 var 8
milljónum króna minna varið
til þessara verkefna sömu
mánuði á nýliðnu ári.
Frá 1. október 1976 — 31.
desember 1976 var 3,7 milljón-
um króna varið til hálkueyð-
ingar eða saltdreifingar í
Reykjavík. Á sama tímabili ár-
ið 1975 kostuðu þessar fram-
kvæmdir 6,7 milljónir. Enginn
kostnaður varð vegna snjó-
moksturs í Reykjavík á þessu
timabili 1976, en hins vegar 5
milljónir frá því í október-
byrjun til loka desember 1975.
Þær átta milljónir, sem hin
góða tíð sparaði Reykvíking-
um síðustu mánuði síðasta árs
koma til góða við aðrar fram-
kvæmdir að sögn Inga Ú.
Magnússonar gatnamálastjóra
f Reykjavfk.
Á nýársdag var nokkur
hundruð þúsundum króna var-
ið til snjómoksturs og gærdag-
urinn var sömuleiðis dýr í
þessu sambandi.
nú taka við rannsókn á máli þessa
manns.
Eins og menn rekur eflaust
minni til, kom fram við rannsókn
fíkniefnamálsins mikla, að all-
mikill hluti af ffkniefnunum fór
til bandarískra varnarliðsmanna
á Keflavíkurflugvelli. Að sögn
Asgeirs Friðjónssonar, er
umræddur maður talinn hafa ver-
ið tengiliður bandarfsku her-
mannanna og íslenzku dreifingar-
aðilanna. Bandarfkjamennirnir
greiddu fyrir fíkniefnin í erlend-
um gjaldeyri. Fannst andvirði
nokkurra milljóna íslenzkra
króna í erlendum gjaldeyri hjá
íslenzku dreifingaraðilunum, og
var hluti hans falinn f bankahólfi,
eins og fram kom í fréttum á
sfnum tfma.
Hluti af gjaldeyrinum, sem varn-
arliðsmennirnir greiddu fslenzk-
um dreifingaraðilum fyrir ffkni-
efnin.
10 kr. fyrir
kíló af 14%
feitri lodnu
LOÐNUVERÐ fyrir nýbyrjaða
loðnuvertfð var ákveðið á fundi
yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins f gær og gildir það til
30. aprfl n.k. Verðið er 6 krónur
fyrir hvert kfló miðað við 8%
fituinnihald og 16% fitufrftt
þurrefni. Sfðan breytist verðið
um 52 aura til hækkunar eða
Mikil viðgerd
á Dómkirkjunni
Ekki messað þar fyrr en eftir tvo mánuði
1 DÖMKIRKJUNNI hafa nú verið
reistir verklegir vinnupallar og
iðnaðarmenn vinna þar að baki
brotnu þessa dagana. Gagnger
viðgerð á að fara fram á kirkj-
unni og er ekki reiknað með að
þar verði messað aftur fyrr en f
fyrsta lagi eftir tvo mánuði. Á
meðan viðgerðarframkvæmdirn-
ar standa yfir munu Dómkirkju-
prestarnir Þórir Stephensen og
Hjalti Guðmundsson' hafa guðs-
þjónustur f Frfkirkjunni og Kap-
ellu Háskólans.
Að sögn Þóris Stephensen var á
180 ára afmæli Dómkirkjunnar f
haust ákveðið að láta fara fram
mikla viðgerð á dómkirkjunni á
þessu ári. Verður kirkjan öll mál-
uð að innan, skipt verður um
teppi, altaristaflan þarfnast við-
gerðar og auk þess hefur verið
sótt um leyfi til Húsafriðunar-
nefndar um að fá að rýmka á milli
bekkja f kirkjunni og innrétta
viðtalsherbergi í skrúðhúsi kirkj-
unnar. Þar sem Dómkirkjan er
alfriðuð bygging verður að sækja
um leyfi til nefndarinnar vegna
slíkra breytinga á kirkjunni.
Að sögn Þóris Stephensen er
enn ekki vitað hvort leyfi fæst til
að gera þær breytingar, sem ósk-
að hefur verið eftir. Vegna þess
og eins þar sem ekki er ljóst
hversu mikið þarf að gera við í
þessu aldna húsi hefur ekki verið
hægt að gera ákveðna kostnaðar-
áætlun. Sagði Þórir Stephensen
að þó væri ljóst að hér væri um
fjárfrekar framkvæmdir að ræða.
Hefði þvi einstaklingum og fyrir-
tækjum í söfnuðinum verið sent
bréf, þar sem farið er fram á
fjárframlög. Sagði Þórir að þess-
um óskum hefði verað mjög vel
tekið og þegar hefði safnast nokk-
uð á aðra milljón króna. Þess má
geta að fólki hefur fækkað veru-
Framhald á bls. 20.
Vinnupallar og iðnaðarmenn aðstörfum mæta þe
gagngerar endurbætur hófust þar á þriðjudaginn.
lækkunar fyrir hvert 1%, sem
fituinnihald breytist frá viðmið-
un og hlutfallslega fyrir hvert
0.1%. Morgunblaðinu var tjáð f
gær, að þetta nýja verð væri
6—7% hærra en það sem var I
gildi f sumar og haust. Þá verður
ennfremur greitt gjald af heildar-
verðmæti f Verðjöfnunarsjóð.
Ekki er vitað með vissu hve
mikið fituinnihald loðnunnar er,
sem loðnuskipin fengu f fyrrinótt,
en sennilega er það 12—14%.
Framhald á bls. 20.
m er leggja leið sfna í Dómkirkjuna næstu vikurnar en
(Ljósm. MI»1. KAX).
s m