Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 Skjálft- unum jölgar Undanrennuduftið: JL SÍDASTA sólarhring mældust 42 skjálftar á jarðskjálftamælum I Reykjahllð. Stærstu skjálftarnir mældust rúmlega 2 stig á Richter- kvarða og fannst einn þeirra I búðunum við Kröflu, enda voru upptök hans ekki langt frá. Stfg- andi hefur verið I skjálftum á Kröflusvæðinu síðustu daga, sfð- ustu 5 daga voru þeir að meðaltali 30,6 á dag, en voru 5 daga þar á undan 26,6 að meðaltali á dag. Land virðist enn vera að rísa við Kröflu, en þó brá svo við i fyrrinótt að stöðvarhúsið lækkaði um tíma. í gær fór húsið svo aftur að hækka og gerði enn síðast þeg- arvitaðvar. Liðlega 100 þús* und atvinnuleys- isdagar á landinu á síðastliðnu ári ATVINNULEYSISDAGAR á landinu á sfðasta ári voru samtals 106.374 talsins og var atvinnu- leysið mest á landinu f janúar- mánuði, en þá voru 1165 skráðir atvinnulausir. Mest var atvinnu- leysið f Reykjavík en alls voru skráðir liðlega 28 þúsund at- vinnuleysisdagar f borginni á ár- inu. A Húsavfk voru skráðir 6450 atvinnuleysisdagar, 6504 á Blldu- dal, 5877 á Akureyri og 6631 á Þórshöfn. I desembermánuði voru 58 karl- ar og 38 konur skráð atvinnulaus í Reykjavík eða 96 alls. 30 voru skráðir atvinnulausir í Siglufirði, 35 í Hafnarfirði, 35 á Selfossi, 33 f Hrísey og hvorki fleiri né færri en 86 voru skráðir atvinnulausir á Vopnafirði í síðasta mánuði, þar af 55 verkamenn og sjómenn. Hráefnisskort- urinn veldur at- vinnuleysinu hjá Vopnfirðingum UM áramótin sfðustu voru 86 manns skráðir atvinnulausir á Vopnafirði og aðeins í Reykjavík var þá meira atvinnuleysi. Ástæðan fyrir þessu atvinnuleysi á Vopnafirði er sú að sögn Kristjáns Magnússonar, sveitar- stjóra á Vopnafirði, að afli skut- togarans Brettings var tregur f sfðasta róðri fyrir jól og milli jóla og nýárs var ekkert unnið að fisk- verkun á Vopnafirði. Framhald á bls. 18 Ansans kuldi er nú þetta. Rafmagnsveita Reykjavíkur: Tekur um 500 milljón króna lán til að lengja eldri lán BORGARRÁÐ hefur samþykkt heimild til Rafmagnsveitna rfkisins að taka tilboði Hambros Bank f London varðandi lántöku að upphæð tæplega 500 milljónir króna, en láninu skal varið til að greiða niður ýmis lán sem Raf- magnsveitan hefur tekið á síðustu árum til skamms tfma að þvf er Aðalsteinn Guðjohnsen rafveitu- stjóri skýrði Morgunblaðinu frá f gær. Aðalsteinn sagði að fyrirhuguð lántaka væri þannig til komin að á seinasta ári hafi Rafmagnsveit- an ekki treyst sér til að mæla með meiri hækkun gjaldskrár við gerð fjárhagsáætlunar 1977 en sem svaraði 10% en á þessu ári þyrfti Rafmagnsveitan að greiða af ýmsum lánum sem tekin hefðu verið til skamms tíma, og slíkt hefði þýtt verulega hækkun gjald- skrár. Hafði því orðið úr að brúa þetta bil með því að taka nýtt lán, sem notað yrði til að lengja þessi eldri lán, sem flest hver væru til um 5 ára. Hambros Bank í London hefði milligöngu um lán- Samdráttur í fram- leiðslunni gæti leitt til smjörskorts EKKI hefur verið tekin um það endanleg ákvörðun, hvernig undanrennudufti þvf sem Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að selt verði bændum til fóðurs, verður jafnað niður á þá. Pétur Sigurðsson, mólkurtækni- fræðingur hjá Framleiðsluráði sagði að f þvf sambandi þyrfti meðal annars að taka tillit til þess undanrennudufts, sem bændur keyptu nú þegar í formi kálfa- fóðurs, en ef gert væri ráð fyrir að allt að 150 tonnum yrði jafnað niður i samræmi við mjólkur- framleiðsluna f fyrra, kæmu 1,5 kfló á hverja 1000 lítra af mjólk. Hver meðalbóndi með 35 þúsund lítra framleiðslu á ári þyrfti því að taka á sig um 50 kíló af undan- rennudufti. Undanrennuduft er nú fram- leitt f fjórum mjólkurbúum í landinu og sagði Pétur að sú framleiðsla væri f beinum tengsl- um við smjörframleiðsluna. Smjörbirgðir hefðu verið í lág- marki i fyrra og því hefði allt kapp verið lagt á að auka smjör- framleiðsluna. I fyrra, sagði Pétur að vegna framleiðslu á rjóma og smjöri hefðu fallið til 41 milljón lftrar af undanrennu. Þar Framhald á bls. 19 Loðnuaflinn yfír 20 þúsund lestir Bræla var á miðunum í gær LOÐNUAFLINN var oróinn 20840 lestir f gærkvöldi eða frá þvf að veiðar hófust þann 4. janúar s.l. Um 40 skip hafa nú byrjað loðnuveiðar, og f gær höfðu yfir 30 fengið einhvern afla. I fyrrinótt gerði brælu á loðnumiðunum og leituðu skipin þá vars. 1 gærkvöldi var enn vond spá fyrir miðin NA af Kolbeinsey og átti enginn von á veiði f nótt. Enn er rými fyrir 3400 lestir af loðnu á Siglufirði og smápláss á Bolungavfk. Nokkur sýni hafa borizt til Rannsóknastofnunar Framhald á bls. 19 Fyrirtæki í Ártúns- höfða stofna samtök I ÁRTUNSHÖFÐA f Reykjavík :r nú risið stærsta iðnaðarhverfi t landinu og á þessu ári munu ðnaðarfyrirtæki þar verða um 00 talsins. Sfðan f júlf á síðasta iri hefur staðið yfir undirbúning- ir að stofnun samtaka þessara yrirtækja og fulltrúar flestra leirra voru meðal stofnenda ,Artúnshöfðasamtakanna“ á undi f gærkvöldi. Kristmundur Sörlason hjá Stál- eri var formaður undirbúnings- efndar þessara samtaka og tjáði hann Morgunblaðinu í gær að verkefni þessa félagsskapar mætti skipta i 4 þætti. 1. Að koma fram gagnvart opin- berum aðilum, fjölmiðlum o.fl. f sameiginlegum hagsmunamálum fyrirtækjanna á svæðinu. 2. Að stuðla að fegrun og betri umgengni í hverfinu. 3. Að gæta hagsmuna fyrirtækj- anna gagnvart utanaðkomandi aó- ilum. 4. Að annast sameiginlega næturvörzlu á félagssvæðinu. Landsvirkjunarraf- tnagnið norður í gær veitinguna en það væri að upp- hæð um 2.6 milljónir Bandaríkja- dala til 7 ára en afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Aðalsteinn sagði að þessi lántaka yrði þannig ekki til að auka lánabyrði Rafmagns- veitunnar frekar en orðið væri. 1AMTENGING á orkuveitusvæði .andsvirkjunar og orkuveitu- væði Laxárvirkjunar hófst f fyrrinótt til reynslu, en verið er að reyna samtenginguna áður en formleg tenging fer fram á fimmtudaginn kemur. Sam- kvæmt'upplýsingum Sigmars Sig- urðssonar hjá Rafmagnsveitum rfkisins á Akureyri var ekki annað að sjá f gær en hin form- lega tenging gæti átt sér stað á tilsettum tfma. 1 nótt tókst að ná norður nálega 5 megawöttum, en það var hámarkið, og aðeins skamman tfma. Sigmar Sigurðsson sagöi að i fyrrinótt hefði verið unnið að samtengingunni alla nóttina og um klukkan 06 var endanlega tengt saman i Eyjafirði. Hann kvað ekki komna nægilega reynslu á þetta enn og kvað aflið rokka talsvert til. Færi það að sjálfsögðu eftir álagi á Vestur- landi og Norð-Vesturlandi, en linan fer úr Borgarfirði, norður Holtavörðuheiði og áfram austur til Akureyrar. — Það eru ýmis smávandamál sem koma upp við samkeyrslu á svo stórum veitum, sagði Sigmar og kvað menn þurfa einhvern tíma til þess að átta sig á hlut- unum, sérstaklega þegar um svo litið afl væri að ræða sem raun hæri vitni. Venus geislar lágtí vestri VENUS hefur verið mjög skær á himni undanfarin kvöld, en á 9. timanum hefur hún verið mjög lágt á lofti vestur- himinsins. Á 10. tímanum hefur stjarnan sézt. Venus hefur verið miklu bjartari en Júpiter sem er önn- ur bjartasta stjarnan nú og báð- ar hafa þær sézt mjög vel. Margir hafa haldið að Venus væri einhver furðuhlutur á lofti, vegna þess hve vel stjarn- an hefur sést í sjónauka. Rauð- um bjarma hefur slegið af henni, en við góð veðurskilyrði getur hún borið af sér alla liti. Margir íbúar á Hamrinum i Vestmannaeyjum fylgdust með stjörnunni f fyrrakvöld en um kl. 9 það kvöld var hún að sjá frá Hamrinum í 3ja, gráða hæð og 10 gráður hægra megin við Álsey. Slysavarnadeild kvenna stofnuð 1 Grindavík í kvöld Grindavfk, 11. janúar ÁKVEÐIÐ er að stofna Slysa- varnadeild kvenna hér f Grinda- vfk. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudagskvöld kl. 21 f Félagsheimilinu Festi. A fundinum mætir Hannes Ilafstein framkvæmdastjóri Slysavarnafélags tslands og Hulda Sigurjónsdóttir formaður Hraunprýði f Hafnarfirði ásamt fleiri félagskonum hennar. Þau munu kynna störf slysavarna- deilda kvenna á þessum kynningarfundi, sem jafnframt verður stofnfundur ef næg þátt- taka verður. — Guðfinnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.