Morgunblaðið - 12.01.1977, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1977
Mörg glæsileg málverk boðin
upp á herrakvöldi Njarðar
HIÐ ÁRLEGA herrakvöld
Lionsklúbbsins Njarðar verður
haldið I Lsekjarhvammi, Hðtel
Sögu, föstudaginn 14. janúar
n.k. kl. 19. Lionsklúbburinn
Njörður hefur um árabil haldið
herrakvöld og eru þau orðin
fastur liður I starfsemi klúbbs-
ins, en þetta kvöld eru ávallt
málverka- og listaverkauppboð.
Að þessu sinni rennur ágóði
af herrakvöldinu allur til
líknarmála, má þar nefna að
Njarðarfélagar hafa gefið háls-
nef- og eyrnadeild Borgar-
spítalans sérstök heyrnarmæl-
ingatæki, sem ekki hafa verið
hér til á landi og eru þessi tæki
væntanleg til landsins um
næstu mánaðamót. Verð tækj-
anna án tolla og aðflutnings-
gjalda er um 3 milljónir króna.
Á málverkauppboðinu n.k.
föstudag verða m.a. boðin upp
verk eftír eftirtalda málara:
Svein Björnsson, Pétur Friðrik,
Kristján Davíðsson, Kára
Eiriksson, Steinþór Sigurðsson,
Örlyg Sigurðsson, Sigurð
Steinsson, Einar Hákonarson
og Karl Kvaran.
Einnig verða á boðstólum
happdrættismiðar en vinninga,
sem eru fjölmargir og glæsileg-
ir, haf a ýmsir aðilar gefið.
Ræðumaður kvöldsins verður
Friðfinnur Ólafsson, forstjóri,
Guðrún Á Simonar og Ómar
Ragnarsson munu síðan
skemmta, en veizlustjóri verður
Sveinn Snorrason.
Þeir sem hafa áhuga á að
taka þátt i herrakvöldi Njarðar
geta snúið sér til Sigurðar Jóns-
sonar í 65144, Helga Sigurðs-
sonar í 38500 og Björns
Theodórssonar i síma 27800.
— Sjö hross
hætt komin
Framhald af bls. 32.
Um klukkan 21 komu menn um
borð í Héðni Valdimarssyni auga
á prammann þar sem hann var
strandaður við norðaustanvert
Geldinganes. Kyndilsmenn brut-
ust yfir Eiðsgrandann, út á Geld-
inganesið og komu þeir vír á
prammann og drógu hann á land.
Voru hrossin blaut og mjög hrak-
in þegar þeim var bjargað og svo
var af einu þeirra dregið að ganga
varð undir þvi upp að björgunar-
sveitarbílnum, sem siðan flutti
hrossið yfir Eiðsgrandann þar
sem aðrir bilar tóku við hrossun-
um 7.
Það var um klukkan 17 í gær,
sem mennirnir lögðu af stað með
hrossin úr Þerney, en klukkutíma
siðar barst Slysavarnafélaginu
beiðni þeirra um aðstoð. Um
klukkan 21 fannst pramminn og
hrossin voru síðan komin í hús
laust fyrir klukkan 23. Mjög hvöss
norðaustan átt var síðdegis í gær
og skóf þá á Leirvoginum, en með
kvöldinu varð veðrið skaplegra.
Frost var 10 stig í gær og gaf yfir
prammann, sem hrossin voru i.
Danir sigruðu
AFMÆLISMÓT danska körfuknatt-
Loðnuskipin
í landvari
Grfmsey, 11. janúar.
TÓLF loðnuskip liggja nú hér á
Sandvíkinni fyrir framan og skip-
verjarnir virðast hafa nóg að gera
við að berja is af klakabrynjuðum
skipum sinum. Á sunnudaginn
voru 14 loðnuskip hér fyrir
framan, enda ekkert veiðiveður.
Nú er hér 10 stiga frost en vind-
inn hefur lægt seinni partinn I
dag. Veðrið var þó ekki verra en
svo i dag að hingað var flogið og
sannast sagna höfum við Grimsey-
ingar ekki enn orðið varir við
neitt skammdegi það sem af er
vetri. Snjór er hér sama sem eng-
inn og menn keyra hér fram og
aftur á traktorum sínum án þess
að hafa keðjur. — Airrea
— Allon
Framhald af bls. 1.
tékknesku öryggislögreglunnar.
Sagði Havel að yfirheyrslan hefði
að mestu snúizt um hina nýstofn-
uðu hreyfingu andófsmanna.
Hefði hann neitað að svara
spurningum um „Mannréttindi
77“ og mundi halda þvi áfram
meðan yfirvöld litu svo á að henni
væri stefnt gegn lýðveldinu, þar
sem i rauninni væri hér að ræða
yfirlýsingu sem miðaði að
uppbyggingu.
leikssambandsins fór fram um helg-
ina, með þðtttöku landsliða Skot-
lands. frlands og Noregs auk danska
landsliðsins. Komu Norðmennirnir
inn í keppnina I stað fslendinga, en
eins og fram hefur komið áður
treysti Körfuknattleikssambandið
sér ekki til þess að senda lið vegna
fjárskorts. Úrslit I keppninni urðu
þau, að Danir sigruðu örugglega i
öllum leikjum sinum Kepptu þeir til
úrslita við Skota og sigruðu i þeim
ieik 78—68, eftir að staðan hafði
verið 41—39 i hálfleik. Skotar urðu
i öðru sæti, Norðmenn i þriðja sæti
og frar rðku iestina — hlutu ekkert
stig i keppninni.
— Austur-Berlín
Framhald af bls. 1.
mann lét svo ummælt f dag að
þessi ákvörðun frönsku stjórnar-
innar mundi hafa hörmulegar af-
leiðingar fyrir baráttuna gegn
hryðjuverkamönnum, en fulltrúi
Bonn-stjórnarinnar sagði hins
vegar að v-þýzka stjórnin gæti
ekki haft afskipti af málinu þar
sem stjórnvöld I Múnchen hefðu
ekki farið fram á að Bonn-
stjórnin hefði milligöngu um að
Daoud yrði framseldur.
Abu Daoud var handtekinn í
París fyrir nokkrum dögum
grunaður um að hafa skipulagt
fjöldamorðin á ísraelsku íþrótta-
mönnunum I Miinchen. ísraels-
stjórn óskaði eftir því að hann
yrði framseldur svo hægt væri að
leiða hann fyrir rétt, en þessari
umsókn var visað á bug á þeirri
forsendu að meint afbrot hefðu
átt sér stað í Mtinchen og yfirvöld
þar væru rétti aðilinn til að fjalla
um mál hans., Talið hafði verið að
franska stjórnin bjargaði sér úr
klípunni með því að framselja
— Yfirheyrslur
Framhald af bls. 1.
dag fram opinber mótmæii við
Sovétstjórnina vegna ummæla og
ráðstafana sem brytu í bága við
samninga fjórveldanna um Berlín
en að undanförnu hefur svigrúm
Vestur-Þjóðverja til heimsókna
austur yfir múrinn minnkað
mjög, auk þess sem austur-þýzka
stjórnin hefur hvað eftir annað
ítrekað þá skoðun sína að undan-
förnu, að fjórveldasamningurinn
um Berlín gildi aðeins um vestur-
hluta borgarinnar.
Daoud V-Þjóðverjum, en dómstóll
í Paris úrskurðaði í dag, að
honum skyldi sleppt og komið úr
landi. Yfirheyrslur í málinu tóku
aðeins skamma stund, og segja
heimildarmenn að bersýnilega
hafi verið ætlunin að flýta þeim
eins og kostur væri. Daoud
neitaði öllum sakargiftum fyrir
réttinum og kvaðst ekki heita
Abu Daoud, heldur Youssef Raji
Ben Hama.
Urskurðurinn um að Daoud
skyldi sleppt hefur vakið mikla
furðu meðal manna, og er talið að
með þessu hafi Frakkar viljað
koma í veg fyrir að sambúð þeirra
við Araba færi versnandi. Frelsis-
hreyfing Palestínuaraba (PLO)
lýsti ánægju sinni með lyktir
málsins, og skoraði um leið á
frönsk stjórnvöld að láta einskis
ófreistað til að hafa hendur I hári
morðingja annars skæruliða-
foringja, Mahmoud Saleh. Hann
var myrtur i Paris fyrir skömmu
og var erindi Abu Douds til
Parísar að fylgja honum til
grafar.
— Greiðsluafkoma
ríkissjóðs jákvæð
Frá tónleikunum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 4. janúar sfðastliðinn. — Ljósm.: Stefán
Petersen.
Tónleikar á Saudárkróki
>auúárkróki 5. janúar
NYTT trió kom í fyrsta sinn fram
opinberlega á tónleikum i Safna-
húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki
s.I. þriðjudag. Tríóið skipa Guðný
Guómundsdóttir fióJiíjeikari, Haf-
liði Hallgrímsson sellóleikari og
Philip Jenkins pianóleikari. Tón-
leikarnir voru haldnir á vegum,
Tónlistarskólans hér og Tónlistar-
félagsins, en þessir aðilar hafa
sfóustu ár staöió fyrir nokkrum
tónleikum þar sem ýmsir ágætir
listamenn hafa komið fram.
Tónleikarnir í Safnahúsinu
voru vel sóttir og hinu frábæra
listafólki mjög vel tekið og það
margkaliaó framj lpkin. Kári
Framhald af bls. 32.
1975 sýndu skuldaaukningu við
bankann, 5,8 milljarða króna, þar
af vegna gengisbreytinga 270
milljónir króna og vegna gengis-
ábyrgðar ríkissjóðs á Verð-
jöfnunarsjóói fiskiðnaðarins 850
milljónir króna.
Greiðsluhreyfingar rikissjóðs
gagnvart öðrum viðskiptaaðilum
fólu f sér útstreymi úr rikissjóði
vegna lækkunar á lausaskuldum
'og breytingar útistandandi
krafna sem nam 1,6 milljarði
króna. Hér er fyrst og fremst um
að ræða greiðslur til Viðlagasjóðs
og Olíusjóðs fiskiskipa samtals að
fjárhæð 500 milljónir króna. Þá
var greitt til Tryggingastofnunar
rikisins vegna sjúkratrygginga
tæpar 600 milljónir króna, vegna
skuldar frá fyrri árum.
Fjárhagur ríkissjóðs hefur þvi
styrkst á síðastliðnu ári borið
saman við árin 1974 og 1975. Að
vísu tókst ekki eins og áætlað var
að grynna á skuldum rikissjóðs
hjá Seðlabankanum á s.l. ári g
amhiltar rikissjóðs i árslok 1976
11,5 milljörðum króna. Hins
vegar lækkuðu lausaskuldir ríkis-
sjóðs við aðra, eins og fram er
komið, um 1,6 milljarða króna,
sem er 100 milljónum króna
hærri fjárhæð en nemur skulda-
aukningu hjá Seðlabankanum.
Þótt endanlegar niðurstöðu-
tölur A-hluta ríkisreiknings fyrir
árið 1976 séu ekki fram komnar
má reikna með hagstæðum
rekstrarjöfnuði hjá rikissjóði á
árinu 1976. Á árinu 1975 var
rekstrarhalli hjá ríkissjóði að
fjárhæð 7.5 milljarðar króna.
Fjármálaráðuneytið,
,,, , , , Il.janúar 1977
IIDróHirl
URSLIT ( ensku knattspyrnunni i
gærkvöldi:
1. deild: QPR —Tottenham Hot-
spur 2:1
FA-bikarkeppnin:
Bristol Rovers — Nott. Forest 1:1
Middlesbrough — Wimbledon 1:0
Orient — Darlington 0:0
Swindon Town—Fulham 5:0
WBA — Manchester City 0:1
Crystal Palace — Liverpool 2:3
í Skotlandi urðu úrslit þau f
úrvalsdeildinni að Celtic sigraði
Rangers með einu marki gegn
engu.
Bayern Munchen lék i gær-
kvöldi gegn landsliði Israels og
fór leikurínn fram I Tel Aviv. I lið
Bayern Munchen vantaði sex af
beztu leikmönnum þýzka liðsins,
sem tapaði 0:2.
Andy Gray, markhæsti leik-
maðurinn í ensku 1. deildinni, var
í gærkvöldi dæmdur i 75 punda
sekt af aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins. Þá var Alan
Mullery dæmdur í 100 punda
sekt.
1 gær var dregið um það hvaða
lið leika saman f átta liða úrslit-
unum f Evrópumótunum. Meðal
liða sem leika næst saman eru:
Meistarakeppnin:
Bayern Munchen — Dynamo
Kiev
St. Etienne — Liverpool
Zurich — Dynamo Dresden
Borussia Mönchengladbach —
Brugge
Evrópukeppni bikarhafa:
Atletico Madrid — Levski
Spartak
Anderlecht — Southampton
Feyenoord — Molenbeck
Páll Björgvinsson var i gær
samþykktur af stjórn HSl sem
löglegur leikmaður með mfl.
Víkings í handknattleik.
— Hráefni
Framhald af bls. 2
Sagði Kristján að 60 manns
ynnu að öllu jöfnu við fiskvinnslu
á Vopnafirði en þar sem Vopn-
firðingar ættu aðeins einn skut-
togara kæmu slæmar eyður i fisk-
vinnsluna og atvinna yrði stopul.
Sagði Kristján að unnið væri að
þvi á Vopnafirði að fá þangað
nýja skuttogara. — Við búum við
tilfinnanlegan hráefnisskort og
það lagast ekki fyrr en við fáum
annað skip, sagði Kristján.
— Settur í 30
daga gæzlu
Framhald af bls. 32.
Þar sem um var að ræða smygl
á ffkniefnum, til Keflavfkurflug-
vallar og viðtakendur flestir
Bandarfkjamenn, búsettir innan
vallarhliðsins, þótti réttara að
yfirheyrslur færu fram á vegum
hersins. Vegna rannsóknar máls-
ins var varnarliðsmaðurinn úr-
skurðarður f allt að 30 daga
gæzluvarðhald af bandarfskum
yfirvöldum.