Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
21
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Óska eftir 3ja
til 4ra herb.
góðri ibúð til leigu í Voga-
eða Heimahverfi. Þrennt i
heimili. Uppl. i sima 1 6034.
Ný kjólasending
Allar stærðir. Gott verð.
Dragtin, Klapparstíg 37.
Get tekið ungabörn
í gæzlu 5 daga vikunnar.
Er á Melunum. Sími 23022.
Hef leyfi.
hljóðfæraleik.
Viktoríu tríó. Simi 13332.
Val. sala og mat
LISTMUNA
Aðstoð við val, sölu og mat
listmuna, málverka, gull og
silfurmuna, hljómplötusafna,
frí frímerkjasafna og fl. Sími
13468 daglega, aðeins kl.
10—1 1 f.h.
Skattframtöl 1977
Sigfinnur Sigurðsson hag-
fræðingur Bárugata 9,
Reykjavík, s. 14043 og
85930.
Gaffallyftarar
Getum útvegað diesel-gas
eða rafmagnslyftara, með
stuttum fyrirvara. Perkins
vél, sjálfskipting, vökvastýri
og hagstætt verð. Leitið
nánari upplýsinga. Vélar og
þjónusta h.f., Smiðshöfða
2 1, simi 83266.
Einstaklingsibúð
til leigu í Seljahverfi i Reykja-
vík. Tilboð sendist Mbl. fyrir
17. janúar merkt: Einstakl-
ingsíbúð — 4683.
3ja herb.
kjallaraibúð til leigu í Skerja-
firði Tilboð sendist Mbl.
merkt: „T-1 296 '.
Volvo 144 '68
mjög göður til sölu. Má borg-
ast á 1. ári eða eftir sam-
komulagi. Aðeins góð trygg-
ing kemur til greina. Simi
22086
IOOF 1 = 15811 2816 =
IOOF 1 1 = 1 581 1 3 8 Vi =
I00F9 =15811 2816 =
Hörgshlíð 12
Samkoma i kvöld, miðviku-
dag kl. 8.
Kristniboðssambandið
Samkoma verður haldin i
Kristniboðshúsinu, Betania,
Laufásvegi 13 í kvöld kl.
20.30. Frú Filippia Kristjáns-
dóttir, talar.
Allir eru velkomnir.
I.O.G.T. Stúkan
Einingin
Fundur i kvöld miðvikudag
12. janúar. Vigsla embættis-
manna. Mynnst merkis-
afmæla félaga á liðnu ári.
Æ.T.
Frá Sálarrannsóknar-
félaginu í Hafnarfirði
Fundur verður í Iðnaðar-
mannahúsinu við Linnetsstig
fimmtudaginn 13. janúar og
hefst kl. 20.30. Dagskrá: Dr.
Erlendur Haraldsson, ræða.
Sigurveig Hanna Eiriksdóttir.
upplestur. Sigriður Ella
Magnúsdóttir, söngur.
Félagsmenn eru hvattir til að
fjölmenna.
Stjórnin.
Félagið Anglia til-
kynnir
að innritun fyrir enskutalæf-
inganámskeið, fer fram á Ara-
götu 14, laugardaginn 15.
janúar n.k. kl. 15—17.
Kennslan byrjar mánudaginn
24. janúar allar upplýsingar
eru veittar í síma 1 3669.
Stjórn Anglia.
Aðalfundur
KR kvenna
verður i KR-heimilinu mið-
vikudaginn 12. janúar kl.
8.30. Venjuleg aðalfundar-
störf. Mætið vel og stundvis-
lega. Stjórnin.
Athugasemd vegna minka-
búsins á Sauðárkróki
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Sig-
urjóni Jónssyni Bláfeld, minka-
ræktarráðunauti, vegna fréttar i
blaðinu 4. janúar sl. þar sem
greint var frá því, að tvö minkabú
í landinu væru að hætta starfsemi
sinni. Athugasemd Sigurjóns er
svohljóðandi:
„í viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins 4. janúar s.l. seg-
ist Jón vilja benda á að eitt
minkabúið, búið á Sauðárkróki,
sem algjörlega hafi fylgt tillögum
mlnum með fóðrun, hefði haft
lélegri frjósemi og I heild léleg-
ustu útkomuna af minkabúunum
f landinu.
Engan veginn er rétt að minka-
búið á Sauðárkróki hafi haft
lélegri frjósemi af völdum fóðurs-
ins. Við athugun á skertri frjó-
semi, sem var 0.3 hvolpar frá
— Náttúran....
Framhald af bls. 13.
strendingar lifað flestu örðu
fremur I minni minu allt frá
því að ég dró þar nyrðra fyrsta
fisk úr sjó, fjórtán ára gamall,
og hafði nokkur kynni af öðrum
eins mönnum og Eliasi á Horni
og Betúel í Höfn. Og ekki dái ég
síður en áður forspjallið að
bindinu Dimma og dulmögn,
þar sem Þórleifur freistar að
vekja skilning á því, að fólk á
Hornströndum og í heimabyggð
minni, Arnarfirði, var að lik-
indum næmara fyrir dulmagni
og dularverum en flestir aðrir
landsmenn — og fengu á sig
galdraorð öðrum fremur.
Ég gæti skrifað langt mál um
Hornstrendingabók og höfunda
hennar, en læt hér staðar num-
ið með þvf að óska þess, að
sagnaskáldinu Þórleifi Bjarna-
syni megi endast heilsa til að
skrifa lokabindið af sínum
mikla sagnabálki, en það bindi
landsmeðaltalinu, fannst að hún
var tengd of mörgum ófrjóvgum
högnum sem notaðir voru við pör-
un, skyldleikarækt, breytingum á
hreiðurkössum á meðgöngutima
og auk þess virussjúkdómur
(plasmacytosi) sem veldur ófrjó-
semi. Hvað varðar hvolpa sem
koma til nytja í haust, voru þrjú
bú með fleiri hvolpa á hverja lif-
læðu og önnur þrjú með færri.
Þá eru hrein öfugmæli að segja
að I heild hafi útkoma búsins ver-
ið lélegust af minkabúunum f
landinu. Fóðrun, vaxtarhraði og
þrif hvolpa voru það góð, að að-
eins I erlendum tilraunum hef ég
séð jafn góðan árangur hvað þetta
varðar. Einnig er stærð skinna og
gæðaflokkun þeirra það góð, að
ekkert hérlent minkabú hefur
komist til jafns við Sauðárkróks-
búið. Jafnframt sýna söluskýrslur
hygg ég að muni bera heitið:
Mannaþefur i helli minum.
Nú hefur tröllinu orðið að
ósk sinni, en heillandi dulmagn
hvilir ekki síður nú en áður yfir
hinu fagra og hrikalega landi,
þar sem „náttúran talar nú ein
við sjálfa sig“
Guðmundur Gfslason Hagalfn
— Eigum við
ekki að segja
Framhald af bls. 13.
fara ekki sjálfir úr hárunum, því
þeir eru ræktaðir með það í huga
að þeir séu klipptir. Ég hef fengið
hunda alls staðar að af landinu og
það hefur greinilega vantað fólk,
sem tæki þessa þjónustu að sér,
því sumir hundanna voru orðnir
eins og flókatryppi. Þá hef ég
tekið að mér að klippa gogga og
klær á heimilisfuglum og á nag-
dýrum hef ég þurft að klippa af
tönnunum. Þetta er nauðsynlegt
að gera annað slagið, því á sumum
nagdýrum vilja tennurnar vaxa
endalaust.
Að lokum var svo vikið að þvi
vandamáli sem dýraverndunar-
félög eins og flest önnur félög
eiga við að stríða fjárskorti.
— Peningaleysi hamlar mjög
allri starfsemi okkar og ég vil að
lokum fá að benda fólki á giró-
reikning dýraspítalans sem er nr.
44.000 Þeir sem áhuga hafa á að
styrkja þessa^ stofnun mega vita
það að full not eru fyrir öll fram-
lög, smá og stór, segir Sigfríð að
lokum.
— áij
uppboðshaldanna, að margoft
hafa skinn frá Sauðárkróki verið
boðin upp i svo kölluðum „TOPP“
bunktum, sem aðeins fyrir-
myndarbú með áratuga reynslu
að baki geta státað sig af.
Það sem mest hefur háð Sauðár-
króksbúinu er áð búið er of lítið
(aðeins 1000 læður, best 2500—
3000), til að standa undir kostnaði
sem fylgir fóðureldhúsi. Úr þessu
er nú verið að bæta með stækkun
búsins með lífdýrum af stofni
Jóns Ásbergssonar og félaga.
Sigurjón Jónsson Bláfeld,
minkaræktarráðunautur.“
— Sjúkra-
flutningar
Framhald af bls. 23
faglegu hlið á framkvæmdum.
Með þekkingu þeirra og auknu
fjárframlagi hlyti besti og farsæl-
asti árangur að nást, segja bruna-
verðir.
Jafnframt telja brunaverðir að
viðbrögð þeirra, sem viðstaddir
eru slys eða skyndileg hjartatil-
felli skipti miklu máli:
„Fyrstu mínúturnar sem oftast
eru dýrmætastar fara venjulega
til einskis vegna þess, að viðstadd-
ir bregða ekki strax við og hefja
blástursaðferð og hjartahnoð,
sem getur hjálpað til að halda
blóðstreymi til heilans lengur en
ella. Þessa meðferð þarf að kenna
almennt, taka slíka fræðslu ann I
námskerfið betur en gert hefur
verið.“
— Bíðið þið eftir að læknir
komi á staðinn, sé þess þörf?
„Það fer eftir ástandi sjúklings-
ins. Sé hann t.d. I dái er ekki eftir
neinu að bíða. En komi læknir í
tæka tið getur það flýtt fyrir að
sjúklingurinn komist á sjúkrahús.
Læknir getur lagt hann beint inn
á vaktsjúkrahús en við verðum að
flytja hann á slusavarðstofu. Sé
hægt að koma því við er öruggast
að læknir fylgi sjúklingi i neyðar-
tilfelli beint inn á sjúkrahús.“
Þjálfun brunavarða við sjúkra-
flutninga
— Hve mikla þjálfun fáið þið
fyrir þetta starf?
„Námskeið eru haldin fyrir
okkur í sjúkrahjálp. Auk þess
höfum við fengið fræðslu á deild-
um sjúkrahúsanna, t.d. slysa-
deild, hjarta- og skurðdeild og
fæðingardeild. En alltaf eru að
koma til nýjungar og framfarir.
Segja má að við fáum aldrei of
mikla þjálfun."
— Hafið þið tök á að beita þeim
tækjum sem i sjúkrabifreiðum
eru?
„Við reynum að nota þau eftir
þörfum hverju sinni. Hjartaraf-
loststækið notum við ekki, það er
ekki meðfæri annarra en lækna.
Við gefum ekki lyf né blóð, meg-
um t.d. ekki gefa sprautu þótt
með þurfi, það geta læknar og
hjúkrunarfræðingar einir gert.“
— Álítið þið mögulegt og æski-
legt að þið yrðuð þjálfaðir til
þess?
„Þá er komið að spurningu um
það, hvað mikið á að kenna okkur,
hvað er ætlast til að við verðum
færir um að framkvæma. Það er
spurning, sem varðar fjármagn og
skipulag. Því getum við ekki sjálf-
ir svarað. Það verða aðrir að
gera.“
Alag — Gagnrýni — Launakjör
— En víkjum nánar að persónu-
legri reynslu ykkar í starfinu. Eg
hef heyrt að dæmi séu til þess að
mönnum reynist þetta starf of-
raun og verði að leita annarra
starfa?
„Þess eru einhver dæmi að
menn þoli ekki álagið. Þó er það
fremur vegna líkamlegrar
áreynslu. Mikil áreynsla getur
fylgt slökkvistörfum, við sjúkra-
flutninga, björgun fólks úr bíl-
slysum o.fl. Þetta hefur stundum
leitt til bakskemmda og menn orð-
ið að hætta þess vegna.
— I hverju felst mesta álagið?
„Mesta álagið er að verða annan
vinnutimann að vera viðbúinn
hinu versta. Með því komumst við
síður úr jafnvægi þegar á reynir.
Reiknaðu alltaf með því versta,
þá verður það oftast heldur
skárra, sagði reyndur brunavörð-
ur við annan yngri, sem var að
byrja. Þó kemur alltaf illa við
okkur, þegar tilkynnt er um slys á
börnum. En oftast er okkar
reynsla önnur en áhorfenda, sem
ekki taka þátt í því, sem gera
þarf. Okkur gefst minni tími til að
hugsa, verðum að framkvæma
það sem undir öðrum kringunv
stæðum væri nær óhugsandi.
— Verðið þið oft fyrir gagn-
rýni?
„Gagnrýni verður ekki oft vart,
en heldur ekki viðurkenningar.
Við erum ekkert hafnir yfir gagn-
rýni sé hún sanngjörn. En já-
kvæðar undirtektir mundu einnig
gleðja, ef vel tekst. En okkar starf
gefur ekki tilefni til þess. Við
komum oftast fyrstir á staðinn og
skilum sjúklingnum í hendur
hjúkrunarliðs á sjúkradeild. Við
höfum fyrirmæli um að gefa sem
gleggstar upplýsingar um atburð-
inn og hinn slasaða eða sjúka. En
oft gefst enginn tími ti að safna
þessum upplýsingum enda eru
þeir, sem eiga að veita þær stund-
um ekki i sálarástandi til þess.
Okkar hlutverki lýkur svo án þess
að nokkur veiti athygli hvort vel
eða illa hefur tekist.
— Eru launakjör I samræmi við
sérstöðu starfsins?
„Það fer eftir því hvernig á það
er litið. Sumir álíta að við séum
allt að því byrði á þjóðfélaginu,
höfum margan daginn lítið annað
að gera en hafa það huggulegt hér
á stöðinni. Við höfum í fastakaup
85 þús. kr. á mánuði og kr. 200.00
álag á vinnustundir utan dag-
vinnutíma. Við erum í sama
launaflokki og strætisvagnastjór-
ar. Ef við getum ekki lifað á þess-
um launum verðum við að afla
þeirra tekna utan stofnunarinnar.
Þótt miðað sé við 30 útköll við
sjúkraflutninga á dag auk
slökkvistarfa, er það enginn mæli-
kvarði á vinnuálag, svo misjafn
tími og erfiði felst í hverju út-
kalli. Með þeim starfsmanna-
fjölda sem nú er, eykst spenna og
álag, þegar vixla þarf starfliði á
milli slökkvibila og sjúkrabíla eft-
ir þörfum. Hér er það okkar
höfuðverkur að standa ef til vill
uppi með engan sjúkrabíl eftir á
stöðinni og hugsanlega yrði stór-
slys á næstu mínútu. Sama gerist
þegar menn vantar á brunabílana
vegna þess að þá hefur orðið að
taka á sjúkrabílana. Hvað skeður
ef stórbruni verður á meðan svo
stendur á? Það tekur tima að
kalla út varalið og margt getur
skeð á meðan.“
— Hvað um starfsaldur?
„Menn fá að vera á vöktum til
65 ára aldurs. Starfið krefst oft
mikillar snerpu og viðbragðsflýt-
is. öllum er fyrir bestu að menn
séu ekki of gamlir í þessu starfi."
Fáein lokaorð:
Laun og kjör brunavarða er að
visu málefni útaf fyrir sig en þó
til umhugsunar hverjum þeim, er
kann að þurfa á þjónustu þeirra
að halda þegar mestu varðar. Eins
og sjúkraflutningum er nú háttað
verður ekki fram hjá því gengið,
að líf ófárra borgara hlýtur að
verða í þeirra höndum. Á meðan
svo er, skiptir það skattgreiðend-
ur nokkru máli hve miklu af al-
mannafé er varið til að veita þeim
þekkingu og skilyrði til að valda
svo mikilli ábyrgð.
Af framangreindum upplýsing-
um er ljóst að fjármál ráða miklu
um framkvæmd þessarar velferð-
arþjónustu. Telja má eðlílegt að
farið sé að dæmi stærri og auð-
ugri þjóða í þessum efnum. En
minna má á, að hvert mannslíf er
verðmætara smáþjóð en milljóna-
þjóðum. Ennfremur er talið að
þær þjóðir hafi á að skipa við
sjúkraflutning starfsliði, sem
hlotið hefur fullkomna sjúkra-
þjálfun á stríðstimum.
Islendingar hafa sýnt að þeir
kunna að fara eigin leiðir i heilsu-
gæslumálum. Með farsælum
árangri í baráttu við berklaveiki
var bjargað ótöldum mannslifum
og forðað ófyrirséðu heilsutjóni.
Hugsanlega má finna svo far-
sæla leið til aukins öryggis á fleiri
sviðum velferðar- og heilbrigðis-
mála.
Desember 1976
Þuríður J. Árnadóttir