Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 23
Nokkrar stað-
reyndir um fram-
kvæmd og rekstur
sjúkraflutninga
Slökkviliðsmenn að störfum á slysstað.
Þótt merki Rauða krossins á
sjúkrabifreiðum beri daglega fyr-
ir augu borgarbúa má draga í efa
að hinum almenna vegfaranda sé
ljóst hvern þátt þau samtök eiga í
þessari velfeðarþjónustu. Hve
mörgum er kunnugt að innan
Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins er starfandi nefnd, sem hefur
á hendi rekstur sjúkrabifreiða?
Taka má fram að nefndin er
ólaunuð.
Fjármál eru í höndum Jónu
Hansen og var mér bent á að ræða
við hana um rekstur og fjárhag
starfseminnar.
Um þetta segir hún:
„Sjúkrabílarnir eru eign Rauð
krossins. Verkefni hér í nefnd-
inni er að sjá um rekstur þeirra.
Um það höfum við samráð við
sjúkraflutninganefnd Reykja-
víkurborgar en í henni eiga sæti
læknar, sem eru fulltrúar sjúkra-
húsanna, slökkviliðsstjóri, borg-
arlæknir og fleiri. Fulltrúi Rauða
krossins í nefndinni er Árni
Björnsson læknir. Sú nefnd legg-
ur á ráðin um það hvernag sjúkra-
bíl skúli kaupa hverju sinni,
hvernig hann skuli vera úr garði
gerður, hvernig tækjabúnaður
verði í honum o.s.frv.
Reykjavíkurdeild R.K. leggur
til sjúkrabafreiðar á Reykjavíkur-
svæðinu, Kópavogi, Seltjarn-
arnesi og Mosfellssveit, einnig við
móttöku sjúkraflutninga utan af
landi. Sjúkrabifreiðunum er ætl-
að að standa undir eigin rekstri
fjárhagslega.“
— Hver er rekstrargrundvöll-
ur? Hverjir tekjustofnar og út-
gjaldaliðir?
„Tekjustofnar eru greiðsla fyr-
ir notkun sjúkrabila, skyndihapp-
drætti og tekjur af spilakössum,
sem settir hafa verið upp á sam-
komustöðum. Utgjöld eru dagleg-
ur rekstur og viðhald sjúkrabíl-
anna, eldsneyti og viðgerðakostn-
aður, sem oft er mikill vegna
óhappa í umferðinni og þess að
notast hefur verið við bílana leng-
ur en æskilegt er.
Reksturinn stendur engan veg-
inn undir sér fjárhagslega. Ekki
er hægt að nefna upphæð rekstr-
arútgjalda i ár, þar sem endanleg-
ar tölur eru ekki fyrir hendi. Þó
er ljóst að ekki blæs byrlega um
tekju- og greiðslujöfnuð á þessu
ári. Áætlaður taprekstur á árinu
er 3,8 milljónir króna. Þessi upp-
hæð skiptist þannig: 1,8 milljónir
kr. vegna slysa er verða á götum
úti eða sjúklingur hefur látist á
staðnum en í þeim tilfellum er
ekki krafist greiðslu; 2 milljónir
kr. er áætlað tap vegna þeirra,
sem ekki hafa greitt flutning
strax en neita að greiða reikning
þegar þeir fá hann sendan."
— Hver greiðir mismuninn?
„Mismunurinn fellur á Rauða
krossinn. T.d. fer ágóði af 3
skyndihappdrættum á árinu til að
jafna þennan taprekstur.
Á næstu árum má gera ráð fyrir
vaxandi greiðsluhalla. Kostnaður
eykst árlega. Umdæmissvæðið
stækkar, íbúum fjölgar, fleiri
sjúkrahús taka til starfa. I því
sambandi má nefna að einn
sjúkrabíll er nú nær eingöngu við
flutninga milli sjúkrahúsa frá kl.
8 að morgni til kl. 4 e.h. Endur-
nýjun sjúkrabíla er æskileg á
þriggja ára fresti, en það þýðir
kaup á einum bíl á hverju ári og
tveimur bílum þriðja hvert ár.
Fyrirsjáanlegt er að R.K. getur
ekki lengur staðið straum af
kostnaðinum. Fyrirhugað er að
taka það mál til gagngerðrar
endurskoðunar nú strax eftir ára-
mótin. Kanna á hvort sveitar-
félögin vilja taka þátt í rekstri
sjúkrabílanna. Þess hefur þegar
verið farið á leit við Reykjavíkur-
borg og hefur borgarstjóri tekið
málinu vel, sömuleiðis forsvars-
menn Tryggingastofnunar. Leitað
hefur verið til Sjúkrasamlags
Reykjavíkur en það reyndist ekki
aflögufært til þátttöku í þeim
kostnaði. (Þess má geta að sum-
staðar úti á landi greiða sjúkra-
samlögin sjúkraflutninga en hér í
Reykjavík eru þeir á kostnað
sjúklingsins í flestum tilfellum
nema þegar flutt er milli sjúkra-
húsa).
Náist ekki samkomulag um
þátttöku viðkomandi aðila til
reksturs þessara þjónustutækja í
samvinnu við R.K. er ekki um
annað að velja en að R.K. afhendi
þá sjúkrabíla, sem fyrir eru þeim
bæjar- og sveitarfélögum, sem
þurfa á þjónustu þeirrra að halda.
En þö svo fari mun R.K. halda
áfram :ð starfa við þessi mál og
taka þátt i hverri aðstoð sem veita
má, þar sem meginsjónarmið sam-
takanna er að veita öllum mann-
úðarmálum lið; hjá þeim þekkjast
engin landamæri.
I því sambandi má láta þess
getið, að allt starf er unnið f sjálf-
boðavinnu. Kvennadeild R.K.
vinnur mikið og lagði m.a. fram
eina milljón króna til kaupa á
nýjum sjúkrabíl, sem nýbúið er
að taka í notkun. Það var mikil-
vægur liður í því, að gera kaup á
þeim vagni möguleg en hann kost-
aði um 3 milljónir króna, þegar
aðflutningsgjöld höfðu verið felld
niður.
Gert er ráð fyrir að tollalögin
nýju kveði á um niðurfellingu á
aðflutningsgjöldum og jafnvel
einnig söluskatt af sjúkrabifreið-
um og yrði það mikill stuðningur.
Ég vil einnig geta þess að Trygg-
ingastofnun lánaði 2 milljónir kr.
til kaupa á nýjum torfærubíl, sem
keyptur var síðastliðið vor. Af
honum fengust einnig felld niður
aðflutningsgjöld og lækkaði það
kaupverðið úr nálægt 6 milljón-
um króna 14,3 milljónir.
En aðalforsenda þess að Rauði
krossinn geti framvegis sem hing-
að til annast rekstur sjúkrabif-
reiðanna er sú, að ríkisvaldið og
þeir aðilar, sem hafa þörf fyrir
þjónustu þeirra sýni skilning á
því, að skyndihappdrætti og af-
rakstur af spilakössum er ekki
nægilega trygg kjölfesta til að
byggja á svo mikilvæga þjónustu.
Fróðlegt er að heyra álit læknis
um það hverjar kröfur má sann-
gjarnlega gera um öryggi við
sjúkraflutninga. Líklegt er að
Árni Björnsson læknir hafi hvað
víðstækasta yfirsýn um þau mál
en hann á sæti í báðum þeim
nefndum, sem starfa að sjúkra-
flutningamálum á höfuðborgar-
svæðinu. Eins og lýst hefur verið
hér að framan sér nefnd á vegum
Rauða krossins um fjárhagslegan
og framkvæmdalegan rekstur
sjúkraflutningatækja; hins vegar
er sjúkraflutninganefnd Reykja-
víkurborgar ætlað að skipuleggja
búnað sjúkrabifreiða, ákveða
fjölda þeirra hverju sinni og
fylgjast með þvf að þjónustan sé í
viðunandi horfi.
— Er sú þjónusta eins og best
verður á kosið?
Því svarar Árni Björnsson
læknir:
„Ekkert er fullkomið. En miðað
við þær aðstæður er hér hafa ver-
ið og reynt hefur verið að bæta,
má segja að þetta sé f góðu lagi“.
— Eru nauðsynleg tæki í
sjúkrabílum?
„Nú eru til tveir sérhæfðir
sjúkrabflar. Annar er torfærubfll
og búinn tækjum að vissu marki,
en hinn svonefndi „hjartabíll" er
sá eini, sem kallast getur neyðar-
bíll. I honum er m.a. hjartaraf-
loststæki".
— Er hægt að koma við blóðgjöf
í sjúkrabílum?
„Gefa má blóð og vökva í
sjúkrabíl, ef tæki eru til þess og
maður til taks að framkvæma það.
Einn bíll þyrfti að vera til með
slíkum tækjum, sem mætti nota á
ferðum, er tækju lengri tíma t.d.
ofan úr Mosfellssveit".
— Er ekki mögulegt að fullnýta
þau tæki, sem fyrir eru sé hjúkr-
unarfólk ekki til staðar?
„Um það má deila. Þar er
meginmálið: Hvað viljum við
greiða fyrir endurbætur, sem
koma varla að notum nema í ein-
stökum tilfellum? Það kostar
geysimikið fé að láta lækni fylgja
sjúkrabíl að staðaldri. Að minú
áliti gæti það einnig stundum taf-
ið fyrir. Hér er meðalflutnings-
tími til sjúkrahúss einhvers stað-
ar nálægt 7 mínútum. Hjúkrunar-
fræðingur gæti ekki alltaf komið í
stað læknis, enda yrði það lika
dýrt“.
— En ekki hafa aðrir en læknir
og hjúkrunarfólk leyfi til að gefa
lyf og nota viss neyðartæki?
„Hugsanlega mætti gefa leyfi
til þess eftir læknisráði, ef sjúkra-
flutningamenn hefðu nægilega
menntun til þess og beint fjar-
skiptasamband væri úr bifreið á
sjúkrahús. Þá mætti einnig meta
hvort senda bæri lækni á staðinn.
Nú er í athugun að bæta fjar-
skiptasamband við sjúkrahúsin.
Til hjartasjúklinga er eðlilegast
að kalla lækni. Aðstandendur
þyrftu þá að hafa tök til að ná
beinu sambandi við vaktsjúkra-
hús. Mætti hugsa sér að þar væri
til staðar viss vakt, sem gegndi
þessu verki. Þetta ætti að mega
samræma öðrum læknavöktum.
Slík þjónusta gæti komið að
miklu leyti í stað þess að láta
lækni fylgja neyðarbílum. En
þetta hlyti að byggjast á bættu
fjarskiptasambandi."
Endurnýjun sjúkrabifreiða
„Mikið áhugamál okkar hjá
Rauða krossinum er endurnýjun
sjúkrabílanna, sem ekki hefur
verið eins hröð og æskilegt væri.
Við æskjum þess að stjórnvöld
tryggi niðurfellingu á að-
flutningagjöldum og söluskatti af
sjúkrabifreiðum. Framlag R.K. til
þjónustunnar sýnist vera þess
virði. Sjúkrabifreiðar þurfa að
vera vel búnar og ekki eldri en
þriggja ára, menntun sjúkra-
flutningamanna í góðu lagi og
fullkomið fjarskiptasamband
milli þeirra aðila er annast
sjúkraflutninga og sjúkrahúsa, er
taka eiga á móti sjúklingum.
Þetta er grundvallaratriði að
minum dómi. Hitt er umdeilan-
legt, hvort læknar eða hjúkrun-
arfræðingur skuli fylgja sjúkra-
bílum."
— Hvernig er þessum málum
háttað I öðrum löndum t.d. á
Norðurlöndum?
„Það er mjög mismunandi I hin-
um ýmsu löndum. Mest samband
höfum við haft um þessi mál við
Noreg en þar er Rauði krossinn
tengdur þeim á sama hátt og hér.
Við höfum keypt sjúkrabíla það-
an og fengið menn frá norska
Rauða krossinum til að þjálfa
sjúkraflutningamenn okkar eins
og gert er þar. Norðmenn hafa nú
samþykkt reglugerð um búnað
sjúkrabíla og menntun sjúkra-
flutningamanna. Reynt er að nýta
þá menntun vel, tekið er tillit tii
þarfa á meiri menntun þeirra
manna er starfa á fjölmennum
stöðum en hinna er minna mæðir
á i strjálbýli.
En um þetta gegnir ekki allstað-
ar sama máli. Til dæmis framleiða
Austur-Evrópulöndin mikið af
læknum og geta leyft sér að hafa
lækna með sjúkrabifreiðum.
Þetta hefur víðar verið reynt en
ekki þótt gefa nægilega góðan
árangur. En þar kemur til sú
spurning: Hvað vill fólk borga
fyrir ákveðna þjónustu? Vill
skattgreiðandinn taka það á sinar
herðar?
Segja má að útgjöld við heil-
brigðisþjónustu séu orðin mikið
Ihugunarefni hér sem annarstað-
ar. Fáum við þetta endurgreitt,
ekki aðeins í lengra lífi heldur I
bættu mannlífi. Að lengja lifið er
eitt, að.“
Starfsmenn við sjúkraflutn-
inga Ekki er öllum Ijóst að
brunaverðir hafa einnig sjúkra-
flutninga á hendi. Þess eru dæmi
að fólk segi, þegar svarað er í
sima á Slökkvistöð: „Þetta hlýtur
að vera skakkt númer, ég ætlaði
að hringja á sjúkrabíl.“
Eftirfarandi samtal við nokkra
brunaverði gefur hugmynd um
þann vanda, er þeir eiga við að
etja í starfi sínu, einkum er við
kemur sjúkraflutningum:
„Fólk rennir litinn grun i þettp
starf, enda erfitt frá almennu
sjónarmiði að setja sig inn i það
sem upp getur komið, hvort held-
ur er í slökkvistarfi eða við
sjúkraflutninga þegar mikið ligg-
ur við. Svo alvarlegt getur ástand-
ið orðið t.d. á slysstað, að við
fyrstu sýn verði mönnum okkar I
starfi á að spyrja: Hvað er hægt
að gera? En það verða þeir oftast
að segja sér sjálfir.
Við sjúkraflutning verða flutn-
ingsmenn að meta ástand
sjúklingsins og haga sér eftir því.
Er t.d. um hryggbrot að ræða,
slagæðablæðingu, avarleg bruna-
sár eða hjartatilfelli þar sem
hugsanlega mætti koma í veg fyr-
ir blóðrásartruflun til heila?
1 slíkum tilfellum hættir fólki
til að safnast saman og tefja fyrir
eða sýna óþolinmæði vegna þess
að seint sýnist ganga. Oft mismet-
ur almenningur ástandið, sést í
sumum tilvikum yfir alvarleg ein-
kenni en ofmetur hin.“
— Finnið þið aldrei til vanmátt-
ar þegar þið komið á slysstað eða
þurfið að veita hjartasjúklingi
fyrstu meðferð?
„Þó svo væri megum við ekki
láta undan þeirri tilfinningu. Allt
getur oltið á að við höldum jafn-
vægi. Hugsunin snýst fyrst um
það, sem lífsnauðsyn er að gera i
hverju alvarlegu tilfelli. Margt
getur þurft að gera íeinu svo sem
að halda opnum öndunarvegi,
gefa hjartahnoð og beita blásturs-
aðferð eða súrefnisgjöf á meðan
ferðinni er hraðað eins og frekast
er unnt til slysadeildar."
— Er i reynd framkvæmanlegt
fyrir einn mann, að veita sjúk-
lingi skyndihjálp með tilætluðum
árangri á meðan ekið er á fyllsta
hraða, þar sem annar maðurinn
verður að sjá um aksturinn? öku-
manninum sýnist heldur ekki
veita af góðu jafnvægi til að hafa
talstöðvarsamband við slökkvi-
stöð, gefa upplýsingar um ástand
og komu sjúklings á slysadeild og
jafnframt forðast að óhöpp hljót-
ist i umferðinni eins og fyrir kem-
ur í þeim hraðakstri. Er ekki
nauðsyn að þriðji maður sé til
aðstoðar í neyðartilvikum?
„Tveir menn standa verr að vígi
en þrír eins og gefur að skilja. En
öruggasta leiðin er að hafa lækni í
bílnum. Um það hljóta allir að
vera sammála."
Þegar þetta er rætt kemur í ljós
að brunaverðir telja æskilegast að
hjartabfllinn/ neyðarbíllinn væri
staðsettur við slysavarðstofu eða
vaktsjúkrahús. Þar eru læknar til
taks að senda á staðinn i neyðar-
tilfellum og einnig hjúkrunar-
fólk; venjulega taka þar 8 til 10
manns á móti sjúklingum þótt
tveir sjúkraflutningamenn eigi að
sinna þeim á leiðinni þangað, sem
reynist oft úrslitatími.
En þá reynir á fjármálin. Með
því fyrirkomulagi yrði að ráða
sérstakan bílstjóra á neyðarbíl-
inn. En þetta er mál lækna að tjá
sig um og ráða fram úr, þ.e. hinni
Framhald á bls. 21
eftir ÞURÍÐI J. ÁRN ADÓTTUR SÍÐARI HLUTI