Morgunblaðið - 12.01.1977, Síða 30
?0
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
MARGIR TVISYNIR LEIKIR
GETRAUNAÞATTUR
MORGUNBLAÐSINS
EFTIRTALDIR leikir eru á seðl-
ii um þessa vikuna og víð skulum
v >na, að veðurguðirnir leyfi þeim
ö lum að fara fram, þvi að annars
nýtur getspeki okkar sín ekki til
fulls.
Arsenal — Norwich. 1.
Þetta ætti að vera nokkuð
öruggur heimasigur, en varla
verða stórar tölur. Heimasigur
(2—1).
Aston Villa — Manchester City,
tvöfaldur 1 eða x.
Hér er mikið í húfi fyrir bæði
liðin, þar eð þau eru bæði við
toppinn á deildinni og mega sjá af
sem fæstum stigum ef ekki á að
heltast úr lestinni. Aston Villa er
geysilega sterkt lið í sókn og vörn,
en Manchester-liðið hefur lagt
meira upp úr varnarleiknum en
það gerði t.d. í fyrra. Þeir munu
þvi áreiðanlega gera sig ánægða
með eitt stig og leika eftir því.
Spáin er sú, að Man. City nái
jafntefli (1—1) en til vara spáum
við heimasigri (2—0).
Ipswich — Everton 1.
Svo virðist, sem fátt geti stöðv-
að Ipswich-liðið um þessar mund-
ir og þar sem Everton er langt frá
því að vera með góðan árangur á
útivelli í vetur, teljum við af og
frá að þeir geri einhverjar rósir á
Portman Road. Heimasigur
(3—1).
Leeds — Birmingham. I.
Leeds-liðið hefur verið ákaflega
upp og niður í vetur, en við telj-
um, að það fylgi eftir hinum
myndarlega bikarsigri sinum
gegn Norwich síðasta laugardag
og sigri Brimingham nokkuð ör-
ugglega. Heimasigur (2—0).
Leicester — Sunderland, tvöfald-
ur 1 eða x.
Með tilliti til deildarstöðu þess-
ara tveggja liða ættu úrslitin aug-
Ijóslega að vera heimasigur, en
taka verður tvennt með í reikn-
inginn. Leicester hefur gengið
frekar illa i síðustu leikjum sín-
um og Sunderland náði merkum
áfanga á laugardaginn var, þá
skoraði liðið mark og ekki bara
eitt heldur tvö og er aldrei að vita
nema þetta afrek þeirra verði
þeim lyftistöng til að gera betur á
næstunni. Heimasigur eða jafn-
tefli (1—0 eða 1 — 1).
Liverpool — WBA, tvöfaldur 1
eða x.
Nei, því fer fjarri að Liverpool
hafi verið sannfærandi undan-
farnar vikur, þó að þeir hafi halað
inn stigin á heimavelli og auk
þess hefur lið WBA reynst afar
illsigranlegt. Aðalspáin er stein-
dautt jafntefli en til vara heima-
sigur (1—0).
Manchester Utd — Coventry. 1.
Manchester-liðið hefur náð sér
bærilega á strik undanfarnar vik-
ur og erum við því í engum vafa
hér. Heimasigur (2—0).
Middlesbrough — Derby. X.
Það er einlæg skoðun okkar, að
hér sé í uppsiglingu hrútleiðing-
legt og steindautt jafntefli. 0—0.
Newcastle Utd. — Tottenham,
tvöfaldur, 1 eða X.
Newcastle er ósigrað á heima-
velli og það er engin heppni. Að-
alspáin er heimasigur (3—3).
Tottenham hefur nú verið slegið
út úr öllum bikarkeppnum og
geta þeir því úr þessu farið að
hugsa óskipt um bágborna deild-
arstöðu sína, sem sannarlega er
Ijót. Aukaspáin er sú að þeir lagi
dálítið stöðu sína og kríi út jafn-
tefli þvl að þeir geta leikið góða
knattspyrnu ef þeir reyna það,
það hafa þeir a.m.k. sýnt.
QPR — West Ilam. 1.
Þó að hér fari fram leikur milli
tveggja liða af neðri hæðinni I
deildinni gæti leikurinn þó orðið
allgóður því að bæði liðin, einkum
QPR, geta tekið upp á því að leika
mun betur en staða þeirra gefur
til kynna. Spáin er sú að QPR
reynist sterkara og sigri (2—1).
Stoke C. — Bristol C. X.
Hér bítast einnig fallkandídatar
um bitann, en að öðru leyti á hér
við umsögn okkur um leik
Middlesboro og Derby. Jafntefli
án lifsmarks (0—0).
Notts County — Chelsea. X.
Svo segir okkur hugur um, að
leik þessum lykti sem jafntefli og
verður þvi ekkert um það deilt.
Jafntefli (1 — 1).
—gg-
IRovminWníHít
iirrflniira
L.c.ivn. ivuppeii — vann giæsuegan sigur I viöureign sinni vio uuiian
Gilks.
Stenmark sigraði í svigi,
en Heidegger í stórsvigi
DeHs átti ekki möguleika
gegn hinum snjalla King
19 ára Austurríkismaður, Klaus
Heidegger, hefur tekið forystu I
heimsbikarkeppninni á skfðum,
eftir frábæra frammistöðu slna I
svigi og stðrsvigi á mótum sem
fram fóru I Garmisch
Partenkirchen um helgina.
Sigraði Heidegger I stórsvigs-
keppninni á sunnudag og varð
annar á eftir sænska heimsbikar-
hafanum Ingemar Stenmark I
svigkeppninni á mánudag. Er
talið mjög llklegt að Heidegger
biandi sér verulega I baráttuna
um bikarinn I vetur, en hann er
sama marki brenndur og lngemar
Stenmark að taka helzt ekki þátt I
brunmótum, og skerðir það vitan-
lega nokkuð möguleika hans.
Ingemar Stenmark hafði ekki
heppnina með sér I stórsvigsmót-
inu á sunnudaginn. Hann
„keyrði" út úr brautinni og varð
að hætta keppni. Klaus Heidegger
sigraði á timanum 3:22,29 mín.,
en naumari gat sigur hans ekki
verið þar sem Svisslendingurinn
Heini Hemmi sem varð I öðru sæti
fékk tímann 3:22,30 min. Þriðji
varð svo Willi Frommelt frá
Líechenstein á 3:23,19 mín. og
Bandarikjamaðurinn Phil Mahre
varó fjórði á 3:23,55 mín.
I svigkeppninni mánudaginn
tókst Stenmark hins vegar vel
upp. Hann fór báðar ferðirnar af
míklu öryggi og náði um hálfri
sekúndu betri tíma en Heidegger
sem varð í öðru sæti. Mikið mann-
fall varð i þessari keppni, enda
brautin sérstaklega erfið. Af um
100 keppendum sem hófu keppni
komust aðeins 29 klakklaust báð-
ar feóirnar, og var timi þeirra
siðustu nær mínútu slakari en
tími Stenmarks. Eftir keppnina á
mánudaginn hefur Heidegger
hlotið 90 stig, en Ingemar Sten-
'mark er kominn í annað sætið. I
þriðja sæti er svo Franz Klammer
frá Austurríki sem er með 75 stig,
en hann tók ekki þátt i umrædd-
um mótum.
DANSKA Norðurlandameistaran-
um I badminton Flemming Delfs
mistókst að hefna fyrir tap það
sem hann varð fyrir I leik sínum
við Indónesfumanninn Liem Swie
King á dögunum, er þeir mættust
I opna sænska meistaramótinu
sem fram fór um helgina. Eftir
ósigurinn fyrir King á dögunum
hafði Delfs það á orði, að boltarn-
ir sem keppt var með I þvl móti
hefðu verið ómögulegir, og það
væri fyrst og fremst þeim að
kenna að hann tapaði.
En i mótinu um helgina sýndi
Indónesiumaðurinn að hann virð-
ist vera algjör ofjarl Dananna. I
undanúrslitum keppti hann við
Svend Pri, fyrrverandi heims-
meistara í þessari grein. Vakti
leikur þeirra óskipta athygli allra
er fylgdust með keppninni, og
stóð fyrri hrinan i tæplega
klukkustund. Lauk henni með
sigri King 15—12. 1 seinni hrin-
unni var það rétt fyrst sem Pri
stóð í Indónesiumanninum, en
eftir að staðan var 9—8 réð King
lögum og lofum og sigraði 15—9.
1 hinum undanúrslitaleiknum
sigraði svo Flemming Delfs aðra
nýja stjörnu frá Indónesíu Iie
Sumirat í mjög skemmtilegum
leik 15—8, 11 — 15 og 15—6, og
þótti sá leikur benda til þess að
Delfs væri í góðu formi. Sjálfur
kvartaði hann yfir eymslum í
fæti, eftir leikinn og í úrslita-
Reynolds áfram hjá Þór
- Magnús Jónatansson sennilega með Reyni
Knattspyrnufélögin Norðanlands
sem leika i 1. og 2. deild eru nú
ýmist búin að ráða sér þjálfara
eða eru að ganga frá samningum.
Nýlega gengu Þórsarar á Akur-
eyri sem eru eina norðlenzka
félagið sem á sæti I 1. deild, frá
samningum við Douglas
Reynolds, en hann þjálfaði liðið
einnig f fyrra, og var þá mjög
mikil ánægja með störf hans hjá
leikmönnum og áhangendum
félagsins. Mun Reynolds koma til
starfa um miðjan febrúar og ætla
Knattspyrnuþjálfari
óskar eftir að gerast þjálfari hjá 2. eða 3.
deildar liði, ásamt yngri flokkum.
Upplýsingar gefur Sævar Tryggvason, sími
98-2503.
Þórsarar þá að hefja æfingar af
fullum krafti. Verður verkefni
þeirra næsta keppnistlmabil ugg-
laust hið erfiðasta, en þeir sýndu
það I fyrra að þeir eru til alls
Ifklegir.
Litlar mannabreytingar munu
verða hjá Þór á næsta keppnis-
tímabili. Þó er fullvist að Magnús
Jónatansson mun leggja skóna á
hilluna, en hann hefur nú leikió
með meistaraflokki IBA og Þórs i
16 ár. Verður örugglega skarð
fyrir skildi hjá Þórsliðinu.
Líklegt er að Magnús taki að sér
þjálfun hjá 2. deildar liði Reynis á
Árskógsströnd, en fleiri félög
m.a. ÍBÍ hafa sýnt mikinn áhuga á
að fá Magnús til þjálfarastarfa.
Eins og áður hefur komið fram
mun svo Jóhannes Atlason þjálfa
2. deildar lið KA næsta keppnis-
tímabil. Jóhannes mun þó ekki
koma til starfa fyrr en i apríl, en
hann dvelur ytra við nám á knatt-
spyrnuþjálfaraskólum. Er líklegt
að Matthias Ásgeirsson íþrótta-
kennari muni sjá um KA-liðið unz
Jóhannes kemur, en mikill hugur
er nú i KA-mönnum og ætla þeir
sér að hefja æfingar hið fyrsta.
Hörður Hilmarsson, fyrrum
landsliðsmaður, sem lék með KA í
fyrra, mun ekki verða með liðinu
í vetur. Ætlar hann sér að dvelja í
Reykjavik næsta sumar og þá
væntanlega leika með sínu gamla
félagi Val.
2. deildar lið Völsunga á Húsa-
vik hefur enn ekki gengið frá
ráðningu þjálfara en félagið er að
reyna að fá John McKearnan til
starfa hjá sér. McKearnan þjálf-
aði Völsunga í fyrra og náði mjög
athyglisverðum árangri með liðið.
I vetur hefur hann leikið með
bandarisKu atvinnuknattspyrnu-
félagi, en mun væntanlega koma
til landsins innan tiðar til
samningaviðræðna við Hús-
víkinga. Ekki er vitað um neinar
mannabreytingar hjá Völsungum,
en lið þeirra er nú að stofni til
skipað ungum og mjög efnilegum
piltum
leiknum kom fljótlega i ljós að
hann átti enga möguleika gegn
hinum fljóta og örugga King.
King komst strax i 8—1 og vann
síðan fyrri hrinuna 15—4. í
seinní hrinunni var auðséð að
Delfs tók á öllu sem hann átti til,
en samt sem áður tapaði hann
15—8. Þótti hraði og tækni Indó-
nesans með ólikindum, og náði
hann auðveldlega jafnvel hinum
föstustu „smössum" frá Delfs.
Sagði Delfs eftir þessa keppni, að
hann hefði ekki getað beitt sér
sem skyldi vegna meiðslanna, en
hitt léki þó ekki á tveimur tung-
um að King værí enn betri bad-
mintonleikmaður en Rudy
Hartono var nokkru sinni, en sem
kunnugt er þá varð Hartono oft-
sinnis heimsmeistari. Spáði Delfs
því einnig að King yrði heims-
meistari, en fyrsta opinbera
heimsmeistarkeppnin i badmin-
ton fer fram i Svíþjóð í vetur.
Danir fóru þó ekki gullverð-
launalausir heim frá mótinu i
Stokkhólmi. Lene Köppen, sú er
varð Norðurlandameistari hér í
einliðaleik kvenna keppti til úr-
slita i einliðaleiknum við ensku
stúlkuna Gillian Gilks, en sú sigr-
aði í siðustu „All England"
keppni. Hafði Köppen yfirburði í
þessum leik og vann 11—5 og
11—2.
Til úrslita i tvíliðaleik kepptu
sænsku heimsmeistararnir
Fröman og Kihlström, sem margir
muna eflaust eftir frá Norður-
landamótinu i Laugardalshöll-
inni, og Indónesiumennirnir
Chandra og Tjung Djun. Var þar
um að ræða jafnasta og skemmti-
legasta leik þessa móts. Indónes-
arnir unnu fyrstu hrinu 18—17,
Sviarnir þá næstu 17—16 og í
oddahrinunni unnu Indónesarnir
svo eftir mikla baráttu og stór-
kostleg tilþrif 15—11.
Sigurvegarar i tviliðaleik
kvenna urðu Gillian Gilks og Bar-
bara Giles sem sigruðu hollenzku
stúlkurnar Ridder og Neusekom i
úrslitaleik 15—5 og 15—8.
I tvenndarleik sígruðu svo
Derek Talbot og Gillian Gilks frá
Englandi þau Steen Skovgaard og
Lene Köppen frá Danmörku 15—
6 og 15—9.