Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
3
Belgar vilja fá
fisk frá íslandi
FISKKAUPMENN í Belglu hafa
óskað eftir því við Landssamband
ísl. útvegsmanna að það hlutist til
um að einhver íslenzk fiskiskip
sigli á næstunni með Isvarinn fisk
til Belgfu og selji þar, en sem
kunnugt er hafa fslenzk fiskiskip
ekkert selt af fiski f Belgfu sfðan
markaðurinn f V-Þýzkalandi opn-
aðist á ný eftir að fiskveiðideila
þjóðanna var til lykta leidd.
Jónas Haraldsson, skrifstofu-
stjóri L.í.tJ sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að augsýni-
legt væri að mikill fiskskortur
væri um þessar mundir í Belgíu,
því að undanförnu hefði ferlgist
mjög hátt verð fyrir fisk þar. Alls
hefðu átta skip selt fisk I Belgíu í
janúar og meðalverð á kíló hefði
verið kr. 195, og eitt skipanna
hefði fengið 250 kr. meðalverð.
Hins vegar sagði Jónas að mark-
aðurinn i Belgiu væri frekar lítill
og þyldi því vart stóra farma i
einu. Framhald á bls 22
Við höfnina á Höfn i Hornafirði. Ljósm. Mbl. Jens Mikaelsson.
Loðnan gefur góða raun:
Línubátur frá Höfn
fær allt að 17 lestir
LÍNUBÁTURINN Gissur
hvfti frá Höfn f Hornafirði hef-
ur notað loðnu f beitu sfðustu
þrjá róðrana og hefur báturinn
fiskað vel. 1 fysta róðrinum
kom hann með 15 lestir, 16 f
þeim næsta og f gær fékk bátur-
inn 17 lestir. Gissur hvíti er
eini Ifnubáturinn, sem gerður
er út frá Höfn, aðrir bátar það-
an eru á trolli eða eru að byrja
netaveiðar.
Að sögn Jens Mikaelssonar,
fréttaritara Mbl. á Höfn, þá hef-
ur Gissur hviti róið með linu
frá þvi I byrjun janúar og var
báturinn búinn að fá milli 170
og 180 lestir i gær, á meðan
trollbátarnir hafa sama og eng-
an afla fengið. Sagði Jens að
útgerðarmenn trollbátanna
neru nú á sér hendurnar, vegna
þess að þeir hefðu ekki gert
sína báta út á linu.
Fiskurinn, sem Gissur hviti
hefur fengið, hefur að mestu
verið þorskur og ýsa t.d. voru
um 8 tonn af aflanum i gær ýsa,
1 tonn var keila og tindabikkja,
en hitt þorskur.
Tveir loðnubátar biðu eftir
löndun á Höfn i Hornafirði i
gær, og biðu eftir löndun. Eiga
þeir að landa í dag, og er þá
búið að landa 7000 lestum af
loðnu á Höfn.
YerðurMaí seldur
úr landi og skuttogari
keyptur frá Noregi?
STJÓRN Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar hefur enn ekki tekið
ákvörðun um hvað gert verður við
sfðutogarann Maf, en Morgun-
blaðinu er kunnugt um að talað
hefur verið um að selja skipið úr
landi og kaupa f þess stað skuttog-
ara, sem er í smfðum hjá Storvik
mekaniske verksted f Kristian-
sund f Noregi.
Guðmundur Ingvason, fram-
kvæmdastjóri BÚH, sagði i sam-
tali við Morgunblaðið i gær, að
það væri rétt að hann hefði farið
til Kristiansund og skoðað togar-
ann sem væri þar i smíðum, en
hann verður tilbúinn í april n.k.
Sá togari væri samskonar og Gull-
berg, sem keypt var til Seyðis-
fjarðar fyrir skömmu frá Storvik.
Að öðru leyti sagðist Guðmundur
ekki geta tjáð sig um málið, enda
engin ákvörðun verið tekin enn.
Hann kvað þó nauðsynlegt fyrir
Bæjarútgerðina að fá nýja togara
til að frystihús fyrirtækisins
hefði nægilegt hráefni.
Fjarðarheiði:
Raflínurnar að
f ara á kaf í sn jó
MIKIL snjóalög eru nú víða á
Norður- og Austurlandi, og á
Fjarðarheiði eru raflinur þvi sem
næst komnar á kaf á nokkrum
stöðum. Samkvæmt þvi, sem Er-
ling Garðar Jónasson, rafveitu-
stjóri Austurlands, tjáði Morgun-
blaðinu I gær, liggja raflinurnar
milli Héraðs og Seyðisfjarðar þvi
sem næst á kafi í norðanverðri
Fjarðarheiði, þar sem kallað er
Snæfell. Að raeðaltali munu lín-
urnar vera í 1,5 metra hæð yfir
snjónum á þessum slóðum en á
einum stað eru þær svo til komn-
ar á kaf. Vegna þessa hafa Raf-
magnsveiturnar á Austurlandi
varað fólk við að koma of nálægt
raflinunum, enda er öllunt bráður
bani vis, er koma við þær.
RANNSÓKNARSTOFNUN BYGGINGARIÐNAÐARINS A KELDNAHOLTI — Nýja skrifstofuálman
er til hægri á myndinni.
Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins aflient
ný skrifstofubygging
NYBYGGINGIN AFHENT — Guðmundur Magnússon, formaður stjórnar Rannsóknastofnunar bygg-
ingariðnaðarins, býður gesti velkomna. Sitjandi talið frá vinstri Steingrímur Hermannsson, Haraldur
Asgeirsson, Gunnar Thoroddsen, Halldóra Einarsdóttir, kona Haralds og Vilhjálmur lljálmarsson.
Ljósm. Mbl. RAX.
RANNSÓKNASTOFNUN bygg-
ingariðnaðarins var I gær af-
hent ný skrifstofuálma á
Keldnaholti. Með tilkomu
þessa nýja húsnæðis breytist til
muna starfsaðstaða á stofnun-
inni en húsnæðisþrengsli hafa
að sögn forráðamanna stofn-
unarinnar hamlað eðlilegum
vexti og verkefnaaukningu
stofnunarinnar. Við afhend-
ingu nýbyggingarinnar flutti
m.a. ávarp Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra og kom þar
m.a. fram að áætlað væri að
brúttó-framleiðsluverðmæti
byggingariðnaðarins hefði á ár-
inu 1976 verið 45 milljarðar
króna og sagði ráðherrann, að
mönnum mætti þvf vera ljóst
að áríðandi væri að þeim fjár-
munum, sem varið væri til
byggingarstarfs, væri varið á
réttan hátt og það væri best
tryggt með rannsóknarstarf-
semi I þágu þessarar iðngrein-
ar.
Afhending nýbyggingár
Rannsóknarstofnunar bygg-
ingariðnaðarins fór fram að við-
stöddum iðnaðarráðherra,
menntamálaráðherra, fjárveit-
ingarnefnd Alþingis, Rann-
sóknaráðs ríkisins og ýmsum
aðilum byggingariðnaðarins.
Guðmundur Magnússon, verk-
fræðingur og stjórnarformaður
stofnunarinnar lýsti fyrir við-
stöddum þeirri breytingu, sem
yrói á starfsaðstöðu við stofn-
unina með tilkomu þessa nýja
húsnæðis. Sagði hann, að vegna
þrengsla hefði frá því að lokið
var byggingu rannsóknastofu-
álmu stofnunarinnar árið 1969
oróið að innrétta skrifstofuhús-
næði fyrir sérfræðinga og ann-
að starfslið stofnunarinnar í
öðrum enda þeirrar álmu. Þessi
þrönga starfsaðstaða hefði haft
það i för með sér að ekki hefði
verið hægt að fjölga starfs-
mönnum og sinna ýmsum verk-
efnum, sem aðkallandi væri að
taka til meðferðar. Ekki sagði
Guðmundur, að þó væri nóg að
fá húsnæði fyrir stofnunina,
þvi bæði þyrfti að vera til stað-
ar mörkuð stefna fyrir rann-
sóknarstarfsemina og veita yrði
fé til ráðningar á nýju starfs-
fólki.
Steingrimur Hermannsson,
framkvæmdastjóri Rannsókna-
ráðs ríkisins greindi frá þeim
hugmyndum, sem legið hefðu
að baki uppbyggingu þess rann-
sóknarhverfis, er væri að rísa á
Keldnaholti. Varðandi Rann-
sóknastofnun byggingariðnað-
arins, sagði Steingrimur að i
fyrstu hefði verið fyrirhugað að
reisa strax bæði rannsókna-
stofubyggingu og skrifstofu-
álmu en vegna takmarkaðs fjár-
magns til framkvæmdanna
hefði ekki reynst unnt að hefja
framkvæmdir við skrifstofu-
álmuna fyrr en í júni 1974.
Forstjóri Rannsóknastofnun-
ar byggingariðnaðarins, Har-
aldur Ásgeirsson, gerði grein
fyrir byggingunni og sagði að
ýmsar tilraunir á sviði bygging-
arstarfsemi hefðu farið fram
samhliða byggingu skrifstofu-
álmunar.
Haraldur sagði að frumhönn-
un hússins hefði verið gei^ð af
Skarphéðni heitnum Jóhannes-
syni arkitekt, en við fráfall
hans tóku arkitektarnir Ólafur
Sigurðsson og Guðmundur Kr.
Guðmundsson við. Nefndi Har-
aldur að á árinu 1968 hefði
verið áætlað að skrifstofuálman
kostaði 15 milljónir króna og
væri sú áætlun framreiknuð til
núverandi verðlags svaraði það
til 113 milljóna króna. Raun-
verulegur kostnaður við bygg-
ingu varð hins vegar 75,4
milljónir, sem framreiknað á
verðlagi í janúar 1977 jafngild-
ir 101,8 milljónum króna.
Að siðustu minnti Haraldur á
að byggingarkostnaður væri
stór þáttur i framfærslukostn-
aði og þar með hækkaðra launa.
Nýlegar spár sýndu að auka
þyrfti framleiðslu íbúða I land-
inu um 25% en á árinu 1985
ætti að nást það mark að ein
íbúð yrði á hverja 3 ibúa. Hér
væri varið helmingi fleiri
manntimum til að koma upp
meðalíbúð en þekktist hjá
grannlöndum okkar. Allt væru
þetta staðreyndir, sem þyrfti að
rannsaka og það væri verkefni
Rannsóknarstofnunar bygg-
ingariðnaðarins.
Menntamálaráðherra, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, afhenti
iðnaðarráðherra bygginguna
fyrir hönd Rannsóknaráðs
rikisins og sagði menntamála-
ráðherra m.a. að rannsóknir i
þágu byggingariðnaðarins
væru sérstaklega mikilvægar
fyrir Islendinga bæði með tilliti
til veðráttu og verðmæta, sem
færu til bygginga. Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráðherra
veitti byggingunni viðtöku og
minnti á þá breytingu, sem orð-
ið hefði á aðstöðu til rannsókna
í þágu byggingariðnaðarins frá
þvi að sú starfsemi hafði til
umráða 10 fermetra í Rann-
sóknastofnun atvinnuveganna
og þar til nú að 1700 fermetrar
væru til umráða fyrir þessa
starfsemi. Sagði ráðherrann, að
mikið fjármagn færi til bygg-
ingarstarfsemi og verkefnin
framundan hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins
væri ekki sist að leita leiða til
lækkunar á byggingarkostnaði,
þvi það jafngilti kjarabót fyrir
landsmenn og þá hefði komið í
ljós að ísland væri auðugra af
hráefnum til byggingariðnaðar
en haldið hefði verið.