Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 5 KLUKKAN 21.15 er á dagskrá sjónvarpsins þátturinn (Jr einu I annað. Umsjónarmenn þáttarins eru þau Björn Vignir Sigurpálsson og Berg- lind Ásgeirsdóttir, sem sjást hér á meðfylgjandi mynd. í þættinum verður Magnús Ingimarsson hljómsveitarstjóri að vanda og upptöku stjórnar Tage Ammendrup. Klukkan 21.55: „Flughetjan” brezk bíómynd frá 1953 Dagskrá sjónvarpsins f kvöld lýkur með brezkri bíómynd frá 1953. Myndin heitir á frummál- inu „Appointment in London“ en hefur á fslenzku hlotið heitið „Flughetjan". 1 aðalhlutverkum eru Dirk Bogarde og Dinah Sheridan. Myndin á að gerast á flugstöð f Lincolnshire f Bretlandi árið 1943. Tim Mason, sem Dirk Bog- arde leikur, er yfirmaður flug- sveitar og hefur farið fleiri árásarferðir á Þýzkaland en nokk- ur annar flugmaður f hersveit- inni. Talið var ólfklegt að nokkr- um tækist að fara fleiri en tutt- ugu til þrjátfu árásarferðir en Mason hafði sett sér það mark að fara nftfu ferðir, hvað sem það kostaði. Myndin lýsir svo lífi flugmanna og yfirmanna á þessari flugstöð. Vélarnar, sem þeir flugu, voru Lancaster-sprengjuflugvélar, f jögurra hreyfla og var klefi fyrir skytturnar undir flugstjórnar- klefanum. Mason er orðinn mjög slæmur á taugum og yfirmaður hans hvetur hann eindregið til að hætta og hefja störf á jörðu niðri. En Ma- son lætur ekki segjast og stefnir eindregið að þvf að ná settu tak- marki. Auðvitað blandast róman- tfk inn f myndina. Mason verður ástfanginn af ekkju manns, sem þegar hafði fallið f strfðinu. Hún heitir frú Canyon og er háttsett f flotamálaráðuneytinu. En hann er ekki einn um hituna, þvf frú Canyon á gnótt aðdáenda. Ákveðið er að heiðra Mason ásamt fleirum fyrir vasklega framgöngu f loftárásunum á Þýzkaland og á orðuveitingin að sjálfsögðu að fara fram f Buckingham Palace og af þvf dregur myndin nafn sitt. Að sögn þýðanda hennár, Ósk- ars Ingimarssonar, er myndin sæmileg en skortir hálft f hvoru alla spennu, að þvf er hann sagði, þar eð ekki er sýnt neitt af loft- árásunum eða bardögunum við þýzku orrustuflugvélarnar. Bogarde sagði hann vera ágætan í hlutverki Masons, þó þetta væri lfklega eitt af hans fyrstu hlut- verkum. Leikarinn Dirk Bogarde er fæddur f London árið 1921 og er af þýzkum ættum. Ferill hans tók skjótum framförum f kjölfar sfð- ari heimsstyrjaldarinnar, eftir að hann lék aðalhlutverkið f „Esther Waters" árið 1948, þá hafði hann sjálfur lokið herþjónustu. Frami hans var skjótur og komst hann fljótlega f röð fremstu leikara Breta. Hlutverk hans tóku að breytast upp úr 1960 eftir að hann lék aðalhlutverkið f myndinni „Vict- im“. Ein af hans nýrri myndum er „Dauði f Feneyjum", sem gerð var á Ítalfu undir stjórn Luchino Visconti árið 1970. Þar lék hann miðaldra mann, sem var kynvillt- ur, og hlaut sú mynd og leikur hans mjög góða dóma. Dirk Bogarde er nú viður- kenndur sem einn af beztu núlif- andi skapgerðarleikurum f kvik- myndaheiminum. EH^ hbI HEVRH Klukkan 17.30: Helga Valtýsdóttir. „Kötturinn Kolfinnur” KLUKKAN 17.30 er á dagskrá útvarpsins fyrsti þáttur fram- haldsleikritsins „Kötturinn Kol- finnur" eftir Barböru Sleigh. Leikriti þessu var áður útvarpað veturinn 1957—58. Leikritið þýddi Hulda Valtýsdóttir og leik- stjóri var Helga Valtýsdóttir. Persónur og leikendur i fyrsta þætti eru: Helgi Skúlason, Kristin Anna Þórarinsdóttir, Helga Valtýsdóttir og þulur er Jóhann Pálsson. Sjötugs- afmœli SJÖTUGUR er í dag Eirikur Benedikz, sendifulltrúi við sendi- ráð islands í Bretlandi og ræðis- maður. Eiríkur er fæddur hér i Reykjavík 5. febr. 1907, sonur Benedikts S. Þórarinssonar kaupmanns og konu hans, Hansinu Eiríksdóttur. Stúdent varð Eirlkur við MR vorið 1925 og fór þegar til útlanda til fram- haldsnáms i Kaupmannahöfn og siðan stundaði hann nám við brezka háskóla. Hér heima var hann við kennslustörf fram yfir 1940, en gekk þá i utanríkisþjón- ustuna og fór til starfa við sendi- ráðið i Bretlandi, en þar hefur hann starfað siðan, en á löngum starfsferli hefur hann áunnið sér mikið traust og virðingu hér- lendra sem erlendra manna. Kona Eiríks er Margaret Simrock og eiga þau fimm' syni. Heimili Eiriks og konu hans er I Oxford- | shire og er utanáskriftin: 18 Talbot Road N. Home Farm, | Bamton, Oxfordshire. íslenzkir radíóama- törar kynna starfsemi sína í dag KLUKKAN 14:00 I dag munu ís- lenzkir radlóamatörar, I.R.A., halda kynningu á starfsemi sinni I húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði. 1 ársbyrjun 1947 voru fyrstu leyfisbréfin fyrir radíóamatöra gefin út af Póst- og simamálast jórninni og er því félagið 30 ára um þessar mundir. Á kynningunni verður reynt að sýna radióamatöra á sem breið- ustum grundvelli, fullkomin fjar- skiptastöð verður starfrækt og gefst fólki tækifæri til að fylgjast með samböndum við radíóama- töra viðs vegar um heiminn. Sýnd verða heimasmiðuð tæki félags- manna, sagt frá gervitunglum radíóamatöra og helztu nýjung- um. Fyrsti formaður Í.R.A. var Ein- ar Pálsson og núverandi formað- ur er Jón Þóroddur Jónsson verk- fræðingur. Yngsti radióamatörinn á íslandi, Yngvi Harðarson. Opnum í dag sýningu á ýmsum teiknistofuvörum. Komið og sjáið nýjungar í teikniborðum og teiknivélum. Opiö í dag kl. 10 — 4 og í næstu viku kl. 10 — 5 alla daga. Komið og skoðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.