Morgunblaðið - 05.02.1977, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
Athugasemd við
óperuflutning
Hr. ritstjóri
í heiðruðu blaði yðar 2. febr. er
stutt viðtal við þá ágætu söng-
konu Sigurveigu Hjaltested,
þar sem hún stendur í þeirri
meiningu að dregið hafi úr óperu-
sýningum í Þjóðleikhúsinu síðast
liðin ár. Þar sem tölur sanna að
þessar fullyrðingar hennar
standast ekki, er rétt að vekja
athvgli á því að undanfarin 5 ár
hafa verið fleiri óperu- og
óperettusýningar í Þjóðleikhús-
inu en oftast áður í sögu leikhúss-
ins (og aðeins sambærilegt við
fyrstu 5 árin sem leikhúsið starf-
aði).
Veturinn 1973 var frumsýnd
óperettan Leiðurblakan og sýnd
samtals 50 sinnum og voru
sýningargestir 26.290. Árið 1974
var óperan Þrymskviða eftir Jón
Ásgeirsson frumflutt. Sýningar
urðu samtals 12 og sýningargestir
5.542. Veturinn 1975—76 var
óperan Carmen sýnd samtals 51
sinni með 27.266 gestum. Og á
Togveiði-
bann undan
Vesturlandi
Sjávarútvegsráðuneytið gaf f gær
út reglugerð um bann við togveið-
um á svæði fyrir Vesturlandi og
verður svæðið lokað um
óákveðinn tfma. Bann þetta
kemur f kjölfar skyndilokunar,
sem leiðangursstjórinn á r.s.
Bjarna Sæmundssyni beitti að
fengnum upplýsingum eftirlits-
manns ráðuneytisins um mikið
magn smákarfa á þessu svæði.
Var svæðið sfðan kannað meðan á
skyndilokuninni stóð og að þeirri
könnun lokinni lagði Hafrann-
sóknastofnunin til að svæðið yrði
áfram lokað um óákveðinn tfma.
Bannsvæðið afmarkast af línu,
sem dregin er milli eftirgreindra
punkta.:
1. 65°25’n.br„ 27t,00'v.lgd.
2. 65°26’n.br„ 36°54’v.lgd.
3. 65°08’n.br„ 26°48’v.lgd.
4. 64°39’n.br„ 26°54’v.lgd.
5. 64°39’n.br„ 27°02’l.lgd.
6. 65°03’n.br„ 27°09’v.lgd.
yfirstandandi leikári er í undir-
búningi sýningar á óperettunni
Helenu fögru eftir Offenbach.
Ótalin er Afmælissyrpa leik-
hússins, þar sem nokkrir af okkar
reyndari söngvurum, sem staðið
hafa i fararbroddi á undanförn-
um árum, komu fram (þar á
meðal frú Hjaltested). Þannig
hafa því á undanförnum 4 árum
verið samtals 113 sýningar á óper-
um og óperettum (þar sem
Helena fagra er ekki talið með)
og áhorfendafjöldi samtals
59.098.
Til samanburðar skulu hér
nefndar tölur fyrir 5 árin þar á
undan. Þá voru aðeins 13
sýningar á Brosandi landi og 13
sýningar á Brúðkaupi Figarós eða
samtals 26 sýningar og áhorf-
endur samtals 11.139.
Frú Hjaltested segir í viðtali
sinu hversu ánægulegt það sé
fyrir íslenska söngvara að syngja
með heimsfrægum söngvurum og
nefnir þar Nicolai Gedda. Ekki
skal dregið i efa að svo kunni að
vera en hins vegar skal segja sem
er, að koma Nicolai Gedda hingað
til lands var nokkuð einsdæmi á
27 ára ferli leikhússins, og yfir-
leitt hefur það verið stefna for-
ráðamanna leikhussins fyrst fé til
óperustarfs er af svo skornum
skammti sem raun ber vitni, að
reyna þá fremur að búa í haginn
fyrir þá ágætu innlendu söngvara
sem við eigum, en að eyða stórfé
til að fá frægar stjörnur til að
syngja eitt eða tvö kvöld, enda
virðast nú vera kynslóðaskipti og
fram eru að koma jtngar og
ferskar raddir við hlið þeirra eða
í stað þeirra sem borið hafa hita
og þunga dagsins í 25 ár.
En rétt er enn einu sinni að
taka fram eftirfarandi: Það
mótast aldrei í fyrsta lagi af
duttlungum þeirra sem með
stjórn Þjóðleikhússins fara
hverju sinni, hve umfangsmikil
óperustarfsemi leikhússins er,
heldur er það ávöxtur þeirrar
menningarstefnu sem rekin er af
rikisvaldsins hálfu og þeirra
aðstæðna, bæði fjárhagslegra og
annarra sem leikhúsinu (eða ein-
hverjum öðrum aðilja) eru búnar
til að sinna óperustarfsei.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sveinn Einarsson
Þjóðleikhússtjóri
Rúmlega fimmtfu manns sátu ráðstefnu Æskulýðsráðs, þar sem fjallað var um starfsemi æsku-
lýðsfélaga f borginni. Hinrik Bjarnason f ræðustól. Ljósm. Mbl. RAX.
Ráðstefna um æsku-
lýðsstarf í Reykjavík
ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykja-
víkur efndi sl. laugardag
til ráðstefnu með forráða-
mönnum æskulýðsfélaga í
Reykjavík í Félagsmið-
Lýst eftir
ökumanni
og vitnum
MIÐVIKUDAGINN 2. febrúar
klukkan 19.40 var milliblárri
Citroénbifreið ekið vestur Miklu-
braut. Á gangbrautinni við Eski-
hlið lenti kona fyrir bifreiðinni og
féll i götuna. Bifreiðin stöðvaði,
kona, sem ók henni, skrúfaði
niður rúðuna og baðst fyrir-
gefningar en ók siðan á brott.
Önnur kona var farþegi í bílnum.
Er konan sem ók beðin að gef a sig
fram við slysarannsóknadeild lög-
reglunnar svo og vitni ef einhver
eru.
stöðinni Bústöðum. Á ráð-
stefnunni var fjallað um
æskulýðsstarf í borginni
og starfsemi æskulýðsfél-
aganna og Æskulýðsráðs
en ráðstefnuna sátu rúm-
lega 50 fulltrúar æskulýðs-
félaga í Reykjavík, s.s.
skátafélaga, ungtemplara
og skólafélaga.
Davíð Oddsson, formaður
Æskulýðsráðs, setti ráðstefnuna
og gerði nokkra grein fyrir verk-
efnum hennar og þeim viðfangs-
efnum, sem um þessar mundir
væru til umfjöllunar hjá Æsku-
lýðsráði. Auk almennra umræðna
um viðfangsefni ráðstefnunnar
hafði Hinrik Bjarnason, fram-
INNLENT
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs,
framsögu um starfsemi Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur og Bessí Jó-
hannsdóttir, varaformaður Æsku-
lýðsráðs, hafði framsögu um
stefnumörkun borgaryfirvalda í
æskulýðsmálum.
Ráðstefna þessi var haldin f
samræmi við ákvæði reglugerðar
fyrir Æskulýðrráð en samkvæmt
henni skal ráðstefna þessi haldin
árlega.
Lóðaúthlutun
í Vesturbæ
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
lóðaúthlutun til eftirtalinna
manna á óbyggðum lóðum við
Hofsvallagötu og Ægissfðu:
Hofsvallagata 56: Sigurður Haf-
stein, Kleppsvegi 144, Höfsvalla-
gata 58: Hrafnkell B. Guðjónsson,
Kjalariandi 4, Hofsvallagata 60:
Hallgrímur Dalberg, Kvisthaga
16, Hofsvallagata 62: Andrés
Björnsson, Hagamel 21, Ægisíða
100: Bragi Björnsson, Rauðalæk
26.
..... Til sölu
Flyðrugrandi - Meistaravellir
Eigum nokkrar 3ja og 5 herbergja íbúðir í hinum glæsilegu
sambýlishúsum við Flyðrugranda (verðlaunateikning)
Ath.: Opið í dag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16
ÍBÚÐIRNAR SELJAST TILBÚNAR UNDIR TRÉVERK, EN SAM-
EIGN VERÐUR AÐ FULLU FRÁGENGIN, ÞAR Á MEÐAL ER
SAUNA BAÐ FYRIR HVERT STIGAHÚS. BÍLASTÆÐI VERÐA
MALBIKUÐ OG LÓÐ AÐ ÖÐRU LEYTI FRÁGENGIN MEÐ
TILHEYRANDI TRJÁM OG GRÓÐRI.
ÍBÚÐUNUM VERÐUR SKILAÐ SEINNI HLUTA ÁRS 1977,
BEÐIÐ EFTIR LÁNI FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN: FAST
VERÐ.
TEIKNINGAR OG FREKARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOF-
UNNI.
FASTEIGNAVIÐSKIPTI:
Fasteignasalan/Norðurveri Hátúni 4a Símar 21870 - 20998 ^7/0^“°"
Jón Bjarnason hrl