Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 10

Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977 Kristján Pétursson: VEGNA þeirra umræðna, sem að undanförnu hafa farið fram um mál Guðbjarts Pálssonar, og þeirrar dæmalausu meðferðar, sem mál hans hefur hlotið innan dómstólakerfisins, sé ég mig til þess knúinn að skýra opinberlega á næstunni frá þeim athugunum, sem ég hefi framkvæmt á við- skiptaháttum þessa manns o.fl. Til þess liggja einkuni þrjár meg- inástæður. 1 fyrsta lagi kemur til, að ég hefi oft undanfarið rekið mig hastarlega á þá nöturlegu staðreynd, að dómstólaleiðin er na'sta torfarin, að ég segi ekki stundum ófær þegar við Haukur Guðmundsson höfum átt hlut að máli. Ma>tti nefna ýms ljón á vegi þessu til sönnunar, enda þótt það verði ekki gert i þessari grein. í öðru lagi ber að nefna, að ég tel almenning í landinu eiga ský- lausa kröfu og jafnframt siðferð- islegan rétt á að fá sem gleggsta mynd af eðli og umfangi þeirra viðskiptahátta, sem Guðbjartur hefur viðhaft á viðskipta- og fjár- málasviðinu með aðstoð sinna við- skiptabanka o.fl. aðila. I þriðja lagi ber til að nefna, að mér er mikið í mun að verða við beiðni hins alkunna elskhuga gyðju sannleikans og heiðarleik- ans, Þórarins Þórarinssonar, ritstj. Tímans, um að standa við orð mín svo að heilbrigt réttarfar fái kröfu sinni framgengt. Get ég ekki látið hjá líða að minna á rómuð skrif blaðs þessa marg- fræga ritstjóra um undirritaðan á s.l. ári, en þau skrif eru nú til umfjöllunar hjá dómstólum. Er þess að va-nta, að þegar þeim at- hugunum lýkur, megi lýðum ljóst vera, að ritstjórinn hafi þar komið á framfæri einhverjum sínum fegursta óði til gyðju sinnar. Hins vegar virðist mér þessi kyndilberi sannleikans bera ýms einkenni uppgjafar og þreytu og vissulega kenni ég í brjósti um hann. Það hlýtur að vera mjög erfitt hlut- skipti fyrir hann að þurfa sífellt að standa í því að verja forustu- menn flokks sins fyrir ýmsum að- dróttunum um meint brot á sviði dóms- og fjársvikamála. hafa selt bifreiðarnar í portinu við Suðurgötu. Hins vegar tók Eg- í 11 Vilhjálmsson h.f. Singer Voug bifreiðarnar upp í skuld Guð- bjarts við fyrirtækið. Um þetta leyti hafði stjórn Vátryggingafé- lagsins ákveðið að taka prókúru- umboðið af Ölafi F'insen, svo að stjórnin gæti komist að raun um, hvaða skuldbindingar Ölafur hefði sett félagió í. í stjórnar- fundargerðabók Vátryggingafé- lagsins h.f. mun hægt að sjá skuldaupphæðir, svo og hjá borg- arfógeta, þar sem félagið er enn- þá til meðferðar i gjaldþrotaskipt- um, en svo hefur verið um áratug. Við könnun þá sem stjórn Vá- tryggingaf. h.f. gerði kom m.a. í Ijós, að Ölafur Finsen virtist skulda Pétri Péturssyni (í gler- inu) nokkrar millj. kr. Þá mun Þórir Jónssön, forstj. hjá Ford, hafa keypt húseign Guðbjarts að Höfðatúni 2, til að jafna skuld Guðbjarts við fyrirtækið v/ bif- reiðakaupa. V átryggingafélagið virðist litlu sem engu hafa náð upp í skuldir Guðbjarts svo og aðrir skuldareigendur, en nöfn Samvinnubankinn við Bankastræti. Samvinnubankinn, V átryggingafélagið og viðskiptahættir Guðbiarts Pálssonar ráðstafað þeim af einin geðþótta 1 þessu ■ sambandi vil ég bein; eftirfarandi spurningum ti stjórnar Samvinnubankans og Ö1 afs Finsen: Húsið við Borgartún þar sem Vátryggingaféiagið hafði skrifstofur. Guðbjartur og forstjóri Vátrygg- ingafélagsins 1 þessari fyrstu grein minni um viðskiptahætti Guðbjarts Pálsson- ar verður aðallega fjallað um mál Vátryggingafélagsins h.f. og for- stjóra þess og prókúruhafa, Ölafs F"insen, á árunum frá 1962—1965. Hér á eftir verður skýrt frá þess- um þætti í stuttu máli. Þegar þessi viðskipti Guðbjarts við Vátryggingafélagið fóru fram, starfrækti hann fyrirtækið bíla- leiguna Bíllinn að Höfðatúni 2 í Reykjavík. Um svipað leyti hafði Ölafur Finsen keypt fyrirtækið Norðurleið h.f. af Guðbjarti. Sam- komulag varð milli þessara aðila um að Guðbjartur tryggði bifreið- ar bílaleigunnar hjá Vátrygginga- félaginu h.f. Síðar kom í ljós, að Guðbjartur hafði ekki staðið í skilum og mun hann hafa fengið gjaldfrest á iðgýaldagreiðslum á þeim forsendum, að hann teldi sig eiga óuppgerðar tjónabætur á móti. Ekki virðast þessar tjóna- bætur hafa átt við rök að styðjast, því að um 1965 mun Vátrygginga- félagið hafa afskrifað um 1 millj. kr. af iðgjaldaskuld hans, en það var gert samkvæmt tillögu endur- skoðanda Vátryggingafélagsins. Nokkru síðar hætti Guðbjartur rekstri bilaleigunnar. Vátrygg- ingaf. h.f. virðist þá hafa ákveðið að taka veó í bifreiðum Guðbjarts svo og Ölafur Finsen fyrir persónulegum skuldum Guð- bjarts við sig. Þegar Vátrygginga- félagið h.f. ætlaði að taka um- rædd veð í bifreiðunum var Ragn- ar Ingólfsson, ftr. á lögfræðiskrif- stofu Arnar Clausen, búinn að taka laus veð í Cortinabifr. fyrir hönd Péturs Péturssonar, forstj. (í glerinu), með samþykki Guð- bjarts, en Pétur mun síðan sjálfur þeirra eru skráð í þrotabúsmáli V átryggingafélagsins h.f. Sam- kvæmt viðskiptareikningi Ölafs Finsen við Vátryggingafélagið h.f. mun skuld hans við félagið vera alls um 15 millj. kr., en þessi peningaupphæð miðað við núgild- andi verðlag er um 160 millj. kr. Víxlakaup Samvinnubankans '62—'65 Vegna umræddra viðskipta Öl- afs Finsen við Guðbjart Pálsson o.fl. aðila varð hann að selja m.a. húseign sína að Einimel 1, Norð- urleið h.f., hlutabréf i Norður- stjörnunni h.f., eingarhluta sinn í Pólar h.f., meirihluta af mjög verðmætu frímerkjasafni o.fl. Við frekari athuganir, sem ég hef framkvæmt á þessu umfangs- mikla máli til að reyna að sann- prófa orsakir og ástæður fyrir þessu óhugnanlega gjaldþrota- máli, hefur m.a. eftirfarandi kom- ið í Ijós: Á árunum 1962—1965 virðist Samvinnubankinn hafa keypt vixla fyrir tugmillj. af Guðbjarti Pálssyni, en víxlar þessir voru þannig útfylltir, að Guðbjartur var samþykkjandi þeirra, en Ölaf- ur P’insen var útgefandi, hann var einnig ábekingur þeirra fyrir hönd Vátryggingafélagsins h.f. og Norðurleiðar h.f., þar sem hann var prókúruhafi beggja fyrirtækj- anna á þessum tíma. Þá munu sömu aðilar hafa selt eins útfyllta víxla fyrir 5 £ 10 millj. kr. í Bún- aðarbankanum, Utvegsb., Verzl- unarbankanum og Landsbankan- um á framangreindu tímabili. Séu þessar upphæðir umreiknaðar á núgildandi verðlagi gera þær um 200 millj. kr. Svo virðist sem Guð- bjartur hafi móttekið mestan 1. Hvernig stóð á því, að Guðhjartur Pálsson hafði undir höndum tugi víxile.vðu- blaða á Samvinnubankann, sem voru útgefnir og ábektir af Olafi Finsen, en óútfylltir að öðru leyti? 2. Hversu mikið af slíkum víxl- um keypti Samvinnubankinn og hver ákvarðaði á hverjum tíma upphæðir víxlanna? 3. Hver tók ákvörðun í Samvinnuhankanum á þess- um tíma um kaup á þessum víxlum svo og öðrum víxlavið- skiptum við Guðbjart Páls- son? 4. Vissi stjórn Vátryggingar- félagsins h.f. og framkva>mda- stjórinn hvað miklar ábyrgðir félagið tók á sig vegna þess- ara víxlaviðskipta? 5. Svo virðist sem sami háttur hafi verið viðhafður á víxla- viðskiptum þessara aðila við aðra banka, þó i minni stíl væri, svo sem við Búnaðar- bankann, Utvegsbankann, Verzlunarbankann og Lands- bankann, hver er skýringin? Þá vil ég sérstaklega beina eftirfarandi spurningum til Guðbjarts Pálssonar, enda hefur hann látið hafa það eft- ir sér í fjölmiðlum, að hann sé reiðubúinn að skýra frá öllum sínum viðskiptum. 1. Getur Guðbjartur Pálsson upplýst hversu háa upphæð alls fyrrverandi forstjóri Vá- tryggingarfélagsins, Olafur Finsen, greiddi vegna ábyrgða, sem féllu á hann vegna vanskila Guðbjarts?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.