Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
11
2. Ef upphæðin er um 15 millj.
kr. hverjir voru þá eigendur
fjársins og hvar eru
peningarnir?
3. Hvað var upphæðin há, sem
Olafur Finsen greiddi Pétri
Péturssyni vegna ábyrgða fyr-
irGuðbjart?
4. Hvað var heildarsöluverð bif-
reiðanna, sem Pétur Péturs-
son lét selja og tók siðan upp í
skuldir, sem bílaleigan Bíll-
inn hafði stofnað til við Pét-
ur?
5. Hvernig var stofnað til lán-
veitingarinnar um kaup á bil-
um frá S.I.S. Var jafnvel lán-
veiting Samvinnubankans
baktryggð með fjármunum
lífeyrissjóðs starfsmanna
S.l.S? Greiddi síðan Ölafur
Finsen bæði Samvinnu-
bankanum og tryggingarvíxla,
sem tilheyra áttu lífeyris-
sjóðnum (þ.e. tvöfalt)?
6. Treystir Guðbjartur Pálsson
sér til að leggja fram útskirft-
ir ávisanareikninga sinna við
Samvinnubankann?
Kristján Pétursson.
7. Er það satt, að Samvinnu-
bankinn hafi lánað Guðbjarti
fjármuni til að kaupa skulda-
bréf með afföllum, en síðan
eignfært sömu bréf á nafn-
verði á reikninga Guðbjarts
við bankann?
8. Nú er vitað, að Guðbjartur
hefur látið ýmsa ábyrgðar-
menn greiða víxilskuldir sín-
ar og aðrar skuldir við banka
og einstaklinga. Er Guðbjart-
ur tilbúinn til að leggja fram
skrá yfir þessa aðila og jafn-
framt tilgreina hve háa upp-
hæð hver ábyrgðarmaður hef-
ur greitt fyrir hann?
9. Nú er ljóst, að ef hér er um
að ræða fjármuni, sem skipta
milljónatugum og Guðbjartur
er eignalaus, hvar eru þá
peningarnir? Er Guðbjartur
jafnvel útsendari einhverra
fjárspekúlanta, sem nota
hann?
10. Mörg undanfarin ár hafa
ýmsir orðið fyrir stórum áföll-
um fjárhagslega vegna
Guðbjarts, en hvað hefur
hann gert til að greiða skuldir
sínar við þá og ábyrgðarm.
fyrrgreindu?
Eins og framangreindár spurn-
ingar bera með sér virðist hin
einstaka og óviðjafnanlega fyrir-
greiðsla, sem Guðbjartur fékk í
bönkunum, sérstaklega þó Sam-
vinnubankanum, hafa á einn eða
annan hátt orsakað gjaldþrot Vá-
tryggingafélagsins. Þá virðist
einnig, að lífeyrissjóður starfs-
manna S.I.S., sem geymdur var í
Samvinnubankanum, hafi einnig
verið notaður til víxlakaupa af
Guðbjarti fyrir háar fjárupphæð-
ir.
Allslaus og
skuldum vafinn
Frá því máli mun ég reyna að
skýra sérstaklega síðar, svo og
ávísana, tékka- og veðskulda-
bréfaviðskiptum hans við fjölda
aðila. Nú er það staðreynd, að
Guðbjartur er eignalaus og skuld-
um vafinn og Olafur Finsen hefur
tapað mestum hluta eigna sinna,
svo sem fyrr greinir. Þá vaknar sú
stóra spurning hvað orðið hafi af
þessum miklu fjármunum, sem
Guðbjarti tókst að ná út úr banka-
kerfinu og m.a. Vátryggingafélag-
ið var ábyrgt fyrir. Reynt verður
á næstu mánuðum að kanna þá
hlið málsins nánar og skýra frá
niðurstöðum.
Við þær athuganir, sem ég hefi
gert, hefur ennfremur komið í
ljós, að Olafur Finsen og Vátrygg-
ingafélagið virðast hafa skuldað
Pétri Péturssyni nokkrar millj.
kr. á þessum tíma, en til þeirrar
skuldar mun Olafur Finsen hafa
stofnað án heimildar stjórnar
félagsins. Vonandi getur Ölafur
Finsen upplýst, hvernig og af
hvaða orsökum var stofnað til
þeirrar skuldar og hvernig því fé
var varið?
Þá verður ekki hjá því komist
að krefja bankaráð Samvinnu-
bankans um skýringar og ástæður
fyrir framangreindri lánafyrir-
greiðslu við Guðbjart, sem um
áratugaskeið hefur verið þekktur
fyrir f járglæfrastarfsemi. At-
vinnurekstur Guðbjarts á sínum
tíma er engin réttlæting fyrir
slíkri fyrirgreiðslu, enda virðist
augljóst, að umræddum fjármun-
um hafi að mestu leyti verið varið
til annarrar starfsemi. Einnig
væri eðlilegt og reyndar sjálfsagt,
að bankaráð Samvinnubankans
gæfi skýr og afdráttarlaus svör
um hver eða hverjir hafi gefið
Guðbjarti á þessum tima og síðar
óeðlilega háar yfirdráttarheimild-
ir á hans viðskiptareikningum við
Samvinnubankann, en þessar
upphæðir námu fleiri millj. kr.
eða tugmilljónum kr. miðað við
núverandi verðlag. Þá hlýtur
bankaráð Samvinnubankans að
upplýsa hvers vegna bankinn
keypti margsinnis skuldabréf af
Guðbjarti fyrir millj. kr. til að
jafna yfirdráttarskuld hans við
bankann.
Okurstarfsemi
Ýmsar fleiri spurningar vakna
við könnun á þessu máli. Hafa t.d.
skattayfirvöld kannað þrotabús-
mál Vátryggingafélagsins h.f.? Ef
svo er ekki, hvers vegna? Er
hugsanlegt að eitthvað af þessum
fjármunum hafi verið notað til
okurlánastarfsemi? Vonandi
gefst nú öllum tækifæri á að
svara fyrir sig af fullri einurð og
hreinskilni, allar hálfkveðnar vís-
ur og dylgjur ber að fordæma eins
og hinn réttsýni ritstjóri Tímans
kemst að orði. Ef til vill þekkir
þessi sami ritstjóri þá aðila, sem
geta upplýst almenning um hvað
varð af þessum fjármunum, sem
Guðbjartur náði út úr bankakerf-
inu þó aðallega Samvinnubankan-
um, vonandi lætur ritstjórinn
ekki standa á sér að opinbera þær
upplýsingar, ef svo er. Þá vekur
það einnig mikla athygli, að eng-
inn virðist hafa kært í þessu máli
á sínum tíma og beðið um saka-
rannsókn, enda þótt öflugt
tryggingafélag hafi skyndilega
orðið gjaldþrota. Þetta mál mun
hafa verið til meðferðar hjá Saka-
dómi Reykjavíkur í rúmt ár, von-
andi fara niðurstöður þess að sjá
dagsins Ijós.
Mjög brýna nauðsyn ber til
bæði frá þjóðhags- og lagalegu
sjónarmiði, að mál þetta verði
upplýst til fulls og jafnframt
verði niðurstöðu málsins birtar í
fjölmiðlum, þar sem hér eiga hlut
að máli opinberar þjónustustofn-
anir. Sérstaklega tel ég samvinnu-
menn og bændur eiga ótvíræðan
rétt á að fá fulla vitneskju um mál
þetta, enda eru þeir aðalsparifjár-
eigendur Samvinnu- og Búnaðar-
bankans og stofnendur þeirra.
Um þetta atriði hljótum við Þór-
arinn Þórarinsson, ritstj. Tímans,
að vera sammála og því treysti ég
á fulla samvinnu hans við upp-
ljóstrun málsins.
Enskir skattheimtumenn við innheimtustörf. Myndin er frá um 1130. Hér sést að silfrið er vegið, en
þannig var ávallt farið að f þá daga. Peningarnir voru svo misþungir, þótt sama verðgildi væri slegið á
þá, að þeir voru sjaldnast taldir. Silfurþunginn réði.
ÞAÐ segir fyrst frá því er ég
varð andvaka nótt eina í
október s.l. Varð mér það þá til
afþreyingar, eins og oft áður,
að skrúfa frá útvarpinu mínu
og leita eftir erlendum stöðv-
um. Datt ég þá niður á þá
frásögn i BBC , brezka út-
varpinu, að sagt var frá nýstár-
legu uppátæki, sem ergði
brezka skattinnheimtumenn
mjög. í blaðagrein, sem ég síðar
sá, var þessi frásögn staðfest.
Sagan er sem hér segir.
Nokkrir prentmyndasmiðir
hyggjast sleppa við að borga
skatta. Þeim eru greidd laun í
gullpeningum, sem hljóða upp
á 1. Sterlingspund en hægt er
svo að selja þessa gullpeninga
aftur á 25—30 pund. Það er
prentsmiðjustjóri i Croydon á
Englandi, sem borgar sér og sex
starfsmönnum sínum þetta eitt
til tiu Sovereign í vikulaun.
(Sovereign er 1 sterlingspund i
gulli). Fara launin eftir stöðu
— yfirvinnu og sliku.
Gullpeningar eru lögleg mynt á
Bretlandi og nú vita skattayfir-
völd þar ekki sitt rjúkandi ráð.
Þannig er nefnilega mál með
vexti þar i landi að einhleypir
eru með skattfrjálsar tekjur á
735 pundum á ári og giftir að
1085. Auk þess eru greiddar
bætur á tekjum undir £ 13 á
viku. Gullmynt allar götur frá
1838 er enn í gildi. Um 511
milljón sovereigns peningar
hafa verið slegnir allt i allt og
undanfarin ár hefir konung-
lega enska myntsláttan slegið
milli 2 og 8 milljónir sovereign
peninga á ári. Ekki til notkunar
innanlands, heldur til utan-
ríkisviðskipta og sem hluta af
gullforða Englandsbanka.
Mér var svona rétt að detta
það í hug hvað skatturinn hér
segði, ef greitt væri í 500 krónu
gullpeningunum frá 1961 (Jóns
Sigurðssonar gullpeningur)
eða 10.000 krónu
gullpeningunum frá 1974. Nú
er sá fyrri þetta 40—50.000
krónu virði og sá sfðari er
Enskur gullpeningur 1 pund,
Elísabet II, 1974 og tfuþúsund
króna gullpeningurinn fslenzki
frá sama ári.
eftir RAGNAR
BORG
seldur á 25.—30.000 krónur!!??
Gullverð erlendis fer hækkandi
með lækkandi verði á dollarn-
um. Hún var komin i 133 doll-
ara gullúnsan, sfðast þegar ég
vissi. Og báðir islenzku
gullpeningarnir eru skráðir
lögleg mynt.
Milton Friedman, bandariski
hagfræðingurinn, sem fékk
Nóbelsverðlaunin á síðastliðnu
ári, hefir enga trú á þeim efna-
hagsráðstöfunum sem Jimmy
Carter er að gera. Þær muni
einungis leiða af sér aukna
verðbólgu í Bandaríkjunum og
vernsandi stöðu dollarans.
Gullið mun þvf liklega enn
halda áfram að stfga i verði, ef
Friedman hefir rétt fyrir sér.
Að maður minnist nú ekki á
púðurtunnuna, sem nú er í
Suður-Afríku. Þaðan hefir
komið megnið af öllu gulli á
heimsmarkaðinum. Nú getur
vel svo farið að þaðan komi
minna gull, ef órói éykst meðal
svertingja þar, bylting verður
gerð og hinir svörtu taka völd-
in. Ef svo verður hlýtur verð :
gulli að þjóta upp úr öllu valdi.
Þetta er nokkuð sem vert er að
vekja athygli á, þvi þrátt fyrir
uppboð Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins á gulli, sem nú eru
haldin mánaðarlega og þar með
auknu framboði á gulli, má
samt búast við þvi að gullverð
stigi.
□ ELDHÚSINNRÉTTINGAR
AF LAGER
nú getum við afgreitt heilu eldhúsin
af lager með nokkurra daga fyrir-
vara Staðlaðar skápaeiningar ( úr-
vali. Tvö útlit. — brúnbæsuð fura
^^^^^exklusiv" og eikarlíki úr plasti.
□ KLÆÐASKAPAR
OG BAÐSKAPAR
Ennfremur fyrirliggjandi 40 og 50
cm fataskápar. Hæðin er 210 cm
Mismunandi innréttingar Baðskáp-
ar með frönskum hurðum úr Ijósri
furu.
□ VIÐ
mælum, skipuleggjum og teiknum
ykkur að kostnaðarlausu og án allra
skuldbindinga af ykkar hálfu
Kalmar
innréttingar hf.
Intertör Grensásvegi 22 Reykjavik simi 82645